Þjóðviljinn - 11.10.1974, Side 7
Fimmtudagur. 10. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Thor 0. Thors, framkvæmdastjóri Islenskra Aðalverktaka
íslenskir Aðalverktakar eru sjálfsagt umdeildustu
verktakar landsins, i það minnsta mest umtöluðu.
Aðalverktakar hafa sérhæft sig i vinnu fyrir banda-
ríska herinn á Keflavikurflugvelii, og sinna næsta
engum verkefnum utan herstöðvarinnar, þó svo það
hafi komið fyrir.
Annar tveggja forstjóra Aðalverktaka er Thor ó.
Thors. Blaðamaður Þjóðviljans átti eftirfarandi
viðtal við Thor í siðustu viku.
— Þaðeruþrír aöilar, sem eiga
Aðalverktaka: þetta er sameign-
artélag. Þessir aðilar eru Sam-
einaðir verktakar, sem eiga
helming, ríkissjóður, sem á 25%,
og siðan Regin h/f, sem á 25%.
Um rikissjóð veistu jafn mikið
ogég. Um Regin veitég, að það er
hlutafélag. Ég veit ekki um það
hverjir þar eru hluthafar en for-
maður stjórnar Regins er Erlend-
ur Einarsson, forstjóri SIS.
1 Sameinuðum verktökum eru
hluthafar 127, að langmestu leyti
einstaklingar, en þar eru einnig
innanum byggingarfélög. Þetta
eru nær eingöngu menn, sem hafa
haft byggingarstarfsemi að at-
vinnu sinni, meistarar I hinum
ýmsu iðngreinum.
— Er það til I dæminu, aö ein-
staklingar geti veriö beinir eign-
araðilar að Aðalverktökum án
með 232 starfsmenn, en það var
eitthvað á annað hundrað fleira
hjá okkur I sumar. Fyrst og
fremst skólafólk, sem hefur farið
af illri nauðsyn, eins og þar stend-
ur.
Þessi hópur skiptist þannig, að
verkfræðingar. skrifstofufólk og
birgðaverðir eru 34, I mötuneyti
vinna 20 manns, 34 við verkstjórn
og á verkstæðum, við hverfisum-
sjón, vaktir og ræstingu vinna 10,
tækjastjórar eru '28, verkamenn
60, járnsmiðir og járnamenn 14,
trésmiðir eru 12 og aðrir iðnaöar-
menn 20 talsins.
Mikið af þessu er fastafólk, sem
við reynum að halda hjá okkur
hvernig sem á stendur, þvi þetta
fólk hefur starfað hjá okkur lengi
og við viljum ekki missa þeirra
ágætu starfskrafta.
ur i hendur fullbúnar með teikn-
ingum og lýsingum á þvi sem
vinna á.
— Þið rekið innkaupaskrifstofu
i Bandarikjunum til þess að ann-
ast innkaup á byggingarefni. Eru
þau viðskipti gerð á frjálsum
markaði eöa eru þau bundin við
ákveðin fyrirtæki?
— Ef kaupa á eitthvað meir en
einn hún og einn snaga, eins og
maður segir, þá þarf að bjóða það
út I að minnsta kosti þrjá staði.
Þetta er yfirleitt gert á verk-
samningsstiginu. Það er aflaö
verða hvar sem okkur sýnist, og
við höfum engin fyrirmæli frá
hernum um það hvar viö eigum
að skipta. Þeir áskilja sér hins
vegar rétt til þess að samþykkja
allt efni sem til bygginganna fer.
Að þvi leyti getum við ekki keypt
hvað sem er, varan verður aö
vera af vissum gæðaflokki. Að
öðru leyti er þessu höföum við
frjálsar hendur.
— Að hafa frjálsar hendur, þýö-
ir það að þið megið bjóða út hvar
sem er i heiminum?
— Þetta er tviþætt. Sumt er
byggt hér fyrir Bandarlkjamenn
og annað er byggt fyrir NATÓ. Ef
byggt er fyrir NATó verður það,
sem kaupa skal að bjóðast út I öll-
um NATO-löndunum. Ef þú ert að
meina hvort við meigum kaupa
frá Póllandi, eða okkar ágætu
islenska rikiö, er þetta mjög stórt
verkefni.
— Ef það reynist rétt, að
Amerikanar greiði ekki
kostnaðinn af flugstöðvarbygg-
ingunni, heldur verði það islenska
rikiö sem það geri, þá er óvist að
þið fáið það verkefni að reisa
NETTÓ GJALDEYRISSKIL
5,3 MIUÓNIR DOLLARA
þess að vera hluthafar I Samein-
uðum verktökum eöa Regin h/f?
