Þjóðviljinn - 11.10.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 11.10.1974, Qupperneq 9
Föstudagur. 11. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 MINNINGAR ORÐ Finnbogi Guðmundsson útgerðarmaður Þótt I fáum orðum verði, langar mig að minnast vinar mins, Finn- boga Guðmundssonar, eða Finn- boga i Gerðum eins og hann var jafnan nefndur á yngri árum, og munu flestir kannast við hann undir þvi nafni. Hann var fæddur hinn 20. ágúst 1906 i Gerðum i Gullbringusýslu. Var hann þvi rúmlega 68 ára að aldri, er hann lést á Borgarspital- anum i Reykjavik 4. okt. sl. Voru foreldrar þau hjónin, Guðmundur Þórðarson, útgerðarmaður og kaupmaður i Gerðum, og Ingi- björg Jónsdóttir. Finnbogi ólst upp hjá foreldrum sinum i hópi margra systkina og byrjaöi ungur að taka þátt i öllum þeim önnum og umsvifum, er ein- kenndu starfsemi á slikum stór- heimilum sem æskuheimili hans var. Var sjósókn stunduð af kappi ásamt fiskverkuninni sem aðalat- vinnuvegur og þó nokkur land- búnaður að auki. Enda mun heimilið á uppvaxtarárum hans hafa verið eitt hið stærsta og um- fangsmesta á öllum Suðurnesj- um. Þykist ég muna það rétt að hann segði mér eitt sinn að á ver- tið heföu stundum verið um 50 manns þar i heimili. Bæði mun meðfætt upplag og uppeldi hafa valdið þvi, að hugur hans hneigðist snemma að sjó- sókn og útgerðarmálum. Man ég að hann sagði við mig, að hann hefði fylgst meö og veriö þátttak- andi I öllum þróunarstigum sjávarútvgsins á þessari öld. Fyrst frá árabátum til þilskipa og siðan frá seglskipum til vélbáta og togara, þótt islendingar hefðu að visu fyrr verið byrjaðir að nota seglskip. Eftir að hafa stundað sjó- mennsku og unnið við útgerð föð- ur sins á uppvaxtarárum fór hann i Stýrimannaskólann um tvitugs- aldur og tók fiskiskipstjórapróf vorið 1928. Árið 1932 fluttist hann að heim- an til Keflavikur og siðar til Reykjavikur en hafði á hendi aöalstjórn útgerðarfyrirtækis fjölskyldunnar á Suðurnesjum. En auk þess gerðist hann nú mjög virkur þátttakandi i sam- tökum útgerðarmanna, er stofnuð voru hvert af öðru. Nefnd skulu Landssamband islenskra útvegs- manna. Sölumiðstöö hraðfrystihúsanna, Jöklar h.f., Miðstööin h.f., Is- lenska vöruskiptafél. I stjórnum allra þessara samtaka starfaði hann um lengri rima og enn frem- ur um árabil i stjórn Sölusam- bands islenskra fiskframleið- enda. Eins og að likum lætur voru þaö fyrst og remst dugnaður hans og ósérhlifni, ásamt þeirri miklu þekkingu, er hann hafði aflað sér á útgerðarmálum, er sköpuðu það traust, er honum var sýnt af hálfu stéttarbræðra sinna, með vali i þessi trúnaðarstörf. Auk fyrrnefndra starfa hefir hann ritað fjölda blaðgreina um islenskan sjávarútveg og fiskiðn- aö, enda helgaði þeim málum alla sina starfskrafta. Hann var ekki þess eðlis að vilja fást við margt, heldur beitti sér eingöngu að þvi ákveðna lifsstarfi, sem hann ung- ur hafði valið sér. I stjórnmálum fylgdi hann S j á 1 f s t æ ð i s f 1 ok k n u m aö málum, án þess þó að láta pólitiskt ofstæki blinda sér sýn. Arið 1947 kvæntist Finnbogi Mariu Pétursdóttur hjúkrunar- skólakennara og nú skólastjóra nýja hjúkrunarskólans. Er hún dóttir hans þekkta ritstjóra og bindindisfrömuðar Péturs Sigurðssonar. Hafa þau nú i mörg ár búið i Reykjavik á Ægissiðu 68. Fremur mun Finnbogi hafa verið heilsuveill mikinn hluta ævi. Fyrir alvöru brá þó i þá átt, er hann um fimmtugsaldur veiktist hastarlega af slagi. Þótt honum