Þjóðviljinn - 22.09.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.09.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. september 1974. MOÐVIUINNX MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Hitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Ritstjórar: Kjartan Olafsson Svavar Gestsson (áb) Prentun: Blaðaprcnt h.f. NU KEYRIR UM ÞVERRAK Eitt af þvi sem vinstri stjórnin var gagnrýnd mest fyrir var verðbólgan. Þá- verandi stjórnarandstaða hamaðist mjög og miklaði þá dýrtið sem óneitanlega ein- kenndi stjórnarár vinstri stjórnarinnar um of. Þá talaði Sjálfstæðisflokkurinn um óðaverðbólgu, stjórnleysi og glundroða i efnahagsmálum. Allt var á fallanda fæti og afkomuhorfur þjóðarbúsins slæmar, þjóðargjaldþrot voru sögð á næsta íeiti. Á þessum óábyrga áróðri vann Sjálfstæðis- flokkurinn kosningarnar i sumar. Þegar að þvi kom að nýja rikisstjórnin tók við stjórnartaumunum varð hún að viður- kenna, að ástandið var langt frá þvi að vera eins slæmt og klifað hafði verið á fyrir kosningar. Fyrir fáum dögum sendi Seðlabankinn frá sér greinargerð þar sem sagt var að afkoma rikissjóðs, það sem af er þessu ári hafi.verið miklu betri en hrak- spár opinberra hagstofnana höfðu gert ráð fyrir. Greinargerð Seðlabanka var rituð i fáguðum afsökunartón enda nokkur ástæða til. Svipuðu máli gegnir um ýmis önnur svið efnahagsmálanna. Það sem olli þvi moldviðri, sem komið var af stað af Sjálfstæðisflokknum var sú mikla tekjutil- færsla sem vinstri stjórnin stóð að. Gróði fyrirtækja hafði dregist nokkuð saman en það þýðir á máli Sjálfstæðisflokksins, efnahagslegur glundroði. Þegar vegið er að kaupmætti almennings, einkum lág- launafólks, er talað um heilbrigða efna- hagsþróun og endurreisn efnahagslifsins. öllu má nú nafn gefa. En frá sjónarhóli þeirra hópa sem hirða tekjur sinar i formi gróða er þetta ofur skiljanleg afstaða. Þeirra tekjur höfðu rýrnað og vildu þvi meira. Til að það væri hægt, varð að ryðja vinstri stjórninni úr vegi, einkum Alþýðu- bandalaginu sem er forystuflokkur launa- fólks. Við Framsóknarflokkinn var auð- veldara að eiga, þar höfðu gróðaöflin hreiðrað vel um sig og réðu ferðinni. Þótt fáir séu undrandi yfir þessum um- skiptum, þá keyrir nú fyrst um þverbak. Sú verðhækkunarskriða sem nú skellur yfir þjóðina er einhver sú mesta sem nokkru sinni hefur þekkst. Landbúnaðar- vörur hafa hækkað tvisvar samanlagt um 40% á liðlega þriggja vikna valdatima nú- verandi rikisstjórnar. Þetta er meiri hækkun en nokkru sinni fyrr og eru þó ekki, öll kurl enn til grafar komin. Hækkanir sem stafa af gengislækkuninni eru ókomn- ar og má þvi enn búast við frekari hækk- unum. En þótt hækkun landbúnaðarvara sé gerð hér að sérstöku umræðuefni vegna þess hve þungt þær vega i dagleg- um útgjöldum láglaunafólks þá eru þær aðeins hluti að hrikalegri verðhækkunar- öldu sem rikisstjórnin veltir nú yfir lands- lýð. Morgunblaðið talaði um að vinstri stjórnin hefði slegið heimsmet á þriggja ára valdatima sinum. Á fjórum vikum hefur rikisstjórnin slegið nýtt og glæsilegt heimsmet i verðhækkunum. ömurlegt er hlutverk Framsóknarflokksins, sem framkvæma þarf þessa óhæfu. Nú hefur hitaveitan hækkað gjaldskrá sina um 40 af hundraði og beðið er eftir hækkun á rafmagni, strætisvagnagjaldi og mörgu öðru sem rikisstjórnin mun ryðja úr sér á næstunni. Það er þvi næsta hlálegt þegar útbásúnaðar eru láglauna- hækkanir og rikisstjórnin segist gera það i fullu samráði við samtök launafólks. Þær hækkanir sem þegar hafa dunið yfir gera meira en éta upp væntanlegar uppbætur til láglaunafólks. Sá leikur sem rikisstjórnin er að leika, er sá að ræna launafólk fyrst stórfé og sýna svo örlæti sitt með þvi að skila hluta þýfisins aftur og sá hluti getur naumast orðið mikill úr þessu. Kjósendur eru oft sagðir gleymnir. Væri svo ekki hefði nú- verandi rikisstjórn aldrei verið mynduð. Viðreisnarstjórnin hefði átt að hræða. Vonandi kennir þetta fólki að gleymska er slæmur ráðgjafi. Hneyksli í heimi sálarrannsókna Nýr forstjóri stofnunar dr. Rhines í Durham verður uppvís að fölsunum Eins og búast má vib hafa rann- sóknir á svonefndum dulrænum fyrirbærum, fyrirburðasálfræðin, oft sett ofan vegna svikahrappa og kappsfullra áhugamanna. En einnig þeir sem eru vantrúaðir á dulræn fyrirbæri yfirleitt hafa jafnan talaö með virðingu um dr. Joseph Rhine, sem er stofnandi Fyrirburðasálfræðistofnunarinn- ar við háskólann i Durham i Bandarikjunum. En Rhine var ekki alls fyrir löngu neyddur til aö