Þjóðviljinn - 20.11.1974, Síða 7
Miðvikudagur 20. nóvember 1974. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Cunhal á fundi i Lissabon.
hreyfingarnar höfðu þegar
náð völdum I nýlendunum.
Yfirhershöfðinginn lést vera
fróðari formanni rlkisins i
félagsiegri hagfræði, en hagfræð-
ingurinn, Caetano, þekkti her-
mál betur en yfirhershöfðing-
inn: „héruðin handan hafsins”
voru miðstjórnarvaldinu i Lissa-
bon algerlega glötuð. A sínum
tima hafði Caetano skort hug til
að koma „vitinu” fyrir nýlendu-
stefnumennina, og núna var orðið
of seint að taka upp frjálslynda
borgaralega stefnu á tímum stór-
auðvalds. Portúgal átti aðeins um
tvennt að velja, annað hvort að
sigra „héruðin” að nýju með her-
valdi og hjálp Nato — hjálp, sem
Nato neitaði að veita portúgölsku
stjórninni, vegna stefnu og rikj-
andi áhrifa stórauðvalds fjöl-
þjóða-fyrirtækjanna, sem mest
gætir innan þessa bandalags, sem
reyndar er aðeins herbandalag að
nafninu til — ellegar hreinlega að
veita „héruðunum” algert sjálf-
stæði og reyna að bjarga þvi, sem
bjargað verður af iðnfyrirtækja-
samsteypunni, einkum i Angola.
Sú var raunveruleg krafa
bræðrafyrirtækjanna, sem hafa
alþjóðahyggju arðráns og hag-
vaxtar að hugsjón sinni. En ég
mun seinna reyna að gefa innsýn
inn i heim efnahagsfléttunnar.
Sérlegir fréttamenn
heimsblaðanna
héldu heim á leið
Þetta gat hin afdankaða portú-
galska borgarastétt með engu
móti skilið, enda hafði hún litið
þróast frá valdatöku Salazars,
eða I tæpa hálfa öld. Og til þess að
skilja það skilningsleysi er nauð-
synlegt að þekkja náttpott fasist-
iskrar friðarsamkundu. Stór hluti
strúta vinstrisinna, sem ætið er
tilbúinn að stinga hausnum i
sandinn og hverfa aftur að hálf-
borgaralegri hugsun um „frið-
samlega sambúð” striðandi afla,
fagnaði einnig Portúgal og fram
tiðinni. Bókin var jákvætt fram-
lag, eins og það heitir á máli syfj-
aðra marxista.
Þegar byltingunni var „lokið”,
þann 28. april — sama dag og
Salazar komst til valda fyrir 48
árum — án blóðsúthellinga eða
neinna fjárútlaga og Spinola orð-
inn forseti Portúgals, önduðu
bankarnir léttar, einkum þó
Banco Espirito Santo e
Comercial, þ.e. Banki Heilags
Anda og Verslunar. Friður og ró
rikti á ný. Spinola, sem i útliti
minnir á leikarann Eric von Stro-
heim, sat að völdum, og hinn
voldugi „þöguli meirihluti”
studdi hann. Sérlegir fréttamenn
heimsblaðanna héldu heim á leið:
landið var I góðum höndum
generálsins, frelsi hafði verið inn-
leitt i landið, fjármálavaldið var
óskert og á vissan hátt einnig
miklu frjálsara, það er að segja ef
allt færi að óskum Spinóla og
hægt yrði að tengja nýlendurnar
traustum efnahagsböndum við
Portúgal, og þá um leið stórauð-
valdskerfi Vestur-Evrópu og
Ameriku, með siðasta galdratóli
og lausn auðvaldsins, þvi sem það
kallar „fjölþjóðafyrirtæki”.
Það var þá, að „þöguli meiri-
hlutinn” ákvað að fara i fagnað-
argöngu til Lissabon (Haföi ekki
Mússolini komist til valda eftir
göngu til Rómar, og Salazar að
loknu þrammi til Lissabon?) og
sýna herforingjanum hollustu
sina — og kannski um leið I tvo
heimana — þann 28. september.