tækist að visu að fá nokkra bót á þvi meini um tima, þá var þó um svo mikla skerðingu að ræða bæði á heilsu og starfs- kröftum, að fyrir jafn mikinn ahuga og starfsmann, sem hann var, hlaut slikt að vera ofboðslega erfitt álag. Og það var ekki fyrr Dr. Rikharð Beck: Hin nýja ljóðabók Þórodds Guðmundssonar Þóroddur Guðmundsson frá Sandi hefir fyrir löngu unnið sér fastan sess og virðulegan i hópi Islenskra samtiðarskálda, og verið vaxandi maður á þvi sviði, eins og nýrri ljóðabækur hans bera vitni, og þá ekki sist hin ný- útkomna ljóðabók hans. Hún ber hið geðþekka heiti Leikið á lang- spil.og hittir það vel i mark, þvi að þar strýkur skáldið ljóðahörp- una högum höndum; tónsviðið er vitt, slegið á fjarskylda strengi, en heiðrikja i hugsun og hjarta- hlýja svipmerkja þessi kvæði um annað fram. Hins vegar, gætir meiri fjölbreytni i efnisvali og bragarháttum I þessari nýju ljóöabók skáldsins en hinum fvrri. bótt hann sé samur við sig um heilbrigðan trúnað við sögu- vigt islenskt ljóðform. Bókinni er skipt I þrjá megin- flokka, og nefnist hinn fyrsti Heimlönd.Segja eftirfarandi ein- kunnar-ljóðlinur glöggt til um efni hans og viðhorf: I tibrá morguns öll heimlönd hillir, hver hjartans minning þar gigju stillir. Upphafskvæði bókarinnar er hið fagra og tilfinningarika vor- og ástarljóð „Hreiðurtið”, en bókin er tileinkuð frú Hólmfriði konu höfundar, og mun þetta kvæði mega skoðast sem tileink- unin. Annars eru mörg önnur gullfalleg ástarljóð i bókinni helg- uð konu skáldsins, beint og óbeint, og ekkert fremur en „Samfylgd”, sem er bæði yndis- legt kvæði og prýðisvel ort, en það verða menn að lesa, eins og það á skilið, til þess að njóta til fulls fegurðar þess og djúpa innileika. Má raunar hið sama segja um ljóðin „Visur um lífiö og ástina” og „Kona er nefnd”. Mörg myndrik, og um annað vel ort náttúruljóð, eru I þessum kafla bókarinnar, og er sonnettan „Visur um vorið” gott dæmi þess, og ber þvi einnig vitni, hve ágæt- um tökum skáldið nær þar á vandmeðförnu sonnettuforminu. Sjá, ljóma slær á útnes, dal og ögur. Þar ilmar jörð, sem fyrrum blóm eigreru, uns hlýir vindar heim úr suðri sneru. I hilling ris mörg eyja græn og fögur. Hve mannleg brjóst af ljósi auðug eru, fyrst enn þá gerast heillavænar sögur. Mót sólu greislar bæði loft og lögur, og landiö skin i bjarma nýrrar veru. Við gróður þann öll gæfa bundin er, það gleym mér ei, sem léttir þungu sporin, I sárum harmi lifsins gleður geð. Sú jurt er blómguð. Herra, helgist þér öll heimsins dýrð með söng og ljóð á vorin. Min augu hafa hjálpræði þitt séð. I lok þessarar faguryrtu nátt- úrulýsingar slær skáldið á trúar- strenginn, eins og viðar i þessari ljóðabók sinni. Mörg önnur góðkvæði eru I þessum fyrsta hluta bókarinnar, svo sem hið hraðstreyma og hreimfagra „Hörpuljóð”; en hæst ber þar þh snilldarkvæðið „Söngvasveitin”, sem er áhrifa- mikil æsku- og átthagalýsing, en jafnframt harmsaga þrungin djúpstæðri samúðarkennd. Annar ljóðaflokkur bókarinnar heitir „tslands börn”, og sýna þessi einkunnarorð hans, hve við- tækan skilning skáldið leggur i það heiti: íslands börn eru fólkið jafnt sem féð, fuglarnir, grasið, trén og blómin með. Hefst þessi bókarkafli á myndauðugu kvæði og aðdáunar- riku (Litaskáld) um Jóhannes S. Kjarval, er vissulega var þess ljóöalofs verðugur. Eftirfarandi erindi bera þvi glöggan vott, hvernig þar er i strengi gripið: Hjá þér var sem öðlaðist moldin mál og