Þjóðviljinn - 22.10.1974, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 22.10.1974, Qupperneq 7
Þriðjudagur. 22. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS og stjórnarformaður Regins h/f: Má vera að hagnaðar sjónarmið hafi einnig komið hér Viðtal það, sem hér fer á eftir er i beinu framhaldi þess greina- flokks, sem Þjóðviljinn hefur birt um her- mengun á Suðurnesj- um. Reginn h/f, hlutafélag Sam- bands Islenskra samvinnufé- laga, er einn þriggja eignarað- ila að Islenskum aðalverktök- um. Stjórnarformaður Regins erErlendur Einarsson, forstjóri SIS. Blaðamaður spurði Erlend að þvi á ðögunum hvað Reginn h/f væri. Erlendur svaraði: — Reginn er hlutafélag, sem nú er I eigu Sambands Islenskra samvinnufélaga. Þetta félag á sér nokkra sögu. Arið 1944, einmitt 15. október, (viðtal þetta var tekið 15. októ- ber) var stofnað hlutafélag, sem hlaut nafnið Olluhöfn h/f. 1 gerðarbókum kemur fram að einn af forráðamönnum þessa félags var Sigurður Jónasson, mikill athafnamaður á slnum tlma, en hann gaf rikinu Bessa- staði, og varð siðar forstjóri Ollufélagsins. Tilgangur þessa félags var m.a. að reisa oliugeymslustöðv- ar I nágrenni Reykjavlkur. Árið 1946 eignaðist SIS hluta i þessu félagi. Félagið virðist ekki hafa hafst mikið að, en 1948 keypti félagið Sundakot, öðru nafni Gunnunes á Kjalarnesi. Um svipað leyti eignaðist Sam- bandið Þerney. Hugmyndin með þessum jarðarkaupum mun hafa verið að gera þarna olíuhöfn og reisa oliutanka, en 1946 hafði Sambandið haft for- göngu um stofnun á oliufélagi, sem flest kaupfélögin gerðust aðilar að. Ekki varð þó úr því að þarna yrði byggð oliuhöfn. Af þeim heimildum, sem fyrir liggja, sýnist mér að um 1950 eignist Sambandið alla hlutina I þessu fyrirtæki, nema hvað ein- staklingar þurftu að vera með að nafninu til svo ákvæðum hlutafjárlaga yrði fylgt. 1952 var nafninu á þessu hlutafélagi breytt I Reginn h/f. Forráðamenn Sambandsins höfðu þá hugsað sér að Reginn yrði verktakafyrirtæki á vegum Sambandsins, Um þetta leyti komst á samband við hollenskt fyrirtæki, sem framleiddi ein- ingar I strengjasteypuhús. Ætl- unin mun hafa verið að fram- leiða hlutana I slik hús hér heima. I þessu sambandi var tekið á leigu land uppi I Kolla- firði, og einnig keypt þar heita- vatnsréttindi og hafnar boranir, en þarna kom upp talsvert af heitu vatni. Um svipað leyti var farið að huga að þvi að flytja inn strengjasteypuhús frá Hollandi. Það mun hafa verið á þessum árum, sem Reginn gerðist hlut- hafi i Sameinuðum verktökum, sem mér skilst að hafi unnið fyrir útlendu verktakana, sem aftur unnu fyrir herinn hér á slnum tima. Ég fæ ekki betur séð, en Reginn hafi verið orðinn aðili að Sameinuðum verktök- um áður en tslenskir aðalverk- takar voru stofnaðir, sennilega skömmu áður. Ég held, að ég fari rétt með, að Reginn hafi á þessum árum, 1953 og 1954, flutt inn strengja- steypuhús frá Hollandi, meðal annars og kannski eingöngu fyrir varnarliðið. Ég held að eitthvað af þessum húsum hafi verið sett niður norður á Langa- nesi og austur á Stokksnesi. Ég veit það ekki, en ég geri ráð fyrir þvi, að þessi viðskipti hafi orðið til þess að Reginn gerðist aðili að Sameinuðum verktökum og síðan íslenskum Aðalverktökum. — Er Reginn ennþá hluthafi I Sameinuðum verktökum jafn- framt þvl sem hann er fjórðungs eignaraðili að Aðalverktökum? — Á þessu hefur ekki orðið nein breyting, þótt starfsemi Regins hafi breyst. Ég gæti skotið þvi hér inn I, að um þetta leyti var ákveðið að athuga með framleiðslu á strengjasteypu og þess vegna fest kaup á eignum i Garða- hreppi, og einnig tekin á leigu malarnáma þar syðra. Það varð ekkertúr þvi að strengjasteypu- framleiðsla færi af stað, en hins vegar var rekin trésmiðja þar I nokkur ár, Trésmiðjan Silfur- tún. Reginn á nú þessar eignir. — Hvenær tókst þú sæti I stjórn Regins, og fyrir hvern? — Ég kom inn i stjórn ReginS 1968, en þá hafði Sambandið eignast allt hlutaféð i Regin og á til það enn. Þeir menn, sem eru i stjórninni, eru hluthafar að nafninu til, til þess að uppfylla hlutafjárlögin. 