Þjóðviljinn - 07.11.1974, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 07.11.1974, Qupperneq 5
Fimmtudagur 7. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 99 ^ • V Urgangs-mafía” stóriðju og embœttismanna „ÉG MÁ EKKERT SEGJA” Vestur-þýskir embœttis- menn reyna að þegja eitrunarhneyksli í hel Eitt mesta mengunarhneyksli allra tima er um þessar mundir á döfinni I Vestur-Þýskalandi. Haft er fyrir satt að hirðuleysisleg meðferð stóriðjunnar á eitruðum úrgangi hafi leitt til stórfelldrar eitrunar á grunnvatni og að sum helstu fijót landsins hafi einnig eitrast af þessum sökum, enda sigur grunnvatnið að sjáifsögðu þangað. Er taiið liklegt að þessi mengun sé miklu meiri en látið hefur verið heita opinberlega, og er það ekki sfst afstaða embættis- manna, sem þarna eiga hiut að máli, sem veldur almenningi á- hyggjum. Þeir forðast að gefa upplýsingar um málin, þrátt fyrir stöðuga áreitni fjölmiðla, og hef- ur það orðið til að vekja hjá fólki allrahanda grunsemdir, til dæmis að eitrunin á jarðvegi og fljótum sé þegar orðin svo mikil, að valda muni ofsahræðslu, ef allur sann- leikurinn sé sagður um hana, eða þá að valdhafar stóriðnaðarins skipi embættismönnum og fleir- um að þegja af ótta við að svo kynni að fara að „athafnafrelsi” iðjuhöldanna yrðu settar ein- hverjar skorður með ráðstöfun- um til að draga úr eitrun um- hverfisins. Fljótin sem hér um ræðir eru Rin, Lahn og Necker, og hið ógur- lega leyndarmál embættismann- anna er skýrsla, sem gerð var af nitján umhverfissérfræðingum frá sex af sambandsfylkjum landsins, og eru þar i hópi meðal annarra heilsufræðingar, jarð- fræðingar, efnafræöingar og verkfræðingar. Það er þegar á allra vitorði að i skýrslunni sé bent á aö stóriðnaðurinn hafi ár- um saman flutt á sorphauga landsins þúsundir smálesta af baneitruðum úrgangi án nokk- urra verulegra varúðarráðstaf- ana, þótt þetta háttalag gangi þvert á landslög. Og ekki verður málið geðslegra fyrir þá sök að svo er að sjá sem þau yfirvöld, sem bera ábyrgö á að haldinsé-u lög um umhverfisvernd, hafi sett kikinn fyrir blinda augað þegar þessi eitrun á umhverfinu er ann- arsvegar. Getur komist í drykkjarvatn Nefnd umhverfissérfræðing- anna, sem skýrsluna gerði, var sett á stofn af landbúnaðarráöu- neytum sambandsfylkjanna Rheinland-Pfalz, Hessen og Bad- en-Wurttemberg,, en þau ráðu- neyti hafa einnig með umhverfis- mál að gera i þeim sóknum. Það sem leiddi til skipunar nefndar- innar voru blaðaskrif um meinta I I • i • 1 1 \ 1 J Í 1 J í \ * } ( Nr'w7CX IJ * M V • J \ !11 * 11 r ■ i W&fiTr!’ - Árma m *$¥&&&''' -$ 3ift§ lísi Wasser! SÉ3 jm eitrun grunnvatns út frá sorp- haugum og sorpgryfjum. Stjórn- mála- og embættismenn tóku þau skrif mjög óstinnt upp og kölluðu þau „rugl”, „öfgar” og „víðs- fjarri raunveruleikanum”. Engu að siður setti verulegan skelk að embættismönnunum út af skrif- unum og munu þeir hafa talið ó- hjákvæmilegt að skipa rann- sóknarnefnd til að sýna almenn- ingi að þeir væru ekki kæruiausir um svo mikilvægt mál. Rannsóknir umhverfisfræðing- anna leiddu meðal annars i ljós að frá sorpdyngjunum, sem stóriðn- aðurinn hefur fyrir úrganginn, sigur i stórum stfl út i