Þjóðviljinn - 07.11.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.11.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. nóvember 1974. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Tölvuvinnslan á vegum ,/Varins lands" var þess eðlis að Þjóðviljanum var skylt að gagnrýna hana og vara við henni, þar eð tölvuskráning upplýsinga um einkahagi manna án þeirra leyfis og án eftirlits brýtur í bága við megin- reglur íslensks réttar um verndun og friðhelgi einkalífs. Löggjafarstarf og lögskýringar á Norður- löndum renna stoðum und- ir þetta og í sömu átt hníg- ur áskorun frá ráðherra- nefnd Evrópuráðsins um aðhald að tölvureknum gagnabönkum. Tölvu- vinnsla vl-manna var þess eðlis að mikil hætta var á misnotkun og hafa þeir sjálfir ekki hrakið það né skýrt þá starfsemi á við- hlitandi hátt. Til stendur að koma upp tölvurekinni heilsufarsgagnamiðstöð á fslandi og hafa læknar hér gert sér grein fyrir því — mæla sem urðu hinum ærusáru tilefni til málshöfðunar á Svavar Gestsson ritstjóra Þjóðviljans). Verjandi Hjalta Kristgeirsson- ar, Ragnar Aðalsteinsson hrl., hefur nú skilað greinargerð af sinni hálfu til bæjarþings þar sem hann tekur til varna fyrir skjól- stæðing sinn. Er hér aö framan f inngangi þessarar greinar stiklað á nokkrum meginatriðum i vörn Ragnars (að sjálfsögðu i saman- tekt Þjóðviljans og á ábyrgð hans!) Lögmaðurinn gerir þær dóm- kröfur aðallega að málinu verði visað frá dómi, en til vara að stefndi verði sýknaður af öllum kröfum stefnenda. Frávisunar- krafan byggist á skorti á réttri aðild stefnenda samkvæmt einka- málalögum og er sá rökstuðning- ur byggður á sömu forsendum og lýst hefur verið hér i blaöinu i sambandi við önnur vl-mál (sjá Þjóðviljann miðvikudaginn 23. október og hina snjöllu málsreif- un Einars Braga sem birt var i blaöinu laugardaginn 26. októ- ber). Asamt greinargerö sinni leggur lögmaður fram ýmis gögn. Þeirra á meðal eru fréttir af umræðum á alþingi þriðjudaginn 26. febrúar 1974, en þá játaði Ragnhildur gegn þeim hættum sem tölvu- skráning einstaklingsbundinna upplýsinga hlýtur að hafa I för með sér. Einkahagir fjóröa hluta þjóðarinnar Hér fara á eftir hlutar úr greinargerð lögmanns: „Kjarni ágreinings þessa máls er sá hvort umbjóðandi minn hafi gerst sekur um refsiverðan og Gagnaöflun og úrvinnsla i tölvu hefur verið notuð af opinberum aðilum og einkaaöilum en að mestu eftirlitslaust þar til á siöari árum. Söfnun, varðveisla og veit- ing upplýsinga hefur að visu allt- af tiðkast að einhverju marki með hefðbundnum og seinfærum að- ferðum. Hin sjálfvirka tölvutækni gerbreytir hins vegar þeim möguleikum sem fyrir hendi eru til að misnota upplýsingar um meiri með þessum hætti en fyrr var hugsanlegt. Hratt og fyrir- hafnarlaust Sifellt má bæta við nýjum upp- lýsingum. Upplýsingar þessar er siðan hægt að varðveita i það ó- endanlega enda þótt bætt sé við. Tölvutæknin gerir kleiftað steypa mörgum skrám saman i eina skrá með hinum fjölbreytilegustu upp- ' 5____S" , > ‘j’/í, 't 5 : $4«- ' v * ' ~ : Vélunnir listar eru venjulega á svona papplr. Slikir staflar af listum yfir undirskrifendur VI eru áreiðánlega til, en skyldu kærendur I hinum fáránlegu meiðyrðamálum sjá sóma sinn i þvi að sýna