mosinn sætustu angan. Um vetur sem vordag langan þú gafst öllu landinu lif ogsál. Við álfaslot þin og hulduhof varö heimsbyggðin unaðslegri og sérhver fjallstindur fegri sem skuggar eyðist við skýjarof. Sem ræðurðu dulin draumarök með dvergum i ljósálfa veröld, þú sigrast á hatri og heröld. Slik eru völd þin og töfratök. Drengilega minnist Þóroddur einnig margra annarra sam- Þóroddur Guðmundsson ferðamanna sinna i hlýjum og vel ortum kvæðum I þessum Ijóða- flokki bókarinnar, svo sem i hinu ágæta kvæði um Tómas Tryggva- son. Efnismikið og vekjandi til umhugsunar er einnig kvæðið „Draumur vetrarrjúpunnar” til Jóhannesar skálds úr Kötlum, en hugmyndin sótt I hina samnefndu og dáðu mynd nafna hans, meist- ara Kjarvals. Rimsnilld Þórodds fer á kostum i kvæðinu „Frjálsræðishetjan” (um Einar Eiriksson frá Hvals- nesi) og þá eigi siður i „Leikið á langspil”, þangað sem heiti bókarinnar er sótt, en kvæöi þetta er mælsk og margslungin lofgjörö um lifsmátt ljóðsins i lifi og striði hinnar islensku þjóðar. Skáldið slær á enn næmari og persónulegri strengi ljóöahörp- unnar i hinu fagra kvæði „Við kistu móður minnar”, sem hitar um hjartarætur hverjum góðum syni, er á móöur I mold. Þrunginn sannri og innilegri trúar- og til- beiðslu-tilfinningu er sálmurinn „011 vér lútum æðstu stjórn”, sem vel ætti heima i næstu útgáfu islensku sálmabókarinnar. Hreinn er tónninn og djúp saknaðarkenndin i hinu ágæta kvæði „Afa-Rauður”, en þar fléttast fagurlega saman lýsingin á hestinum, er varð litla drengn- um „bezti vinur það vor, sem afi dó”, og á umhverfinu fögru og tii- breytingariku, þar sem drengur- inn og hesturinn inntu af hendi sin daglegu sveitastörf. Hátt ber sögukvæðin i umrædd- um kafla bókarinnar, enda hvert öðru athyglisverðara um efni og meðferð þess. Hvað svipmest viröist mér þó hið mikla kvæði „Þorgerður Brák”, en þar fellur hreimmikill bragarhátturinn sér- staklega vel að örlagaþrunginni og áhrifamikilli frásögninni. En svo efnismikil og samfelld eru þessi sögukvæði, að þau njóta sin þvi aðeins, að þau séu lesin gaumgæfilega i samhengi, og gildir hið sama um önnur lengri kvæði bókarinnar. Lokakafli hennar nefnist út- lönd, og eru þar kvæði ort á Norðurlöndum, á trlandi og i Vesturheimi. Skal nokkurra þeirra getið, en þar er úr miklu fjölgresi að velja og góðu. Vel er Konráðs Gislasonar minnst i kvæðinu „Við leiði Kon- ráðs”; af innilegri hlýju er birtu brugðið yfir æviferil og list H.C. Andersens i kvæðinu „A bernsku- heimili Andersens”; markvisst og ihygli þrungið er kvæðið „Dauð- inn og viðhöggvarinn”, að athygli sé dregin aö nokkrum Danmerk- ur-kvæðunum. Hugsjónir og lif- starf Dags Hammarskjöld spegl- ast fagurlega i sonnettunni um hann, sem ort er i Uppsölum i mai 1969, en þar hvilir hann i mold, eins og kunnugt er. Rifjaði ljóð þetta upp ljúfsárar minningar, sem bærðust i hugum okkar hjón- anna, er við stóðum þar við gröf hans fyrir nokkrum árum. Kliðmjúkt og myndrænt er kvæðið „I Wicklowsýslu”, en það lýsir landshluta á suðvestanverðu trlandi, sem viðfrægur er fyrir náttúrufegurð sína, einnig eru tengd honum nöfn kunnra Irskra föðurlandsvina og skálda. Eins og lýsir sér i kvæðinu og Þóroddur vikur að i skýringu, sem þvi fylg- ir, hefir koman þangað snortið hann djúpt. Færeyjakvæðin tvö „Þjóðfugl færeyinga” og Dánaróður Þránd- ar I Götu” eru hvort öðru snjall- ara:sérum svip og hugblæ, en ná bæöi ágætlega tilgangi sinum. Kvæðið um