Þjóðviljinn - 22.10.1974, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur. 22. október. 1974.
0@§(S § mcaoöF JWp
1 M
Bœtur til
Ufeyrisþega
Geir Hallgrimsson
Hafsteinn frá Vogatungu spyr
forsætisráðherra hvað hafi ráðið
þvi, að lifeyrisþegar fái 6% upp-
bætur á lifeyri þegar láglauna-
bætur séu 8 og 10%.
Forsætisráðherra, Geir Hall-
grlmsson, svaraði:
,,Með bráðabirgðalögum nr.
88/1974, 24. september 1974 um
launajöfnunarbætur, bætur al-
mannatrygginga og verðlagsmál
er tekjutryggingamark elli- og
örorkulifeyristrygginga þ.e. lág-
markstekjur, sem tryggðar eru
með almennum lifeyri og uppbót
á lífeyri til þeirra sem engar eða
mjög litlar tekjur hafa auk lif-
eyris- hækkað jafnt og lægstu
kauptaxtar eða um 10%. Almenn-
ar bætur lifeyristrygginga eru
hins vegar hækkaðar um 6%, eða
likt og ætlað er að launatekjur I
heild hækki vegna launajöfnunar-
bóta.
Meö þessum hætti eru bætur til
þeirra lifeyrisþega, sem lakast
eru settir hækkaðar jafnt og laun
þeirra, sem lægst laun hafa, en
tekjutryggingarmörk hjóna
liggja nú nærri kauptöxtum
verkamanna. Almennur lifeyrir,
sem greiddur er án tillits til ann-
arra tekna bótaþega, hækkar hins
vegar eins og ofan greindi lfkt og
meðallaun af völdum launajöfn-
unarbóta, þó er sá munur á, að
ailir bótaþegar njóta þessarar
hækkunar, en stór hluti launþega,
þ.e. þeir, sem hafa hærri laun en
53.500 krónur á mánuði, fær eðli
málsins samkvæmt engar launa-
jöfnunarbætur.
Tilgangur þessara ráðstafana
er aö nýta sem best það fjár-
magn, sem varið er til trygginga-
bóta, með hagsmuni hinna lakast
settuihuga”. —-úþ
Enn um móður-
málið
í sjónvarpinu
Ekki ætla þeir sjónvarpsráða-
menn að láta svo litið að svara
bréfi minu og spurningum, sem
Þjóðviljinn birti á dögunum, þar
sem spurt var eftir hverjar kröfur
væru gerðar til islenskukunndttu
starfsmanna sjónvarpsins, og þá
einnig þvi hvers vegna Bjarni
Felixson er orðinn starfsmaður
þeirrar stofnunar.
Liklega þurfa spurningarnar að
birtast i Mogganum þeirra Jóns
Þórarinssonar og Emils Björns-
sonar til þess að svör fáist við
þeim.
Hitt er engu að siður staðreynd,
að málfar þeirra sjónvarps-
manna er vægast sagt mjög brog-
að, og það er mörgum sjónvarps-
áhorfandanum raun að hlýða á þá
islensku, sem þar er töluð.
í þetta skipti vona ég að Ut-
varpsráð sjái sér fært að gripa i
taumana og fyrirskipa þeim herr-
um I sjónvarpinu að birta skilyrði
fyrir ráðningu fréttamanna og
lesara I sjónvarpinu, og að þeir
skipi þvi ómálga fólki, sem þegar
hefur verið ranglega ráðið til
sjónvarpsins að sækja islensku-
námskeið, sjónvarpinu að kostn-
aðarlausu, og það fái þar ekki
aftur inni fyrr en málfar þess
hefur tekið þeim framförum, að
vænta megi, að tungutak þess og
orðaval særi ekki þá, sem ein-
hvern málsmekk hafa.
G.tJ.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar og jeppabifreiðar
er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðju-
daginn22. október kl. 12—3. Tilboðin verða
opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
Sala Varnarliðseigna.
Bókhaldsaðstoð
með tékkafærslum
flfBÚNAÐARBANKINN
\£l/ REYKJAVÍK
Auglýsingasiminn
er 17500
MÐVHMN
kif laupnum
Vœngir á Siglufirði
Vængir hafa haldið uppi flugferðum til Siglufjarðar og fljúga þangaö fjórum sinnum i viku þennan vet-
urinn. Siglfirðingum þykir sem von er mikii samgöngubót I þessu flugi, og er þaö notað vel. — Myndina
tók Júlfus Júliusson af Vængjaflugvél á Siglufjaröarflugvelli fyrir skömmu.
Skoðanakönnun
og afsláttur
Skoda-umboðið, eða Tékk-
neska bifreiðaumboöið, eins
og söluumboð Skódabila heit-
ir, gengst fyrir skoöanakönn-
un með öllum þeim, sem
skráðir voru eigendur Skoda-
bifreiða eftir 1. janUar 1974.