jarðveginn blásýrumengað vatn, og getur það undir vissum kringumstæð- um eitraö grunnvatnið og jafnvel komist I drykkjarvatn og gert það banvænt. Að sögn er þessi blá- sýrueitrun I jarðveginum jafnvel meiri en blaðamenn, sem skrifað höfðu um málið og mátt sæta fyr- ir hneykslan embættismanna, höfðu dirfst að giska á. Þannig upplýsti Rikisheilbrigðisstofnun- in til varnar gegn smitnæmum sjúkdómum i Saarbrucken að i sorpgryfju einni hjá Limburg i Hessen hefðu mælst i grunnvatn- inu 4.3 milligrömm blásýru i liter. Þetta er fjörutiu sinnum meira blásýrumagn en Heilbrigðis- málastofnun Sameinuðu þjóð- anna (WHO) telur þorandi að sé i skólpi frá iðjuverum. Þetta er þó engan veginn svæsnasta dæmið. 1 öðru sorp- feni, skammt frá þeim róman- tiska stúdentastað Heidelberg, mældust 8.0 milligrömm af blá- Der MfiU-Skandai Forsiða Spiegel viðvikjandi blásýrueitrun grunnvatns. Blásýrusöltin eru flutt á haugana i tunnum, sem ryðga fljótt og sfgur eitrið þá út i jarðveginn. Eitt virkasta eitur sem þekkist Blásýra er eitt virkasta eitur, er þekkist. Fæstir, er orðið hafa fyrir eitrun, hafa iifað nógu lengi til að segja frá áhrifunum. Blásýra stöðvar sfðasta þrep lifefnafræðilegrar súrefnis- upptöku I likamanum og getur valdið dauða á 1-15 minútum. Háift miliigramm efnisins getur dregið menn til dauða, komist það inn i likamann um meltingarveg eða með öndun. Lfkaminn getur lika tekið blásýru upp f gegnum húð. Sést þvi á þessari upptalningu, að meðferð blásýruefna er ekkert gamanmál. Hæstu skaðleysis- mörk blásýru i vatni eru 0,1 mg/1, sem er þó banvænt fiskum og remmutakmörk á vinnustöðum eru tiu hlutar blá- sýru i miljón hlutum hreins lofts. Báðar þessar tölur eru staðlar frá VVHO, heilbrigðis- málastofnun Sameinuðu þjóðanna. sýru i hverjum litra skólpvatns, en að sögn sérfræðinga um eitur- efni þýðir það visan bana fyrir menn og dýr, ef þau falla i slika blöndu — án þess að drukknun þurfi að koma til. Lög um meðferð úr- gangs þverbrotin Víðast hvar mældist blásýru- magnið minna og sumsstaöar urðu niðurstöðui- nokkuð mis- munandi, en allar voru þær þó á þann veg að eiturmagnið i skólp- vatninu væri miklu meira en góðu hófi gegndi. „Vatn með 0.1 mg blásýrumagni á liter er banvænt fyrir fiska”, sagði einn sérfræð- ingurinn. Frá rannsóknarlögreglu sam- bandslýðveldisins fékk nefnd um- hverfisfræðinganna nokkrar upp- lýsingar um hvernig eitrið komst á sorphaugana. Hinir og þessir athafnamenn tóku að sér fyrir stóriðjuna — og væntanlega gegn riflegri greiðslu — að ganga svo frá eitruðum úrgangsefnum aö þau yrðu ekki til vandræða. At- hafnamennirnir gerðu sér litið fyrir, og óku eitrinu á haugana og ruddu yfir það sorpi og drasli með sem minnstri fyrirhöfn. Engar sögur fara af þvi að stóriðjuhöld- arnir hafi gert sér far um að ganga úr skugga um að lögunum um meðferð eitraðs úrgangs væri hlýtt, enda alveg eins liklegt að þeir hafi haft grun um þaö rétta i málinu og látiö sér á sama standa. Enda ersvo að sjá að þeir eigi embættismennina að til aö þagga hneykslin niður, þegar i harðbakka slær. Engin furöa þótt mönnum i Vestur-Þýskalandi sé þessa dagana tiðrætt um „úr- gangsefna-mafiuna” (Miill- Mafia), sem