Þöguli meirihlutinn vildi einnig
láta i ljós, að honum var fædd
hugsjón, áður átti hann aðeins
andlega blindni, en undir niðri
var gangan fylking óttans gegn
kommúnismanum, sem reis upp
hvarvetna i landinu, að visu si-
fellt með hrós um Hreyfingu
hersins á vör og friðsamlega
sambúð i pokahorningu, en engu
að siður kommúnismi, og þess
vegna hættulegur. En ægilegast-
ar voru öfgahreyfingarnar til
vinstri, sem böðuðu Lissabon i
blóðrauðri málningu og hvöttu al-
þýðuna til að risa upp og hefja al-
þýöubyltingu.
Var alþýðubylting
á næsta leyti?
Fagnaðarganga þögula meiri-
hlutans var, eðli sinu samkvæmt,
farin i bilum. Allt bifreiðavald
landsins ettist upp i frjálslyndu
farartækin sin, ók eftir vegunum
sinum um landið sitt, og stýrði til
höfuðborgarinnar á fullri ferð. En
„frelsið á fjórum hjólum”, eins
og Ranault-umboðið auglýsir bil-
ana — hér gengur allt undir nafn-
inu „frelsi” — komst aldrei á leið-
arenda. Alþýðan stöðvaði það.l
þessu tilfelli er það rétt, að herinn
hafi gengið i lið með alþýðunni,
þótt hann hafi um leið unnið gegn
henni. Af hálfu hersins og stjórn-
arinnar hafði engin ákvörðun
verið tekin um að „afþakka”
heiðursgönguna —- en við nána
rannsókn kom i ljós, að hún var
talsvert vel vopnuð og ætlun
hennar að skjóta öðrum skotum
en heiðursskotum — fyrr en al-
menningur hafði tekið sér stöðu á
vegum úti. Seinna tók herinn við
varðstöðu fólksins, og lögum og
rétti, og hindraði I senn, að gatan
réði lögum og lofum og að bílalest
„þögla meirihlutans” kæmist
inn i Lissabon. A fimm mánuðum
hafði hinum ýmsu stjórnmála-
flokkum og hreyfingum tekist að
gera alþýðuna meðvitaða um sitt
stjórnmálalega vald og sina fé-
lagslegu ábyrgð, þannig að hún
átti i fyrsta sinn frumkvæði og hóf
aðgerðir, meðan Spinola og
Hreyfing hersins tvistigu. Þróun
mála var komin á nýtt stig, sem
hefði getað orðið að alþýðubylt-
ingu, og aðeins var hægt að
hindra með þvi, að láta tvistig-
andi forsetann stiga úr valdastóli
og skipa nýjan mann i hans stað,
Costa Gomes, núverandi forseta.
Þannig beið „þöguli meirihlut-
inn” hræðilegan ósigur, þvi að
Spinola var hans maður. Þannig
var „þöguli meirihlutinn” á ær-
andi „frelsinu á fjórum hjólum”
stöðvaður af þjóðinni úti á þjóð-
vegunjim, sem eru allt annað en
hennar vegir, þvi að eins og ég sá
einu sinni krafsað á vegg I há-
skólabænum Coimbra fyrir
mörgum árum: „Hvað hefur ber-
fætt alþýða að gera með hrað-
brautir?” Og þannig hófst raun-
veruleg þátttaka hersins i stjórn-
málum landsins. Yfirmenn hers-
ins komust að raun um, að þeir
voru hæfari i stjórnmálum en
hermálum. Eða, eins og Sal-
gueiro Maia segir, sá sem stjórn-
aði byltingaraðgerðunum 25.
april: „Normalmente, os bons
militares dao maus politicos.”
„Yfirleitt eru góðir herstjórar lé-
legir i stjórnmálum.” Og átti
hann þar við De Gaulle og
Spinola, sem báðir voru lélegir
herstjórar, en „frábærir” stjórn-
málamenn!
Þegar ekkert varð úr
borgarastyrjöld
Eftir 28. september spáði
fréttaritari þýska blaðsins Die
Welt, að borgarastyrjöld mundi
brjótast út i Portúgal, og frjáls-
lynd borgarablöð álitu landið
vera þegar i höndum kommún-
ista. Hins vegar sagði Alvaro
Cunhal, formaður Kommúnista-
flokks Rortúgals i viðtali, að land-
ið væri i góðum höndum Hreyf-
ingar hersins.en jafnframt viður-
kenndi hann, að vinstriöfgamenn
ættu sumir hverjir til að bera
heiöarleika og áræði og hefðu
-sýnt hvort tveggja I„bilagöng-
unni”. Og vissulega var það fyrir
áhrif harðkommúnista úr MRPP-
hreyfingunni, að alþýðunni var
att út á götuna gegn þögninni.