— Nei, það er ekki hægt. Þetta
er sameignarfélag þessara
þriggja aðila, sem ég tiltók.
Hafa ekki
sótt út fyrir
— Starfsemi Aöalverktaka er
bundin herstöðvarsvæöinu og
þeim framkvæmdum, sem vinna
þarf fyrir bandariska herinn.
Vegna þessa greiöa Aöalverktak-
ar ekki toll i rikissjóö af sinum
tækjum og vinnuvélum. Þrátt
fyrir þetta hefur þaö komiö fyrir
að þiö hafiö tekið aö ykkur verk
utan herstöövarinnar. Hversu oft
hafiö þiö leitaö eftir vinnu utan
hennar?
— Þaö, að þessir verktakar
greiða ekki toll af sinum vinnu-
vélum, stafar af þvi, að það er
samningur á milli tslands og
Bandarikjanna um það, aö is-
lenskir verktakar skuli ekki sitja
við lakara borð en erlendir. Áöur
en isl. Aðalverktakar tóku viö
þessum störfum, voru hér ein-
göngu erlendir verktakar.
Ég minnist þess nú ekki, aö
Aðalverktakar hafi leitað út fyrir
þann verkahring, sem þeim hefur
verið ætlaður, þ.e.a.s. út fyrir
varnarliössvæöiö. Þeir hafa hins
vegar verið beönir um það af
opinberum aöilum. Þaö hefur
fyrst og fremst verið i sambandi
við lagningu vega, og þá fyrst og
fremst Reykjanesbrautar og
hluta Vesturlandsvegar. Fyrir
nokkrum árum siðan unnum við
fyrir Grindavikurhöfn vegna þess
að viö áttum tæki, sem aörir áttu
ekki og nauösynleg voru við þess-
ar framkvæmdir.
Við sóttumst ekki eftir þessum
verkefnum, enda höföum viö nóg
að gera fyrir. Heldur höfum við
ekki sóst eftir aö keppa við inn-
lenda verktaka, enda höföu þeir
uppi um þetta mótmæli þegar
þeim óx fiskur um hrygg. Þessi
mótmæli þótti okkur sanngjörn og
eðlileg og við drógum okkur al-
gjörlega 1 hlé á þessum vett-
vangi.
232 starfsmenn í dag
— Hversu mikiö starfsliö
þurfiö þiö til þess aö sinna þeim
verkefnum, sem þiö hafið meö
höndum i dag?
— Verkefni okkar eru oröin
ansi litil núna. 1 dag erum viö
Yfir þúsund
þegar mest var
— Þú segir að þið hafið frekar
litinn starfa þessa stundina. Þeg-
ar svo er, um hvað snýst þá það
starf, sem unnið er?
— Við erum að setja niður
brautarljós og flugstjórnartæki
við þessa nýju braut, sem kom i
gagnið i fyrra.
Jafnframt þessu erum viö aö
ljúka viö aö endurmalbika eina
flugbraut, en það hefur verið okk-
ar aðalverkefni i sumar.
— Veistu hvenær flest starfs-
fólk hefur veriö hjá ykkur i vinnu
og á hvaða tima það hefur veriö?
— Það hefur fariö yfir 1000
manns. Það eru mjög mörg ár
siðan, liklega ein tuttugu ár. Þaö
er ekki óalgengt aö 3-500 manns
sé i vinnu hjá okkur yfir háanna-
timann.
— Hvað stóö þessi hápunktur
annanna lengi?
— Hann stóð aldrei lengi i einu.
Þaö hafa veriö miklar sveiflur I
verkefnum hjá okkur og eru
reundar enn. Það hefur veriö og
er einkenni á starfsemi okkar, aö
verkefnin eru ýmisst i ökla eöa
eyra. Þegar ég segi þúsund
manns, hefur þaö að likindum aö-
eins veriö eitt sumar.
Ekki einir
um hituna
— Eruö þið einu starfandi
verktakarnir i herstööinni?
— Við störfum ekki einir aö
þessu. Keflavikurverktakar eru
einnig starfandi hér. Þeir sjá ab
miklu leyti um alla viöhalds-
vinnu. Viö framkvæmum allar
nýbyggingar.
— Er þetta svona óformlegt
samkomulag ykkar á milli, þess-
ara verktaka, aö verkefnunum sé
svona skipt?
— Það er það ekki. Viöhalds-
vinnan er annars eölis heldur en
nýbyggingúrvionao og þvi er það
kannski eðlilegt aö tveir aðilar
sjái um þetta á þennan hátt.
