Þjóðviljinn - 11.10.1974, Page 6

Þjóðviljinn - 11.10.1974, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur. 10. október. 1974. Sjónvarpsmálið 1. grein Vopnahlé í sjónvarpshernaðinum Þjóðviljinn birtir í dag upphaf greinaflokks sem fjallar um hermannasjón- varpið á Kef lavíkurf lug- velli, sögu þess og lærdóma af henni. Raktir verða þættir úr baráttunni gegn því, baráttu sem margir góðir drengir hafa gengið í, bæði sósíalistar og aðrir. Greinar þessar verða yfir- leitt byggðar upp utan um atriði í skrifum tilgreindra manna um sjónvarpsmálið og um (af )menningaráhrif hernámsins yfirleitt. Sjónvarpsstyrjöld bandaríska hersins gegn islensku þjóöinni stóö i tæpa tvo áratugi, þar af i rúmlega 10 ár „af fullum styrk- leika”. Henni er nú lokiö meö vopnahléi sem viöurkennir de facto (ef ekki de jure) yfirráöa- rétt islendinga yfir menningar- helgi sinni. En um friöarsamninga er ekki að tala á meðan innrásaraöilinn er ennþá I landinu. 1 sjónvarpsstyrjöldinni uröu is- lendingar fyrir ærnu tjóni sem bandaríkjamenn hafa ekki veriö kraföir um aö bæta i neinu, enda ekki á færi neinna nema sjálfra okkar. Þaö hafa komiö kalskellur i tún þjóömenningarinnar á ís- landi, hinar stærstu þeirra eru kenndar við „vl”, sömu bókstafi og auökenna bila hernámsliðsins. Sums staöar er engu likara en all- ur tækjakostur hersins hafi vaðið yfir völlinn aö vorlagi um það bil sem klaki fer úr jörö. Svo eru skemmdirnar miklar. Af þvi tæi er hin svokallaða „frjálsa menning” þjálfaöra und- irskriftasafnenda sem kalla á vopnahlésrof og áframhaldandi styrjöld. Raunar þurfti sá eftirleikur ekki að koma á övart þegar litiö er á undirstrauminn i öllum hern- aöaraðgeröunum: aö fletja út inntak menningarinnar og láta þjóöina týna sjálfri sér viö það aö una viö bandariska mormenn- ingu. 1 leiðinni skyldi grafiö und- an sjálfum stofnunum þjóörikis- ins — hermannasjónvarpið var alltaf lögleysa vernduð af is- lenska rikisvaldinu — I trausti þess aö þetta yröi látiö óátaliö „aö bestu manná yfirsýn”. Þessi menningarlega, pólitlska og réttarfarslega afsiöun hófst fyrir daga Keflavikursjónvarps og atkvæðamestir i þeim aðgerö- um eru e.t.v. ekki starfsmenn bandariska hersins, heldur ýmsir Islenskir stjórnmálamenn af betra tæi en þeir eru_, Albert Guö- mundsson og Hreggviöur hans Jónsson. Forsögn Sigfúsar Daðasonar 1960 Sjónvarpsundirskriftir mann- anna með vl-hugarfariö er nýj- asta dæmiö um amerikanismann i islensku þjóölifi og liklega þaö hrikalegasta sem enn hefur kom- ið fram. Sigfús Daðason skáld geröi hættuna af amerlkanisman- um aö umræöuefni i erindi sinu, Sjálfstæö nútim amenning og snikjumenning, á Þingvallafundi hernámsandstæðinga 1960. Lágt stig alþýðumenningar er höfuðeinkenni amerlkanismans, sagöi Sigfús, en aðrar menning- arlegar einkunnir hans eru tald- ar: Ytri glans og innri tómleiki, auglýsingamennska, taugaæsing, uppþornun menningarlegs sköp- unarmáttar, tilfinningasemi án sannra tilfinninga, tómlæti um al- menn mál, andleg leti og van- þroski. Sigfús ræddi