Þjóðviljinn - 11.10.1974, Side 11
Föstudagur. XI. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Ljóðabókin
Framhald af bls. 9.
fagurlega og drengilega er hér
fariö höndum um viökvæmt efni:
Til heiöurs þeim, sem dóu, hér
ilmar allt og grær
i innflytjendahópsins
kirkjugaröi.
Sem dátt að rós og lilju sér
leikur himinblær,
eitt leiðið fremur öðrum mér
saknaðstrega fær.
Hér hvilir sú er bjó að
beztum arði.
Við slikan legstað skyldi
þvi strengja heilög heit
af hugumstórri kynslóð i
vaskra drengja sveit.
Svo helgast góðrar móður
minnisvarði.
Og af þeim sjónarhóli þykir
mér vel sæma að skilja við Þór-
odd skáld i umsögn þessari, þar
sem stiklað hefir þó verið á stóru
rúmsins vegna. Eitt er vist, að
þessi nýja ljóðabók hans hefir að
geyma mörg ágætustu kvæði
hans, og jafnframt. tel ég
hana jafnbestu ljóðabók hans,
enda ber hún þess ærin merki,
hve mikla alúð hann hefir lagt við
þessi ljóð sin. Hann hefir vaxið
af henni sem skáld, og hún hefir
gert hann fastari i sinum virðu-
lega sessi innarlega á Bragabekk
Islenskra samtiðarskálda.
Áhugi
Framhald af bls 8.
spinnköstum og er það sérstak-
lega gert fyrir ungiingana.
Ahugi manna á léttum og lipr-
um veiðitækjum hefur farið vax-
andi á undanförnum árum, og er
tilgangur félaganna með nám-
skeiðum þessum fyrst og fremst
sá, að kenna rétta meðferð slikra
tækja, og gera mönnum kleift að
hefja þessa skemmtun sina upp
úr þvi að vera tómstundagaman
viövaninga I það aö vera iþrótt.
Kennt er alla sunnudaga kl.
10.20 til 11.50 og stendur hvert
námskeið fimm sunnudaga.
Rauðsokkar
Framhald af 5. siðu.
55/1974.)
Rauðsokkar varpa fram þeirri
spurningu fræðsluyfirvöldum til
ihugunar, hversu miklu framar
konur þurfi að standa körlum til
þess að hafa jafna möguleika og
þeir á að hljóta skólastjórastööu.
Er það kannski vilji þeirra, að
konur séu kennarar i hinum ýmsu
skólum, en karlar haldi áfram að
sitja einir að yfirkennara- og
skólast jórastöðum ?
Rauðsokkar treysta þvi, að
fræðsluyfirvöld láti ekki slik mis-
tök henda aftur. Gamlir fordómar
mega ekki ráöa geröum þeirra,
sem almenningur ætlast til að
öðrum fremur taki ákvarðanir af
sanngirni og viðsýni.
Með vinsemd og virðingu,
f.h. starfshópsins
Erna Egilsdóttir
(sign.)
Lilja óiafsdóttir
(sign.)
Elisabet Gunnarsdóttir
(sign.)
Ragnheiður Ragnarsdóttir
(sign.)
Thor
Framhald af bls. 7.
félaga, með mikla viöskipta-
reynslu og skrifstofur úti i
löndum og vana innkaupamenn
inn I félagið tii þess að annast við-
skipti. Ég læt mig svona dreyma
um að þetta sé skýringin á þvi að
fyrirtæki SIS, Reginn h/f, gerðist
aðili að Aðalverktökum. Það er i
það minnsta hugsanlegt, að svona
hafi þetta átt sér stað. Hins vegar
hef ég ekki skilið ástæðuna til
þess, að rikið gerðist aðili þarna
að. Sjálfsagt skilur þú það betur
en ég.
En flokkspólitik hefur aldrei
verið okkar vandamál. Þarna
vinna allra flokka menn og mjög
fjörugar pólitiskar umræður eiga
sér stað á hverjum einasta degi
þegar færi gefst.
Ef herinn færi
— Hver yrði framtið Islenskra
aðalverktaka ef herinn færi úr
landinu?
— Vera má, að félagiö sem
slikt yrði beinlinis lagt niður og
hver færi til sins heima. Fyrir-
tækið var stofnað til þess að vinna
ákveðin verk af mönnum sem
höfðu atvinnu af byggingarfram-
kvæmdum. Það var ekki stofnað
til þess að það æti upp viðskipti og
verk annarra verktaka i landinu.