Engir aðrir en „öfgamennirnir”
gerðu sér fulla grein fyrir eðli og
ætlun „þögula meirihlutans”, að
drepa laumukommann Vasco
Goncalves, forsætisráðherra. öll
viðurkennd og „ábyrg” öfl hikuðu
fram á siðustu stund, vegna fylgi-
spektar við „löglega” stjórn
landsins og þegnskapar við hers-
höfðingjann pennalipra, forset-
ann, sem leit forsætisráðherrann
hornauga á bak við einglyrnið.
Með aðgerðarleysi og þögn vildu
hefðbundnu stjórnmálaöflin:
sósialistar, kommúnistar og mið-
flokkarnir sýna stjórnmálalegt
meinleysi, sem sjálfsagt stafaði
af nýfengnu frelsi og vissri vantrú
á, að það væri raunverulegt, og
þá um leið, að flokkarnir fylgdu
hernum i öllu, einnig stjórnmál-
um. Það er þvi ekki að undra, að
oftsé spurt á pólitiskum fundum i
Portúgal: „Hvers vegna að hafa
stjórnmálaflokka, ykkur, ef þeir
fylgja allir hernum að málum?”
Þegar Costa Gomes var kominn
i forsetaembættið (hann er að
sögn ópólitiskur maður, en sann-
arlega umkringdur kommúniskri
fjölskyldu, eftir yfirlýsingum
systur hans að dæma) biðu blaða-
menn i ofvæni i blaðadeild Foz-
hallarinnar við Avenida Da
Liberdade og væntu stórtiðinda.
En þegar ekkert varð úr borgara-
styrjöld, sem alla blaðamenn
dreymir um að verði bæði i
Portúgal og á Spáni, engar blóðs-
úthellingar eða óeirðir, þá héldu
þeir heim i þotum. Blaðamenn
gera sér ekki ljósa grein fyrir, að
portúgalskir borgarar hafa enga
hugsjón til að berjast fyrir. Fyrir-
tækin eru of smá til þess að eig-
endur þeirra vilji hætta lifi sinu
fyrir þau, og alþýðan of fátæk og
fáfróð til þess að krefjast þjóðnýt-
ingar eða búa yfir hatri til kúgar-
ans. Aftur á móti er allur stóriðn-
aður, bankar og jarðeignir i hönd-
um niu „stórætta”, sem sam-
kvæmt lögmálum og hvötum hins
frjálsa framtaks æxla auðnum og
eðla sig þannig, að úr ættar-
tengslunum hefur mótast einkar
traust hjóna- og efnahagsbanda-
lag, likt og heima á tslandi.
Þótt fréttir frá Portúgal hafi
hætt að fylla dálka heimsblað-
anna, kann mörgum að leika hug-
ur á að vita, hvað gerðist i Portú-
gal, hvað er að gerast þar og,
hvað á eftir að gerast i landi sið-
asta nýlenduveldis Evrópu, landi
þjóðarinnar, sem fyrr á öldum
uppgötvaði hálfa heimskringl-
una, sannaði með siglingum, að
hún er hnöttótt, kom fyrst allra
þjóða til Afriku með nýlendu-
stefnuna, en heldur á braut með
hana siðust allra heimsvelda af
gamla nýlenduskólanum, sem
portúgalar hafa kennt i af fullum
krafti i fimm aldir, eða þá, hvern-
ig heimsveldi er hreinlega gert
upp, eins og gjaldþrota fyrirtæki.
Hver er hún þessi þjóð, sem fas-
isminn saug i 48 ár? Ef til vill
langar einhvern að vita, að nátt-.
pottur fasismans er lukkupottur
afturhaldsins og auðvaldsins, og
að detta i hann er draumur fleiri
en frjálslynda grunar. 1 greinum
sinum um Portúgal ætla ég að
reyna að gera grein fyrir menn-
ingu og ómenningu þjóðarinnar,
sem býr þar.