þá I réttinum? upplýsingar i einu tölvukerfi má einnig flytja inni annað tölvukerfi og það sem einkennir upplýsinga- banka þessa er litil fyrirferð og hraði. réttarviðhorf manna á Norður- löndum eru svipuð og má þvi bú- ast við að löggjöf sú sem sett verður annars staðar á Norður- löndum verði svipuð. Að deila um skoðanir festu góð barátta og nauðsynleg einmitt fyrir þær umræður sem skrif Þjóðviljans vöktu — að slíkri tölvu- vinnslu fylgja hættur sem reisa ber skorður við. Eitt af þeim málum sem vl-12 (þ.e. Hreggviður Jónsson, Jónat- an Þórmundsson, Þór Vilhjálms- son o.fl) höfða sér til ærubóta beinist sérstaklega gegn upp- ljóstrunum Þjóðviljans á tölvu- vinnslu þeirra félaga. Er hér um að ræða málið sem höfðað er gegn Hjalta Kristgeirssyni blaðamanni viö Þjóðviljann (einnig er hann höfundur nokkurra þeirra um- Helgadóttir (eiginkona eins af „aðstandendum” vl) að gerð væri tölvuunnin skrá yfir undirskrif- endur. Þá leggur hann fram sam- þykkt ráðherranefndar Evrópu- ráðsins frá 26. september 1973 um megireglur sem mælt er með að lögfestar veröi i aðildarlöndunum til að vernda friöhelgi einkalifsins gagnvart tölvugagnabönkum i höndum einkaaðila. Einnig er lögð fram ritstjórnar- grein I Læknablaðinu, siðasta hefti fyrra árs, en frá þvi var ekki gengið fyrr en alllangt var komið fram á þetta ár. Þar koma fram viðbrögð sem greinilega má rekja til viðvörunarskrifa Þjóðviljans Vitnisburður Læknablaðsins Undanfarin misseri hefur nokkuð verið rætt um það að taka upp tölvutækni I islensku heilbrigðisþjónustunni. Hefur verið unnið nokkurt undirbún- ingsverk I þvi sambandi, og má raunar minna á þá hag- ræðingu sem þegar hefur verið komið á i Borgarsjúkrahúsinu með þvi að tengja útstöð þar við tölvur Skýrsluvéla til að vinna gögn sem eru i daglegri notkun. Eitt stærsta átakið i þessum efnum væri gagnabanki á ein- um stað yfir sjúkdómsferil þeirra sem koma til með- höndlunar hjá læknum. Siikur gagnabanki hefur verið nefnd- ur „heilsufarsgagnamiöstöö” og er það orð raunar betra til skýringar á hlutverki hans. Búist er við að læknar einir hafi aögang að upplýsingum I þessari miðstöö, en þó ekki að- eins sjúkrahúsalæknar. 1 nýlegu hefti Læknablaðs- ins skrifar annar ritstjórinn P.A. forustugrein um tölvu- skráningu á heilsufarsupplýs- ingum, þar á meðai upplýs- ingum sem fyllsti trúnaður á að rikja um milli læknis og sjúklings. Bendir hann á að vitanlega er sjúklingur á viss- an hátt aðili að þvi hvernig með slik trúnaðarmál er farið. Segir ritstjórinn að sjálfsagt sé aö velta þvi fyrir sér hvern- ig reglur yrðu settar fyrirhug- aðri gagnamiðstöð til þess að fyrir þaö sé girt að hún ógni rétti fólks til varðveislu á einkamálum sinum. En ný- lega hafi einmitt komið upp miklar umræður um þær hætt- ur sem tölvuskráning á per- sónulegum upplýsingum hafi i för með sér. Greinilega á Læknablaðið hér við varnaðarskrif Þjóð- viljans vegna tölvuvinnslu vl- manna, og er vel ef tölvuhug- vekjur blaðsins hafa leiöbeint læknum við undirbúning að hinum mikla gagnabanka sem þeir ráðgera að koma á laggir. bótaskyldan verknað er hann vakti athygli á þvl meö skrifum sinum i Þjóðviljann — en viö það blað starfar umbjóðandi minn — að óformbundin og ábyrgðarlaus