1968 hafði orðið mikið verðfall á sjávarafurðum, en Sambandið sjálft tók á sig verðfall á birgð- um I Bandarikjunum I stað þess að lækka verðið til frystihús- anna. Til þess að gera þessi mál upp við Landsbankann voru eignir Regins og Sambandsins* Þerney og Gunnunes I Kjós, seldar að ósk bankans, og hluta- bréfin I Regin veðsett Lands- bankanum sem handveð. Ég vil geta þess, að sala þess- ara eigna var mjög á móti skapi forráðamanna Sambandsins. Ég tel þetta hafa verið algjört neyðarbrauð. Síðan ég kom I stjórn Regins hefur starfsemin verið með þeim hætti, að Regin á og rekur eignir I Garðahreppi og á eign- arhlut I Sameinuðum verktök- um og Islenskum Aðalverktök- um. Við höfum ekki haft afskipti af Sameinuðum verktökum né heldur Aðalverktökum að öðru leyti en þvi, að Reginn, sem fjórðungs eignaraðili að Aðal- verktökum, hefur haft mann I stjórn þeirra. — Hvernig er það skýrt, að Sambandið sjálft skuli ekki vera beinn eignaraðili að Aðalverk- tökum, heldur Reginn I þess stað? — Nú veit ég ekki. Þetta skeði allt áður en ég kom I Samband- ið. Ljóst er að það vakti fyrir forráðamönnunum að Reginn, yrði verktakafyrirtæki, en hvað vakað hefur fyrir forráðamönn- um samvinnuhreyfingarinnar þegar Reginn gerðist eignarað- ili að Aðalverktökum veit ég ekki. Ég geri þó ráð fyrir þvl, að þar hafi ráðið metnaður, vegna þess að Reginn var I viðskiptum við varnarliðið meðan útlendu verktakarnir voru hér starf- andi, og þvi gjarnan viljað vera með I þessu áfram og viljað með þvl stuðla að þvi, að þessi verk- takastarfsemi færðist yfir á is- lenskar hendur. Má vera að hagnaðarsjónarmið hafi einnig komið hér til. — Hvað eru margir einstakl- ingar skráðir hluthafar i Regin? — Það eru þrir stjórnarmenn, sem eru allir starfsmenn Sam- bandsins, sem eiga hlutafé. Samtals held ég að það séu Erlendur Einarsson Metnaður hefur ef til vill ráðið því, að Reginn gerðist stofnaðili að íslenskum aðalverktökum fimm einstaklingar. Ég tek það fram, að þeir eru eigendur að þessu hlutafé aðeins að nafninu til, þvi það er venja með þessi svokölluðu dótturfyrirtæki Sambandsins, að starfsmenn eiga ekki hlutafé nema að nafn- inu til. Venjulega eru hlutabréf- in framseld fyrirfram. Þeir fimm aðilar, sem skráðir eru eigendur að hlutafé I Regin,eru allir starfsmenn Sambandsins. — Hvaða hag hefur Samband Islenskra samvinnufélaga að þvi I dag að vera aðili að Aðal- verktökum? — Islenskir Aðalverktakar hafa greitt eitthvað svolitið til sinna eigenda. Það eru nú engin ósköp. Mest af þeim hagnaði, sem verður i Aðalverktökum mun hafa byggst upp I fyrirtæk- inu sjálfu. Einhver hagnaður hefur þó runnið til eigenda. Ég er þó ekki að segja að það skipti neinum sköpum fyrir Samband- ið. — Af hverju er þá Sambandið I þessu i dag? — Spurningin er hvort við hefðum átt að selja okkar eignarhluta og þá hver mundi kaupa. 1 dag eru hlutabréf Reg- ins að handveði niðri I Lands- banka. — Veistu hverjir eru fulltrúar Regins i Sameinuðum verktök- um, eða kemur Sambandið ekki fram sem eignaraðili að þeim? — Reginn á ekki mann i stjórn Sameinaðra verktaka, heldur á aðeins hlutabréf I þeim. — Veistuhve stór eignahlutur Sambandsins er I Sameinuðum verktökum? — Hlutabréfaeign Regins i Sameinuðum verktökum er 1 1/2 milj. króna. — Sambandið á ekki hlutabréf I Sameinuðum verktökum. — Hver verður framtið Reg- ins h/f? Eru nokkur áform uppi um annars konar starfsemi en þá, sem af þvi leiðir að vera hluthafi I Sameinuðum