Þjóðviljinn - 07.11.1974, Síða 10

Þjóðviljinn - 07.11.1974, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. nóvember 1974. 33 sem reynda að ræna banka. Og hann hefur hugsað sem svo, aö kannski væri það lika sama stúlkan sem ók fyrir jólasveininn þegar hann reyndi aftur fyrir sér i allt öðrum banka, þegar hann gerði alvöru úr þeirri fráleitu hugmynd að koma fram sem jóla- sveinn með skammbyssu. Gjald- kerinn hefur hugsað mikið um það. Hann fann hvernig likami hennar hristist af hlátri. — Og svo hugsaði gjaldkerinn, hvislaöi hún, — og svo hugsaði hann með sér, að það væri ekki svo vitlaust að hann tæki svolitið frá af öllum finu aurunum sem hann væri með i kassanum hjá sér, ef ske kynni að jólasveinninn kæmi aftur. Og það gerði hann. Og jólasveinninn kom til baka, en i þetta sinn var hann með sólgleraugu og flókahatt og gjaldkerinn lét hann bara fá skitnar tiu þúsund krónur. — Stendur heima. — Og nú sitja þau saman, vin- kona jólasveinsins og vitri gjald- kerinn. Og vinkona jólasveinsins er að velta fyrir sér, hvar peningarnir séu eiginlega niður- komnir núna. Og hún hugsar með sér, að það sé áreiðanlega eitt- hvað sem hún getur hjálpað gjaldkeranum að gera,fyrst hann hefur ekki reynt aö losa sig við hana fyrir löngu. Hann hélt henni armslengd frá sér. — Faröu fram og klæddu þig i fötin. A meðan skal ég laga meira kaffi. Við eigum ymislegt van- talað saman við tvö. 21 < Hún kom inn i bankann klukkan ellefu stundvislega og gekk til hans þar sem hann sat við borð Miriams. Augu hennar voru falin bakvið sólgleraugu. — Slakaðu á, við spjöllum sam- an stundarkorn, sagði hann við hana. — Ég slaka á. — Fint er. Taktu ekkert upp strax. Fyrst segir þú mér bara frá vandræðum þinum. Og var- aðu þig á Simonsen, hann hefur séð þig áður. Snúðu i hann baki. — Allt i lagi. Kæri herra Borck, þér getið ekki imyndað yður hvað ég hef verið óheppin. Er nokkur að horfa á okkur? — Cordelius er önnum kafinn, hann hefur verið á kafi siðan við opnuðum. Eins og ég sagði þér, þá er fimmtudagurinn mikill annadagur. — Snjallt hjá þér, ljúfur. Erum við bráðum búin að tala. — Ekki alveg. Auðvitaö kemur hann fram og athugar allt saman einhvern tima i miðju kafi. Þetta er ekki daglegur viðburöur. En hann hefur of mikið að gera til að fylgjast með öllu saman. Það ætla ég að minnsta kosti aö vona. — Taugaóstyrkur? - Já. — Hvað um hina? — Það er ekki i þeirra verka- hring. Það kemur þeim ekki við. Samt gætu þeir alveg tekið upp á að fara að sletta sér fram i það. — Er mér óhætt að taka samn- inginn upp núna? - Allt i lagi. Hún tók upp nýja samninginn sem hún haföi sjálf undirritað — ásamt afritinu i spjaldskrá bank- ans — heima hjá honum fyrir nokkrum kvöldum — upp úr tösku sinni. Hann var undirritaður með hinu rétta nafni hennar, Alice Badram.og þar var tilgreind rétt atvinna, skrifstofustúlka — og rétt heimilisfang, sem einnig stóð i ökuskirteininu og öðrum plögg- um hennar. Bæði samningur og afrit höfðu verið afgreidd i tið Borcks við borð Miriams og Borck hafði undirritað þau sjálfur og leigan, sautján og fimmtiu á ári, var nú loks komin i hendur bankans á löglegan hátt. Borck virti skjalið fyrir sér, rétt eins og hann þekkti það ekki út og inn. — Eruð þér alveg viss? spurði hann hárri röddu, en samt var eins og enginn hinna hefði áhuga á samtalinu ennþá. — Ég er búin að leita alls stað- ar. Kærastinn minn er búinn að leita lika. Lyklarnir eru gersam- lega horfnir. — Þér gerið yður ljóst, að það kostar sitt að láta opna hólf, ung- frú Badram, og setja i það nýjan lás? — Nýjan lás? — Já, við neyðumst til að skipta um lás. — Mikill óskaplegur klaufi get ég veriö. Mér þykir þetta alveg skelfilega leiðinlegt. Nú voru hinir farnir aö gjóa til þeirra augunum. Hann