samtök sem kenndu sig við „Var- ið land” höfðu átt frumkvæði að þvi hér á landi að safna upplýs- ingum um einkahagi um það bil fjórða hluta þjóðarinnar I gagna- banka og vinna úr upplýsingum þessum með tölvum, en upplýs- ingar þessar lúta að skoðunum fólks á stefnu siöustu rikisstjórn- ar i varnarmálum landsins. Samtök þessi höfðu ekki greint þeim mönnum, sem fengnir voru til að undirrita yfirlýsingu um á- skorun á rikisstjórn og alþingi aö leggja á hilluna áform um upp- sögn varnarsamnmgs Islands og Bandarikjanna og brottvisun er- lends hers af íslandi, frá tölvu- vinnslunni. Að sögn stefnenda hófst söfnun þessi um miöjan janúar 1974 og lauk 20. febrúar 1974 en það var ekki fyrr en 24. febrúar sem einn stefnenda (Ragnar Ingimarsson) upplýsti i viðtali sem birtist i Morgunblaðinu að gerð hefði ver- ið tölvuskrá um alla þá sem undirritað höföu yfirlýsinguna. Skylda að verja friðhelgi einkalifs Umbjóðandi minn haföi reynd- ar komist á snoðir um tölvuskrár- gerð á vegum skrifstofu þeirrar sem undirskriftasöfnuninni stjórnaði og hafði hann unniö að öflun frekari upplýsinga svo sem blaðamannsskylda hans bauð hon um. Varð umbjóðanda mfnum þegar ljóst að verið var að ráöast á friðhelgi einkalifsins á þann hátt sem forkastanlegt hlaut aö teljast. Yrði að bregðast hart við til varnar þessari friðhelgi þar sem slik upplýsingasöfnun og upplýsingavarsla gat veriö upp- hafið að endalokum lýðræðis á ts- landi. Umbjóðanda minum var kunn sú umræða sem staöið hefur lát- laust um heim allan á undanförn- um árum um þá geigvænlegu hættu sem stafar af siaukinni gagnaöflun og gagnaúrvinnslu i tölvum um persónuhagi manna. einkahagi manna og rjúfa frið- helgi einkalifsins. Með tölvumeðferð er hægt að safna saman óhemju miklu magni upplýsinga. Þegar um upplýsingar um einkahagi manna er að ræða er bæöi unnt að safna saman á einn stað upplýsingum um fjölmarga einstaklinga og fjölmörgum upplýsingum um hvern einstakling. Viðfeðmi og dýpt upplýsinganna verður miklu lýsingum. Þær aðferðir sem hing- að til hafa verið notaðar við gagnaöflun og gagnavarðveislu krefjast svo mikillar vinnu og tima að ekki er um neinn saman- burð að ræða. Fyrirhafnarlaust er siðan að draga út allar upplýsingar sem skráðar hafa verið um tiltekinn einstakling eða tilteknar upplýs- ingar um alla einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt. Allar ■■ «| - - mkmm Tölvuspólur. Sú minnsta er meira en nógu stór til að rýma undir- skriftasöfnunina alla. Æskilegt væri aö geta sýnt dómaranum hvað það er fijótlegt að skrifa út efni Vi-listanna eftir siikri spólu. Meginreglur um friöhelgi einkalifs Hvarvetna þar sem um þessi mál hefur verið f jallað af raunsæi hafa menn gert sér hættuna ljósa á misnotkun og rofi á friðhelgi einkalifs manna. Vitneskjan um aö einkaaðilar eða opinberir aðil- ar geti safnað og unnið úr gögnum um einkahagi manna á þennan hátt er til þess fallin ein sér að vekja mönnum ótta og óttinn raskar þessari friðhelgi. Friðhelgi einkalifsins nýtur verndar i núgildandi islenskum lögum. Má minna á ákvæði 66. