Þjóðviljinn - 24.09.1974, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. september 1974.
Reykjavíkurmótið í handknattleik hafið:
Fyrsti leikur mótsins var á
milli Fram og Armanns, og sigr-
aði Fram stórt eða 22:14. Fram
þurfti ekki mikið að hafa fyrir
þessum sigri, enda vantaði
nokkra af bestu mönnum Ar-
manns-liðsins sem annað hvort
voru meiddir eða eru ekki farnir
að æfa af fullum krafti. Þannig
var Höröur Kristinsson til að
mynda ekki með, hann hefur litið
sem ekkert æft, og annar af
buröarásum liðsins, Olfert Náby
er meiddur.
Framarar með þá Guðmund
Sveinsson, sem tekiö hefur viö
hlutverki Axels Axelssonar í lið-
inu, og Björgvin Björgvinsson i
broddi fylkingar gerðu út um
leikinn strax I fyrri hálfleik, og
var staðan i leikhléi 11:4.
í siöari hálfleik dofnaði heldur
yfir Fram-liðinu, og náðu Ár-
menningar þá að minnka muninn
niöur i 2 mörk, en undir lokin sigu
Framararnir aftur fram úr, og
lokatölurnar urðu eins og áður
segir 22:14.
ólafur H. Jónsson skorar eitt af mörkum Vals gegn Fylki á laugardaginn.
Fylkir kom á óvart
gegn Vals-mönnum
Þaö var að visu aldrei nein
spurning um hvort liðið, Valur
eða Fylkir, myndi vinna leikinn
þegar þessi lið mættust i öðrum
leik Reykjavikurmótsins, til þess
er munurinn á þeim of mikill, en
Fylkismenn komu mjög á óvart
með góðum sóknarleik, og að þeir
skyldu ná að skora 14 mörk hjá
bikarmeisturunum kom sannar-
lega á óvart, en úrslit leiksins
urðu 27:14 sigur Vals.
Það er engin leið að dæma Vals-
liðið neitt eftir þessum leik, til
þess voru andstæðingar þess of
veikir, en þó er greinilegt, að
Valsmenn eru að breyta sóknar-
leik sinum, og virðist manni að
Guðjón Magnússon komi til með
aö leika mjög stórt hlutverk hjá
KR ógnaöi Víkingi
semslappmeðskrekk og vann 22:20
Ekki áttu menn almennt von á
þvi að 2. deildarlið KR rnyndi
ógna stórskotaliði Vikings þegar
liðin mættust á sunnudagskvöld-
ið, en sú varð nú samt raunin á,
og Vikingarnir áttu i hinum
mestu erfiðleikum með KR-ing-
ana i siðari hálfleik.
Víkingar byrjuðu leikinn vel og
komust i 4:1, en siðan tóku KR-
ingar að saxa á forskotið og náðu
að minnka muninn niður i 2 mörk,
7:5, 8:6 og 9:7, en i leikhléi var
staðan 14:11 Vikingi i vil.
1 siðari hálfleik tóku KR-ingar á
sig rögg og jöfnuðu 16:16 og aftur
17:17. Siðan skildu eitt eða tvö
mörk liðin að, en aldrei tókst KR
að ná forystunni. Lokatölurnar
urðu svo eins og áður segir 22:20
sigur Vikings.
Ekki virðast manni neinar
verulegar breytingar vera á leik
Vikingsliðsins frá i fyrra, nema
hvað skarð Guðjóns Magnússonar
sem gengið hefur yfir i Val er
ófyllt, og ekki var eins mikið bit i
sóknarleik Vikings að þessu sinni
og oftast áður, en það atriði getur
lagast þegar á liður og auðvitað of
snemmt að draga nokkra álykt-
anir svona af fyrstu leikjum.
Hilmar Björnsson leikur nú aft-
ur með KR og styrkir liðið mikið,
en að þessu sinni vantaði nokkra
af sterkustu mönnum þess eins og
til það mynda Þorvarð Guð-
mundsson og Boga Sigurðsson.
liðinu I vetur, en hann var Fylkis-
mönnum langerfiðastur i þessum
leik og skoraði mest Valsmanna.
Valsmenn komust i 6:1, 10:3, og
i leikhléi var staðan 12:4. Um
tima I siðari hálfleik slaknaði
verulega á varnarleiknum hjá
Val, og Fylkismenn skoruðu
hvert markið á fætur öðru. En
þeir náðu ekki að stöðva sóknar-
menn Vals neitt að ráði, þannig
að þeir gátu ekki minnkað mun-
inn verulega. Og undir lokin röð-
uðu Valsmenn mörkunum, uns
staðan var 27:14 þegar leikurinn
var flautaður af.
Það verður að biða með að
leggja dóm á Vals-liðið þar til það
mætir sterkara liði, eins og til að
mynda 1R sem er með þvi i riðli,
en manni sýnist Fylkis-liðið vera
á réttri leið, og það ætti bara að
lenda i fallbaráttunni i 2. deild i
vetur.
Byrjunin
lofar góðu
Reykjavikurmótið i handknattleik hófst um sið-
ustu helgi, og voru leiknir 4 leikir. Og eftir að hafa
séð öll Reykjavikurliðin leika sýnist manni að byrj-
unin lofi góðu fyrir veturinn. Það sem kom manni
kannski mest á óvart i þessum fyrstu leikjum var
hve sterkt IR-liðið virðist og hve slakt Þróttar-liðið
var gegn þeim. Ég man vart eftir að hafa séð
lR-ingana koma svona sterka til leiks i byrjun
keppnistimabils, og þó voru ekki allir bestu menn
þeirra með að þessu sinni. Detti ÍR-ingarnir ekki
niður þegar á liður, heldur bæti við sig eins og eðli-
legt er, þá verða þeir áreiðanlega i hópi sterkari lið-
anna i vetur.
Léttur sigur
Framara
yfir Ármanni
Stór-
leikur
hjá ÍR
Það sem kom áreiðanlega
mest á óvart i fjórum fyrstu
leikjum Reykjavikurmótsins
var hve sterkt IR-liðið kemur
til keppninnar. Það hreinlega
kaffærði Þróttar-liðið sem
hefur æft óvenju vel i sumar
og haust, m.a. farið i æfinga-
búðir til Danmerkur og tekið
þar þátt i æfingamóti. En það
er alveg sama hvað Þróttar-
arnir reyndu, þeir komust
ekki upp með neitt, og 1R vann
yfirburðasigur, 29:13.
IR-ingarnir komust i 6:1,
11:3, 14:4, og i leikhléi var
staðan 15:5 og aðeins spurning
um hve stór sigur þeirra yrði,
en ekki hvort liðið myndi
sigra. 1 siðari hálfleik sáust
tölur eins og 17:7, 20:8 og 29:11
á markatöflunni, og sýna þær
fullkomlega hve miklir yfir-
burðir IR-inganna voru. Þó
vantaði i IR-liðið menn eins og
Agúst Svavarsson, Þórarin
Tyrfingsson og Asgeir Elias-
Framhald á 11. siðu.