Þjóðviljinn - 01.11.1974, Síða 10

Þjóðviljinn - 01.11.1974, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. nóvember 1974. sér Miriam i hennar stað. En þá hugsun hugsaði hann ekki til enda: Dagurinn var eins og liking sem gekk upp. Með þvi að drekka tiu sjússa I viðbót væri hægt að trúa þessari ókunnugu stúlku fyr- ir öllu saman. Hvað myndi hún gera, hvaðmyndi gerast? Eins og hún gæti lesið hugsanir hans að nokkru, sagði hún: — Hvaðhaldiðþér'að hann geri við peningana? — Geymi þá og biöi eftir að — — Eftir hverju? — Að allt falli i gleymsku. — Hvað mynduð þérgera? Við svona mikla peninga? — Það hef ég ekki hugmynd um. Ég hef ekkert imyndunarafl. Auk þess getur maður i fastri vinnu ekki aukið neyslu sina snögglega. — Já, það er nú það. Hún virti hann fyrir sér yfir glasbrúnina. Hún sýndist allt i einu allsgáð og áhugasöm. — Ég, sagði hún, — ég væri ekki i neinum vandræðum með peningana. Hún vildi ekki aftur i glasið og samtalið lognaðist út af. — Dýrleg tónlist, sagði hún. — Það er hægt að sjá þetta allt fyrir sér, er það ekki? Pálma og ég veit ekki hvað — Hann kinkaði kolli. Platan tók enda og hann ók henni að enda- stöð. Hann vildi aka henni heim, en hún afþakkaði það. Af bila- stæðinu sáu þau sporvagninn var ekki kominn ennþá. — Ég hef ekki einu sinni heimilisfangið yðar — ef það dytti nú i okkur aö fara i gönguferð ein- hvern daginn. — Það er hægast að ná til min i vinnunni. — Ég er — ég er búin að skipta um vinnu. Ég vinn á hóteli núna. — Jæja. — Ég fékk nóg af hjúkrunar- heimilinu. Hún lét hann fá slmanúmer. Sporvagninn var ekki kominn ennþá. — Ég verð að gera játningu: þér sögðuð mér nafnið yðar, en ég er búinn að gleyma þvi i hrein- skilni sagt. — Merrild, Jette Merrild. Sporvagninn kom út úr litla skóginum. Hann dró andann djúpt. — Nú ætla ég að spyrja yður um dálitið skrýtið: Viljið þér koma i brúðkaup með mér? — Er þetta bónorö? — Eiginlega ekki. bað er — — Þá fyndist mér nefnilega að við ættum að hætta að þérast fyrst. Hann sagði henni i skyndi frá bruðkaupi Miriams; langaði hana til að koma lika? — Það er dálitið dapurlegt að fara einn i bruðkaupsveislu, finnst þér ekki? sagði hann til að fylla upp i þögnina sem varð. Hún kinkaði kolli. — Ég elska brúðkaup, sagði hún. Meira að segja annarra brúökaup. Jú, hvort ég vil koma með! — Þá hringi ég og við tölum nánar um þetta. — Gerðu það. Hann sat kyrr i bilnum þar til hann sá sporvagninn hverfa inn i skóginn. Þungsinnið sem návist framandi mannveru hafði bægt frá, lagðist að honum eins og blý- hjúpur. Ég hef þörf fyrir ein- hvern, hugsaði hann. Getur það verið hún sem ég þarfnast? Spurningin var orðin enn flókn- ari á mánudagsmorgun. — Þetta virðist hafa verið gert með al, sagði viðgerðamaðurinn. Forstöðukonan á hjúkrunar- heimilinu hafði aldrei heyrt nafn- ið áður. Borck lagöi tólið á og leit á bankadyrnar, sem enn voru læstar. Hann haföi reyndar aldrei haft trú á tilviljunum. — Ætlarðu að koma með ein hverja póstkortsvinkonu á laug- ardaginn? spurði Miriam. — Já, svaraði hann. — Það geriég. Eina af litlu vinkonunum. 