Þjóðviljinn - 11.10.1974, Page 1

Þjóðviljinn - 11.10.1974, Page 1
Vatnið hverfur af klósettkössunum MOWIUINN Vatnsskortur í Búðardal Föstudagur 11. október 1974 — 39. árg. 198. tbl. Sláturhúsið dœlir vatninu BRESKU KOSNINGARNAR Wilson með hreinan meirihluta Samkvœmt þeim tölum sem komnar voru er blaðið fór í prentun LONDON n/10 Fyrstu úrslit i bresku kosningunum bentu til þess að Verkamannaf lokkurinn hlyti hreinan meirihluta á þingi, en allmiklu minni en síðustu skoðanakannanir gerðu ráð fyrir. of bjartsýna fyrir Verka- mannaflokkinn. En hann hafði þá þegar unnið tvö þingsæfi og að meðaltali Tölvuspár sem unnar voru eftir að talið hafði verið i 27 kjördæmum bentu til þess að Verka- mannaf lokkurinn fengi 333 þingsæti og þar með 15 þingsæta meirihlufa. f febrúarkosningum i ár fékk flokkurinn 298 þing- sæti. Samkvæmt þessu fengi íhaldsf lokkurinn 263 þingsæti," tapa um 30 (hafði 296). Frjálslynd- um voru ætluð 10 sæti, en þeir höfðu 15. Effir þessu hefur þeim flokki ekki tekist að rjúfa einokun stóru flokkanna, þrátt fyrir verulegt atkvæða- magn. öðrum flokkum, einkum þjóðernissinna í Skotlandi og harðsnúnum mótmælendum á Norður- írlandi, voru ætluð alls 29 sæti (26). Ýmsir töldu þessa spá Heath um 3% atkvæða. Ihaldið hafði tapað einu. Síðustu skoðana- kannanir sem bresk blöð birtu I gærmorgun bentu til þess að Verkamanna- flokkurinn ynni hreinan sigur, fengi 41-44% at- kvæða, íhaldið 34-36% og frjálslyndir 17-19%. Kosningaþátttaka var allt að 10% minni en í kosningunum í febrúar, en deyfð meðal kjósenda hefur venjulega neikvæð- ari áhrif fyrir Verka- mannaflokkinn en íhaldsf lokkinn. Fasteignakaupin á Spáni: Utanríkisráðuneytið beðið um rannsókn sagði Björn Tryggvason aðstoðarhankastjóri seðlabankans — Við erum búnir að skrifa utanríkisráðuneyt- inu og biðja það að leita upplýsinga hjá spönskum yfirvöldum um hvort það sé rétt að islendingar eigi fasteignir á Spáni. Það verður fyrsta skref máls- ins sagði Björn Tryggva- son, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans.er við spurð- um hann hvernig Seðla- bankinn ætlaði að haga rannsókn sinni á hugsan- legum fasteignakaupum islendinga á Spáni, en eins og mönnum er kunnugt vakti Þjóðviljinn máls á þessu fyrir nokkrum dög- um og vegna þess hefur Seðlabankinn ákveðið að rannsaka hvort það sé rétt að íslendingar eigi fast- eignir þar suður frá. Mál þetta hefur vakið griðar- lega mikla athygli og hefur vart linnt simhringingum til okkar frá mönnum sem hafa verið að nefna bæði einstaklinga og fyrirtæki sem þeir segja að eigi fasteignir á Spáni. Að sjálfsögðu er ekki hægt að birta þann nafnalista fyrr en sönnun liggur fyrir hvört hér er rétt með farið eður ei. af klósett- kössum óstand er ríkjandi á vatnsdreifingu í Búðardal. Þegar vatnsfrek starfsemi er í gangi, svo sem mjólk- urstöðin í Búðardal og slát- urhúsið, hefur mjög borið á því, að ekki fæst nægi- lega mikið vatn í þorpið. Mjólkurstöðin og sláturhúsið hafa aflmiklar dælur til að soga til sin vatnið af veitukerfi þorps- ins, og þegar þessir vatnsfreku aðilar starfa af krafti, hefur jafn- vel borið á þvi, að vatn hyrfi úr salerniskössum manna. „Þetta stafar af þvi, að vatns- lagnir i þorpinu eru eins og viðar á landinu: lagðar af algjöru skipulagsleysi. Ef byggt er hús, þá er þvi einfaldlega komið i samband við nærliggjandi vatns- rör”, sagði Einar Valur Ingimundarson, verkfræðingur Heilbrigðiseftirlits rikisins i sam- tali við Þjóðviljann. Einar