Að hafa
frjálsar hendur
— Er þaö rétt að þiö semjið
sjálfir útboðslýsingar á þeim
verkum sem vinna þarf fyrir her-
inn?
— Nei, það er ekki rétt. Útboðs-
lýsingar eru samndar af verk-
kaupanda sjálfum, og koma okk-
viöskiptalöndum til austurs, þá
má þaö ekki.
5/3 miljónir dollara
- Aðalverktakar fá greitt fyrir
unnin verk i dollurum. Hversu
miklum gjaldeyri skilaði fyrir-
tækið til Seðlabankans á liðnu
ári?
— A liönu ári, sem var eitt af
okkar stærstu framkvæmdaár-
um, voru nettó gjaldeyrisskilin
5,3 miljónir dollara. Það má þvi
segja að viö höfum unnið fyrir
nærfellt 7 og hálfa miljón dollara.
Til efniskaupa fóru um 2,2 miljón-
ir dollara.
— Þegar herinn kaupir ofani-
burð og annað innlent efni, greiöir
hann þá fyrir efniskaupin i dollur-
um?
— Samningurinn er I dollurum,
og allt er greitt I'dollurum.
Stórt verkefni
— Nú er búið að gera samning,
sem staðfestir veru hersins i
landinu enn um sinn. 1 þeim
samningi er einnig komið inn á
væntanlegar framkvæmdir hers-
ins á næstunni. Þó ýmislegt þar af
sé óstaðfest enn, og umræður um
fyrirhugaðar framkvæmdir veröi
að takast með fyrirvara, viröist
þó nokkuð ljóst, að byggja eigi 270
ibúðir yfir hermenn, til þess aö
hægt verði að hýsa Ameriku-
mennina alla innan herstöðvar-
innar. Þetta verk kemur aö sjálf-
sögðu i ykkar hlut. Er þetta
meiriháttar verkefni, eða er þetta
rétt aðeins venjulegt verkefni?
— Það er ekki nokkur vafi á þvi
að þetta er meiriháttar verkefni.
Þaö er alveg gefiö mál. Viö höfum
hyggt talsvert af Ibúðum, eða um
490 ibúðir síðan 1965, til þessa
dags.
— Inni I þeim fregnum, sem
fyrir liggja um framkvæmdir
Bandarikjamanna hér, er sú, að
þeir muni greiða kostnaö af
byggingu flugstöövar fyrir
almennt flug. Er það verkefni eitt
út af fyrir sig lika stórt verkefni?
— Ég tek fram, að ég veit ekki
hvort þeir ætla aö kosta þessa
byggingu. Mér hefur einmitt
skilist, af þeim fregnum sem ég
hef lesife aö þaö standi ekki til aö
þeirkosti þessa byggingu. Þá veit
ég heldur ekki hvað ætlunin er aö
byggja stóra flugstöð. En af þeim
spám, sem franskir og siöan
danskir aöilar hafa gert fyrir
flugstöövarbyggingu, eða hvað?
— Það er ekkert sem segir það.
Góðir búmenn
— Er búið að ákveða svæðið
þar sem ibúðabyggingarnar
skulu risa á?
— Ég held aö það sé nokkuð
vist hvar þær verði. Eins og allir
góðir búmenn gera þeir heildar
áætlanir, og ég held aö þeir hafi
áreiðanlega gert sér grein fyrir
þvi hvar þetta Ibúðasvæði á að
vera. Þetta er búiö að vera á
umræðugrundvelli það lengi, að
skipta á milli farþegaflugsins og
hermennskunnar, að skipulag
hlýtur að liggja fyrir.
— I þeim fréttum, sem borist
hafa, er á einum stað i það
minnsta, gert ráð fyrir þvi að
bygging þessara ibúða taki ekki
lengri tima en svo, að
Amerikanar verði komnir inn
fyrir girðingu innan þriggja ára.
Er hægt að gera sér grein fyrir
þvi hversu mikinn mannafla þið
þyrftuð til þess að ljúka verkinu á
þeim tima sem þá til þyrfti?
— Það er alltaf reynt að gera
og er nauðsynlegt. Ef við fengjum
beiðni um slika framkvæmd
mundum viö að sjálfsögöu reyna
að gera okkur grein fyrir hvaö viö
þyrftum af fólki til þess að vinna
þetta. Mér sýnist að til þess að
ljúka þessu eina verki á þremur
árum, þyrftum við u.þ.b. 20
smiði, 40 verkamenn, 5 rafvirkja,
4 málara, 2 múrara og 11 aðra
starfsmenn, svo sem vélamenn
o.fl.