19 Miriam og Berg dönsuðu brúð- arvalsinn og Simonsen lék undir á pianóið I hátiðasalnum. Borck stóö og virti hann fyrir sér; það kom honum á óvart að Simon sen skyldi kunna á pianó. Hvað myndi gerast næst? Þarna var Miriam að dansa við Berg og hann hafði ekki hugmynd um hvað þau tvö áttu sameiginlegt. Simonsen gat leikið brúðarvals- inn öllum til undrunar og ánægju. Og þarna stóð hann sjálfur og klappaði I takt við tónlistina með ókunnuga stúlku sér við hlið sem klappaði líka i takt við tónlistina. Miriam og Berg dönsuðu valsinn sinn I æ stærri hringjum og áhorfendur urðu að draga að sér fæturna. Þegar brúðhjónin voru að nið- urlotum komin, fékk einhver Simonsen til að hætta. Við mikil fagnaðarlæti — frá föðursystrum og móðursystrum og frænkum að þvi er virtist — kysstust brúð- hjónin. Aftur var haldiö að snitt- unum og gengið framhjá borðinu með gjöfum. Móðurbróðir las upp simskeyti. — Leiðist þér? hvislaði Borck að Jette. Hún hristi höfuðið. — Mér leiðist aldrei i brúð- kaupum. Simonsen fék hrós fyrir brúðar- valsinn. Simonsen ljóstraði þvi upp að hann léki Chopin á hverj um degi. Borck átti bágt með að hugsa sér hann sitja og gera það aleinan; mér hefur skjátlast dá- litið um hann, hugsaði hann undr- andi. Gjöfin þeirra stóð hálfinnpökk- uð á borðstofuborðshorninu: koparvél sem lagaði kaffi og hélt þvi heitu. Kortið hafði dottið I gólfið og hann leyfði sér að festa það við bréfið með lfmbandsbút. Miriam mjakaði sér til þeirra til að þakka fyrir. — Þetta var góð hugmynd, Flemming! — Það er frá okkur báðum. — Flemming átti hugmyndina, sagði Jette. — Hafið þið heilsast? . Hann kynnti þær hvora fyrir annarri. Þær virtu hvor aðra fyrir sér. — Ég kannast lika við yður úr sjónvarpinu, sagði Jetta með þurrlegum rómnum sem gat virst hæðnislegur. — tJr sjónvarpinu? — Jette þekkir okkur bæði af skjánum, þú manst hvenær. — Já, svoleiðis. — Við megum bara ekki láta eins og við séum þar á hverju kvöldi. — Þetta er dásamleg gjöf. Annað hvort ykkar hlýtur að hafa giskað á að ég drekk býsnin öll af kaffi. Jörgen gerir það reyndar lika. — Hefurðu veriö með henni? spurði Jette, þegar Miriam var farin.Borck játaði þvi. — Maður finnur það alltaf, er það ekki? sagði hún. Hann kinkaöi kolli. Hann sótti mörg sherryglös handa henni og hún fór að gerast kát og dálitið loðmælt, á sama hátt og á veitingahúsinu fyrir viku. 1 þetta sinn trúði hann ekki á það, en vissulega tæmdi hún furðulega mörg glös á skömmum tima. — Þakk fyrir tekönnuna, sagði Berg þegar hann kom til þeirra. — Kaffivélina. — Kaffivélina, ég átti viðkaffi- vélina. — Farið þið i ferðalag? spurði Jette. — Tiu daga til Madeira. — Hvernig fer bankinn að án yðar — án ykkar beggja? — Það kemur afleysingamað- ur. Gamli, heiðarlegi Borck fer i staðinn hennar Miriam. Yfir- maður okkar, sem viö foröuðumst að bjóða hingað, hann tekur við kassanum. Og svo tekur afleys- ingamaðurinn við af mér, það er vandalaust. — Afsakið mig andartak. — A leiðinni fram á snyrtiher- bergið tæmdi Borck sherryglasið útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Rósa B. Blöndals held- ur áfram að lesa söguna „Flökkusveininn” eftir Hextor Malot (17). Þing- fréttirkl. 9.45. Spjallað við bændurkl. 10.05 „Hin gömlu kynni” kl. 11.00: Strauss kvartettinn leikur Strengja- kvartett i C-dúr op. 76, „Keisarakvartettinn”, eftir Haydn / Erna Spoorenberg og hljómsveitin St. Martin- in-the Fields flytja „Exultate Jubilate”, tón- verk fyrir sópran, strengja- sveit, óbó og horn (K 165) eftir Mozart / Julius Kat- chen pianóleikari, kór og Sinfóniuhljómsveit Lundúna flytja Kóralfanta- slu op. 80 eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan „Fanney á Furuvöllum” eftir Hug- rúnuttHöfundur les (2). 