Þránd i Götu er, að vonurp, stórbrotnara, og mynd en stuttu eftir að svo var komiö, að kynning okkar hófst fyrir al- vöru. Undir þeim kringumstæð- um gat ég ekki annað en dáðst að þvi ótrúlega þreki og áhuga, sem hann sýndi. t fyrsta lagi við það að reyna að ná sem bestri heilsu á ný og I öðru lagi að sinna, þrátt fyrir veikindin, þeim málum er hann hafði fram að þvi helgaö ævistarf sitt. Svo lengi sem ein- hverjir kraftar voru fyrir hendi var hugurinn og athafnaþráin bundin við málefni islensks sjávarútvegs, aflandi upplýsinga, skrifandi blaðagreinar og flytj- andi tillögur um það er hann taldi geta orðið til hagsbóta. Það er auðvelt að geta sér i hugarlund hver raun er slikum mönnum að missa heilsu á besta aldri. Fyrst á þetta er minnst má ekki gleymast aö minnast á starf konu hans til að létta honum veik- indin svo sem auðið var jafnframt þvi að stunda sitt kennslustarf á samt heimili þeirra. Hefir hún auk þess verið formaður Hjúkr- unarfélags íslands i mörg ár. Fleiri ferðir fór hún með honum til útlanda til að leita heilsubótar, sem að visu bar nokkurn árangur á timabili. Einnig þurfti hún að annast for- eldra sina veika hin sibustu ár þeirra. Við hjónin viljum hér með votta eiginkonu hans og ættingjum dýpstu samúð við þetta tækifæri með kærri þökk fyrir góða kynn- ingu og vináttu um margra ára skeið. Ásmundur Sigurðsson. þess svipmikla leiðtoga glöggum dráttum dregin. Nýstárlegust i þessum hluta ljóðabókarinnar eru þó kvæði þau, sem ort eru vestan hfs. Er þar slegið á marga strengi, fjöl- breytni bæði um efnisval og ljóð- form. Bera kvæði þessi ágætt vitni athyglisgáfu skáldsins og rikum hæfileika hans til þess að klæða i aðlaðandi ljóðsins búning það sem fyrir sjónir ber og á hugann orkar. Sem dæmi þess skal hér tekið upp i heild sinni kvæðið „Sykurhlynir á hausti” (New Hampshire, i októ- ber 1968): Þótt vorsins undur veglegt sé, mér virðast fegri haustsins tré, öll friðarbogans blóði lituð og bjarma aftanroðans glituð, unz lokið hafa hinztu kvöð á hlyna stofnum fölnuð blöð. Ég elska sumarsólar glóð og sunnanvindsins hörpuljóð með laufin græn á grein og baðmi og geisla blik i hverjum faðmi. En fagnaðsrikast finnst mér, hvað allt fegrast, þegar haustar að. A mösurgrein, er missti blað, býr máttugt brum, sem þess i stað fær aftur sprungið út að vori með ilm og blóm i hverju spori, þvi undir hverjum verndar- væng dylst vafið reifum barn I sæng. Og bak við feldsins fögru hlif býr fyrirheit um eilift lif. Hið fagra ljóð „Skógartjörn” (Vermont, I ágúst 1970) er af skyldum toga spunnið. Fjarskylt að efni, en um allt hið athyglis- verðasta, er kvæðið ,, Hippar i Tórontó”. Eins og heiti þess bendir til, er efnið sótt i alkunnugt þjóðfélagslegt fyrirbrigði sam- tiðarinnar, og með það farið af samúðarrikum skilningi, en jafn- framt af fullri einurö. En það kvæðið i umræddum hluta bókarinnar, sem snart mig dýpst og tók mig sterkustum tök- um, er hið hjartnæma og ágæta kvæði „A leiði ömmu minnar i Manitoba” (Morden Manitoba, i september 1968), enda er sú byggð mér kær og islendinga- hópurinn þar,og á ég ljúfar minn- ingar frá mörgum heimsóknum þangað. Veit ég, að þetta kvæði, sem varpar birtu á hetjulega bar- áttu islenzkra frumhverja vestan hafs, bergmálar djúpstæðar til- finningar fjölmargra vestur-is- lendinga. Lokaerindið gefur nokkra hugmynd um það, hve Framhald á 11. siöu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.