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi heimilisins, bréfleynd og fleira, ákvæði 229. greinar al- mennra hegningarlaga um bann við þvi að skýra opinberlega frá einkamálum annars manns, á- kvæði 228. greinar sömu laga þar sem lögð er m.a. refsing við þvi að maður hnýsist i gögn sem hafa að geyma upplýsingar um einka- mál annars manns og hann hefur komist yfir með brögðum. í 230. grein hegningarlaga er fjallað um þagnarskyldu manna sem hafa eöa hafa haft með höndum starf sem opinbera skipun, leyfi eða viðurkenningu þarf til að rækja, svo og manna sem aðstoðað hafa slika menn. Umræður og aðgerðir erlendis (Af þessu dregur lögmaður þá ályktun að tölvuskráning upplýs- inga um einkahagi manna án þeirra leyfis og án eftirlits brjóti gersamlega i bága við meginregl- ur islensks réttar um verndun á friðhelgi einkalifs. Siðan segir hann): Að sömu niöurstöðu hafa ýmsir aðrir komist og visa ég til sam- þykktar á framlögðu dómskjali um nokkrar meginreglur sem ráðherranefnd Evrópuráðsins mælir með að lögfestar verði til að vernda friðhelgi einkalifsins gagnvart tölvugagnasjóðum i höndum einkaaðila. Sum riki hafa þegar sett lög á þessu sviði, þ. á m. Sviþjóð, en hefði nú borist til Islands og brýn nauðsyn væri á að spyrna við fót- um. Tilgangurinn með skrifun- um var lofsverður,epda hafa ekki aðrir orðið til þess að ýta svo harkalega við þjóðinni á þessu sviði og má telja vist að þessi skrif umbjóöanda mins verði til þess að á tslandi verði innan tiðar sett löggjöf til verndar ofan- greindum hagsmunum og það mörgum árum fyrr en annars hefði orðið. Var reyndar þegar á siðasta alþingi lögð fram tillaga til þingsályktunar frá þingmönn- um úr öllum flokkum öðrum en Sjálfstæðisflokknum um tölvu- tækni við söfnun upplýsinga um skoöanir manna og persónulega hagi. Málið hlaut ekki afgreiöslu. Hverjir eru vl-menn? Sameiginlegt einkenni allra ummælanna (sem stefnt er út af) er að i þeim er talað almennt um vl-menn eða vl-skrá, en með vl er átt við „Varið land”. Ekki er skilgreint frekar hvað átt er við með vl-menn, en aöstandendur undirskriftasöfnunarinnar, þ.e þeir sem undirrituðu yfirlýsing- una, voru að sö 55.522 auk þeirra sem strik oru út. Ekki geta ' greint iii ............................................ i M M si)iR9«aaB»«*a Götunarvél. Eftir undirskriftalistum „Varins lands” voru götuð spjöld I slikri vél, eitt spjald fyrir hvert nafn. Þau spjöld voru siöan notuð til að fóðra vélheila eða tölvu. — Eitt af þvi sem hlýtur að koma á dagskrá I réttarhöldunum er þetta, hvar spjaldgötunin var unnin. mælin beinist aö þeim sérstak- mætti ganga að fyrirhafnarlaust. lega hverjum og einum. Er ærumeiðandi að benda á hættuna? Enn fremur verða stefnendur einurö Verður siðar gerð frekari grein fyrir þróun þessara mála og af- stöðu til þeirra sem tekin hefur veriö á vegum Sameinuðu þjóð- anna, Norðurlandaráðs, Alþjóða- sambands lækna og fleiri aðila. Jafnframt er vakin athygli á þeirri afstöðu sem fram kemur á framlögðu dómskjali (Lækna- blaðinu) sem sýnir að mái þessi hafa verið tekin til meðferðar á Islandi og læknar gert sér grein fyrir hættunni. Lögfræðingsheiður Jónatans og Þórs (Næsta setning i vörn málflytj- andans lætur ekki mikið yfir sér): Þá er vakin athygli á grein dr. jur. Knut S. Selmer i Tidskrift for Retsvitenskap 1971, bls. 10 og á- fram. (1 grein þessari fjallar einn af virtustu