siöan um hina bandarisku nýlendustefnu sem Is- lendingar standa andspænis: „Fyrsta boðorð hinnar gömlu nýlendustefnu var alltaf hið sama: aö byrja á að brjóta mót- spyrnuna á bak aftur, sundra þvi þjóðskipulagi sem fyrir var, af- nema menningarformin, — oftast undir kristilegu yfirskini. Eftir þaö var hægur vandi aö koma á þvi efnahagsskipulagi sem ný- lenduherrunum þóknaöist. Nú er ekki lengur hægt að ganga svo hreint til verks. Það er farið laumulegar að. En aöferöin er i höfuödráttum sú sama: til þess aö hin nýja nýlendustefna geti komiöáformum sinuni fram, þarf fyrst að útrýma sjálfsvitund þeirra þjóöa sem við er aö etja, allt þar til þær fara áö blygöast sin fyrir sjálfar sig. Að hugsa um nógu fánýt efni Viö þurfum að gera okkur ljóst aö i augum þeirra stórvelda sem telja sig mesta vini okkar, er hin þrjóskufulla sérviska islendinga: aö vilja hafa sjálfstæöa menn- ingu, bæöi óþægileg og hættuleg. Þaö væri ólikt þægilegra aö Is- land væri ekki annaö en hjálenda þeirra I öllum skilningi. Þá væru vandamálin auöveld lausnar. út- lendingar vita jafn vel og viö, aö væri hinn menningarlegi sjálf- stæöisvilji islendinga úr sögunni, færi ekki mikiö fyrir þeim póli- tiska. Við sjáum nú hvaöa sögu- legu hlutverki amerikanisminn á Islandi á að gegna. Ef hann bæri sigur úr býtum, ef honum tækist að ná þvi lokatakmarki aö gera fólk ófært til að hugsa um annaö en fánýt efni, ef nonum tækist aö sýkja varanlega sjálfa uppsprettu lind allrar menningar á íslandi, alþýöumenninguna,.... þá væri þessi óþægilega sérviska úr sög- unni og snikjumenning tæki viö”. Hálfu ári siöar en þessi orö voru töluð veitti Guðmundur I. Guö- mundsson hiö lagalausa leyfi sitt til stækkunar sjónvarpsstöövar- innar á Vellinum svo að „ame- rikaniseringin” gæti nú gengiö hratt og eölilega. Takmarkiö var hjá honum og eftirkomendum hans: sem allra minnstar truflanir á skerminum! hj— En herinn er kyrr og sjálft hernaðartilefnið: alþýðumenningsemgrundvöllursjálfstæðisviðleitni Sitt lítiö af hverju úr Austfjarðabyggö, einkum Reyöarfiröi Hafraness, en erfiöasti kafli þess- arar leiðar er Sléttuströndin svo- kallaða út með Reyöarfiröi aö innanverðu, er það brýn þörf úr- bóta. Lengra fer ég ekki að þessu sinni. Hér á Reyðarfirði hefur verið unniö að undirbyggingu aöalgöt- unnar gegnum kauptúnið, en ekki veröur lagt varanlegt slitlag á götur hér fyrr en næsta ár, þ.e.a.s. framhald á þvi sem þegar er búið. Okkur þykir hart við það aö búa að fá aðeins þéttbæylisvegafé veitt frá rikinu til þessarar fram- kvæmdar, en hér liggur þjóöveg- urinn i gegn til Eskifjaröar og Neskaupstaöar, tveggja fjöl- mennustu byggöarlaganna hér um slóðir meö 2500 manns, auk annarrar umferöar. Mesta framkvæmd sveitarfé- lagsins hér er bygging sundlaug- ar og iþróttahúss, en greinilegt verkefni I náinni framtið er stækkun skólahússins, þvi það er oröiö of litið miðað við rekstur fullkomins grunnskóla hér, sem er alger krafa okkar reyöfirð- Reyðarfirði 9. október: Sem sveitamanni er mér efst i huga áfellið