sá að hún var að þvi komin að brosa, hún gat leyft sér það vegna þess að hún sneri i þá baki, en það liti mjög grunsamlega út ef hann smitaðist af kátinu hennar. — Hættu að brosa, hvislaði hann. — Fyrirgefðu. — Væri ekki rétt að þér leituðuð af yður allan grun áður en við gerum boð fyrir lásasmið? — Lásasmið? Já, en — — Þér haldið þó ekki að við get- um sjálfir skipt um lás? Eruð þér alveg handvissar um að báðir lyklarnir séu týndir? Þér muniö, að þér fenguð tvo? — Ég festi þá á hring. Hringur- inn er týndur. — Jæja þá. Þér samþykkiö þá að greiða kostnaðinn? Ég þarf að- eins að tala við útibússtjórann okkar. Um leið og Borck gekk framhjá boröi Simonsens, hvislaði Simon- sen: Kvenfólk! Simonsen hélt á- fram að breytast, hann var farinn að daðra af kappi við nýju aö- stoðarstúlkuna, sem leýsti Berg af meðan hann var I brúðkaups- ferðinni, stúlkan, nitján ára gló- kolla, virtist alls ekki áhugalaus. Borck gekk til Cordeliusar. — Það er hér kona sem hefur týnt báðum lyklunum sinum að bankahólfi. — Ég heyrði það. Er hún með samninginn? — Já. — Og hún getur gert grein fyrir sér? Og hólfið er ekki skráð á‘ nafn eiginmannsins? Viö höfum lent i þvlnokkrum sinnum. — Það er skráð á hennar nafn og undirskriftin kemur heim og það er allt I lagi með myndina á ökuskirteininu. Cordelius andvarpaðit stöðu- hækkun hans hafði nú verið til- kynnt og hann leit á öll vandamál útibúsins sem óskemmtilega smámuni sem gott yrði að losna frá sem bráðast. — Allt I lagi, hringdu i lása- smiðinn. Hann er sá eini sem skráður er I hverfissimaskránni. Og mundu það, aö frúin verður að skrifa undir yfirlýsingu um að hún greiði kostnaðinn. Við eigum þær ekki prentaðar, svo að þú verður að skrifa hana. Cordelius hafði lagt litlu raf- hlöðurakvélina sina hjá kassan- um en fimmtudagsannirnar voru svo miklar að hann hafði engan tima til að nota hana. Borck gekk aftur til stúlkunnar — Alice, hann var að byrja að venj- ast rétta nafninu hennar. Hann hringdi I lásasmiðinn, sem gat komið eftir klukkutima. Hún fór burt úr bankanum með þá vitneskju. Yfir brúnina á verðbréfaskrá dagsins gaut hann augunum á grænu stálhólfin. Hann vissi ná- kvæmlega hvar númer 129 var, þótt hann gæti ekki lesið tölurnar úr þessari fjarlægð. í töskunni hans var nýi, blái brauðkassinn, næstum alveg eins og hinn — ef einhver tæki upp á þvi að fullyröa að hann hlyti aö eiga kassann i hólfinu. Honum fannst andrúms- loftið I bankanum losaralegt á einhvern hátt. Simonsen daöraði með dálitlum árangri, Cordelius útvarp FIMMTUDAGUR 7. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: Rósa B. Blöndals heldur áfram að lesa söguna „Flökkusvein- inn”eftir Hector Malot (22). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar viö Axel Schiöth skipstjóra um veru hans á þýskum skuttogurum. Popp kl. 11.00; Steinar Berg kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frívaktinni. Margret Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Frá getnaði til fæðingar. Þriðji og siðasti þáttur um meðgöngutimann. Umsjón: Guðrún Guðlaugsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar.Janos Starker sellóleikari og György Sebök pianóleikari flytja Sónötu i D-dúr op. 58 eftir Mendelssohn. Ingrid Haebler leikur á pianó Sónötu I Es-dúr op. 122 eftir Schubert. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.30 Tlmi fyrir unglinga: Kristin Unnsteinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna.Dr. Finnbogi Guð- mundsson ræðir um tvö vestur-islensk skáld, Jó- hann Magnús Bjarnason og Stephan G. Stephansson. Lesið verður úr „Eiriki Hanssyni”,— sögu eftir Jó- hann Magnús Bjarnason, flutt „Illugadrápa” eftir Stephan G. Stephansson og lesiðúr bréfum hans. Leikin verður tónlist eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. Flytjendur ásamt stjórn- endum: Helga Stephensen og Knútur R. Magnússon. 