lögfræðingum Norður- landa um þau nýju viðhorf i laga- legum efnum sem notkun og út- breiðsla tölva til skráningar á persónulegum upplýsingum hefur I för með sér. Telur hann að hér biði lögfræöinga mikið verkefni að eiga hlut að þvi að þróa réttinn til samræmis við tækniþróun og breytingar i þjóðfélaginu. Fer hinn erlendi lögfræðingur þannig orðum um þetta að ljóst er að hann telur lögfræðinga hafa hér almennt skyldum að gegna, þeir þurfi i þessum efnum að svara ákalli timans. Þaö væri þvi ekki úr vegi að lögfræðingafélagiö islenska hefði forgöngu um að þessu ákalli væri svaraö hér af myndarskap, en I forustu þess félags eru þeir fremstir, Jónatan Þórmundsson og Þór Vilhjálmsson, báðir laga- prófessorar, báöir vl-menn, báðir forgöngumenn um tölvuvinnslu þvert ofan i anda þess réttar sem þeim ber skylda til að vernda og þróa. Hefur hér ekki fallið blettur á lögfræðingsæruna, og hvern ætla þeir að lögsækja til þess að þvo hann af? — Athugasemd Þjóðvilj- ans). Tilgangur Þjóðvilj- ans lofsverður (Málflytjandinn heldur á- fram): Greinunum i Þjóðviljan- um sem hér er um fjallað var að sjálfsögðu ætlað það hlutverk að vekja athygli landsmanna á þvi að hin geigvænlega hætta fyrir friðhelgi einkalifs einstaklinga sjálfa sig úr þeim hópi og sagt sem svo: „Vl-menn, það erum viö einir, hinir skipta ekki máli”. Hópur þessi er stærri en svo aö stefnendur geti talið að ummælin geti beinst að hverjum einstökum þeirra. Með þrengjandi túlkun stefnendum i hag mætti skil- greina vl-menn alla þá sem tóku virkan þátt i söfnuninni, en þeir voru a.m.k. 2000 aö sögn einhvers stefnenda i blaðaviötali. Sá hópur er einnig of f jölmennur og verður þvi enn að sýkna af framan- greindum ástæðum. Stefnendur verða þvi að sanna hver um sig að skilyrði málssókn- ar séu fyrir hendi, þ.e. að um- 77 Mín upphefð kemur að utan 7 7 Ráðherranefnd Evrópu- ráðsins hefur komið sér sam- an um reglur sem veiti aðhald að einkaaöilum til að skrá upplýsingar um einkahagi fólks. Með einkaaðilum er t.d. átt við banka, tryggingafélög, iðnfyrirtæki, en einnig alls kyns samtök og stofnanir á vegum annarra en þess opin- bera. Helstu atriðin i reglun- um eru þessi: Upplýsingar um nánustu einkahagi fólks má yfirleitt ekki tölvusetja né heldur upp- lýsingar sem eru þess eðlis að hægt er að mismuna fólki með þeim. (Gott dæmi eru upplýs- ingar um skoðanir fólks á bandariskri hersetu!) Ekki má afla upplýsinga með óheiðarlegum hætti og ekki tölvusetja upplýsingar i öðrum tilgangi en þeim var safnað. ( Dæmi: þótt safnað sé undirskriftum undir áskorun, má ekki tölvutaka upplýsing- ar um það sem siðan má beita gegn þvi sama fólki eða öðru fólki). Viðkomandi einstaklingur á að hafa rétt til þess að vita hvaða upplýsingar eru geymdar um hann i tölvu, til- ganginn meö tölvusetningu uppiýsinganna og hvernig þær eru látnar af hendi við þriðja aðila i hverju einstöku tilviki. (Sem dæmi má nefna að vl-12 léti hvern einstakan af 55.522 undirskrifendum vita um það, hvaða upplýsingar þeir hafi tölvusett um hann og hvort eða hvenær þeir afhendi þær se...Sjá... (afsakið!) til ann- arra aðila). Ráðherranefndin samþykkti á fundi sinum 26. september 1973 að beina þeim tilmælum til rikisstjórna aðildarland- anna (þar á meðal Islands) að þær geri nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að koma þess- um reglum i framkvæmd. (Með hliðsjón af þessu — væntanlega — sagði dóms- málaráðherra Olafur Jóhannesson á þingfundi 26. febrúar sl.: „Ég tel sjálfsagt að fylgjast með þvi sem gerist þar (þ.e. erlendis) og athuga hvort ekki er þörf á þvi að setja löggjöf um þetta efni, þvi að það er auðvitað svo að menn eiga rétt á þvi að vissum upplýsingum um einkahagi þeirra sé haldið leyndum...”. Minnt er á að Ólafur Jóhannesson er enn dóms- málaráðherra). í ávarpinu (þ.e. undirskrifta- textanum) er enginn fyrirvari eða greinargerð um tölvuskrán- ingu, en á þvi er mikill munur að skrifa undir fjöldaáskorun ásamt þúsundum manna á óskipulags- aö sanna að ummælin séu æru- meiðandi, en ef litið er á einstök ummæli vikja þau fyrst og fremst að þvi, hvaða hættur gerð tölvu- skrár um einkahagi manna getur haft i för með sér og hefðu skrif umbjóðanda mins verið með öllu marklaus ef hann heföi látið undir höfuð leggjast að gera grein fyrir hættueiginleikum slikra skráa al- mennt og þessarar sérstaklega. Þá er að þvi vikið að þvi fólki sem undirritaði yfirlýsinguna hafi ekki verið gerð grein fyrir þvi er það skrifaði undir að varð- veita ætti og kerfisbinda i tölvu- skrá pólitiska afstöðu, sem siðan bundinn hátt og láta skrá póli- tiska skoðun sina i tölvuskrá sem siðan má ganga að eins og aö framan er lýst. Misfóru með trúnað 1 hópi stefnenda eru tveir pró- fessorar i lögfræði viö Háskóla Is- lands. Er næstum óhugsandi að þeim hafi ekki verið kunn sú um- ræða sem fram hefur farið á með- al lögfræðinga og annarra um hættuna af tölvuskráðum upplýs- ingum og andúð almennings á þvi að láta varðveita persónulegar upplýsingar á þennan hátt. Af þessu leiðir að umbjóðandi minn dregur þá ályktun að þeim mönn- um sem undirrituðu yfirlýsing- una hafi ekki verið sýndur sá trúnaður sem þeir áttu rétt á. Þeir eiga að lýsa tölvunotkun sinni (Málflytjandi varnaraðila bendir á að það sé hlutverk stefn- enda aö leggja réttan grundvöll að máli, en hvorki málsatvik né málsástæður séu reifuð af þeirra hálfu, og geri stefnendur enga grein fyrir tölvunotkun sinni. Beri þvi einnig að þessu leyti að krefj- ast frávisunar, nema úr verði bætt. Siðan segir i vörn lög- manns): t yfirlýsingu „Varins lands” var þvi dróttað að þeim mönnum sem aðhylltust þá stefnu að það væri hollast að hafa hér ekki er- lendan her, að þeir vildu öryggi tslands feigt. Þessa ásökun neit- uðu siðan svonefndir vl-menn að ræða, svo og þá staöhæfingu að tslandi væri betur borgið meöan hér sæti erlendur her. Eftir þessari reglu fór Þjóðviljinn Stefnandinn Þór Vilhjálmsson segir i grein sinni i Morgunblað- inu 26. júniisumar: „Þaðerhægt að deila um skoðanir af festu og einurð en án persónulegra illyrða. Það er góð barátta og nauðsynleg i lýöfrjálsum löndum”. Umbjóðandi minn er og var þessu sammála og fór eftir þessu. Ofangreind ásökun vl-manna leiddi til nokkuð heiftarlegra and- svara i ýmsum blöðum og reynd- ar viðar. Skorað er á stefnendur, hvern og einn, að koma fyrir dóm og gefa aðilaskýrslur.. Reykjavik, 24. okt. 1974. — Ragnar Aðalsteinsson"(sign.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.