Þjóðviljinn - 30.10.1974, Page 5

Þjóðviljinn - 30.10.1974, Page 5
Miövikudagur. 30. október. 1974. ÞJÓDVILJINN — StÐA 5 Gott Kastljós Kastijósið á föstudaginn var vakti mikla athygli. Verölags- málin voru þar tekin óvenjuleg- um tökum, og er ánægjulegt til þess að vita aö fréttaskýringar- þáttur sem þessi skuli teija sér skylt aö kanna málin rækilega, kafa niöur i fenin og komast aö niöurstööu. Verölagsmálin hafa i seinni tiö veriö i slikum ólestri hér, að almenningur er hættur að velta þvi fyrir sér hvað hlutirnir kosta. Verðskynið fyrirfinnst ekki lengur, eins og glögglega SJÓNVARP kom fram i sjónvarpinu á föstu- daginn. Verðlagsyfirvöld standa van- máttug þegar kaupmenn not- færa sér ástandið og selja vörur óleyfilega dýrar. Það hefur heyrt undantekn- ingum til, hafi fréttamenn sjón- varpsins haft færi á að beita sjónvarpinu sem upplýsinga- miðli. Þeir eru eflaust þrúgaðir af þvi sem nefnt hefur verið ó- hlutdrægnisskylda rikisút- varpsins, og þvi fer vinna þeirra svo oft i handaskolum og verð- ur gagnslitil. En Kastljósið ætti að geta bætt um. Það hefur nú sýnt sig, að vilji menn vinna vel, þá er það hægt. Ný amerísk! Bandariska myndin sem sjónvarpið sýnir i kvöld er ný! Hún var gerð i fyrra og heitir á ameriskunni „The Crooked Hearts” (i þýðingu „Eigin- maður óskast”). Þetta er mynd, gerð sérstaklega fyrir sjónvarp, og þar er komin skýringin á, hvers vegna hún er sýnd svo ný. Það fylgir óg sögunni, að myndin greini frá konu sem vill kynnast stöndugum karli, og til að finna slikan, leitar hún til félags einstæðra foreldra þar i borg. —GG Onedin-skipafélagiö hefur nú lagt út á óigusjó örlaganna, og Onedin ungi stefnir greinilega hraðbyri að þvi að sigra heiminn, studdur af sinni hugprúðu konu. Svo eru aðrir i myndinni sem halda ásta- málunum gangandi, og sumir lenda i leiðindahrakningum... Þrjár unglinga- bœkur frá Erni °g Orfygi ÍJt eru komnar hjá Erni og Or- lygi þrjár unglingabækur, allar þýddar úr ensku. Allar eru þær svonefndar seriubækur. „Það getur verið, að hlut- kesti ráði öllum úrslitum” Sagði Max Euwe, forseti Alþjóða- skáksambandsins í viðtali við blaða- mann APN, er hann kom til Moskvu til að fylgjast með lokaskákunum í keppninni um áskorendaréttinn á heimsmeistarann „Hvað vakti helst undrun yðar i sambandi við einvigi þeirra Karpovs og Kortsnojs?” „011 þessi jafntefli. Þetta merkir, að báðir eru mjög góðir skákmenn”. „Áttuð þér von á þvi, að Karpov yrði með tvo vinninga yfir að lóknum helmingi skákanna?” „Ég bjóst við, að Karpov yrði leiðandi i einviginu, en nú veit ég Bætt aðstaða hjá Flug» bjiVrgun- arsveit Flugbjörgunarsveitin er að taka i notkun tvo nýja bila, sem bæði verða notaðir til sjúkra- flutninga og til aðstoðar sveitinní við hjálpar- og leitarstörf. Það var Lionsklúbburinn Njöröur, sem safnaði fyrir bilun- um, sem kosta munu nokkuð á þriðju miljón króna, og afhenti formaður Njarðar, Jóhann Briem, formanni Flugbjörgunar- sveitarinnar Sigurði Þorsteins- syni bilana i gær. Rauði krossinn hefur styrkt Flugbjörgunarsveit- ina til þess að búa bilana tækjum til sjúkraflutninga svo og rikis- sjóður og Reykjavikurborg. Þriðju bifreiðina eiga Flug- björgunarsveitarmenn nú i vænd- um, en hún er komin til landsins, og hefur kvennadeild sveitarinn- ar staðið fyrir þvi að safna fé til kaupa á henni. Fjáröflunardagur Flugbjörg- unarsveitarinnar er á laugardag- inn kemur, en á sunnudag selur kvennadeildin kaffi og meðlæti til styrktar sveitinni á Hótel Loft- leiðum, og heldur þá jafnframt basar þar. Auk Flugbjörgunarsveitarinn- ar i Rvik eru starfandi sveitir á Akureyri, Hellu, Skógum, Vik i Mýrdal og Varmahlið. —úþ ekki hvor vinnur. Kortsnoj var mjög góður, einkum I siðustu skákunum. Taflmennskan er mjög góð. Ég held, að ellefta skákin hafi verið best, þar sem Kortsnoj sannaði, hversu snjall hann er að gripa gæsina, þegar hún gefst, og Karpov sýndi varnarhæfileika sina”. „Hvað fannst yður um aðra skákina?” „Það var mjög góð skák. En þetta er allt fræðikenning. Vinn- ingurinn var ákvarðaður heima og Kortsnoj gekk i gildruna...” „Hvernig skýrið þér hið tvi- sýna ástand i sjöttu skákinni?” „Kortsnoj vildi hraða hlutun- um, þar sem hann var óánægður með sjálfan sig. Hann hafði ekki getað notfært sér góða stöðu sina i fyrri skákum. Þetta