Þjóðviljinn - 01.11.1974, Side 4

Þjóðviljinn - 01.11.1974, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur I. nóvember 1974. DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (Jtgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Svavar Gestsson Prentun: Blaðaprent h.f. Á KAUPMÖNNUM AÐ HALDAST ÞETTA UPPI? Það voru ákaflega athyglisverðar upp- lýsingar um verðlagsmál og mismunandi vöruverð sem komu fram i sjónvarpsþætt- inum Kastljós fyrir viku siðan. Þjóðviljinn varð var við að margir vildu gjarnan eiga þess kost að hafa við hendina niðurstöð- urnar sem þar komu fram af rannsókn Þórunnar Klemensdóttur hagfræðings. Þessar niðurstöður voru þvi birtar hér i blaðinu i gær og á fólk þvi kost á að skoða þær betur en færi gefst til á hraðfleygri stund fyrir framan sjónvarpsskerminn. Þórunn byrjaði könnun sina með þvi að velja af handahófi sex tegundir matvöru og hreinlætisvöru og gekk siðan i sex verslanir til að kynna sér verð og verð- mismun á þessum vörutegundum. 1 ljós kom að um gifurlegan verðmismun var að ræða i hinum ýmsu verslunum, ekki bara á sumum þessara vörutegunda heldur öll- um. Nam mismunurinn á verði yfirleitt frá um 30% og upp i yfir 80%. Til dæmis kostaði sams konar túpa af tannkremi frá 67 krónum og upp i 93 krónur og sams kon- ar jarðarberjasulta frá 82 krónum og upp i 145 krónur. Svo vildi til að ein af þeim sex vöruteg- undum sem Þórunn kannaði verð á er að- eins flutt inn af tveimur heildsölufyrir- tækjum. Það var þvi auðvelt að kynna sér hvert væri heildsöluverðið á siðustu send- ingunum til landsins og bæta siðan við lög- legri hámarksálagningu i smásölu og söluskatti til að fá út löglegt smásöluverð. 1 ljós kom að a.m.k. tvær af þeim fimm smásöluverslunum þar sem þessi vöru- tegund var fáanleg voru greinilega brot- legar við lög, þar sem verð vörunnar reyndist hærra en með nokkru móti gat staðist, þótt gert væri ráð fyrir þvi, að ver- ið væri að selja vöru úr dýrustu sendingu sem til landsins hafði borist, hvað þá heldur ef um væri að ræða eldri birgðir sem keyptar voru inn á lægra verði. Þarna er þvi um að ræða ótvirætt lög- brot eða með öðrum orðum beinan þjófnað sem gera verður kröfu um að dómstólar landsins fái til meðferðar. Þá kom það fram i sjónvarpsþættinum á föstudaginn var að i einni og sömu verslun reyndist stundum um að ræða svo ofboðs- legan verðmun á sömu vörutegund eftir þvi einu hvernig varan var pökkuð inn að furðu gegnir. T.d. kostaði eitt kiló af púð- ursykri ýmist 211 krónur eða 78 krónur, 1/2 kiló af jarðarberjasultu ýmist 155 krónur eða 59 krónur, og annað er eftir þessu. í þessum sama sjónvarpsþætti kom einnig fram að almenningur hefur ekki hugmynd um hvað algengustu vöruteg- undir kosti og fólk leggur ekki á sig rann- sóknarferðir milli margra verslana til að kynna sér vöruverð á þessum stað eða hinum. í þvi skjóli skáka svo kaupmenn og setja á vöruna það verð sem þeim sýnist. Svo á að heita að verðlagseftirliti sé haldið uppi, en þetta verðlagseftirlit hefur verið ákaflega máttvana þar sem það hef- ur haft yfir mjög takmörkuðum starfs- kröftum til ráða. Samt hefur það auðvitað haft nokkur áhrif til bóta. Kaupmenn hafa lengi haldið uppi þeirri kröfu að verðlags- eftirlit verði afnumið með öllu og telja nú að með ákvæðum i málefnasamningi nú- verandi rikisstjórnar sé þeim gefið undir fótinn með þetta. Þeir segja að almenn- ingi sé fyrir bestu að álagningin sé alger- lega frjáls, gróðinn óheftur. Sjónvarpsþátturinn i siðustu viku leiddi sérlega vel i ljós hversu fjarstæðukennd þessi kenning kaupmanna er ef málið er skoðað út frá hagsmunum almennings og hversu langt ýmsir kaupmenn ganga i þvi að seilast ofan i vasa viðskiptavinanna vegna skorts á strangara verðlagseftirliti. Auðvitað er þess brýn þörf, ekki sist nú þegar kjör almennings fara versnandi, að haft sé strangt eftirlit með verðlagi sem allra flestra vörutegunda. Verðlagseftir- litið þyrfti með stuttu millibili að gefa út skrá yfir hámarksverð á sem allra flest- um vörutegundum og slika skrá ætti að skylda kaupmenn til að láta hanga uppi i verslunum sinum svo að almenningur eigi þess kost að sjá hvort i þessari eða hinni verslun séu iðkaðir lögmætir verslunar- hættir eða ekki. Það er sagt að sliku fylgi óþarfa skrif- finnska en skyldi ekki vera hyggilegt frá sjónarmiði alþýðu manna og neytenda al- mennt að ráðstafa litlu broti af þeim fjöl- mörgu þúsundum sem nú stunda verslun- arstörf til að þó ekki væri nema þrefalda starfsliðið hjá verðlagseftirlitinu, þar sem nú vinna átta manneskjur, og gera þetta eftirlit virkara? Efnisatriði Washington samkomu■ lagsins óskýr ViðræbufuIItrúar