17.30 Framburðarkennsla I ensku á vegum Bréfaskóla SIS og ASl. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt máLBjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Flokkur islenskra leik- rita VI. „Skálholt” eftir Guðmund Kamban. (Hljóð- ritun frá 1955). Þýðandi: Vilhjálmur Þ. Gislason. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Dr. Páll Isólfsson leikur á orgel. Kristján Albertsson rithöfundur flytur inn- gangsorð. Persónur og leik- endur: Brynjólfur Sveins- son, biskup ... Þorsteinn ö. Stephensen, Biskupsfrúin ... Ingibjörg Steinsdóttir, Ragnheiöur Brynjólfsdóttir ... Herdis Þorvaldsdóttir, Daði Halldórsson ... Róbert Arnfinnsson, Helga I Bræðratungu ... Arndis Björnsdóttir, Dómkirkju- presturinn ... Haraldur Björnsson, Prófasturinn ... Gestur Pálsson, Séra Arni ... Jón Aðils. Aðrir leikend- ur: Þóra Borg, Edda Kvar- an, Nlna Sveinsdóttir, Bryn- dis Pétursdóttir, Hólmfrið- ur Pálsdóttir og Lárus Páls- son. Kynnir: Andrés Björnsson. 21.45 Hljómsveit Roberts Stolz leikur þekkt lög. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „í verum” sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar. Gils Guðmundsson les (3). 22.35 Frá alþjóölegu kóra- keppninni „Let the Peoples Sing” — fimmti þáttur.Guð- mundur Gilsson kynnir. 23.10 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Simi 22140 Hin ríkjandi stétt Ó PETERtrTOOUE ALASTAIR SIM ARTHURL0WE THE RULING CLASSx The ruling class „Svört kómedla” 1 litum frá Avco Embassy Films. Kvik- myndahandrit eftir Peter Barnes, skv. leikriti eftir hann. — Tónlist eftir John Cameron. Leikstjóri: Peter Medak tslenskur texti Aöalhlutverk: Peter O’Toole, Alastair'Sim Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 12 ára. Slmi 18936 Undirheimar New York Shamus ÍSLENSKUR TEXTI. Hörkuspennandi og viö- burðarrlk ný amerlsk saka- málamynd I litum um undir- heimabaráttu I New York. Leikstjóri Buzz Kulik. Aðal- hlutverk: Burt Reynolds, Dyan Cannon, John Ryan. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð innan 14 ára. Slmi 11540 "THE NIFTIEST CHASESEQUENCE SINCE SILENT FILMS!" — Paul D. Zimmerman Newsweek Æsispennandi og mjög vel gerð ný Oscarsverðlauna- mynd. Mynd þessi hefur alls- staðar verið sýnd við metað- sókn og fengið frábæra dóma. Leikstjóri: William Fredkin Aðalhlutverk Gene Hackman Fernando Rey Bönnuð innan 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. #ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÉG VIL AUÐGA MITT LAND I kvöld kl. 20. Uppselt. laugardag kl. 20. HVAÐ VARSTU AÐ GERA i NÓTT? föstudag kl. 20 sunnudag kl. 20 KARDEMOMMUBÆRINN laugardag kl. 15 sunnudag kl. 15 SOVÉSKIR LISTAMENN Tónleikar og listdans. Mánudag kl. 20. Leikhúsk jallarinn: LITLA FLUGAN sunnudag kl. 20.30. Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200. Slmi 32075 Pophátíð Bandarisk kvikmynd I litum um pophátið sem haldin var á íþróttaleikvangnum Yanky Stadium I New York fyrir nokkru. Heimsfrægir skemmtikraftar komu þar fram, þ.á m. Ike and Tina Turner-The Isley Brothers- The Edwin Hawkins Singers- The young Gents-Clara Ward Singers — o.m.fl. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lærimeistarinn J0SEPH E. LEVINE presents AN AVC0 EMBASSY PICTURE MARLON BRANDO in a MICHAEL WINNER Fiim WTHE NIGHTCOMERS” Spennandi og afar vel gerð og leikin ný bandarisk litmynd um sérstæðan læriföður og heldur óhugnanlegar hug- myndir hans um tilveruna. Leikstjóri: Michael Winner. ISLENSKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 11.15. ÉTT VERK Auglýsingasíminn er 17500 MÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.