Þjóðviljinn - 20.11.1974, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJIN Miövikudagur 20. nóvember 1974.
Anders Bodelsen
Hugsaðu
þér
tölu
42
— Er hann ekki dálitiö flatari
en heima? spuröi hún upp i loftiö.
— Hann er nákvæmlega eins og
heima.
Þaö var eitthvaö svæfandi viö
öldugjálfrið. Bakviö sandhólana
beiö húsiö, kvöldmaturinn, vin-
flaska til skiptanna, eftir matinn
rúmið.
— Ég keypti kif, sagöi hún. I ár
veröuröu aö læra að reykja þaö.
— Ekki fyrsta kvöldið.
— Viö höfum þrjár vikur.
Þrjár vikur. Baðið haföi skolað
af honum áhrif ferðarinnar. Þrjár
vikur i sólskininu meö fallegri
stúlku, svalt hús til aö hvilast i,
vin sem gripiö var til eins og
sjálfsagðs hlutar. Hvers var hægt
aö óska sér fleira? 1 lok
viknanna þriggja yröu dagarnir
langir og tilbreytingarlausir. Og
ekki mátti spyrja um allt. Húsið
myndi standa þarna lika i vetur
eöa um páskana, hún myndi biöa
hans I rökkrinu, þau myndu
synda viö ströndina og siðan
fengju þau sér couscous og seinna
biöi hans litli, lokkandi og heiti
kroppurinn hennar i bjarma
syfjulegs lampa og siöan kæmu
rólegir, letilegir dagar. Þannig
átti þaö aö vera, ekki nákvæm-
lega eins og hann haföi áöur gert
sér I hugarlund, en nógu gott, og
þaö þurfti alls ekki að breytast.
Þau höfðu skipulagt þetta vand-
lega, þannig að peningarnir eydd-
ust ofurhægt. Þetta þyrfti aldrei
að veröa ööruvisi, aö minnsta
kosti ekki um fyrirsjáanlega
framtiö.
—■ Nokkuö nýtt af honum?
Hún haföi ekki staöiö upp meö-
an hún spurði. Borck hikaöi full-
lengi áöur en hann svaraði.
— Hefurðu athugaö þaö?
— Ekki núna. Ég veit ekki einu
seinni hvert ég á að hringja. Og
um hvað ætti ég eiginlega aö
spyrja? Þér getiö vist ekki sagt
mér hvort þessi eða þessi hefur
verið látinn laus nýlega? Nei, það
er ekki hægt, og hver er það sem
spyr? Enda hlýtur hann að eiga
að minnsta kosti ár eftir.
— Auli, sagði hún vingjarn-
lega.
— Ég athuga þetta þegar ég
kem heim. En ég hef ekki hug-
mynd um hvernig ég á að fara að
þvi.
— Fáðu upplýsingar um það.
Það er dálítið til sem kallast góð
hegðun. Eigum við að koma?
Þau stóðu á fætur, fóru i bað-
sloppana og gengu hægt upp með
sandhólunum. Yfir höföum þeirra
stóð Karlsvagninn álika bjartur
og á köldu, dönsku haustkvöldi.
En nóttin var svo heit, að þau
voru orðin sveitt áður en þau
komu heim i húsið.
Um sama leiti var Brun lika
orðinn rennsveittur. Litlar mý-
flugur flögruðu kringum hend-
urnar á honum og bitu ef hann
hreyfði þær ekki stöðugt. Ein hitti
á æð milli hnúanna og um leið og
Brun fór aö klóra I bitið, blæddi úr
þvi og nokkrir blóödropar runnu
hægt niður handarbakið.
Maöurinn hinum megin viö
skrifboröið endurtók hvaö eftir
annað sama óskiljanlega oröið:
Badain. Hann haföi stutt brúnum
fingri á spjaidið úr skránni, laut
yfir kortið og las i tilraunaskyni
með mismunandi áherslum:
Badam. Og sfðan eitthvað sem
lét i eyrum eins og: A-ba-dam.
Brun greip eftir kortinu með
biæðandi hendi, hinn var ekki al-
veg reiðubúinn að láta það af
hendi: A-ba-dam-da-no-is.
— Danois? spurði Brun.
— Oui, oui. Danois. Le seul
danois ici! Maöurinn danglaði i
spjaldskrána um leið og hann
sagði þetta. I speak English too,
bætti hann við.
— Can I see the card? spurði
Brun.
Hann fékk kortið afhent með
semingi. A. Bad’am, las hann.Née
Copenhague 20-4-1942. Numéro de
passeport P 1128214.
— Hvar get ég fundið hana?
spurði Brun.
Maðurinn teygði sig eftir kort-
inu.