minnir mig á annað einvigi mitt við Alekhin. Ég hefði getað unnið 18., 19. og 20. skákina, en mér tókst það ekki. Ég ruglaðist, „ofreyndi” mig og tapaði 21. skákinni og þar með einviginu”. „Haldið þér, að það sama verði með Kortsnoj?” „Ég held ekki, þar sem svo margar skákir voru ótefldar, þegar Kortsnoj fékk ráðninguna i sjöttu skákinni”. „Hvor þeirra teljið þér, að hafi meiri möguleika i einvigi gegn Fisher?” „Ég álit, að það sé Karpov, vegna þess að taflstill hans likist stil Fishers”. „Hvað munuð þér gera sem forseti Alþjóðaskáksambandsins, ef Fisher neitar að tefla um titil- inn?” „Við biðum til 1. april. Ef Fish- er segir „nei”, verður sá sem vinnur áskorendaréttinn yfirlýst- ur heimsmeistari”. „Hvar munuð þér verða þá?” „Ég mun hætta ferð minni til nokkurra Afrikulanda og koma til Moskvu i þvi ánægjulega mark- miði að krýna nýja meistarann lárviðarsveig”. „En setjum svo að einvigi Karpovs og Kortsnojs endi með jafntefli. Getur þá verið, að hlut- kesti skeri úr um heimsmeistara- titilinn?” „Þetta er mjög athyglisverð spurning. Ef þeir Karpov og Kortsnoj skilja jafnir, mun ég leggja það til við sovéska skák- sambandið, að þeir tefli annað einvigi, ef Fisher neitar að leika. Dr. Euwe En fallist Fisher hins vegar á að tefla og áskorendurnir skilji jafn- ir, mun hlutkesti skera úr um hvor þeirra er sigurvegari”. „Og nú langar mig að spyrja þig mikilvægustu spurningarinn- ar. Kemur Fisher til leiks eða kemur hann ekki?” „Verður rigning á morgun eða ekki...? Það er erfiðara að spá um, hvort Fisher kemur eða ekki”. „Hvers vegna hefur Fisher ekki tekið þátt i alþjóðamótum, siðan hann tefldi um titilinn i Reykja- vik?” „Mér er óskiljanlegt, hvers vegna hann vill ekki tefla við aðra stórmeistara. Ég talaði siðast við hann seint á árinu 1972, þegar hann kom til mótsins i San Ant- onio. Ég hef ekki séð hann siðan þá og hef haft samband við hann gegnum nýja lögfræðinginn hans”. „Hverjir ungu skákmeistar- anna gætu orðið heimsmeistarar i framtiðinni auk Karpovs?” „Brown frá Bandarikjunum, Mecking frá Brasiliu og Hubner frá Vestur-Þýskalandi”. „Munið þér það augnablik, þeg- ar þér urðuð heimsmeistari?” „Já vissulega! Staðan i siðustu skákinni við Alekhin var mjög tvisýn og skákin átti að fara i bið. Alekhin leit upp og sagði: „Sam- þykkirðu jafntefli, svo að ég geti óskað þér til hamingju með heimsmeistaratitilinn núna, eða viltu halda áfram að tefla og eiga augnablikið til góða?” Auðvitað kaus ég fyrri kostinnn... Alekhin kom fram eins og sannur iþrótta- maður”. Emmusystur er önnur bókin i bókaflokki enska rithöfundarins Noel Streatfield um Emmu, unga leikkonu, og frændsystkini henn- ar. 1 fréttatilkynningu frá bóka- forlaginu segir svo um söguhetj- ur: „Fyrir utan að vera öll á skólaskyldualdri eiga - þau það sammerkt að vera miklum hæfi- leikum gædd hvert á sinu sviði og eru ákveðin i að ná langt á lista- brautinni . . . Þetta er bók um áhuga og atorku fjögurra ung- menna i nútimaþjóðfélagi, skemmtileg og lærdómsrik lesn- ing fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.” Þýðandi er Jóhanna Sveinsdóttir. Höfuð að veði er fimmta bókin um Christopher Cool „ungnjósn- ara” eftir Jack Lancer i þýðingu Eiriks Tómassonar. Um sögu- þráð hennar segir svo á bókar- kápu: Chris Cool og Geronimo Johnson fara til Suður-Ameriku. Astæðan er sú að tveir CIA-njósn- arar eru drepnir af hausaveiður- um i frumskógum Argentinu. Þeir félagar leggja leið sina inn i myrkviði frumskógarins og koma þaðan reynslunni rikari”. Leyndardómur draugaeyjar- innarleystur af Alfred Hitchcock og Njósnaþrenningunni heitir þriðja bókin „um þá snjöllu stráka Júpiter Jones, Pete Crens- haw og Bob Andrews, og að ógleymdum sjálfum höfuðpaurn- um Alfred Hitchcock. Svo sem nafn bókarinnar ber með ser eru þeir enn að fást við lausn leyndar- dóma, sist auðveldari viðureign- ar en þá fyrri”, segir i fréttatil- kynningu frá útgefendum. Þýð- andi er Þorgeir örlygsson. — ÞH IF .SJÁLFLÍMANDI KtUifT HEIMILIð Til að setja utan um ÁVEXTI * G RÆN M ETI * B R AUÐ * KÖ KU R OST*KJÖT*FISK*ÁLEGG *** BRAGÐ OG FERSKLEÍKI HELST ÓBREYTT STERKT, SJÁLFLÍMANDI OG GLÆRT ..Jauövelt meö RUL-LET mi£T einkaumboð á Islandi Plastns lií VATNAGÖRÐUM 6 SlMAR 82655 8, 82639

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.