almenningur kallar svo. Efnið, sem inniheldur blásýru- söltin, er venjulega flutt á haug- ana i tunnum, sem ryðga greið- lega, eins og ljóst er af þvi hve efnið hefur þegar eitrað út frá sér. Þagnarsamsæri embættismanna Svo eru það viðbrögð hlutaðeig- andi embættismanna, og þá fyrst og fremst æðstu manna i ráðu- neytum þeim i fyrrnefndum þremur sambandsfylkjum, er nefndin vann fyrir. Hans Kroll- mann, sósialdemókrati sem fer með umhverfisverndarmál i stjórn Hessen, segist „ekki telja viðeigandi að gera opinbert það, sem komið hafi i ljós”. Embættis- bróðir hans, Friedrich Brunner i Baden-Wiirttemberg, hvatti fólk til að „treysta þvi, sem látið hefði verið uppskátt um niðurstöður rannsóknanna”. Otto Meyer, kristilegur demókrati og land- búnaðarráðherra i Rheinland- Pfalz, sem var hreinskilnastur þeirra þriggja, sagði blátt áfram: „®g má ekkert segja”. Lögmenn þora ekki að sækja málið Þetta þagnarsamsæri stjórn- málamannanna um eitrunina á föðurlandinu gerir saksóknurum og rannsóknarlögreglu mjög erf- itt fyrir um alla rannsókn á mál- inu. Það samsæri er trúlega vald- höfum stóriðjunnar mjög að skapi og sennilega frá þeim runnið. Sumir sérfræðinganna, sem störfuöu I rannsóknanefndinni, hafa viljað sem minnst um málið segja, og er trúlegt að þar komi til þrýstingur frá stjórnarvöldum og stórfyrirtækjum, sem geta haft starfsframa þessara manna i hendi sér. Af sömu ástæðum er talið ólik- legt að þeir, sem sekir eru um þessa stórfelldu umhverfiseitrun, verði nokkru sinni látnir sæta refsingu fyrir gerðir sinar. Enda hefur þegar komið i ljós að vest- ur-þýskir lögmenn eru mjög ófús- ir þess að taka að sér málsókn þessu viðvikjandi. „Þegar ég sýndi einum rikissaksóknaranurri málsgögnin” segir einn af bar- áttumönnunum fyrir umhverfis- vernd, „varpaði hann mér bók- staflega sagt á dyr”. Þótt óljóst sé hve eitrunin er orðin mikil, er þó enginn vafi á þvi að hún er þegar orðin geig- vænleg, þannig að lifi og heilsu mikils hluta landsmanna getur stafað hér af veruleg hætta. (Að mestu úr Spiegel, dþ.) „Skálholt99 Kambans UTVARP /> Skálholt" eftir Guð- mund Kamban verður f lutt í útvarp í kvöld. Hér er á ferðinni upptaka frá 1955/ en Lárus Pálsson leikstýrir. Kamban starfaði lengst af i Danmörku og skrifaði á dönsku. Vilhjálmur Þ. Gislason þýddi leikritið á sinum tima, og það er hans þýðing sem i kvöld verð- ur flutt. Leikrit Kambans hafa verið vinsæl hér á landi, þött núorðið muni menn kannski best eftir „Vér morðingjar”, sem sjón- varpið flutti i fyrra, en sú sviðs- gerð sjónvarpsins var einnig flutt á hinum Norðurlöndunum og voru dómar frændþjóðanna sérlega vinsamlegir. t kvöld koma nokkrir helstu sviðssnillingar íslendinga fram i „Skálholti”, svo sem Haraldur Björnsson, Arndis Björnsdóttir, Gestur Pálsson og Jón Aðils. Þorsteinn ö. Stephensen leikur Brynjólf biskup, en Daða og Ragnheiði leika þau Róbert Arnfinnsson og Herdis Þorvaldsdóttir, sem á þeim tima, ,er upptakan var gerð, töldust ungir og efnilegir leikar- ar. Kristján Albertsson rithöf- undur flytur formála um Kamban og verk hans áður en flutningurinn hefsti kvöld._GG. Guðmundur Kamban

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.