Þjóðviljinn - 07.11.1974, Side 1
UÚÐVIUINN
Fimmtudagur 7. nóvember 1974 — 39. árg. 221. tbl.
ÍBÚAR 1 ÆSU-
r
FELLI MOTMÆLA
„Þetta er sennilega
bensinstöö, sem þeir eru aö
byrja á þarna”, sagöi
borgarstjórinn, Birgir isleifur
Gunngarson er Þjóöviljinn
haföi samband viö hann i gær
vegna undarlegra fram-
kvæmda, er eiga sér staö i
efra Breiöholti þessa dagana.
Borgarstjóri sagöi aö i
skipulagi væri ráö fyrir þvi
gert aö þarna risi bensinstöö.
Borgarstjóri sagöi aö sam-
kvæmt skipulagslegu
sjónarmiöi væri þaö taliö
mjög æskilegt aö slik þjónusta
væri i hverju hverfi.
Þvi má bæta viö, aö íbúar
fjölbýlishúss þess er
bensinstöð sú, er hér er frá
greint, kemur til meö að risa
viö, hafa skrifað undir
mótmæli gegn þvi aö hún veröi
reist þarna.
(Ljósm. Ari.)
—úþ
Eitt mesta mengunarhneyksli
sögunnar til þessa er nú á döfinni
i Vestur-Þýskalandi. Fullvíst er
talið að stóriðjuver hafi þverbrot-
ið lög um meðferð eitraðs úr-
gangs, með þeim afleiðingum að •
blásýra hafi komist i grunnvatn
og eitrað sum helstu fljót lands-
ins. Og embættismenn reyna aö
þegja málið i hel.
Sjá bls. 5
Þangvinnsla
hefst í vor
Þangvinnslan viö Reykhóla
tekur til starfa næsta vor. Vélar I
verksmiöjuna eru væntanlegar til
landsins, og veröa þær settar
niöur eftir áramótin. Bygginga-
framkvæmdir vegna verk-
smiðjunnar standa yfir, eru
reyndar langt komnar. Verk-
smiöjuhúsiö er um það bil aö
veröa fokhelt, en þaö er 1500
fermetra hús aö flatarmáli.
Vilhjálmur Lúðvikssöirhjá Iðn-
þróunarstofnun Islands, stjórnar-
formaður Þangvinnslunnar, tjáði
Þjóðviljanum i gær, að væntan-
lega yrði hægt að framleiða um
3000 tonn af þangmjöli næsta ár,
en reiknað væri með að þegar
framleitt væri með fullum
afköstum, væri mjölmagnið 6700
tonn.
Hafnarframkvæmdir við
Reykhóla hafa nokkuð tafist, og
kvað Vilhjálmur af þeim sökum
ekki fyllilega ljóst af hvaða krafti
þangvinnslan gæti hafist i vor, en
þegar hefur verið keypt 270 tonna
skip tilþangvinnslunnar. Það skip
var keypt i Noregi, skip sem
sérstaklega á að henta til þang-
tökunnar, þar eð það er grunn-
siglt.
Sveitarstjórn Reykhólasveitar
sér um að byggja hús yfir
væntanlegt starfslið þangverk-
smiðjunnar, og nú mun hafin
bygging fjögurra húsa, en lán til
þeirrar byggingar fékkst þar eð
nú hafa ný lög um byggingu leigu-
ibúða úti á landi tekið gildi.
Vilhjálmur reiknaði með að
fjöldi fastráðinna starfsmanna
þangvinnslunnar yrði um þrjátiu.
Verksmiðjustjóri verður væntan-
lega Eirikur Kristjánsson.
Einhverjir starfsmanna þurfa
að hafa véltæknimenntun, en
siðan þarf að þjálfa annað starfs-
lið við hin sérhæfðu vinnubrögð,
sem þangvinnslan krefst. Og
skipstjóraréttindi þarf sá að hafa
sem þangtökuskipinu stýrir.
Skipið hefur þegar verið keypt,
en meðan verkefni eru ekki fyrir
það hér heima, er það leigt til
flutninga erlendis.
Vélar til verksmiðjunnar koma
viða að. Þurrkari kemur frá
Þýskalandi, þangskurðrtæki frá
Bandarikjunum, dráttarvélar frá
Bretlandi osfrv.
Þangvinnslan er árstiðabundin,
og áætlaði Vilhjálmur
Lúðviksson, að yfir annatimann
gæti fjöldi starfsmanna farið upp
i fimmtiu. —GG
Forkólfar „Varins lands” veröa
hver fyrir sig aö lýsa yfir þvi, aö
þeir sjái sjálfa sig I hvert skipti
sem þeir heyra oröiö vl. Sjá opnu.
KJÓSENDUR SNÉRU BAKI YIÐ KERFINU
bandarísku kosningunum
60% sátu heima í
WASHINGTON 6/11 — Þegar tal-
iö haföi veriö I 429 kjördæmum af
435 I kosningunum til fulltrúa-
deildar Bandarikjaþings höföu
demókratar fengiö 284 þingsæti,
en höföu 248 áöur. Republfkanar
voru þá meö 145 en höföu áöur alls
187. t kosningunum til þriöjungs
sæta I öldungadeildinni fengu
demókratar tuttugu menn kjörna
en repúblikanar fjórtán, og hafa
þeir fyrrnefndu þá bætt viö sig
fjórum sætum I deildinni. Þá var
kosiö til 35 af fimmtiu rikisstjóra-
embættum og unnu demókratar i
þeim kosningum niu riki af repú-
blikönum en töpuöu tveimur auk
þess sem einn óháöur rikisstjóri
náöi kjöri.