Valur sagði að óhæfa væri að skipuleggja ekki vatns- veituna betur. „Skolpið i Búðardal er lika vandamái. Það er eins og viða til sveita — þvi er veitt út i opna skurði. En það virðist sem þeir ætli nú að fara að kippa þessu i lag. Það er komin til sögunnar dugandi heilbrigðisnefnd, og hún mun hafa gert áætlun varðandi endurbætur á vatnsveitunni, m.a. með borun eftir vatni, og frá- rennsliskerfið verður lika að komast i lag”. Einar Valur sagði að Búðardal- ur væri ekkert einsdæmi hér á landi, hvað snerti kæruleysisleg- an frágang á skolpi. Viða væri notast við hlandforarskurði — en slikur frágangur hlýtur að vera varhugaverður meðan vatnsveit- an er lika i óstandi og hægt er að dæla vatninu af kerfinu —GG Hermengun á Suðurnesjum Þjóðviljinn hefur að undan- förnu birt greinaflokk undir nafninu: „Hermengun á Suðurnesjum”, þar sem eink- um hefur verið leitast við að sýna fram á þá hugarfars- breytingu sem hernámið hefur leitt af sér hjá embættismönn- um og almennum borgurum. 1 dag er birt viðtal við annan tveggja framkvæmdastjóra tslenskra aðalverktaka, Thor O. Thors. Sjá bls. 7. Týr skal hann heita Klukkan þrjú að islenskum tima var hinum nýja varðbát landhelgisgæslunnar gefið nafn i Danaveldi. Gerði það kona dóms- málaráðherra, Dóra Guðbjarts- dóttir. Var varðbáturinn kampavini ausinn og nefndur Týr. —úþ Athugasemd og grein um fasteignakaupin bls. 4 .\ýtt verktaka- fýrirtæki til þess að vinna fyrir herinn „Ætlunin er að gera innrás á Völlinn, ef við getum kallað það svo, þvi við sjáum ekki ástæðu til annars en hirða eitthvað af þess- um þrjátiu silfurpeningum, eins og það hefur verið orðað”, sagði Jón B. Kristinsson, húsasmiða- meistari i Keflavik, þegar blaða- maður spurði hann eftir þvi hvort rétt væri, að tii stæði að stofna nýtt verktakafyrirtæki til að vinna að þeim feiknafram- kvæmdum, sem ákveðnar hafa verið i herstöðinni. — Það er verið að vinna að þessu máli, sagði Jón ennfremur. Við smiðir komum saman i kvöld til þess að vinna að undirbúningi. Pipulagningarmenn eru þeir einu, sem búnir eru að mynda sitt verktakafélag, og vilji þeirra er að vikka það út og fá inn i það meistara frá sem flestum iðn- greinum, þannig að úr verði alls- herjar verktaki. Við getum sagt alveg eins og er, að þessir verk- takar eru stofnaðir til höfuðs Keflavikurverktökum. Eins og þú kannski veist voru Keflavikur- verktakar stofnaðir af hálfu Iðn- aðarmannafélagsins hérna á sin- um tima, og átti að vera opið öll- um, sem var, en siðan hefur þetta verið alveg þrællokað, og enginn komist þar inn síðan. Til þess er þó ætlast að þetta nýja verktakafyrirtæki vinni einnig annars staðar en aðeins á Vellinum. Þó að segja megi að við horfum sérstaklega á flug- stöðvarbygginguna, þá horfum við einnig til hitaveitufram- kvæmda hér á Suðurnesjum og sjóefnavinnslu á Reykjanesi, og á aðrar stórar framkvæmdir. En ekkert af þessum verkefnum get- um við ráðið við að vinna einir sér. - 0 - Þess má svo geta, að til þess að „fá að vinna fyrir herinn” þarf íeyfi varnarmáladeildar utan- rikisráðuneytisins, en það hafa hinir væntanlegu verktakar enn ekki orðið sér úti um. —úþ —S.dór Sjónvarpsmálið © Takmörkun hermannas jón- varpsins við herstöðina eina og bænarskjal ó-„frjálsrar menn- ingar" um meiri sjónvarpshern- að í íslenskri lögsögu er tilefni greinaflokks Hjalta Kristgeirs- sonar um sjónvarpsmálið sem hefst í blaðinu í dag. Sjá síðu 6.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.