Þjóðviljinn - 20.11.1974, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. nóvember 1974.
Guðbergur
Bergsson
skrifar
frá
Portúgal
Fólkið fagnar I Portugal.
ALLT í
EINU
í
APRÍL
Allt í einu í apríl
Fram að 25. april þessa árs
hafði Portúgal sjálfsagt veriö eitt
af litt þekktustu löndum Evrópu.
Þaðan bárust sjaldan fréttir. Ein-
ræðisstjórn og fasismi höfðu
fengið að rikja þar i ró og næði.
Þar sem fasismi rikir, rikir bæði
röð og regla, og auk þess alger
vinnufriður. Verkföll eru óþekkt.
1 landi fasismans gerast aldrei
neinir stóratburðir á yfirborðinu,
allt er þar kyrrt og pottþétt og
rétt og i föstum þjóðfélagsskorð-
um, eins og I einræðis- og
draumarikinu Paradis. En engu
að siður er þar eins konar allra
veðra von og einslags bælt
stjórnleysi, sem leynist i hinu
þéttriðna kerfi leynilögreglunnar,
engla einræðisins. Og þvi var það,
að ,,de súbito, em abril” — allt i
einu i april — braust út bylting i
Portúgal, blaðamenn þyrptust til
Lissabon, heimsblöðin fylltust af
fréttum, og skyndilega var Portú-
gal landið, þar sem eitthvað var
raunverulega að gerast.
Gat fimmtugur
fasismi fallið
á einni nóttu?
Enhvaðhafði gerst? Gatátt sér
stað, að næstum þvi fimmtugur
fasismi félli á einni nóttu I bylt-
ingu, sem var ekki einu sinni
blóðug? Fornarlömb byltingar-
innar voru aðeins sex talsins:
fimm óbreyttir borgarar féllu
fyrirkúlum leynilögreglunnar, og
alþýðunni i Lissabon tókst aö
svala sér á einum leynilögreglu-
manni og drepa hann, án dóms og
laga. Hvers eðlis var blóðlausa
byltingin 25. april? Hún var bylt-
ing ungu liðþjálfanna, bylting
með blómið i byssuhlaupinu, eins
og hægt væri að kalla hana, vegna
þess að alþýða Lissabon stakk
nelkum i byssuhlaup hermann-
anna, þegar henni varð ljóst, að
loksins var „friðurinn” úti, og að i
hans stað var komið þrætueplið
góða, frelsið, sem leyfir fólki að
rifast, deila og sættast, sam-
kvæmt innsta eðli mannsins, þvi
að almáttugri verndarhendi var
ekki lengur haldið yfir „þjóð vorri
og fósturjörð” af herra Marcelo
Caetano og þörfum kauphallar-
innar. Lýðræðið hafði komið til
Lissabon i skriðdrekum. Aiþýðan
fagnaði með blómum.
Þótt að i Pravda stæði mjög
eðlilega,, að herinn hafi gengið i
lið með alþýðunni”, var byltingin
þann 25. april, ekki gerð af „fólk-
inu”. Hún kom að ofan, að visu
hvorki frá guði eða Fatima.held-
ur frá hernum, ellegar, ef rétt er
á hana litið, alla leið frá Afrlku,
svörtu villimönnunum þar, sem
vegna sins villta eðlis heimtuðu
frelsi af þvilikum ákafa og and-
legri leikni, að hinn siðmenntaði
hviti her Portúgals hafði barist
vonlausri baráttu i þrettán ár viö
villimennina, án þess að sigur
næðist eða hernaðarlegt krafta-
verk gerðist. Vegna ákveðinna fé-
lagsiegra aðstæða var aðeins rök-
rétt, að mistök og getuleysi portú-
galska hersins i Afriku mundu
leiða til kraftaverks i heimaiand-
inu, landi Fatima. Hafði ekki sjálf
Maria mey birst þar i síðasta
sinn á þessari syndugu jörð, árið
1917, tæpum tiu árum áður en
hennar elskulegi sonur, Salazar,
Portúgalskir sjómenn
komst til valda? Hún hafði birst
þar þremur fátækum sveita-
krökkum, sem sátu undir runna,
og sagði þeim eitthvað undir rós,
liklega eitthvað svo ægilegt, að
sjálfur páfinn hefur ekki viljað
greina frá leyndarmálinu.
Kannski sagði hún saklausu
sveitabörnunum, að stefna sonar
hennar, Salazars, ætti eftir að
verða að engu gerð 25. april 1974,
þótt svo hann ætti eftir að reisa
„móður guðs á jörð” eitt stærsta
meydómsvigi, pilagrimahöll og
glingurbúð, sem til er á jörðinni.
Sjálfur hafði Salazar virt mey-
dóm kvenna allt sitt lif, og dó i
hárri elli sem hreinn sveinn og
grátlega geðveikur. 1 sinni póli-
tisku erfiðaskrá sagði hann svo
fyrir, að aðeins hreinir sveinar
skyldu stjórna Portúgal allt til
enda sögunnar. Arftaki hans,
Caetano, fylgdi boðorðinu með
hjálp Nato, og hélt hann i útlegð
sem hreinn sveinn i svörtum föt-
um, hvitri skyrtu og með svart
bindi.
Yfirherforingi
með einglyrni
Fleiru er snúið við en fréttum
sovéska blaðsins Pravda, þvi að i
byltingu hersins voru það ekki
hershöfðingjarnir, sem stjórn-
uðu, heldur undirmenn þeirra
með fylgi óbreyttra hermanna,
sem oftast fylgja foringjanum,
þótt hann sé aðeins undirforingi.