Hinn mikli kosningasigur
demókrata er einkum talinn stafa
af þvi hve illræmdir repúblikanar
séu orðnir út af öllu standinu með
Nixon, Watergate o.fl., svo og
verðbólgu og öðrum efnahags-
vandræðum. Heykslin sem und-
anfarið hafa verið að gjósa upp
kringum Rockefeller bæta heldur
ekki um. Mesta athygli vekur
þó i sambandi við þessar
kosningar hve kjörsóknin var
litil, eða aðeins um fjörutiu af
hundraöi. Er bent á að i þingkosn:
ingunum i Bretlandi á dögunum
var kjörsókn einnig mjög dræm
eftir þvi sem gerist þar I landi, og
er talað um þetta sem merki þess
að fólk i vestrænum löndum sé að
missa trú á þvi að kosningarétt-
urinn veiti þvi i raun og veru
nokkurt vald til áhrifa i þjóðfélög-
unum.
Kosningaúrslitin eru talin mik-
ið áfall fyrir Ford forseta, og er
talið liklegt, að þau dragi mjög úr
möguleikum hans til þess að
verða útnefndur forsetaefni
flokks sins i kosningunum 1976.
Um þessar mundir er erkilhaldið
Ronald Reagan, rikisstjóri I Kali-
forniu, talinn skæðasti keppinaut-
ur Fords á þeim vettvangi.
Demókratar hafa nú 62 sæti i
öldungadeildinni á móti 38, sem
Framhald á 11. siðu.
Það er enn hægt að hindra smánarsamninga við vestur-þjóðverja
OEINING I STJORNAR-
FLOKKUNUM UM MÁLIÐ
Það fer nú ekki lengur
milli mála, að embættis-
mannanefndin, sem fór
til Þýskalands til samn-
inga um landhelgismálið
kom heim með fullbúið
uppkast að samningi, þar
sem gert er ráð fyrir því,
að þýskum verksmiðju-
togurum verði hleypt inn í
landhelgina með leyfi ís-
lenskra stjórnvalda.
Það er jafnframt Ijóst,
að innan stjórnarflokk-
anna magnast nú ágrein-
ingur um málið, þar sem
ýmsum þingmönnum
ekki sfst í Framsóknar-
flokknum þykir þetta
harður biti að kyngja með
tilliti til fyrri yfirlýsinga.
Veruleg hætta er þó á
því, að samningarnir
verði samþykktir, nema
almenningur i landinu
láti rösklega til sín taka
og geri ráðamönnum
Ijóst, að samningur um að
hleypa verksmiðjuskip-
um inn í landhelgina þýði
pólitfskt sjálfsmorð fyrir
þá, semaðhonum standa.
Matthias Bjarnason, sjávar-
útvegsráðherra, sagði I viðtali
við Þjóðviljann, sem birtist á
laugardaginn var, að rikis-
stjórnin myndi ganga frá á-
kvörðun i málinu strax á mánu-
dag. Svo hefur ekki orðið, vegna
vaxandi andstöðu, sem ráðherr-
arnir hafa orðið varir við. Taliö
er að þingflokkarnir muni fá
samningsuppkastið i sinar
hendur fyrir vikulokin, jafnvel i
dag, og greinargerð er því fylg-
ir.
Það var Matthias Bjarnasón,
sjávarútvegsráðherra, sem gaf
embættismannanefndinni sér-
staka heimild til að ganga frá
fullbúnu samningsuppkasti, en
upphaflega var ætlunin að hún
aðeins kannaði viðhorf þjóð-
verja. Vitað er að innan rikis-
stjórnarinnar hefur sjávarút-
vegsráðherra verið einn mestur
áhugamaður um þessa samn-
ingsgerð, en innan rikis-
stjórnarinnar mun ekki hafa
borið á umtalsverðri tregðu fyrr
en Ólafur Jóhannesson kom
heim frá útlöndum. Væntanlega
minnist Ólafur sinna fyrri svar-
daga um að aldrei megi hleypa
verksmiðjuskipum inn i land-
helgina, en útilokun verk-
smiðjuskipa var af hans hálfu
meginröksemdin til réttlæting-
ar samningunum við breta.
Fundur sá sem haldinn var á
mánudagskvöldið af Félagi á-
hugamanna um sjávarútvegs-
mál, þar sem fram kom mjög
hörð og almenn andstaða við
samningana, hefur ugglaust
haft sin áhrif. Talsmenn samn-
inga innan rikisstjórnar og á al-
þingi, eru komnir á undanhald.
Það er verkefni félagasam-
taka og alls almennings að reka
flóttann og kenna ráðamönnum
þá lexiu, sem þeir þurfa á að
halda, — einmitt nú. Á morgun
kann það að verða of seint.
ALMENN MÓTMÆLI GETA RÁÐIÐ ÚRSLITUM