Þjóðviljinn - 30.10.1974, Síða 10

Þjóðviljinn - 30.10.1974, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur. 30. október. 1974. Af hverju reynirðu ekki við happ- drætti i staðinn? — Þaö væri vist betra, sagði hann og laut höfði iðrunarfullur. Slðdegis á laugardag gekk hann meðfram norðurströndinni þar sem hann hafði nokkrum sinnum synt um sumarið. Hann gekk út i mjúkan sandinn. Þegar hann sneri sér við, sá hann að aðeins allra nýjustu fótsporin voru sýni- leg ennþá. Það var eins og kuld- inn væri á undanhaldi i þetta sinn, dagsbirtan entist lengur en hann hafði búist við. Hann hafði áður orðið þess var að gönguferð meðfram ströndinni hafði hressandi áhrif á hann. Til- breytingarleysi strandar og hafs auðveldaði honum að ihuga vandamál og leysa þau. En i þetta sinn bólaði ekki á lausninni. Það væri óhugsandi að komast i sæti Miriams, breyta samningnum i spjaldskránni hennar og útvega sér afrit. En að kalla á lásasmið og útskýra fyrir honum að hann heföi týnt lyklinum að sinu eigin hólfi? Það var of fráleitt. Og þeg- ar hólfið opnaðist og hann tæki fram bláa nestiskassann i allra augsýn? Alveg fráleitt, öldungis fráleitt. 1 fyrsta skipti gerði hann sér fullkomlega ljóst, að hann hafði glatað peningunum. Og hann hafðieitthverthugboð um — óljóst að visu — að hann hefði um leið glatað einhverju sem var enn þýöingarmeira. Meðvitundin um brauðkassann óaðgengilega myndi tortima honum. Þessi til- raun hans til raunsæis gerði á- standið engu bærilegra. Hann var ekki að ýkja neitt. Án brauðkass- ans — fyrst hann vissi hvar hann var niðurkominn — var lif hans einskis virði. Hann byrjaði aftur upp á nýtt með þessar vangavelt- ur sem bitu I halann hver á ann- arri eða runnu út I eintóma vit- leysu. Það var ekki orðið aldimmt, þegar hann kom að staðnum þar sem hann hafði synt um sumarið. En á leiðinni til baka — meðan hann bograði móti vindinum — hvarf siðasta dagsbirtan. í fyrstu gat hann greint sporin sin I sand- inum, siðan urðu þau ógreinileg og loks var votur sandurinn orð- inn rennisléttur, likt og þar hefði aldrei nokkur maður stigið fæti. A veitingahúsinu i fiskiþorpinu fékk hann sér te og ristað brauð. Þar var aðeins einn gestur auk hans, kona i síðri rúskinnskápu sem sneri i hann baki og horfði á barnatimann I sjónvarpinu — tal- ið var svo lágt að hann undraðist aðhún skyldi hafa áhuga á mynd- inni. Aður en hún sneri sér við og bað um sígarettupakka, hafði bakið virst honum kunnuglegt. Þegar hún leit við, sá hann að þetta var stúlkan sem hann hafði hitt við jarðarför föðurins. 18 Hún hafði ekki séð hann ennþá, og hann sat og velti fyrir sér hvort hann gæti sloppið. Vissulega var tilhugsunin um samtal þeirra i kirkjugarðinum og bilnum að brautarstöðinni aðlaðandi og hlý- leg á köldum degi. En nú, þegar hann gat með engu móti talað um þaö sem hann hafði áhyggjur af, var umhugsunin um að þurfa að sýna kurteisi, svara spurningum og hlusta og spyrja sjálfur, næst- um óþolandi. Hún fékk sigaretturnar sinar og hann náði i frammistöðustúlkuna i bakaleiðinni til að borga. Hann talaði eins lágt og hann gat til að hann þekktist ekki á röddinni. Stúlkan i skinnkápunni virtist engan áhuga hafa á þvi sem var að gerast bakvið hana, hún mændi stöðugt á sjónvarpsskjá- inn og reykti sigarettu á meðan. En þegar hann gekk út úr borð- salnum, heyrði hann að hún kall- aði aftur I framreiðslustúlkuna. Ekkert hafði orðið úr hlákunni, kuldinn var aftur undir frost- marki. Á bilastæðinu stóð billinn hans og það var sprungið á öðru framhjólinu. Meðan hann fékkst við tjakk- inn, heyrði hann að dyrnar að veitingastofunni skelltust