Þjóðviljinn - 24.09.1974, Qupperneq 5
Þriðjudagur 24. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Mulafoss bjargaði
fimm færeyingum
1 fyrrakvöld um áttaleytið er
skip Eimskipafélags tsiands,
Múlafoss, var á siglingu undan
Friðrikshöfn á Jótlandi sigldi það
fram á björgunarfieka en á hon-
um var fimm manna áhöfn fær-
eyska skipsins Kongshavn.
Múlafoss var á leið frá Odda i
Noregi til Helsingjaborgar i Svi-
þjóð. Skipið tók færeysku sjó-
mennina um borð og sigldi með
þá áfram til Helsingjaborgar.
Færeyingarnir höfðu yfirgefið
skip sitt eftir að eldur hafði komið
upp i þvi. Dráttarbátur hafði
komið að skipinu og sett i það
taug. En eftir að skipin voru lögð
af stað til lands sökk Kongshavn.
Kongshavn var gamalt skip,
byggt 1912, 250 rúmlestir að
stærö. Farmur þess var kjúk-
lingafóður en auk þess voru um
átta þúsund lifandi kjúklingar á
dekki.
í fréttum útvarpsins i gær-
morgun var frá þvi skýrt að
Múlafoss hefði rekist á færeyska
skipið og að við áreksturinn hefði
kviknað i þvi færeyska. Þarna
hefur einhver óvandaður frétta-
maður logið að útvarpinu, enda
var fréttin leiðrétt eftir að um-
boðsmaður Eimskip i Danmörku
hafði skýrt frá þvi rétta.
—ÞH
Sigurður Nordal látinn
Sigurður Nordal lést aðfarar-
nótt laugardagsins, 88 ára að
aldri.
Sigurður var fæddur norður i
Vatnsdal árið 1886. Hann varð
stúdent tvitugur frá Lærða skól-
anum i Reykjavik, en stundaði
siðan nám við Hafnarháskóla og
lauk þaðan meistara- og doktors-
prófi. A fyrri hluta ævinnar
dvaldist hann einnig i Þýska-
landi, Englandi og Bandarikjun-
um við fræðistörf og kennslu.
Sigurður var skipaður prófess-
or i islenskum bókmenntum við
Háskóla Islands árið 1918. Gegndi
hann þvi starfi um áratugi og
hafði með kennslu- og fræðistörf-
um sinum gifurlega mótandi á-
hrif á nemendur og á rikjandi við-
horf i islenskum fræðum.
Dr. Siguröur Nordal
Árin 1951 til 1957 var Sigurður
sendiherra íslendinga I Kaup-
mannahöfn.
Fjölmörg fræðirit liggja eftir
Sigurð, textaútgáfur, bókmennta-
sögur ritgerðir og aðrar bók-
menntaskýringar. Meðal al-
mennings er hann ekki hvað slst
þekktur af hinu mikla verki sinu
Islenskri menningu, sem Mál og
menning gaf út I mjög stóru upp-
lagiá striðsárunum. Sigurður var
sjálfurskáld gott. Æskuverk hans
Fornar ástir þótti brautryðjanda-
verk, en löngu siðar samdi hann
leikritið Uppstigningu.
Hér hefur fátt eitt verið talið af
þvi sem Sigurður Nordal hefur af-
rekað isienskri menningu til
þrifa, en hans verður minnst bet-
ur hér i blaðinu á næstunni.
Barnaflokkar - Unglingaflokkar - Flokkar fyrir fullorðna
einstaklinga - Flokkar fyrir hjón - Byrjendur og framhald
Innritun daglega
frá kl. 10-12 og
1- 7
Reykjavík:
Símar 2-03-45 og
2- 52-24
Breiðholt:
Kennt verður í
nýju húsnæði að
Drafnarfelli 2-4.
Sími 2-75-24
Kópavogur:
Sími 3-81-26
Hafnarf jörður:
Simi 8-48-29
Seltjarnarnes:
Sími 8-48-29
Kef lavík:
Tjarnarlundur.
Sími 1690 kl. 5-7.
Unglingar!
Allir nýjustu táningadansarnir —svo sem: Suzie Q. Junes, Funky,
Bogo Rock, Macky Messer, Football, Spider, Pelican, Street Walk o. f I.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS vvv