Að visu, i þessu tilfelli, neituðu
margir að hlýða öðrum en ,,lög-
legri stjórn” landsins. Obreyttur
hermaður er af óbreyttu fólki
kominn, áður en hann gengur i
herinn og þjónar föðurlandinu i
fjögur ár, hefur stjórnkerfið
kennt honum að fylgja reglum
þess , hann hefur fellt sig við
stöðu sina i þjóðfélaginu, og þess
vegna er honum leikur einn að
fella sig við aga hersins. Hermað-
urinn er óbreytt alþýða, og það
þarf meira til en stök bylting, eigi
hann, eða alþýðan yfirleitt, að
breytast. Hvorki alþýðan né her-
menn tóku skapandi þátt i bylt-
ingunni. Liðið var tæki i höndum
liðþjálfanna. En liðþjálfarnir
urðu einnig að lúta lögmálum sin-
um. Það var þess vegna eðlilegt,
vegna þess að saga mannsins er
alltaf söm við sig og á þróun
mannsandans verður ekki logið,
að eftir uppreisn og byltingu lið-
þjálfa og undirmanna gegn yfir-
mönnum og hershöfðingjum, ætti
yfirhershöfðingi eftir að gerast
æðsti maður þjóðarinnar, maður
að nafni Spinola, forðum næst-
æðsti foringi Aðaí Herráðsins og
hálfgerður ellibelgur af borgara-
legum uppruna, sem hafði barist
árum saman fyrir föðurlandið
með litlum árangri i nýlendunni
Gineu-Bissá á vesturströnd Af-
riku, yfirherforingi með einglyrni
fyrir hægra auga og með Turninn
og Sverðið i barmi — æðsta heið-
urmerki Portúgals — höfundur
frægrar bókar, sem bar hið bjart-
sýna heiti, Portúgalog framtiðin,
sem yfirmaður hans i herráðinu,
Costa Gomes, núverandi forseti
landsins — og þvi arftaki undir-
manns sins og þannig hefur
„toppurinn stöðugt veriö að kom-
ast á toppinn i portúgölskum
stjórnmálum” — hafði á sfnum
tima leyft að birt yrði, þrátt fyrir
stranga ritskoðun, sem rikti i
landinu og fylgdist með hverjum
staf, sem fór á prent, með stærra
stækkunargleri ein einglyrni.
Fyrir bragðið — kannski her-
bragðið — var félögunum, Spinola
og Gomes, vikið úr embætti, tæp-
um tveimur mánuðum eftir út-
komu bókarinnar, enda fussaði
menntaði einvaldurinn. Marcelo
Caetano, á innihald kversins.
Hann kvaðst hafa stungið upp á
þvi, árið 1962, þegar hann var
rektor Háskólans i Lissabon, að
„héruðin handan hafsins” eins og
nýlendurnar voru kallaðar á finu
og opinberu máli yrðu gerð að
sambandsrikjum heimalandsins,
Portúgals. Sá hinn sami var helsti
boðskapur bókar Spinola, auk
annarra laglegra hugleiðinga i
ætt viðfrjálslyndafélagshyggju
háskólamenntaðraar Islenskrar
ekkju.
Andrúmsloft
vonarinnar
1 nokkra mánuði var „ekki um
annað rætt I Lissabon” en um
Portúgal og framtfðina. Frúr af
báðum kynjum drukku hana i sig
og andvörpuðu yfir henni af fögn-
uði yfir tebollum og smákökum.
Enginn betri borgari átti orö til að
lýsa gæðum og fágaðri hugsun
verksins, hinum frjálslynda anda
úr brjósti lotlega yfirhershöfð-
ingjans, eða þeirri framtlðarsýn,
sem hann sá með einglyrninu.
Það er erfitt að lýsa andrúmslofti
vonarinnar og hrifningarinnar i
Lissabon, en helst verður það
skynjað á þann hátt, að við gerum
okkur i hugarlund, að vel metin
frú i Reykjavik, örlitið veil fyrir
brjósti hætti að fara i saumklúbb,
stöllum hennar til mikillar undr-
unar, en nokkrum mánuðum síð-
ar byði sú brjóstveika þeim heim,
og tilkynnti með hátiðlegum
hósta, að i stað köku úr ofninum
bæri hún á borð fyrir þær nýút-
komna bók eftir sig hjá Isafold.
Þótt Caetano væri tlður gestur i
teboðum hins glettilega afdank-
aða borgaralega samfélags i
Lissabon, hafði andi hans aldrei
steinsofnað yfir tebollunum. Þess
vegna vaknaði hann andlega og
reiður við útkomu bókarinnar.
Kannski var hinn svartklæddi
forðum rektor afbrýöissamur i
garð hershöfðingjans, sem i raun
og sannleika hafði rænt hugmynd
hans með hervald og komið henni
á prent. Arið 1962 hafði Caetano
gert sér fulla grein fyrir, að þá
vorusiðustu forvöð að gera „hér-
uöin handan hafsins” að sam-
bandsrikjum ættjarðarinnar, ætti
að vera unnt aö bjarga þeim frá
nýskipulögðum frelsishreyfing-
um innan þeirra, sem fyrr eða
siðar mundu að öðrum kosti leiða
„héruðin” til algers sjálfstæðis.
En eins og málum var háttað nú, i
upphafi þessa árs, var slikt
óframkvæmanlegt frá hernaðar-
legu sjónarmiði séð. Frelsis-