Þjóðviljinn - 22.09.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Dvalar- og vinnuheimilið í Hátúni 12 skoðað
Skotsilfrið er
skorið við nögl
Gunnar Sigurjónsson og Erla Guómundsdóttir eru nýtrúlofuö, en þau
búa bæði i Hátúni E2 og eru þau einu af Ibúum vinnu- og dvalarheimil-
isins, sem enn sem komið er, hafa sýnt framtak I því að festa ráð sitt
innan hússins. (Ljósm. AK)
1 dag er hinn árlegi merkja- og
blaðsöludagur Sjálfsbjargar á
islandi. Sá dagur er þó ekki ein-
vörðungu fjáröflunardagur fyrir
samtökin, heldur er hann iíka
hugsaður til kynningar á starf-
semi sambandsins og högum fatl-
aðs fólks á islandi. i þvi skyni
gefa þau út blað sitt „Sjálfs-
björg” og selja þennan dag. í
blaðinu er að finna fjölda fróð-
legra greina um áðurnefnd mál-
efni og meðal þeirra mjög at-
hyglisverða frásögn af 16. þingi
sambandsins, sem haldið var I
sumar.
A þinginu voru gerðar sam-
þykktir um ýmis mál er varða
fatlað fólk, en af þvi helsta er að
nefna samþykktir um trygg-
ingarmál, farartækjamál og fé-
lagsmál. Það hefur verið eitt af
helstu baráttumálum sambands-
ins þau 15 ár, sem það hefur starf-
að að fá fram gagngerar breyt-
ingar á tryggingalöggjöfinni til
hagsbóta fyrir öryrkja. Og þótt
fagna beri þvi að sóst hafi I rétta
átt i tið slðustu stjórnar, þá er enn
langt i land með það, að þjóðfé-
lagið búi þeim þegnum sinum við-
unandilifskjör, sem vegna likam-
legrar eða andlegrar örorku eiga
erfiðara með að bjarga sér en
fullfriskt fólk.
FJÁRRÁÐ ÖRYRKJA
A fundi sem Sjálfsbjörg hélt
með blaðamönnum á föstudaginn
kom það fram, að þvi fólki sem
dvelst aðöllu leyti á sjúkrahúsum
eða öðrum dvalarstofnunum eru
aðeins ætlaðar 2100 kr. i mán-
aðarpeninga frá tryggingunum,
til að hafa umleikis til annarra
þarfa sinna en brýnustu nauð-
þurfta. Theódór A. Jónsson, for-.
maður landssambandsins, benti
t.a.m. á, að þessi upphæð hrykki
ekki einu sinni til kaupa á tóbaki
fyrir það fólk semkysi að reykja,
og að öðru leyti gætu flestir séð
það I hendi sér að þessi upphæð
hrykki skammt til að veita sér
litilfjörlegasta munað, sem sjálf-
sagður þætti.
Trausti Sigurlaugsson,
framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar,
tók það sem dæmi aö átta af 45
Ibúum I vinnu- og dvalarheimili
Sjálfbjargar hefðu eigin bil til
umráöa, sem þeir þyrftu mjög
nauösynlega á að halda vegna
fötlunar sinnar. Hinsvegar sæju
allir, að þeir vasapeningar sem
þeir hefðu til ráðstöfunar, dygðu
engan veginn til reksturs farar-
tækjanna, hvort sem litið væri til
slðustu hækkunar á benslni eða
ekki. Ýmsar leiðir hlytu aö vera
til til að kippa þessu I liðinn, og að
Sjálfsbjörg myndi reyna hvað
hægt væri, að fá úr þessu bætt.
DVALAR- OG
VINNUHEIMILI
Eitt viðamesta verkefni Sjálfs-
bjargar undanfarin ár hefur verið
bygging vinnu- og dvalarheim-
ilisins að Hátúni 12. 1 þvl sam-
bandi er vert að geta þess að sex
af tólf Sjálfsbjargarfélögum I
landinu hafa keypt eða byggt eig-
ið hús og þar af hafa fimm félög
rekið vinnustofur fyrir fatlaöa um
lengri eða skemmri tlma. A
Akureyri er félag Sjálfsbjargar
aö hefja byggingu húss fyrir alla
sina starfsemi. Verður það mikil
bygging, sem hýsa á bæði verk-
smiðju, endurhæfingarstöð og
Ibúðir fyrir fatlaða.
Vegna skorts á fjármagni hefur
sambandiö ekki getað lokið við aö
koma á fót endurhæfingaraöstöðu
I Hátúni 12, en Theódór upplýsti
ennfremur að skortur væri á
sjúkraþjálfurum og þessvegna
væri hæpið að binda vonir við að
stöðin kæmist i gagnið enn um
hrið. Þóer verið að ganga frá inn-
réttingu á æfingarsal I kjallara
hússins, og mun Iþróttafélag fatl-
aðra hefja þar starfsemi slna á
næstunni. Trausti sagði félagiö
vera nýstofnað og væri það fötl-
uðu fólki mjög mikilvægt að fá
tækifæri til að stunda iþróttir eftir
sinni getu, bæði til að þjálfa
likama sinn og eins væru iþróttir
góð afþreying. 1 ráði er og að
koma upp sundlaug við húsið, en
fjárráðin munu gera útslagið meö
það hvenær þeirri framkvæmd
lýkur.
GÓÐUR AÐBUNAÐUR
Næsta verkefni I Hátúni er að
ganga frá 36 fbúðum fyrir fatlaða
I öðrum áfanga hússins og skrif-
stofuhúsnæði fyrir sambandið á
neðstu hæð þess húss. Það hús er
fimm hæðir eins og vinnu- og
dvalarheimilið og tengt þvi með
sameiginlegum stigagangi. Okk-
Það fer einkar vel á þvi að biðja
Þjóöviljann fyrir stutta afmælis-
kveðju til Péturs i Laufási, þegar
hann fyllir nú sjöunda tuginn á
morgun 23. september.