mikla sem gerði um daginn hér á Austurlandi, svo mikið aö elstu menn muna ekki annaö eins á þessum tima. Fjár- skaöar urðu án efa miklir og eru þó ekki öll kurl komin til grafar, en slæmar heimtur viða segja sitt. Nú stendur yfir slátrun i þrem- ur sláturhúsum Kaupfélags Hér- aðsbúa, Reyðarfirði, Egilsstöðum og Fossvöllum. Alls mun áætlaö aö slátra um 70 þúsund fjár og er þaö um 10 þúsund fleira en i fyrra. AB sögn Guömundar Beck, kjötmatsmanns, eru dilkar rýrari til frálags nú en i fyrra, ástæöur eflaust frostnæturnar i mailok og svo sölnaöi fljótt i haust. Senni- lega hefur aldrei veriö eins mikið tvilembtog i vor,og segir það sina sögu. Svo ég viki að samgöngubótum hér hið næsta viö mig má nefna nýbyggingu upphlaöins vegar I Egilsstaöaskógi, mikla fram- kvæmd og ágæta, enda mun Fagradalsbrautin vera meö bestu vegum á landinu, sem eklci eru lagðir varanlegu efni. A leiöinni til Fáskrúðsfjaröar var um mikla endurbót og nýbyggingu aö ræöa milli bæjanna Þernuness og Frá Reyðarfirði inga. Hér eru einnig i byggingu verkamannabústaðir I raöhúsi, 4 ibúðir. Reyðfiröingar hyggjast einnig notfæra sér hin ágætu lög vinstri stjórnarinnar um leigu- ibúðir á vegum sveitarfélaga, en lokaákvörðun hefur ekki enn ver- ið tekin þar um. En ef vikið er að húsbyggingum hér almennt, þá eru hér allmargir einstaklingar að byggja. Hafin var bygging tveggja eöa þriggja ibúðarhúsa i sumar, og verið er að fullgera nokkur hús. Auk þessa á að byggja hér vélaverkstæði, sem aðallega á að sinna viðgerð- um fyrir báta og skip, enda reist á hafnarsvæðinu. Eskfirðingar og reyðfirðingar sameinuðust um byggingarfull- trúa á árinu. Heitir sá Hreggviður Guðgeirsson og býr á Eskifirði. Hér er vonandi um að ræða farsælt upphaf virkrar og góðrar samvinnu þessara ná- grannasveitarfélaga, sem einnig sést á þvi, aö sameiginlega hyggja þessir aöilar á starfrækslu tónskóla I vetur. Fjarlægðin milli staðanna er 15 km og nálægöin gefur mikla möguleika á alhliða samstarfi sem nauðsyn er á aö efla. Allgóð vinna var hér i sumar i frystihúsi Kaupfélags Héraösbúa, en þar olli mestu um, að kaupfé- lagiö á hálfan skuttogara á móti eskfirðingum og fær 1/4 afla þeirra tveggja togara sem þar eiga heimahöfn. Fiskverkun GSR, var einnig með töluveröa atvinnu i sumar. Gunnar og Snæ- fugl eru einu stóru bátarnir hér. Gunnar seldi nýlega erlendis og geröi góða ferð. Um tima kom hér upp nokkur smábátaútgerð, en hún viröist nú fyrir bý. Annað frystihús er hér á staön- um, en er lokaö og standa nú yfir athuganir á þvi hvort möguleikar séu á þvi að koma þar upp ein- hverskonar lagmetisiönaði. A slikri atvinnugrein er hér full þörf, og eins þyrftum við að koma hér upp prjóna- eða saumastofu. Félag var um það stofnað fyrir tveimur árum, einmitt þegar mestu þrengingarnar sóttu að Alafossi. Ef úr rætist eigum viö aö vera þar fremstir um næstu stofu, ef Alafoss stendur viö áöur- gefin fyrirheit. Til gamans bæti ég hér við, aö tiskufyrirbærið hestamennska Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.