Þjóðviljinn - 24.09.1974, Side 3
Þriðjudagur 24. september 1974. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
FJÁRDRÁTTUR
REYKVÍKINGA
Getraunir
Einn með
11 rétta
Reykvikingur einn datt heldur
betur i lukkupottinn i gær þegar
taliö var uppúr kassanum hjá
Getraunum, þvi að hann reyndist
vera sá eini sem hafði seðil með
11 réttum lausnum og þar sem
enginn hafði 12 rétta hlaut hann
319 þúsund kr.
Vinningsupphæðin var að þessu
sinni 456 þúsund kr. og þar sem 7
seðlar fundust með 10 réttum
leikjum hlýtur handhafi hvers
þeirra 19 þúsund kr.
betta er dálaglegur auka-
skildingur, þar sem vinningarnir
hjá Getraunum eru skattfrjálsir.
—S.dór
Sjómenn á
Grundarfirði
vilja segja
upp
samningum
Hinn 17. sept. sl. hélt sam-
bandsstjórn Sjómannasambands
tslands fund þar sem einróma var
samþykkt að skora á sjómanna-
félögin aö segja upp gildandi
kjarasamningum og það fljótt að
samningarnir verði lausir ekki
siðar en 1. nóv. nk.
Og i gær barst sjómannasam-
bandinu skeyti frá Verkalýðs- og
sjómannafélaginu á Grundar-
firði, þar sem þess er óskað að
sambandið segi upp samningum
fyrir félagið og er þetta fyrsta
sjómannafélagið sem verður við
áskoruninni. —S.dór
Fossvallarétt við Lögberg er jafnan fjölsótt, og
flest haustin núorðið má vart á milli sjá, hvort
sauðféð er fleira en manfólkið, en sennilega hefur
sauðkindin þó vinninginn enn.
Ari tók þessar myndir um helgina, en Reykvik-
ingar og nærsveitamenn rétta fé sitt þessa dag-
ana, sem og aðrir landsmenn.
V aranleg, ekki
tímabundin
kj araskerðing
Sagði Ingólfur Ingólfsson form.
Vélstjórafélags Islands um
bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar
— Þar sem gera má ráð fyrir
að flestar stéttir nái að bæta kjör
sin aftur eftir þær árásir sem á
þau hafa verib gerðar að undan-
förnu, þykir okkur sjómönnum
vægast sagt hart að þurfa einir að
verða fyrir varanlegri kjara-
skerðingu, sagði Ingólfur
Ingólfsson formaður Vélstjóra-
félags Islands er við leituðum
álits hans á bráðabirgðalögum
rikisstjórnarinnar um ráðstaf-
anir i sjávarútvegi, sem gefin
voru út i sfðustu viku.
1 1. grein þessara laga ver gert
ráð fyrir að verðlagsráð skuli
ákveða fiskverð og þar eru þvi
settar alveg ákveðnar skorður
um að fiskverð megi ekki hækka
um nema 11% mest. Þarna er
auðvitað gripið fram fyrir
hendurnar á þeirri stofnun sem
ákveða á fiskverð samkvæmt
lögum, og þetta er alger skerðing
á lögboðnum rétti okkar til að
hafa áhrif á verðlagningu, þannig
að þarna er verið að taka
verðákvöröunarvaldið úr höndum
réttra aðila.
Þá kveða aðrar greinar þessara
laga einnig á um verulega kjara-
skerðingu sjómanna. Til að
mynda i 2. grein þar sem stofn-
fjársjóðs framlagið er hækkað
um 5% bæði innan lands og
erlendsis. Þar er gengið beint inni
skiptakjörin, þar sem þessi hluti
er tekinn af óskiptum afla, og er
ekkert annað en frekleg árás á
sjómenn.
Sama er að segja um
hækkunina á útflutningsgjaldinu,
þar er einnig gengið beint á
skiptakjörin og ég er ekki viss um
að almenningur geri sér ljóst
hvað þarna er um stóra hluti að
ræða, þvi að útflutningsgjaldið er
lagt á fobverðmæti annarsvegar
en magngjald hinsvegar. Þetta
samanlagt nemur sem næst 9% i
fiskverði. Þá er búið i heild að
draga sem nemur 14% úr
fiskveröinu sem ekki kemur til
skipta.