Ég trúi nú reyndar honum þyki
kveðjan óþörf, enda hæg leið að
koma henni húsa á milli, án ihlut-
unar prentlistarinnar. Lifssögu-
„registur” skal hún heldur ekki
verða, aðeins góðar óskir og lítil
upprifjan. Annars má Pétur ekk-
ert vera að þvi að lesa þetta,
haustverkin hafin fyrir alvöru og
hugur og hönd þar við bundin.
Sá starfi að yrkja vorgræna
jörð og hirða vænt fé hefur án alls
efa verið Petri hugleiknastur
allra starfa, þó að mörgu hafi
hann lagt gjörva hönd, hagleiks-
ur gafst tækifæri til að fylgja
þeim Trausta og Theódór um
vinnu- og dvalarheimilið og
kynna okkur aðbúnaðinn af eigin
raun. öll hönnun hússins er unnin
með það fyrir augum að fólk I
hjólastólum og annað hreyfifatlaö
fólk geti með sem hægustu móti
komist allra sinna ferða. A hverri
hæð er vaktherbergi þar sem að-
stoðar- og hjúkrunarfólk hefur
sina aðstöðu og er hægt að hafa
samband við vaktherbergið úr
hverju Ibúðarherbergi gegnum
kallkerfi. A nóttunni er þó aðeins
vakt á einni hæð, en hún er þá
tengd öllum kalltækjum I húsinu.
A hverri hæð er lika eldhús, þar
sem Ibúarnir geta fengið sér sop-
ann sinn á milli mála, og þar
maður er hann og smiður ágætur,
vélamaður sömuleiðis, enda vél-
gæzlumaður við frystihús K.H.B.
I fleiri ár. En römm er sú taug,
sem á ný hefur dregið hann til
sveitastarfanna og eins og áður
kann hann slikri sýslan mæta vel,
þau störf láta honum vel sem önn-
ur um dagana, aðeins huga og
hjarta nær, en þar I felst sá mis-
munur, sem veitir okkur meiri
Hfsunað en annað.
En væri nú ekki nær að minnast
ögn á þauárin, þegar ég sem
stráklingur kynntist þér fyrst og
mér eru i svo fersku minni nú,
gamansemi þína, sem bezt lýsti
sér, þegar þú brást þér I gervi
einhvers annars, sem jafnskjótt
var kominn þar ljóslifandi, leik-
nálgast þeir líka kvöldkaffið sitt.
A fyrstu hæðinni er aftur sameig-
inlegt mötuneyti fyrir alla Ibúa
hússins.
Við Ari Kárason litum inn I
nokkur herbergi og heimsóttum
m.a. nýtrúlofað par, þau Gunnar
Sigurjónsson og Erlu Guðmunds-
dóttur, og óskuðum þeim til ham-
ingju. Þau létu bæði mjög vel af
þvi að búa þarna i húsinu, og
Gunnar sýndi okkur hvernig kall-
tækið fúnkeraði, en við það má
tengja aukasnúru og nota það
hvar sem maður er staddur i her-
berginu, sem kemur sér einkar
vel fyrir mjög fatlað fólk.
hæfileikarnir voru ærnir og eftir-
hermugáfan framúrskarandi og
bærilega eimir eftir af hvoru-
tveggja enn.
En ætli ég muni samt ekki best,
hve þú varst mér stráknum hlýr
og viðmótsgóður, máske af þvi
m.a. að báðir voru auðelskir i
betra lagi, en einnig vegna þess,
hve barngóður þú varst.
Og ekki skyldi þvi gleymt,
hvernig heimili þitt stóð mér opið
fyrsta kennsluveturinn minn á
Reyðarfirði.
Þú ert lika svo prýðilega póli-
tlskur I þér og hefur ætið verið,
eftir þinum pólitiska áttavita hef-
ur verið óhætt að stilla, nálin
býsna stöðug, án þess þó að visa
beint I austur.
Fólk lifir þarna að öllu leyti
frjálsu lifi, enda meiningin að
staðurinn sé þvl fyrst og fremst
heimili en ekki stofnun. Mikið
vantar þó á, meðan ekki er enn
komin upp aðstaða til æfinga eða
vinnu, þvl lltil afþreying er að þvi
að sitja mestallan daginn á'sinu
herbergi.
FRAMTÍÐARLAUSNIN
Theódór sagði okkur frá þvl, aö
i Danmörku væri þróunin sú
núna, að samtök á borð við Sjálfs-
björgu byggðu sambýlishús meö
Framhald á bls. 13
Hverri stefnu er það dýrmætt
að eiga slika fylgismenn sem þig,
liðsmenn, sem hvergi hopa, þó að
sé sótt.
Já, og svo ertu bara orðinn sjö-
tugur einn sælan septemberdag.
Timinn nemur vist tæplega
staðar, sjálfur er ég orðinn ærið
gamall,annarsgætiég ekki rifjað
upp kynni okkar meira en 30 ár
aftur I tlmann.
Fyrir þau kynni færi ég þér ein-
lægar þakkir og á þessum degi
sendi ég þér minar innilegustu
óskir. Megi framtiðin færa þér
gnótt grasa og góðra sauða og þó
umfram allt sem allra flesta far-
sæla ævidaga.
Helgi Seljan.
Pétur Jónasson, Laufási Reyðarfirðisjötíu ára á morgun
99
Orstutt afmœliskveðja
Merki Sjálfsbjargar seld í dag