Þjóðviljinn - 22.10.1974, Síða 11

Þjóðviljinn - 22.10.1974, Síða 11
Þriöjudagur. 22. október. 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íslandsmótið í körfuknattleik: Pressuliðið — landsliðið 22:21 Úrslitin eru kjafts- högg fyrir landsliðið Nokkrir pressuliðsmenn sýndu að þeir eiga skilyrðislaust að fá sæti í landsliðinu Pressuliðið gerði sér lítið fyrir sl. sunnudagskvöld og sigraði landsliðið 22:21/ og þó vantaði ekki minni karla en Björgvin Björg- vinsson, Gunnstein Skúla- son og Geir Hallsteinsson í pressuliðið. Þessi úrslit eru slikt kjaftshögg fyrir landsliðið að það hefur vart fengið annað meira um dagana. Val landsliðs- ins sem fara á til Sviss í þessari viku og þarna lék gegn pressuliðinu hefur veriðgagnrýnt mjög. Fyrir utan liðiðstanda menn sem skilyrðislaust eiga sæti í landsliðinu, vegna þess að þeir eru gæðaflokki fyrir ofan suma þá sem í lands- liðið hafa verið valdir. Til að mynda sönnuðu þeir Stefán Gunnarsson, Ólafur Benediktsson og Brynjólf- ur Markússon það áþreif- anlega í pressuleiknum að þeir eiga allir að fara inní landslið^og án Gunnsteins Skúlasonar getur landslið- ið ekki verið, það sást greinilega í pressuleikn- um. Að vísu var Gunn- steinn meiddur á sunnu- daginn, en það er ekki al- varlegt. Nei, Birgir, þú verður að stokka spilin upp. Draumórar eru ekki heppilegir við landsliðsval. Pressuliftið var nokkuð seint i gang i fyrri hálfleik, en það bjargaði þvi að Ólafur Benedikts- son sannaði einu sinni enn, að hann er okkar besti markvörður i handknattieik, og hann varði hvert skotið á fætur öðru, svo munurinn var aldrei mikill með- an að pressan var að stilla kanón- urnar. Landsliðið hafði oftast yfir eitt til tvö mörk i fyrri hálfleik. Þó var jafnt 2:2, 4:4, 5:5 og 6:6 en siðan kom 7:6, 8:6 10:8 12:9 og 12:10 i leikhléi landsliðinu i vil. 1 byrjun slðari hálfleiks komst landsliðið i 14:11 og siðan i 18:14 og hélt maður að þá væri sigur þess i höfn, en það var nú eitthvað annað. Þegar munur var orðinn 4 mörk fór pressuliðið fyrst i gang svo um munaði. Það skoraði næstu 4 mörk án þess að landslið- inu tækist að svara fyrir sig, og það gerði meira en að jafna, það komst yfir 20:19. Siðan komst landsliðið yfir 21:20, en tvö siðustu mörkin skor- aði pressuliðið og sigráði þvi 22:21. Og eins og i upphafi segir hefur islenska landsliðið ekki fengið fastara kjaftshögg en að þessu sinni, og þó er ekki við liöið sjálft að sakast, heldur Birgi Björnsson einvald þess, sem virð- ist ekki fær um að velja sterkasta liðið, enda hefur val á landsliði sjaldan verið meira gagnrýnt en að þessu sinni. Og þessi úrslit sanna betur en nokkur orð hversu mikinn rétt á sér þessi gagnrýni átti. Þeir Stefán Gunnarsson, Brynjólfur Markússon og Ólafur Benediktsson sönnuðu allir i þess- um leik, að þeir eiga skilyrðis- laust að taka sæti i landsliðinu, og Birgir yrði maður að meiri ef Framhald á bls. 13 Engin óvænt úrslit í fyrstu umferðinni íslandsmótið i körfuknattleik, 1. deild, hófst um siðustu helgi, og var leikin heil umferð. Engin óvænt úrslit urðu I þessum fyrstu leikjum, allt fór eins og búist var við. Á laugardaginn fóru tveir fyrstu leikirnir fram, og mættust