Með hliðsjón af þvi að á þessu
ári hafa sjómenn ekki fengið
neinar kjarabætur, þar sem fisk-
verðshækkun sú sem ákveðin var
um siðustu áramót hefur ekki
skilað sér i tekjum sjómanna
vegna minnkandi afla, sem
nemur um 13,5% á ve’trarvertið,
þá er hlutur sjómanna mjög rýr
gerður.
Við höfum viljað sjá hvað fram
kæmi og höfum þvi ekki tekið
ákvörðun um uppsögn samninga
en mér þykir óliklegt annað en að
samningum verði öllum sagt upp
þegar þetta allt er komið fram.
Ég get að visu ekki fullyrt um það
á þessari stundu en ætla má að
svo verði, sagði Ingólfur að
lokum.
—S.dór
17% far-
gjalda
hækkun
Með ácetlunarbilum
BSÍ
Borgarbörn hafa ekki slður skemmtun af að koma I réttir, en sveita-
börn. Kannski er ekki annar eins ævintýrabragur yfir réttarferð borg-
arbarnsins og sveitabarnsins, en þ'að er gaman eigi að sföur.
Fargjöld með áætlunarbif-
reiðum BSl hafa nú hækkaö
um 17%.
Umsókn um fargjaidahækk-
anir hefur lengi beðið af-
greiðslu, en var ekki endan-
lega afgreidd frá rikisstjórn-
inni fyrr en undir siðustu
helgi.
Nú kostar 205 krónur að fara
með áætlunarbil frá Reykja-
vík tii Keflavlkur, en kostaði
áður 175 krónur.
Þaö kostar 2050 krónur að
aka með rútubil til Akureyrar,
en kostaði áður 1770 krónur. Sé
keypt far fram og tii baka fæst
þó nokkur afsláttur. —GG
SÆTTUM OKKUR
EKKI YIÐ ÞETTA
Sagði Jón Sigurðsson formaður Sjómannasambands
íslands um bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar
Ég get auðvitað ekki sagt annað
en allt það versta um þessi bráða-
birgöalög, sagði Jón Sigurðsson
formaður Sjómannasambands ts-
lands er við leituðum álits hans á
bráöabirgöalögum I sjávarútvegi
sem rlkisstjórnin gaf út i siðustu
viku. Þessi lög skerða kjör sjó-
manna mjög mikib ofan á allt
annað sem gert hefur verið að
undanförnu og skeröa kjör vinn-
andi fólks.
— Lögin skerða verulega kjör
togarasjómanna og þeirra sjó-
manna sem eru svo heppnir að
vera á bátum sem afla meira en
sem nemur kauptryggingu, en
kauptrygging háseta á bátunum
er aðeins 51 þúsund á mánuði I
grunn. Vinnuskylda þeirra er svo
frá 12 og uppi 18 stundir á sólar-
hring. Og ef ekkert veröur aðgert
af hálfu samtaka sjómanna
vegna þessara laga, þá verður
aðeins um kauptryggingu að ræða
á mun fleiri bátum en verið hefur,
en lögin skerða fyrst og fremst
hlut fiskimanna. Þess vegna er
einsýnt að hækka verður kaup-
trygginguna verulega frá þvi sem
nú er.
— Hvað takið þið þá til bragðs?
— A fundi sambandsstjórnar
Sjómannasambands Islands, sem
haldinn var 17. sept. sl. var ein-
róma samþykkt að hvetja félögin
til uppsagna á samningum, þann-
ig að þeir verði lausir ekki siðar
en 1. nóvember nk. Og nú eru fé-
lögin þegar byrjuö að segja upp
samningum. Þessi áskorun sam-
bandsstjórnarinnar var þó fyrst
og fremst vegna gengisfellingar-
innar og nú þegar þessi bráða-
birgðalög bætast ofan á, þá er
sannarlega ekki eftir neinu að
biða, sagði Jón Sigurðsson aö lok-
um.
—S.dór.