Þjóðviljinn - 11.10.1974, Side 12
JOÐVIUINN
Almennar upplýsingar um lækna-
þjónustu borgarinnar eru gefnar i
simsvara Læknafélags Reykja-
vikur, simi 18888.
Kvöldslmi biaöamanna er 17504
eftir klukkan 20:00.
Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla
lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna
4,—10. okt. i Garðsapóteki og Lyfja-
búðinni Iðunni.
Slysavarðstofa Borgarspitalans
er opin allan sólarhringinn.
Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á
Heilsuverndarstöðinni. Simi
21230.
Föstudagur. 11. október. 1974.
„Maðurimi á göt-
unni” auralaus
— segir formaður Bilgreinasambandsins —
„Maðurinn á götunni virðist ekki eiga nógu
mikið af aurum. Ég held það hljóti að koma mjög
mikill afturkippur i bilasöluna núna”, sagði
Gunnar Ásgeirsson i Velti, formaður Bilgreina-
sambandsins, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann
um bilainnflutninginn.
Gunnar taldi tvennt einkum
valda þessum samdrætti i
bilasölu: Auraleysi almenn-
ings og þá staðreynd, að i þvi
góðæri sem nú virðist hafa
tekið enda hafa menn keypt
mjög mikið af bilum. Fyrir
siöustu mánaðamót höfðu ver-
ið fluttir til landsins um 9000
bilar frá siðustu áramótum.
Hverjir eru það þá, sem nú
kaupa bila?
„Þeir sem efnaðri eru, em-
bættismenn, læknar og slikir.
Akveðnir menn skipta um bila
á ákveðnum fresti, eða þegar
nýju gerðirnar koma á mark-
aðinn. Ég reikna með aö sam-
dráttur I bilasölu komi verst
niður á sölu litlu bilanna,
þeirra ódýrustu”.
Samkvæmt upplýsingum frá
Eimskip , þá eru nú 1200-1400
bilar ótollafgreiddir I vöru-
skemmum Eimskips eða á
hafnarbökkum. Eimskip flyt-
ur flesta biia til landsins, en
eitthvað munu önnur félög þó
koma með, þannig að ekki
mun ofætlað að telja 2000 bila
biða tollafgreiðslu nú.
Við spurðum Gunnar
Asgeirsson hvað hann teldi
ráðlegast til að viðhalda bila-
sölu.
Hann kvað innflytjendur nú
mundu fara þess á leit við rikis
stjórnina,að það 35% innflutn-
ingsgjald, sem lagt var á bila
fyrir einu og hálfu ári, yrði af-
numið. „Bilar eru orðnir dýrir
hér á landi”, sagði Gunnar,
„og þessi 25% innborgun til
Seðlabankans kom illa við
marga innflytjendur. Við hjá
Velti gátum t.d. ekki leyst út
alla vörubilana, sem við höfð-
um selt. Þaö veldur þvi að
kaupendur verða að snara út
hærri upphæð i byrjun”.
Reyna innflytjendur að lána
meira i bilunum til að losna
frekar við þá?
„Fjárhagurinn er yfirleitt
það bágborinn, að við getum
litið lánað”, sagði Gunnar
Asgeirsson, „það er þetta inn-
flutningsgjald að borga,
bankainngreiðslan, og á með-
an gengið flaut lækkaði það
um 15% og eftir að nýja
stjórnin tók við var gengið
fellt um 17%. Þetta allt hlýtur
að valda samdrætti i sölunni”.
Þrír fá Nóbel
í læknisfræði
Stokkhólmi 10/10 — Þrir
visindamenn skipta með sér
Nóbeisverðlaununum i læknis-
fræði i ár. Eru það prófessor
Albert Claude, yfirmaður Jules
Bordet stofnunarinnar i Brussel,
prófessor Christian de Duve við
Rockefeller stofnunina i New
York og prófessor George E.
Palade við Yale háskólann.
Verðlaunin fá þeir fyrir fram-
lag sitt til rannsókna á sviði
frumuliffræði. Var veitingin rök-
studd með þvi að rann-
sóknir þeirra, sem einkum voru
gerðar við Rockefeller stofnun-
ina, hafi lagt grundvöllinn að nú-
tima frumuliffræði.
Albert Claude, sem er fæddur i
Belgiu, vann fyrir bresku leyni-
þjónustuna i fyrri heimsstyrjöld-
inni. Á fjórða og fimmta áratugn-
um vann hann brautryðj-
endastarf i notkun rafeindasmá-
sjár við rannsóknir á dýrafrum-
um.