Þvi hygg ég, að eigendurnir
kynnu að segja sem svo, að með
brottför varnarliðsins væri hlut-
verki félagsins lokiö, pakka
saman og þakka fyrir sig. —
Nema þjóðfélagið teldi sig hafa
not fyrir þá verkreynslu, sem býr
með félaginu, til einhverra ámóta
stórframkvæmda og útlendir
vinna hér nú. —úþ
Fréttapistill
Framhald af bls. 6.
blómstrar nú hér, og eru hesta-
menn að reisa hesthús inn við
Garöadalsá og hyggjast stunda
þaðan reiðmennsku i stórum stil.
Fyrir skömmu samþykkti aðal-
fundur sambands sveitarfél. I
Austurlandskjördæmi, að
fræðsluskrifstofa Austurlands
skyldivera á Reyðarfirði. Fer vel
á þvi að sú skrifstofa sé miðja
vegu milli miðstöðva bóknáms og
verknáms, þ.e. Egilsstaða ig Nes-
kaupstaðar. Um þetta varð tog-
streyta hér eystra, sem nú hefur
verið gerð opinber I fjölmiðlum af
þeim á Egilsstöðum, sem telja
þaö óverjandi að þeir skuli ekki
hafa þessa skrifstofu við hlið sér.
Verður að telja miður þegar
einkahagsmunir ráöa svo mati
manna i hvivetna. Fyrir skömmu
samþykktum við tveir skólamenn
hér á Reyðarfirði að merk stofn-
un, vistheimili fyrir vangefna,
skyldi risa á Egilsstöðum. Nú á sú
ákvörðun okkar að vera ein helsta
röksemdin fyrir rangri staösetn-
ingu fræðsluskrifstofu. Þykir!
okkur þetta sem öðrum reyðfirð-
ingum vera fullkaldar kveðjur frá
nágrönnum okkar, sem láta aö
þvi liggja I ályktun sinni að Reyð-
arfjörður sé annars flokks staður,
þar sem stofnun af þessu tagi sé
illa komin.
Mannlif er hér með blóma eftir
þvi sem ég best veit. Barna- og
miðskóli Reyðarfjarðar er tekinn
til starfa með 150 nemendum.
Auk þess starfar forskóli 6 ára
barna hér i vetur. Kennarar eru
6 auk skólastjórans Kristins
Einarssonar.
KERTALOG
I kvöld kl. 20.30. Fáar sýningar
eftir.
FLÓ A SKINNI,
laugardag, uppselt.
ISLENDINGASPJÖLL
sunnudag kl. 20.30, uppselt,
þriðjudag kl. 20.30,
fimmtudag kl. 20.30.
FLÓ A SKINNI
miðvikudag kl. 20.30. 215.
sýning.
Aögöngumiðasalan i Iðnó er
opin frá kl. 14.00 Simi 16620.
Simi 41985
Fædd til ásta
Hún var fædd til ásta. Hún
naut hins ljúfa lifs til hins
ýtrasta og tapaði.
Leikstjóri: Radley Metzger
Leikendur: Daniele Gaubert,
Nino Casteinuovo
Endursýnd aðeins I nokkra
daga
Synd kl. 6, 8 og 10
Stranglega bönnuð innan 16
ára.
ÍSLENSKUR TEXTI.
feimi 11540
"THE NIFTIEST
CHASESEQUENCE
SINCE SILENT
FILMS!"
— Paul D. Zimmerman
Newsweek
TH£ FRENCH
C0NNECT10N
Ragnar Arnalds:
Beðist afsökunar á
fáránlegum skrifum
I nokkrum blöðum Þjóöviljans
nú fyrir helgina eru birtar frá-
sagnir og viðtöl af Norðurlandi
vestra. Sumt af þessu efni er
fróðlegt, en annaö heldur hroð-
virknislegt.
Má sem dæmi nefna, að birt er
óþekkjanleg mynd, sem sögð er
vera af framkvæmdastóra einum
á Sauðárkróki, og virðist mynda-
smiðurinn ekki hafa fundið annað
tækifæri til myndatöku, en þegar
þessi ágæti maður fékk sér sið-
degisblund.