tslands og Bandarlkjanna: Þarna var rættum brottför bandarfska hersins frá tslandi. Nú gerir Einar Ágústsson samning um að herinn verði áfram og um auknar hernámsframkvæmdir. eða kannski” Ýmislegt athyglisvert hefur komið fram i viðtölum, sem Ein- ar Ágústsson, utanrikisráðherra, hefur átt við fjölmiðla siðan hann kom heim með Washingtonsam- komulagið upp á vasann. Ráð- herrann hefur tekið það fram að hér sé aðeins um rammasamning við Bandarikjastjórn að ræða, og ólokið sé að ganga endanlega frá flestum atriðum samkomulags- ins, enda verði varnarmálin i „stöðugri” endurskoðun áfram. Einkennilega oft hefur utanrikis- ráðherra skotið sér undan að svara áleitnum spurningum með skirskotun til þessa „ramma”, sem hann virðist ekki meira en svo viss um hvað hafi að geyma. I sjónvarpsþætti á dögunum kom meðal annars fram hjá Ein- ari Agústssyni, að hann „gerði ráð fyrir” að islensku starfsmenn- irnir 400, sem samkvæmt sam- komulaginu eiga að taka við störfum af bandarikjamönnum, yrðu á launaskrá hjá NATO eða Bandarikjaher með einhverjum hætti. Samt taldi hann að þeir yrðu islenskir starfsmenn og ekki yrði hægt að nefna þá NATO- starfsmenn, eða málaliða Banda- rikjahers. Þetta var býsna óljóst hjá ráðherranum. Hitt er aftur á móti augljóst, að það verður erfitt fyrir Framsókn- arflokkinn að fylgja fram stefnu sinni „um brottför hersins á frið- artimum”, þegar fjögur hundruð islendingar hafa starfað um skeið á föstum launum hjá NATO eða Bandarikjaher og eru sem starfs- hópur orðnir háðir þessum er- lendu aðilum fjárhagslega. Aður hefur komið fram i viðtölum við utanrikisráðherra, að þjálfun is- lendinga til starfa á Keflavikur- flugvelli taki langan tima, ef til vill nokkur ár. Þetta með timalengdina skiptir máli. I sjónvarpinu kom meðal annars fram, að utanrikisráð- herra telur að Washingtonsam- komulagið muni ekki gilda lengj,i hæsta lagi kannski i tvö ár. „Muni og kannski” — er ekki vaninn að semja um ákveðinn gildistima, þegar samkomulag er gert við er- lend riki? Næstum þvi i sama orð- inu og ráðherrann „spáir” um gildistima samkomulagsins við Bandarikjastjórn segir hann að þess verði gætt, að gifurlegar framkvæmdir á Keflavikurflug- velli dreifist á það langan tima, aö þær raski ekki eðlilegu efna- hagslifi Islendinga og atvinnulífi á Suðurnesjum. Ef svo hyggilega á að fara að hlutunum er varla um annað að ræða en að fram- kvæmdirnar taki þrjú til fjögur ár. Laglegt misræmi að tarna. Engar tölur um upphæðir, sem verja á i herstöðinni i samræmi við samkomulagið, hafa verið hafðar eftir utanrikisráðherra. Hann hefur látið i veðri vaka að ennþá sé ósamið um þær. Samt sem áður birtir Þjóðviljinn 2. október nákvæmar tölur um þetta efni á forsiðu. Þær eru hafðar F élagsf undur Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan heldur félagsfund næstkomandi sunnudag kl. 14, að Bárugötu 11. Fundarefni: 1. Uppstilling til stjórnarkjörs 2. önnur mál Stjórnin. eftir bandariskum embættis- manni, sem þykist vita betur en islenskur ráðherra nýstaðinn upp frá samningaborði i Washington. Robert Dickerman, forstöðumað- ur Menningarstofnunar Banda- rikjanna á Islandi, segir i viðtali við blaðið að heildarupphæðin sé 38,5miljónir dollara eða u.þ.b. 4,5 miljarðar islenskra króna. Verja ætti 22,5 miljónum dollara til þess að reisa 468 ibúðir fyrir banda- riska hermenn á vallarsvæðinu og 16 miljónum dollara til þess að bæta öryggisbúnað Keflavikur- flugvallar og aðskilja flugrekstur hersins frá almennu farþegaflugi. Af framansögðu og fleiru i mál- flutningi ráðherrans að undan- förnu má ráða að vafi geti leikið á hvað raunverulega felist i rammasamkomulaginu um „til- högun varnanna” hér næstu árin. Það er þvi full ástæða til þess að stjórnarandstaðan á þingi reyni að knýja fram skýr svör frá ráð- herra um efnisatriði sam- komulagsins i umræðum, sem sjálfsagt fara fram i upphafi ný- setts þings, enda þótt undirritun hafi þegar farið fram og verði ekki aftur tekin. Óvissa þykir ekki góður skikkur I alþjóðasamskiptum. Óvissa um efni Washingtonsamkomulagsins getur orðið til þess að Banda- rikjastjórn takist að túlka það sér i hag þegar að framkvæmdinni kemur. Flokkur sem hefur „brottför hersins” á stefnuskrá sinni og fer með utanrikismál i núverandi rikisstjórn getur varla liðið slikt ráðslag. . . . Æ SKIPAUTÍTCRö R-IKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavik um miðja næstu viku austur um land til Akureyrar og snýr þar við austur um til Rcykjavikur með viðkomu á Norður- og Austurlandshöfnum. Vörumóttaka: mánudag og til hádegis á þriðjudag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.