Ég geri ráö fyrir að þessi hús
veröi steypt, þvi þeir hafa komist
að raun um þaö, að það er besti
byggingarmátinn hér, og þannig
hafa siðustu ibúöabyggingar
þeirra verið.
— Fylgir ekki bygging
þjónustustofnana I kjölfar
þessara ibúðabygginga?
— Ég veit þaö nú ekki gjörla.
Viö erum nýbúnir aö ljúka smiði á
stóru sjúkrahúsi og stórri
kjörbúð, einnig skóla. Ég held aö
þeirribreytingu, að hermennirnir
verði allir búsettir innan
vallarins, þurfi ekki að fylgja
auknar byggingar á þjónustu-
stofnunum, vegna þess, að hvort
sem þetta fólk hefur búið innan
vallar eöa utan hefur það fengið
alla sina þjónustu hér efra.
— Þú nefndir áöan, að eins og
góöum búmanni bæri, hefðu
Amerikanarnir gert sér grein
fyrir þvi hvar Ibúðirnar skuli
risa. Heldurðu aö þeir séu þaö
góöir búmenn, aö þeir séu búnir
að ætla sér enn aörar fram-
kvæmdir?
Ég hef ekki neina vitneskju
um slikt. Ég hef aö visu séö aö
þeir hafa áhuga fyrir að reisa
tómstundaheimili og það held ég
að hljóti að fylgja i kjölfarið, ef
einhvert framhald veröur á fram-
kvæmdum þeirra vegna.
Hagnaðurinn
— Geturöu gefiö okkur nokkra
hugmynd um hagnað fyrir-
tækisins siöasta ár til dæmis, og
þá arögreiðslur?
— Ég get i það minnsta sagt
þér það, að á þvi ári sem nú er að
liöa, munum við ekki hafa neinn
hagnað. Það er dýrt að vera með
mikinn mannafla og hafa ekki full
not fyrir hann i aröbærri vinnu.
En viö höfum fengið bæði góö ár
cg vond. En ég held aö óhætt sé að
segja, aö undan afkomu okkar sé
ekki hægt aö kvarta, og ég ætla aö
vona aö viö séum ekki þeir aular
aö geta ekki haft viðskipti viö
þessa menn þannig, að báðir hafi
gagn af. Þá væri þaö heldur ekki
þess viröi að standa i þessum
viöskiptum.
Varðandi arögreiöslurnar, þá
er það aö segja, aö fyrirtækiö
greiðir ekki arð sem slikan.
Eigendur sameignarfélags bera
ótakmarkaða ábyrgö á skuld-
bindingum félagsins. Við höfum
notað þann hagnaö sem viö höfum
fengiö til þess aö byggja upp véla-
kost okkar og þá aðstööu, sem við
þurfum aö hafa.
— Er þá hagnaður einstak-
linga, sem hlut eiga i aðildar-
félögum Aöalverktaka, einungis
bundinn þvi, að eigur þeirra á
jöröinni aukast en ekki bein-
harðir peningar?
— Hagnaöurinn er ekki
einvörðungu bundinn við það, en
að mestu leyti.
Af hverju Regin h/f?
— Eru Islenskir aðalverktakar
byggðir upp á flokkspólitiskan
hátt með eignaraðild sjálfstæðis-
manna og framsóknarmanna?
— Sameinaðir verktakar voru
byggöir upp sem félag manna,
sem uppfylltu ákveöin skilyröi,
þeas. voru iönaöarmenn eöa
verktakar i byggingariönaöi.
Öllum byggingarfélögum og
iönaðarmönnum hvar sem var á
landinu var frjálst aö taka þátt i
stofnun félagsins. Sameinaðir
verktakar unnu fyrst og fremst
fyrir erlenda verktaka, sem
útvéguðu allt efni til framkvæmd-
anna.
1954, þrem árum eftir að
Sameinaöir verktakar voru
stofnaðir, var ákveöiö að er-
lendra verktaka þyrfti ekki meö
til framkvæmda fyrir varnarliö-
iö, og Islendingar gætu einir ann-
ast framkvæmdirnar og innkaup-
in.
Við það aö verksviöiö jókst voru
Islenskir aöalverktakar stofnaðir
meö þátttöku Sameinaöra verk-
taka, rikissjóös og Regins h/f.
Kannski hafa menn hugsaö sem
svo, aö nauðsynlegt væri aö fá
Samband islenskra samvinnu-
Framhald á 11. siðu.