Hitt er þó verra, að stærsti hlut-
inn af efninu er mikill langhundur
i ferðasögustil, birtur I 4 blöðum,
þar sem m.a. fléttast inn i ýmsir
hugarórar og klámsögur, sem
ekki eru prenthæfar I Þjóðviljan-
um. Þessi skrif heföu betur aldrei
birst, enda hafa þau valdið mik-
illi gremju, eins og skiljanlegt er,
þegar höggvið er með ósvifnum
söguburði nærri ágætu fólki, sem
lifir og starfar meðal okkar.
Með þetta i huga tek ég þaö
hlutverk að mér, sem einn af að-
standendum þessa blaös, að biðja
lesendur Þjóðviljans afsökunar á
þessum mistökum.
Varmahlið, 8. otkóber 1974
Ragnar Arnalds
Ritstjórar Þjóðviljans viöur-
kenna af sinni hálfu þau mistök,
sem áttu sér stað við birtingu
þess efnis, sem Ragnar Arnalds
fjallar um, og biöja hlutaðeigandi
afsökunar.
Æsispennandi og mjög vel
gerð ný Oscarsverðlauna-
mynd. Mynd þessi hefur alls-
staðar verið sýnd við metað-
sókn og fengið frábæra dóma.
Leikstjóri: Wiiliam Fredkin
Aðalhlutverk
Gene Hackman
Fernando Rey
Bönnuð innan 12 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
a ■ ■ ■■■■■■■■«■■■■■•■■■.
; Húseigendur l
■ athugið! ■
; Látið okkur skoða hús-
; in fyrir veturinn. önn-;
- umst hvers konar ■,
* húsaviðgerðir.
■ Húsaviðgerðir sf. ■
‘ Sími 12197 :
#ÞJÓÐLE!KHÚSIÐ
ÞRYMSKVIÐA
i kvöld kl. 20
sunnudag kl. 20
Næst síðasta sinn.
HVAÐ VARSTU AÐ
GERA t NÓTT?
6. sýning laugardag kl. 20.
Uppselt.
þriöjudag kl. 20.
Leikhúskjallarinn:
LITLA FLUGAN
sunnudag kl. 20.30
ERTU NU ANÆGÐ
KERLING?
þriðjudag kl. 20.30
Miðsala 13.15 — 20. Simi 1-
1200.
Simi 32075
Leiktu Misty fyrir mig
CLINT
EASTWOOD
'PLAYMISTY
FOR ME”
Frábær bandarisk litmynd,
hlaöin spenningi og kviða.
Leikstjóri Clint Eastwood er
leikur aðalhlutverkið ásamt
Jessica Walter.
Sýnd kl. 5 og 9
Bönnuð börnum innan 16 ára
Jesus Christ Superstar
Sýnd kl. 7.
Inga
Sýnd kl. 11.
HÁSKÓLABÍÓ
Simi 22140
Rödd að handan
(Don't look now)
tSLENSKUR TEXTI
Aöalhlutverk: Julie Christie,
Donald Sutherland
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Er útihurdin
<?d citflnnid sc (ijrir liona <jcrt.
Ccitid Inirdvidiim i'cro /ní prijdi
scin til cr <rilast.
Vid Itöfuiii licblciiuju cnj
úttiúiuid.
Magnús og Stgurður
Sími 7 18 15
MIKIÐ SKAL
TIL
0 SAMVINNUÐANKINN
IKILS VJNNA
Simi 16444
Hvar er
' Slmi 31182
Hvaö gengur
að Helen
What’s the matter with Hei-
en?
Ný, spennandi bandarisk
hrollvekja i litum.
Aðalhlutverk: Shelley Wint-
ers, Debbi-e Reynolds, Dennis
Weaver.
Myndin er stranglega bönnuð
innan 16 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ISLENSKUR TEXTI.
Slðasta sinn.
pnamim
tOlWPfílú
Sprenghlægileg og fjörug ný
ensk gamanmynd i litum, um
heldur óvenjulegt sjúkrahús
og stórfurðulegt starfslið.
ISLENSKUR TEXTI
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Slmi 18936
Kynóði þjónninn
tSLENSKUR TEXTI.
Bráðskemmtileg og afarfynd-
in frá byrjun til enda. Ný
itölsk-amerisk kvikmynd I
sérflokki i litum og Cinema-
Scope. Leikstjóri hinn frægi
Marco Vircario.
Aðalhlutverk: Rossana
Podesta, Lando Buzzanca.
Myndin er með ensku tali.
Sýnd kl. 6, 8,10 og 10,15.
Bönnuð börnum innan 16 ára.