Christian de Duve, er einnig af
belgisku bergi brotinn en hefur
búiö I Bandarikjunum I 28 ár.
Palade er hins vegar rúmenskrar
ættar. Báðir eru þeir yngri en
Claude og segir i verðlauna-
skjalinu að þeir hafi lagt fram
drjúgan skerf til frumuliffræðinn-
ar með þvi að þróa áfram kenn-
ingar og starf Claudes.
reuter
ítalia:
Möguleikar á stjórn-
armyndun kannaðir
RÓM 10/10. — Giovanni Leone
forseti ttaliu fól i dag forseta
þingsins, Giovanni Spagnolli, að
kanna hver grundvöllur væri
Dregið hjá HHÍ
Fimmtudaginn 10. okt. var
dregið 110. flokki Happdrættis
Háskóla islands. Dregnír voru
5.000 vinningar að fjárhæð
fjörutiu og fimm milljónir
króna.
Hæsti vinningurinn, fjórir
milljón króna vinningar komu
á númer 2844. Einn miðinn
var seldur I Vestmannacyjum,
apnar i Hveragerði, þriöji á
Hvammstanga og fjórði
miöinn á Keflavikurflugvelli.
500.000 krónur komu á
númer 38274. Allir fjórir
miðarnir voru seldir i umboði
Frimanns Frimannssonar,
Hafnarhúsinu. Sami eigandi
var að öllum miðunum, og fær
þvi samgals 2 milljónir króna.
200.000 krónur komu á
númer 31153. Allir fjórir
miðarnir voru seldir á Akur-
eyri.
50.000 krónur:
2843 2845 5302 8355 8983
11385 12403 12702 14808 14835
18238 18262 18412 18434 19178
19617 19795 20466 23088 23471
24152 25371 27908 29721 31182
38298 42847 43247 44482 47762
48134 49072 49119 51464 53397
54207 54651 56913 56956 57129
58552 59847
(Birt án ábyrgðar)
Spænskir sósíalistar þinga
París 10/10 — Á morgun
hefst í París þriggja daga
þing spænska sósialista-
flokksins en hann er
bannaður eins og flestir
pólitískir flokkar á Spáni.
Helsta mál þingsins verður
umræða um þá stöðu sem
upp kemur á Spáni að
Franco látnum og viðbrögð
flokksins þá.
Talsmaður flokksins ræddi við
blaðamenn i Paris i dag og sagði
ma. að þingið væri mikilvægasti
8. jafnteflið
Moskvu 10/10 — Karpof og
Kortsnoj sömdu um jafntefli eftir
59 leiki i tiundu einvigisskák sinni
um réttinn til að skora á Fischer.
Skákin fór i bið i gær eftir 42 leiki
og eygðu þá sérfræðingar sigur-
von fyrir Kortsnoj en honum hef-
ur ekki tekist að nýta þann mögu-
leika.
Þar með hefur átta skákum i
einviginu lokið með jafntefli og
heldur þvi Karpof enn tveggja
vinninga forystu sinni.
reuter.
atburður sem orðið hefði i
spænsku stjórnmálalifi siðan Luis
Carrero Blanco var sprengdur i
loft upp i desember i fyrra.
Búist er við að 3-400 félagar
sæki þingið og skiptist hópurinn
nokkuð jafnt I útlaga og þá sem
búa á Spáni.
Talsmaðurinn sagði að á Spáni
biðu allir eftir þvi hvaða afstöðu
flokkurinn tæki þvi
„Sósialistaflokkurinn er sterkur
aðili i spænsku stjórnmálalifi”.
Þrátt fyrir bannið hefur flokkur-
inn komið æ meira upp á yfir-
borðið undanfarin ár og stefnir
hann að þvi að komast I lykilað-
stöðu að Franco látnum.
Talsmaðurinn, sem bað um að
nafni hans yrði haldið leyndu,
sagði að félagar i flokknum væru
aðeins 3.500. — Það er mjög erfitt
að halda uppi fjöldaflokki á Spáni
um þessar mundir, sagði hann.
Aðspurður játti hann þvi að etv.
væri kommúnistaflokkurinn
stærri en að áhrif sósialista-
flokksins og staða hans i spænsk-
um stjornmálum væri samt
sterkari. reuter
Alþýðubandalagið
Námshópar um sósialisma og nútima þjóðfélag.