viðurkenna hneyksli, sem hefur komið sér mjög illa fyrir stofnun hans. 1 stuttu máli sagt: Ungur og efnilegur starfsmaður Rhines, Walter J. Levy, sem nýlega hafði verið skipaður forstjóri stofnun- arinnar i Durham, sagði af sér, eftir að hafa viðurkennt að hafa falsað niðurstöður tilrauna. Rhine byrjaði á rannsóknum á svonefndum ESP-fyrirbærum (yfirskilvitlegum eða utan-skiln- ingarvita-fyrirbærum) á fjórða áratugnum. Hann hefur lengi viðurkennt, að þörf væri á flók- inni tækni til að safna áreiðanleg- um heimildum um sálræn fyrir- bæri, og þá mælt m.a. með tölvu- notkun. Levy, sem byrjaði að vinna hjá Rhine i sumarleyfi þeg- ar hann enn var stúdent við læknaskóla, sýndi óvenjulega hæfileika við að skrá niðurstöður tilrauna með sjálfvirkum aöferð- um. Gekk hann siðan i þjónustu Rhines að læknanámi loknu. Sálarstyrkur nagdýra Rannsóknir Levys, sem hann hafði tölvusett mjög fagurlega, beindustað þvi að prófa hæfileika ýmissa nagdýra til að finna á sér atburði áður en þeir gerðust (ESP), og til að hreyfa hluti með viljaafli einu (psychokinesis). Hann kom elektróöum fyrir i rottuheilum einmitt, þar sem örv- un veitti dýrunum sterka ánægju. Boðin bárust til dýranna með mismunandi tiðni um tölvu, sem að sinu leyti var i starfi sinu tengd niðurbroti atóma i geislavirku sýni af strontium-90. Án nokkurra ytri áhrifa átti þetta kerfi að örva nautnasvið rottnanna um 50% af timanum. En ef að rotturnar gætu með fjarhrifum fundið á sér, hve- nær tölvan færi næst af stað, eða haft með viljastyrk áhrif á niður- brot atómanna, þá mundi ánægj- an vara lengur en 50% timans. Illur grunur 1 maimánuði er leiö, skýrði Levy frá þvi, að nú væru rotturn- ar komnar upp i 54% velliðan og Levy og rotturnar hans. Fiktaö við teljarann. gaf þar með til kynna, að þær væru gæddar sálrænum áhrifa- mætti. En þá gerðist það að einn af aðstoöarmönnum Levys fékk grun um að ekki væri allt meö feildu með vafstur forstjórans við tæknibúnaðinn. Hann ákvað á- samt tveim starfsbræðrum aö prófa grun sinn. Þeir földu sig og sáu Levy fikta við teljarann með- an kollegar þeirra voru að hjálpa honum við tilraunirnar. Þeir komu siðan fyrir öörum mæli- tækjum án þess að Levy vissi, og fengu út 50% gleðistundir hjá rottunum, eins og búast mátti við. Þremenningarnir töluðu siðan við Levy af fullri einurð, og sagði hann af sér. Hann kvaðst hafa verið undir miklum þrýstingi i þá átt að koma fram með jákvæðar niðurstöður og þar að auki ofhlaðinn störfum. Hann hélt þvi fram að þetta væri i eina skiptið sem hann hefði falsað niðurstöður tilrauna — eftir að hefði mistekist að fá aftur þann jákvæða árangur sem hann hafði áður fengið, þá hefði hann fundið með sér þörf til að falsa niðurstöðurnar i sam- ræmi við þann árangur sem hann bjóst við. Afall Eftir að þetta varð uppvist lét Rhine aðra starfsmenn sina yfir- fara fyrri niðurstöður af tilraun- um Levys og varaði starfsbræður sina við að taka mark á þeim áður en þær yrðu prófaðar. Svik Levys hafa verið mikið á- fall, ekki aðeins fyrir læriföður hans,heldur og samanlagða fyrir- bærasálfræðina, og svo telur Rhine sjálfur. Rhine hafði skrifað mjög sjálfgagnrýna grein i Journal of Parapsychology i mars, áður en mál Levys kom upp. Heitir hún „Oryggi gegn svikum”. Hann segir þar, að það hafi tafist svo lengi sem raun ber vitni að fyrirbærasálfræðin hlyti viðurkenningu sem, virö- ingarverð visindi m.a. vegna efasemda um heiöarleika þeirra sem þau fræði stunda. Hann ját- aði að það þyrfti aö viðurkenna þessar efasemdir með einúrð og sagði jafnvel, að „það er stundum hægt sð nota tækjabúnaö einmitt til að fela þau brögð sem tækin áttu aðkoma upp um”. Rhine hélt óskertu trausti þvi sem hann bar til Levys i nokkra mánuði eftir að þetta var skrifað — og sýnir það, að Rhine skortir einn af þeim hæfileikum sem hann hefur unnið mikiðað rannsóknum á: hæfileik- ann til að sjá hluti fyrir. Sœnska og norska til prófs Þeir nemendur, sem vilja læra sænsku og norsku til prófs i stað dönsku, gefi sig fram við kennarana Björgu Juhlin i norsku, simi 26726 og Sigrúnu Hallbeck i sænsku, simi 82636. Þeir nemendur, sem vilja lesa sænsku til prófs á menntaskóla- stigi og framhaldsdeildarstigi, gefi sig fram við skólastjóra Námsflokka Reykja- vikur i síma 21430. NAMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR FLÓA- MARKAÐUR að Hallveigarstöðum í dag kl.2. Marg ir eigulegir munir, gamlir og nýir. Kvenstúdentafélag Islands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.