Armann og UMF Njarðvikur i fyrsta leik mótsins. Leikurinn fór fram i Njarðvikum. Armenning- arnir sigruðu auðveldlega 78:62. Strax á eftir léku svo 1E og UMF Snæfell, og sigraði IR, en mjög naumt, aðeins 66:61. Virðist IR-liðið ekki vera svipur hjá sjón miðað við undanfarin ár og verð- ur að taka sig verulega á, ef það ætlar að blanda sér i toppbarátt- una i vetur eins og það hefur gert i meira en áratug. A sunnudaginn léku svo i íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi Valur og HSK, og sigruðu Vals- menn með yfirburðum 80:54. Valsliðið hefurekki verið sannfær andi i haust, en virðist eitthvað vera að hressast, en þó vantar enn besta mann þess, Þóri Magnússon, sem er meiddur á hendi og getur ekki leikið með þvi alveg strax. Síðasti leikurinn i 1. umferð var svo á milli IS og UMF Snæfells, og sigruðu stúdentarnir stórt eða 79:49. Margir spá IS miklum frama i vetur, enda var liðið á hraðri uppleið i fyrra og virðist ekkert stopp hafa orðið á þeirri ferð þess, ef marka má Reykjavikurmótið i haust. Einar Magnússon með skottilraun, en vörn pressuliðsins er föst fyrir (Ljösm. GSP). Lands- keppni í borö- tennis við fær- eyinga Landsleikur I borðtennis verður i Færeyjum I nóvem- ber, og fer borðtennislands- liðið til Færeyja sunnudaginn 17. nóvember og kemur aftur 24. nóvember. Stjórn BTI hefur valið þá scm fara til Færeyja. Karlar: Ólafur II. ólafsson örninn, Iljálmar Aðalsteins- son KR, Ragnar Ragnarsson örninn, Jón Sigurðsson ÍBK Björgvin Jóhannesson Gerpla. Auk þess I tviliðaleik: Birkir Þ. Gunnarsson örninn. Vara- maöur: Jóhann örn Sigur- jónsson örninn. Konur: Sveina S. Svein- björnsdóttir Gerpla, Guðrún Einarsdóttir Gcrpla, Karóiina Guðmundsdóttir, örninn. Eldri unglingar: Gunnar Þór Finnbjörnsson örninn, Jónas Kristjánsson örninn, lljörtur Jóhannsson tBK. Yngri unglingar: Hjálmtýr Hafsteinsson KR, Guðmundur Jóhannsson Gerpla, Tómas Guðjónsson, KR. Fararstjóri verður Sigurður Guðmundsson. Úrslitin í ensku knatt- spyrnunni 1. deild Birmingham-Newcastle 3-0 Carlisle-Derby . 3-0 Everfbn-Chelsea 1-1 Léeds-Wolves 2-0 Leicester-Sheff. Utd. 3-0 Manch.City-Luton 1-0 Middlesbro-Coventry 4-4 QPR-Liverpool o-l Stoke-Burnley 2-0 Tottenham-Arsenai 2-0 West Ham-Ipswich 1-0 2. deild. Blackpool-Manch.Utd. 0-3 Bolton-Cardiff 2-1 Bristol Rov.—Milivall 2-0 Fulham-Bristol City 1-1 Norwich-Portsmouth 2-0 Notts Co.-Oxford 4'1 Oldham-York City 2-3 Sheff. Wed.-Hull >1 Southampton-Orient 4-2 Sunderland-Aston V. , ,0-0 WBA-Nottm.Forest 0-1 Staðan 11. deild er nú þannig: Liverpool 13 9 1 3 21-8 19 Man.City 14 8 3 3 18-15 19 Ipswich 14 8 1 5 18-9 17 Everton 14 4 9 1 19-16 17 Stoke 13 6 4 3 20-15 16 Middlesbro 13 6 4 3 19-14 16 Derby 14 5 6 3 21-18 1S Newcastle 13 5 5 3 19-19 15 Burnley 14 7 1,6 23-23 15 West Ham 14 5 4 5 25-22 14 Birminghaml4 6 2 6 20-20 14 Wolves 14 4 6 4 15-15 14 Sheff. Utd. 14 5 4 5 19-24 14 Carlisle 14 5 3 6 12-12 13 Coventry 13 3 6 4 18-23 12 Leeds 13 4 3 6 16-15 11 Chelsea 13 3 5 5 13-20 11 Leicester 12 3 4 5 16-18 10 Tottenham 13 4 1 8 16-20 9 QPR 13 2 5 6 11-16 9 Luton 14 1 6 7 12-21 8 Arsenal 13 2 3 8 12-20 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.