aftur og fótatak nálgaðist hann á bilastæð- inu. Einhver nam staðar. — Get ég nokkuð hjálpað? Hann sneri sér við þar sem hann sat á hækjum og leit upp til hennar. — Nei, hvað sé ég, það eruð þér'. Hún var með stóra axlartösku úr taui sem var ekki i stil við rú- skinnskápuna, hún gekk aö hon- um og rétti fram kalda og þétta litla hönd, meðan hann bjástraði við tjakkinn sótti hún óbeðin varadekkið i skottið og velti þvi til hans, hún hjálpaði honum að halda því beinu svo að götin lentu á réttum stöðum. — Þér hafið vist gleymt að láta pumpa það. Það er dálltið lint. — Það bjargast að næstu bensínstöð. Vitið þér hvar hún er? — Ég þekki þetta umhverfi út og inn. — Eruð þér á gönguferð? — Ég ætla með sporvagni. — Inn til Kaupmannahafnar? — Mmm. Hjá þvi varð ekki komist, hann hlautað bjóða henni far. I klukku- tima eða meira myndi það forða honum frá hugsunum um hólfið ó- aðgengilega. Bíllinn hallaðist ögn á nýja framhjólinu. Þau óku gegnpm mörg þorp með lokuðum bensin- stöðvum, hægar og hægar til að skemma ekki dekkið og felguna. Hún rýndi i mælaborðið og skrúf- aði óbeðin frá hitanum. Loks fundu þau bensinstöð sem hægt var að skipta við; meðan hann fékk loft og bensin og gekk kring- um bilinn, hafði hún lesið á litla miðann sem bundinn var við stýr- iö. — Þér hefðuð átt að fá nýja oliu útvarp 7.00 Morgunútvarp, Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag 1.), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 9.153 Ró^a~ B. Blöndals heldur ádram að lesa „Flökkusveininn” eftir Hector Malot (15) „Vér viljum fara til og byggja” kl. 10.25, prédikun frá 1944 eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Baldur Pálmason les. Kirkjutónlist kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Gonzalez Mohino ieikur Sónötu i d-moll fyrir gltar op. 61 eftir Joaquin Turina / Ion Voicou og Victoria Stefanescu leika Sónötu nr. 2 fyrir fiðlu og pianó eftir Enesco / Nicanor Zabaleta og Filharmonlusveitin I Berlín leika Hörpukonsert i e-moll op. 182 eftir Reinecke. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynnigar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan : „Fanney á Furuvöllum” eftir Hugrúnu Höfundur byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar. Rita Bouvoulidi leikur á pianó tvær rapsódlur op. 79 eftir Brahms. Dietrich Fischer- DPIESKAU SYNGUR LÖG EFTIR Mendelssohn: Wolf- gang Sacallisch leikur á pianó. Janos Sebestyen og Ungverska kammersveitin leika Sembalkonsert I A-dúr eftir Dittersdorf og „Hjarð- ljóð” eftir Werner: Vilmos Tatrain stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson les (2) 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku á vegum Bréfaskóla Samb. Isl. samvinnufél. og Alþýðu- samb. tsl. 18.00 Tónleikar. Tiikynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 ÓÓÞetta land á ærinn auð”. Jón R. Hjálmarsson ræðir við Þórarin Þórarinsson fyrrverandi skólastjóra á Eiðum. 20.00 Kvöldvaka.a. Einsöngur Sigurveig Hjaltested syngur lög úr lagaflokknum „Bergmáli” eftir Askel Snorrason við ljóð Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum. b. Mildi biskupinn i Skálholti. Ragnar Jóhannesson cand. mag. segir frá Árna biskupi Ólafssyni. c. sögur af dýrum Jónina úr Dal segir frá. d. Vlsur eftir Vestur- tslendinga. Þorsteinn Matthíasson kennari tekur saman. e. Um Islenska þjóð- hætti.Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. „Eitt er landið ægi girt”. Bárður Jakobsson lögfræðingur flytur þætti úr sögu sjó- mennskunnar: — sjötti hluti. g. Kórsöngur. Lilju- kórinn syngur lög við tez eftir Einar Benediktsson. 