Líklega eru fáar þjóðir
eins lítið kirkjuræknar og
við íslendingar. Hvern
sunnudag þurfa klerkar
landsins að tóna sinn kær-
leiksboðskap í hálftómum
húsum og á yfirborðinu
virðist trúarlíf ekki eiga
upp á pallborðið hjá land-
anum.
En það er varasamt að draga
þá ályktun að landsmenn séu
gjörsneyddir áhuga á trúmálum
og öðrum dulspekilegum fyrir-
bærum. Var ekki Hafsteinn miðill
Elínborg,
Cayce og
Excorist
Dulspeki
— trúmál
Ellnborg Lárusdóttir
„Haldin illum anda”
að ástunda sina transmiðlun fyrir
fullu Háskólabiói fyrir stuttu?
Annað merki um áhuga fólks á
dulspeki og trúmálum er sá sæg-
ur bóka sem á hverju ári er gefinn
hér út um þessi efni. Varla væru
forleggjarar svo iðnir við þessa
útgáfu ef varan seldist ekki. Og
þá erum við komin að efninu.
Að þvi er okkur virðist er litið
lát á bókaútgáfu af þessu tagi.
örn og örlygur eru iðnir við að
fóðra landsmenn á trúmálum.
Leiftur frá liðnum öldum heitir
uppsláttarrit sem að sögn örlygs
gæti kallast bibliuhandbók. Bókin
er erlend að uppruna en séra
Magnús Guðjónsson þýðir.
Edgar Cayce nefnist frægur dá-1
valdur og miðill af vesturheimsk-
um uppruna. örn og örlygur hafa
gefið út þrjár af bókum hans og
núkemursú fjórða, Jesús Kristur
i dálestrum Edgars Cayce.Dagur
Þorleifsson blaðamaður þýðir.
Annar maður, að visu svissnesk-
ur, sem getið hefur sér frægð fyr-
ir nýstárlegar kenningar á sviði
dulspeki — þótt ýmsir segi hann
mesta dellumakara — er Erich
von Daniken.örn og örlygur gefa
út þriðju bók hans i ár og ber . ' *>
heitið Gersemar guðanna. Dagur
Þorleifsson þýðir hana .einnig.
Skuggsjá i Hafnarfirði sendi I
vor frá sér annað bindi hinnar
umdeildu miðilsfrásagnar af lifi
Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sem
hefur liklega verið vinsælasta
deiluefni islendinga um aldir ef
frá er talinn höfundur Njálu.
Elinborg Lárusdóttir er löngu
landsfræg fyrir frásagnir sinar af
dulrænni upplifun. Skuggsjá gef-
ur i ár út bók eftir hana og nefnist
hún Leit min að framlifi.
Við skellum undir þennan hatt
Stóru draumaráðningabókinni en
Ægisútgáfan sendir frá sér
endurútgáfu á henni i ár. Þá gefur
Fjölviút myndskreytta bibliueft-
ir erlenda listamenn.
Loks ber að geta þeirrar bókar
sem hvað mest hefur verið rifist
um upp á siðkastið. Hilmir gefur
út bókina Exorcist eftir William
Peter Blattey. Á islensku hefur
hún hlotið nafnið Haldin illum
anda og birtist lesendum i þýð-
ingu Trausta Ólafssonar blaða-
manns við Vikuna. Fer nú að
skiljast hvers vegna Vikan og
Vísir hafa svo mjög hamast
vegna þessa verks að undan-
förnu, m.e. með þeim afleiðing-
um að prestar landsins hafa skor-
ið upp herör gegn sýningu kvik-
myndarinnar sem gerð hefur ver-
ið eftir bókinni og þykir nokkuð
svakaleg.
—ÞH
RAFAFL
Vinnufélag
rafiðnaðar-
manna
Barmahlfð 4
HÚSEIGENDUR,
HÚSBYGGJENDUR
• önnumst allar nýlagnir og
viðgerðir á gömlum raflögn-
,um.
• Setjum upp dyrasima og lág-
■spennukerfi.
• Ráðgjafa og teikniþjónusta.
• Sérstakur simatimi milli kl.
1-3 daglega, simi 28022.
Auglýsingasiminn
er 17500