Þjóðviljinn - 07.11.1974, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.11.1974, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. nóvember 1974. Fimleikahátíð í Laugardalshöll þar sem m.a. sýna flokkar frá Danmörku og Svíþjóð Fimleikasamband islands gengst fyrir fimleikasýning- um dagana 30. nóvember og 1. desember n.k. i Laugardals- höllinni. Undanfarin ár hafa samtök I- þróttakennara veriö sam- starfsaðili að þessum sýning- um, en svo verður ekki að þessu sinni. Sýningarnar 2. desember 1973 voru einhverj- ar þær fjöimennustu, sem haldnar hefa verið, en þá voru þátttakendur um 800. Að þessu sinni verða tveir fimleikaflokkar frá Norður- löndum gestir Fimieikasam- bandsins og munu sýna báða dagana fiokka- og einstakl- ingsfimicika. Frá Danmörku kemur drengjaflokkur frá Hermes, Hermesdrengene, en félagið heldur hátiðiegt 100X ára afmæli á þessu ári: 1 flokknum verða 10 drengir. Frá Sviþjóö kemur stúikna- flokkur frá Huskvarna, 13 talsins. Báðir þessir fimleikahópar vöktu sérstaka athygli á Nor- ræna fimleikamótinu, sem hér var haldið sumarið 1973, enda standa þeir i fremstu röð á Norðuriöndum. Fimleikafólk þeirra hefur á þessu ári unnið marga sigra i einstakiings- og flokkakeppnum. A sýningunum 30. nóv. og 1. des. munu einnig koma fram nokkrir islenskir fimleika- r fiokkar bæði frá félögum og skólum. Þegar hafa nokkrir aðilar tilkynnt þátttöku, en bréf var sent út til allra i- þróttakennara og félaga tii að kynna verkefnið. Sýningarnar undanfarin ár hafa vakið mikla athygli og hafa íþróttakennarar og þjálf- arar sýnt mikinn áhuga og fjöldi barna og ungiinga fengiö skemmtilegt viðfangsefni við að glima. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Fimleikasambandi tsiands hið allra fyrsta. Badminton:___________ Fjórir íslendingar á Norðurlandamótið sem fram fer í Osló 16. og 17. nóv. nk. Norðurlandameistaramótið I badminton fer fram i Ösló dagana 16. og 17. nóvember nk. og munu fjórir islenskir badmintonmenn taka þátt i mótinu, bæði i einliða og tvlliðaleik. Þetta eru þeir Haraldur Korneliusson, Steinar Petersen, óskar Guðmundsson og Friöleifur Stefánsson. Þessir menn hafa æft mjög vel i haust með þessa ferð I hugú, og hafa þeir' sem eðlilegt er lagt mesta áherslu á tviliðaleikinn, enda eru meiri möguleikar fyrir þá þar en i einliðaleik, að fróðra manna áliti. Þá munu þeir Bragi Jakobsson og Viðar Guðjónsson fara með þeim og sitja þing Norðurlanda- sambandanna sem haldið verður meðan á mótinu stendur. íslendingar stefna að þvi að halda mótið 1976, en þaö ár verð- ur Badmintonsamband Islands 10 ára, og hefur BSÍ góðar vonir um að fá mótið þá. Haraldur Korneliusson, snjaiiasti badmintonmaður okkar um þess- ar mundir, er einn af þeim sem fer á NM. Hagnaðurinn af HM í knattspyrnu varð 2,4 miljarðar A fundi Alþjóöaknattspyrnusambandsins, FIFA, I Rómaborg i fyrradag var skýrt frá þvi aö hagnaðurinn af heimsmeistarakeppn- inni I knattspyrnu I V-Þýskalandi sl. sumar hafi orðið meiri en af nokkurri annarri HM-keppni, eða 90 miljónir þýskra marka, sem svarar til 2,4 miljarða Isl. króna. Hagnaðurinn skiptist þannig að •5% hans fer til knattspyrnusambanda landanna 16 sem léku til úr- slita, 25% til v-þýska sambandsins fyrir að sjá um keppnina og 10% til FIFA. i allt komu 1.769,062 áhorfendur á leikina 38 i lokakeppninni sem þýðir að 71,2% miða hafi selst á hvern ieik. Þess má svo geta tii samanburðar að hagnaðurinn af HM I Mexikó 1970 varð aðeins 600 milj. isl. kr. Hagnaðurinn af sölu kvikmynda og sjónvarpsréttar var állka mikiil og arðurinn af seldum miðum á leikina. Strangur dómur hjá IHF: 6 mánaða keppnisbann í milliríkja- leikjum fyrir slagsmálin í leik FH og SAAB og getur því ekki leikið með FH gegn svissnesku meisturunum í EB á laugardaginn t gær barst forráðamönnum FH skeyti frá Alþjóöahand- knattleikssambandinu þar sem félaginu er tilkynnt að ólafur Einarsson sé dæmdur i leikbann i miliirlkjaleikjum (landsieikir og Evrópukeppni félagsliöa) til 10. april n.k. sem sagt 6 mánaða keppnis- bann fyrir kjaftshöggið sem hann veitti ieikmanni SAAB- iiðsins i fyrri leik liðanna i EB. Væntanlega fær þá sviinn einnig 6 mánaða leikbann þar eð hann gaf Ólafi einnig kjaftshögg. Dýr högg þetta. Dómur þessi er aigert eins- dæmi I sögu alþjóöahand- knattleiksins. Aidrci fyrr hef- ur leikmaður verið dæmdur i svo langt leikbann, og mun IHF raunar ekki fyrr hafa dæmt mann I leikbann, en ný- lega var samþykkt hjá IHF aö taka hina auknu hörku I hand- knattieiknum mun fastari tök- um en hingaö til hefur verið gert, og er þctta fyrsti dómur- inn sem IHF fellir eftir aö þcssi lög gengu I giidi. Þessi dómur þýðir það að Ólafur leikur ekki meira mcð FH I EB, en einmitt á iaugar- daginn kemur á FH að leika hér á landi gegn svissnesku meisturunum, og Ólafur má heldur ekki leika landsieiki fyrir tsland fyrr en eftir 10. april nk. en hann var valinn i landsliðið fyrst i haust, og ástæða er til að ætla að hann heföi verið þar áfram, að minnsta kosti á meöan Birgir Björnsson velur liðið, en Birg- ir hefur mikið álit á Ólafi. A morgun munum viö segja nánar frá leik FH og sviss- nesku meistaranna scm fram á að fara á laugardaginn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.