21,3 0 Útvarpssagan : „Gangvirkið” eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þorsteinn Gunnarsson leikari les (9) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Spurt og svaraö. Erlingur Sigurðar- son leitar svara við spurn- ingum hlustenda. 22.45 Djassþátturl umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.30 Fréttir ' I stuttu máli. Dagskrárlok. 0 sf ónvarp 18.00 Bfddu bara! Sovézk teiknimynd um iitla kaninu og stóran úlf, sem eltir hana á röndum. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 18.10 Sagan af grisnum, sem spilaði damm. Sovésk leik- brúðumynd um litinn gris, sem talinn er vita lengra en nef hans nær. Þýðandi Hall- veig Thorlacius. 18.20 Sögur af Tuktu. Kana- diskur fræðslumyndaflokk- ur, nfestsiðasti þáttur. Tuktu og vinir hans, dýrin. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Þulur Ingi Karl Jó- hannesson. 18.35 Filahirðirinn. Brezkur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Ar fuglanna. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Nýjasta tækni og vfsindi. Horft um öxl og fram á við. Mynd um geimrannsóknir áttunda tugar aldarinnar. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.05 Sumar á norðurslóðum. Bresk-kanadiskur fræðslu- myndaflokkur. Vfgi rostunganna. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.35 Eiginmaður óskast. (The Crooked Hearts). Banda- rísk sjónvarpskvikmyn dfrá árinu 1973, byggð á sögu eftir Colin Watson. Leik- stjóri Jay Sandrich. Aðal- hlutverk Rosalind Russel, Douglas Fairbanks yngri, og Maureen O’Sullivan. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Myndiri greinir frá konu nokkurri, sem kynnast vill stöndugum karlmanni á sinurn aldri. Hún leitar ásjár hjá „klúbbi maka- lausra”, og kemst brátt I samband við mann, sem henni er aö skapi. En fyrr en varir vakna þó grunsemdir , um, að hann sé ekki allur þar sem hann er séður... 22.45 Dagskrárlok FLÓ A SKINNI I kvöld kl. 20,30. ÍSLENDINGASPJÖLL fimmtudag kl. 20,30. Blá áskriftarkort gilda. FLÓ A SKINNI föstudag kl. 20,30. — 220. sýning. KERTALOG laugardag kl. 20,30. Fáar sýn- ingar eftir. ISLENDINGASPJÖLL sunnudag kl. 20,30. Gul áskriftarkort gilda. Aðgöngumiðasalan I Iðnó er opin frá kl. 14. Sfmi 16620. Reiður gestur ISLENSKUR TEXTI. Hörkuspennandi ný karete slagsmálamynd I litum og 'Cinema-Scope I algjörum sér- flokki. Mynd þessi hefur verið sýnd við mikla aðsókn erlendis, enda sú bezta sinnar tegundar, sem hingað hefur komið. Þeir sem vilja sjá hressileg slagsmál láta þessa mynd ekki fram há sér fara. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuö börnuð innan 16 ára. Sfmi 16444 Vökunætur ELIZABETH TAYLOR LAURENCE HARVEY 'TÍIGH-T \MŒ" Sérlega spennandi og vel leik- in ný bandarisk litmynd, um dularfulla atburði á myrkum vökunóttum. Mynd þrungin spennu frá upphafi að hinum mjög svo óvænta endi. Leikstjóri: Biran G. Hutton tSLENSKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11,15. SENDLAR ÓSKAST hálfan eða allan daginn MÚÐVIUINN Sími: 17500 #þJÓÐLEIKHÚSIÐ HVAÐ VARSTU AÐ GERA 1 NÓTT? i kvöld kl. 20. föstudag kl. 20 ÉG VIL AUÐGA MITT LAND? laugardag kl. 20. Leikhúskjaliarinn: ERTU NU ANÆGÐ KERLING? i kvöld kl. 20.30. Uppselt. LITLA FLUGAN fimmtudag kl. 20.30 Miðasala 13,15—20. Slmi 1-1200. «IOE KIDD Sýnd kl. 7 og 11. The mostbizarre murder weapon ever used! Aðalhlutverk : Clint Eastwood. Sýnd kl. 7 og 11 Bönnuð innan 16 ára. Einvígið Aðalhlutverk: Dennis Weaven. Leikstjóri: Steven Spielberg. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Tónaflóð Sýnd kl. 5 og 9. örfáar sýningar eftir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.