verktök- um og eignaraðili að Aðalverk- tökum? — Það eru ekki uppi nein áform um að auka starfsemina. Hins vegar er alltaf spurning um hvað gera skal ef eitthvað það bæri upp á, sem gæti þýtt að Reginn gæti þjónað hagsmunum kaupfélaganna eða samvinnu- hreyfingarinnar- hvort þá ætti að nota Regin til þess. — Á Sambandið og rekur mörg hlutafélög? — Sambandið á ekki mörg hlutafélög. Það má nefna Drátt- arvélar h/f, sem stofnað var i kringum umboð fyrir Ferguson- dráttarvélarnar vegna þess að Sambandiðhafði þá umboð fyrir Farmal-dráttarvélar. Sam- bandið á félag sem heitir Jöt- unn, er var eigandi húss við Hringbraut og notað var til að veita bifreiðum ákveðna þjón- ustu. Verkefni þessa félags nú eru að framleiða mótora fyrir bændur, rafmótora sem ekki fást keyptir annars staðar frá, og annast viðgerðir á heimilis- tækjum. Þetta er vist allt og sumt þeg- ar rætt er um hlutafélög, sem Sambandið á sjálft. Þessi félög voru fleiri áður, en þau hafa verið lögð niður. — Hvað er hlutaféð i Regin mikið I krónum talið? — 9,7 miljónir króna. Salan á þeim eignum, sem ég minntist á áðan, hefur orðið til þess að hlutaféð hefur hækkað, og ég gleymdi að geta þess áðan, að Sambandið seldi rikinu heita- vatnsréttinn i Kollafirðinum ár- ið 1961. — Hvert var framlag Sam- bandsins, eða Regins, til stofn- unar Aðalverktaka? — Ég hef það ekki á reiðum höndum, en það var fjórðungur af samanlögðu framlagi stofn- aðilja. —- Ert þú fulltrúi Sambands- ins i stjórn Aðalverktaka? — Nei. Fulltrúi Sambandsins I stjórn Aðalverktaka, eða full- trúi Regins réttara sagt, er Þór- hallur Björnsson, starfsmaður Sambandsins. — úþ Haustið gott í Fimm hús í smíðum, þau fyrstu í áratug — Jú, okkur líður prýðilega, sagði Bjarni Magnússon hrepp- stjóri i Grlmsey er blaðamaður innti hann frétta af mannlifi i eynni. — Hér er sólskin og sunn- ankaidi og besta veður. Reyndar hefur veðrið verið gott i haust og finnst okkur það uppbót fyrir seinnipart sumarsins sem var heidur leiðinlegur bæði til sjós og lands. — Miðað við gæftir hafa afla- brögð verið sæmileg I sumar og núna eru þau góð og fiskurinn stór og fallegur. Stærri bátarnir eru að skipta um veiðarfæri, annar fer I net og hinn á línu. Svo fáum við bráðlega þriðja bátinn af stærri gerðinni. Það er 11 tonna bátur sem er i smiðum hjá Báta- lóni I Hafnarfirði. Þegar hann er kominn er höfnin orðin full. Við verðum að hafa bátana úti á leg- unni og eins og er annar hún ekki meiru. — Þið voruð að fá sjónvarp, er ekki svo? — Jú, viðfengum loksins geisla frá endurvarpsstöðinni á Húsa- vikurfjalli. Núna sést sjónvarpið skinandi vel og eru það mikil við- brigði þvi áður var það hrein hörmung og voru margir hættir að horfa á það. Það var ekki einú sinni hægt að lesa textann. — Af öðrum fréttum er það helst að hér eru fimm hús i bygg- ingu, var byrjað á einu I fyrra og fjórum i ár. Tvö þeirra eru að komast undir þak en hinum verð- Grímsey ur ekki lokið fyrr en á næsta ári. Þetta telst til tiðinda þvi ekki hefur verið byggt neitt hér i tiu ár. Það eru eingöngu íbúar hér sem eru að byggja. Ýmist eru menn að stækka við sig eða þá að ungir menn sem náð hafa i fylgi- naut eru að flytja úr foreldrahús- um. — Nú, og svo sitjum við enn uppi með helminginn af saltfisk- birgðunum. Það hefður gengið seint að koma þvi I skip. Hins vegar virðist allt vera selt, a.m.k. er búið að meta allan fiskinn. — Hafið þið fengið kennara? — Já, við höfum haft sama kennarann I tvö ár og hann er ráðinn I vetur lika. Hins vegar er hann ókominn þvi hann slasaði sig og kemur þvi ekki fyrr en seinnipartinn I mánuðinum. Þetta er ágætismaður og var ritstjóri Alþýðumannsins á Akureyri i sumar, sagði Bjarni hreppstjóri að lokum. — ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.