Umboðið segir að tilgangur
skoðanakönnunarinnar sé að
kynnast viðhorfum Skodaeig-
enda til bifreiða sinna, þjón-
ustu umboðsins og fl. með það
fyrir augum að bæta þjónust-
una i samræmi við niðurstööur
skoöanakönnunarinnar.
Eyöublöð með spurningum
verða send Skodaeigendum,
og þurfa þeir helst að svara
þeim fyrir 1. nóvember nk.
Svörin verða ekki rakin til
þess, sem þau gefur, svo
hverjum og einum ætti að vera
aldeilis óhætt að segja sina
meiningu hreint Ut.
Þá býður Tékkneska bif-
reiöaumboðið viðskiptamönn-
um Skodaverkstæöisins hf. i
Kópavogi 10% afslátt af end-
urryðvörn og 20% afslátt af
bilaleigu tímabilið 1. október
til 1. mars 1975.
Þakka Vilhjálmi
bindindið
Eftirfarandi tillaga var
samþykkt einróma á fundi I
Kvenfélagi Kópavogs og hefur
verið send menntamálaráö-
herra:
„Fundur I Kvenfélagi Kópa-
vogs, haldinn I Félagsheimil-
inu fimmtudaginn 3. okt. 1974,
sendir Vilhjálmi Hjálmars-
syni bestu kveðju og þakkar
honum þá ákvöröun aö veita
ekki vin I veislum ráðuneytis
sins.”
neytendasamtökin mæli með
þeim sem „bestum” eða „Best
Buy”.
1 þessu tilliti er um nokkuð
villandi auglýsingu að ræða, þar
eö slik meðmæli frá erlendum
neytendasamtökum miðast
ávallt við, að einhver vara sé
meðmælanleg miðað við þau
verð og gæði, sem fáanleg eru á
markaöinum þar i landi. Þar
með er alls ekki sagt, að slikt
þurfi að gilda hér á landi, þar
sem verðlag og vöruval er allt
annað. Kaupendur eru þvi beðn-
ir aö taka öllum sllkum fullyrð-
ingum með itrustu varUð.
Gjafir til
Sjálfsbjargar
A aðalfundi sinum þ. 27.
febrUar s.l. bárust félaginu
tvær gjafir. Onnur að upphæð
kr. 100 þUs. frá frú GuörUnu
Hannesdóttur, HátUni 10, i
minningu um mann hennar
Karl Friðriksson, f.v. vega-
verkstjóra, sem starfaði mikið
að málefnum fatlaðra og var
um tima formaður Sjálfs-
bjargar á Akureyri. Hin að
upphæð kr. 12.000,- I íþrótta-
sjóð, frá Svövu Sigurgeirs-
dóttur, HátUni lOa. Fylgi gef-
endum farsæld i framtiðinni.
Bestu þakkir.
Kvefpestin
sœkir sig
Farsóttir I Reykjavik vik-
una 27.-28. september 1974,
samkvæmt skýrslum 10 (8)
lækna:
Iðrakvef 20 (12), kighósti 5
(1), hlaupabóla 3 (1), rauöir
hundar 3 (2), hettusótt 2 (4),
hvotsótt 1 (1), hálsbólga 65
(56), kvefsótt 179 (86), lungna-
kvef 3 (9), inflúensa 8 (12).
Tímarit
Freyr
UmmA SR BBZT
Heima er best
Varið ykkur á
versluninni
Að gefnu tilefni vilja Neyt-
endasamtökin vara við, að öll-
um seljendum vöru og þjónustu
er stranglega bannað að nota
meðmæli hvers konar, inn-
lendra og erlendra neytenda-
samtaka til framdráttar sölu á
vörum sinum eða þjónustu.
Hafa orðið nokkur brögð að þvi
undanfarið, að islensk fyrirtæki
hafi auglýst vörur með þeim
meðmælum, að bandarisku
Hefti nUmer 19—20 af bún-
aðarblaðinu Frey er komið Ut.
Meðal efnis má nefna forystu-
grein, Hóp-slysatryggingar,
Mjaltaeiginleikar eftir Jó-
hannes Eiriksson, grein um
spenasig og spenaskemmdir,
BUfé og fóður 1971—1973 töflu
yfir fjölda bUfjár, öflun fóðurs
og uppskeru garðávaxta
1971—1973, Frá minum sjónar-
hóli skoðað, eftir Guðmund
Jósafatsson, Hversu lengi ætla
menn að misþyrma dýrum,
eftir Pean Gerboux og grein
um jógUrt.
Attunda tölublaö 24. ár-
gangs af Heima er best er
komið Ut. Heiti efnis og höf-
unda er svolátandi:
Verkiö lofar meistarann,
Eirikur Eiriksson. Bréfaskipti
Sighvats Gr. Borgfirðings og
Jóns Sigurðssonar forseta,
SkUli MagnUsson. Þegar
Loömfirðingar lögðu rostung
aö velli, Jón Kr. tsfeld. Minn-
ing frá vordögum 1906, Hólm-
steinn Helgason. Unga fólkiö.
Undur mannlegrar getu, Ei-
rikur Eiriksson.