Alþýðubandalagið hefur ákveðiö aö koma af stað námshópum um
sósialisma og nútima þjóðfélag, og er ráðgert að þeir taki til starfa um
miöjan október i Reykjavik, Hafnarfiröi og Kópavogi. Þeir sem áhuga
hafa á aö taka þátt i námsstarfinu og kynna sér fræöikenningu sósial-
ista geta látiö skrá sig i námshóp fyrir 15, okt. á skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins Grettisgötu 3. Siminn er 28655
Alþýðubandalagið á Austurlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi verður
haldinn i Barnaskólanum á Djúpavogi dagana 12. og 13. október n.k.
Fundur hefst laugardag klukkan hálf tvö.
Styrktarmenn Alþýðubandalagsins
eru vinsamlega minntir á að greiða árlegt framlag sitt til flokksins.
Notið giróseðlana og leggið inn á reikning flokksins i Alþýðubankanum.
Alþýðubandalagið
Kjördæmisráðsfundur Alþýðubandalagsins í Vestur-
landskjördæmi
veröur haldinn sunnudaginn 13. október i Snorrabúð, Borgarnesi.
Fundurinn hefst kl. 2.
Raufarhöfn:
Endurbætur á
höfninni er
okkar aðalmál
— Mér er óhætt að segja að mál
málanna hér hjá okkur sé orðið
endurbætur á höfninni. öll hafn-
armannvirki hér eru byggð með
sildarævintýrið i huga, sem einu
sinni var og nú er svo komiö mál-
um að trébryggjurnar hér eru
varla bilheldar lengur sökum fúa.
Og þar sem öll útgerð héðan hefur
mjög aukist á siðustu árum verð-
ur að ráðast i þessar endurbætur
sem allra fyrst, sagði Heimir
Ingimarsson sveitarstjóri á Rauf-
arhöfn, er við ræddum viö hann
um þaö helsta sem á döfinni er
þar nyrðra.
— Allur undirbúningur fyrir
þessar endurbætur tekur sinn
tima en þó má segja að hann sé
kominn það vel á veg að við get-
um hafist handa á næsta ári.
— Þá erum við búnir að fá
teikningar að nýju iþróttahúsi og
sundlaug og fyrirhugað er að
hefjast handa með byggingar-
framkvæmdir strax næsta vor.
Þá höfum við fengið allt sem máli
skiptir i hendur til byggingar á
leiguibúðum á vegum sveitarfé-
lagsins, en við biðum bara eftir
grænu ljósi frá húsnæðismála-
stofnuninni með fé til fram-
kvæmdanna.
—■ Hér hefur verið mikil at-
vinna undanfarið og okkur vantar
fólk til starfa, en húsnæðisleysi
kemur i veg fyrir að við fáum fólk
hingað og þvi teljum við mjög
brýnt að geta sem fyrst hafist
handa um byggingu þessara
leiguibúða.
— Undanfarið hefur verið unn-
ið hér að undirbúningi fyrir var-
anlega gatnagerð á Raufarhöfn.
Hönnunarstörf hafa verið unnin
hér í sumar.sem undanfari þess
að við tökum þátt I samstarfi
sveitarfélaga á Norðurlandi um
lagningu varanlegs slitlags á göt-
ur. Stofnað hefur verið sérstakt
félag þar um, Norðurbraut h.f. og
er það eign allra þéttbýlissveitar-
félaga frá Hvammstanga til Þórs-
hafnar. Fyrirtækið tekur til
starfa næsta sumar og eru nokkur
sveitarfélög tilbúin til að leggja
slitlag á götur þá strax. Við hér á
Raufarhöfn erum það hins vegar
ekki en ætlum okkur að fram-
kvæma jarðvegsundirbúninginn
næsta sumar.
— Þetta er nú það helsta sem
framundan er hjá okkur og þykir
okkur hér nokkuð um enda sveit-
arfélagið ekki stórt, sagði Heimir
að lokum. — S.dór.
fyrir myndun nýrrar miðvinstri-
stjórnar. A hann að reyna að
koma á sáttum milli þeirra
þriggja flokka sem mynduðu
siðustu stjórn.
Sá sem liklegastur er talinn til
að verða forsætisráðherra ef
sættir takast er Amiintore
Fanfani, ritari kristilegra
demókrata. Hann vill ekki reyna
stjórnarmyndun fyrr en könnun á
möguleikum til myndunar mið-
vinstristjórnar hefur farið fram.
BLAÐ-
BURÐUR
Þjóðviljann vantar blað-
bera í eftirtalin hverfi:
Kleppsveg
Fossvog
Alfheima
Vinsamlegast hafið
samband við af-
greiðsluna.
DIOÐVILJINN
sími 17500
SENDLAR
ÓSKAST
hálfan eða allan daginn
uwðvhhnn
Sími: 17500