15.00 Miödegistónleikar.Willi- am Bennett, Harold Lester og Denis Nesbitt leika þrjár flautusónötur eftir Handel. Andre Saint-Clivier og Paillard kammerhljöm- sveitin leika Konsert i G-dúr fyrir mandólin og hljóm- sveit eftir Hummel: Jean- Francois Paillard stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán Jónsson. Gisli Hall- dórsson les (2). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá, Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónelikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Háskólabiói kvöldið áður. Hljómsveitarstjóri: Kar- sten Andersen Einleikari á fiðlu: Vaclav Hudecek frá Tékkóslóvakiu a. Sinfónia nr. 1 i c-moll eftir Anton Bruckner b. Fiðlukonsert i D-dúr op. 35 eftir Pjotr Tsjaikovský. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana 21.30 Útvarpssagan: „Gang- virkið” eftir Ólaf Jóh. Sig- urðssomÞorsteinn Gunnars- son leikari les (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Frá sjón- arhóli neytenda. Jón Óttar Ragnarsson lektor skýrir frá matvælarannsóknum i viðtali við Baldur Guðlaugs- son 22.35 Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. -sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar, 20.40 Tökum lagiö. Brezkur söngvaþáttur. Hljómsveitin „The Settlers” og fleiri leika og syngja létt lög. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.10 Kapp með forsjá. Breskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónar- maður ólafur Ragnarsson. 22.35 Dagskrárlok. FLÓ A SKINNI I kvöld. Uppselt. KERTALOG laugardag kl. 20,30. Fáar sýningar eftir. ÍSLENDINGASPJÖLL Sunnudag. Uppselt. Gul áskriftarkort gilda. MEÐGÖNGUTÍMI Eftir: Slawomir Mrozek. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugs- son. Frumsýning þriðjudag kl. 20,30. önnur sýning miðvikudag kl. 20,30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. Reiður gestur ÍSLENSKUR TEXTI. Hörkuspennandi ný karete slagsmálamynd i litum og Cinema-Scope I algjörum sér- flokki. Mynd þessi hefur verið sýnd við mikla aðsókn erlendis, enda sú bezta sinnar tegundar, sem hingað hefur komið. Þeir sem vilja sjá hressileg slagsmál láta þessa mynd ekki fram há sér fara. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð börnuð innan 16 ára. m w ó Simi 16444 Froskaeyjan Afar spennandi og hrollvekj- andi ný bandarisk litmynd. Aðalhlutverk: Ray Milland, Sam Elliott, Joan Van Ark. ÍSLENSKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. SENDLAR ÓSKAST hálfan eða allan daginn MÚÐVUHNN Sími: 17500 HVAÐ VARSTU AÐ GERA t NÓTT? i kvöld kl. 20 sunnudag kl. 20 ÉG VIL AUÐGA MITT LAND laugardag kl. 20. Barnaleikritið KARDEMOMMUBÆRINN Höfundur leikrits og leik- mynda: Thorbjörn Egner. Hljómsveitarstjórn: Carl Billich. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Frumsýning miðvikudag kl. 17 Leikhúskjallarinn: ERTU NU ANÆGÐ KERLING? sunnudag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Miöasala 13,15-20. Simi 1-1200. Simi 32075 JOE KIDD Aðalhlutverk : Clint Eastwood. Sýnd kl. 7 og 11 Bönnuð innan 16 ára. Einvígið The most toizarre murder weapon everused! Aðalhlutverk : Dennis Weaven. Leikstjóri: Steven Spielberg. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Simi 22140 Tónaf lóð Sýnd kl. 5 og 9.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.