— Það er erfitt að finna það.
Mjög afskekkt. Þú veröur að taka
bíl. Get ég fengið kortið aftur,
þakk fyrir.
Um leið og Brun rétti honum
kortið lak blóödropi niður löngu-
töng og blettaöi brúnina á kort-
inu. Bad’am, endurtók hann meö
sjálfum sér. Þaö hljómaði ekki
eins og danskt nafn, en maðurinn
sem tók viö kortinu og stakk þvi
aftur I kassann, kinkaði kolli upp-
örvandi:
— Oui, oui, Bad’am. Danois.
Eini daninn sem er búsettur hér.
Of seint að taka leugubil. Þú
veröur að fara á bilaleigu!
26
Alice stansaöi i dyrunum. Hún
hafði verið að blistra en hún hætti
þvi. Dyrnar sem hann hélt þau
hefðu lokað, stóðu i hálfa gátt.
Borck hugsaði I svip aö hann heföi
lifað þetta einhvern tima áður, aö
dyr sem áttu að vera lokaðar,
voru það ekki, dyr sem hann hafði
ekki náð aö loka á eftir sér. Þaö
var eins og einhver snerti laust
við taug I bakinu á honum, taug
sem annars var vel varin. Alice
haföi snúið til höfðinu og horfði á
eitthvað fyrir innan dyrnar.
Borck gekk framhjá henni og leit
i sömu átt. Hann þekkti sam-
stundis manninn i körfustólnum.
— Alice, byrjaði hann, hefur þú
An þess að lita á hann hvislaði
hún:
— Hálfviti.
Maðurinn i körfustólnum hló.
— Þá erum við loks öll saman-
komin, sagði hann.
Alice hnýtti beltið á baðsloppn-
um sinum Hún horfði niður i gólf-
ið eins og hún væri bara að tala
við sjálfa sig.
— Enginn er öruggur fyrir
fúskurum.
— Ég myndi nú ekki kalla hann
fúskara, sagði Sorgenfrey. Hann
horfði aðeins á Alice.
Borck var á báðum áttum.
Hann gæti hlaupið i áttina aö
manninum, látið sig detta og þrif-
útvarp
7.00 Morgunútvarp.
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35
og 9.05. Morgunstund
barnanna kl. 9.15: Guðrún
Guðlaugsdóttir heldur
áfram lestri á „örlaga-
nóttinrii”,, eftir Tove
Janson (2). Tilkynningar kl.
9.30. Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli liða. Frá
kirkjustöðum fyrir norðan.
kl. 10.25. Séra Agúst
Sigurðsson flytur fyrsta
erindi sitt: A bæ I eystrum
eölum. Kirkjutónlist kl.
10.45. Morguntónleikar kl.
11.003 Concert Arts hljóm-
sveitin leikur „Myndræna
dansa frá Brasiliu”. eftir
Darius Milhaud / Gonzales
Mohino leikur á gitar lög
eftir Granados / Vladimir
Ashkenazy leikur á pianó
Tilbrigði op. 42 eftir
RAKHM ANINOFF UM
STEF EFTIR Corelli.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miödegissagan:
„Fanney á Furuvöllum”
eftir Hugrúnu. Höfundur ies
(10)
15.00 Miðdegistónleikar
Christoph Eschenbach,
Eduard Drolc og Gerd
Seifert leika Trió i Es-dúr
fyrir pianó, fiðlu og horn op.
40 eftir Brahms. Lorant
Kovács og Filharmóniu-
sveitin I Györ leika Flautu-
konsert I D-dúr eftir Haydn:
Janos Sandor stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Hjalti kemur heim” eftir
Stefán Jónsson Gisli
Halldórsson les (ll)þ
17.30 Framburðarkennsla i
dönsku og frönsku.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Biskupinn með
trékrossinn. Helder Camara
Halldór Kristjánsson á
Kirkjubóli flytur fyrra
erindi sitt, þýtt og
endursagt.
20.00 Kvöldvaka a. Kórsöng-
ur. Kammerkórinn syngur
islensk lög. Söngstjóri Rut
L. Magnússon. b. Þegar
„drottningin” strandaði.
Séra Jón Skagan flytur
frásöguþátt. c. Kvæði eftir
Einar J. Eyjólfsson Olga
Sigurðardóttir les. d.
Einbúinn. Agúst Vigfússon
kennari flytur frásögu. d.
Haldið til haga. Grimur M.
Helgason forstööumaður
handritadeildar Lands-
bókasafns íslands flytur
þáttinn. f. Einsöngur.
Magnús wjónsson óperu-
söngvari syngur lög eftir
Islenskt tónskáld. Fritz
Weisshappel leikur á pianó.
21.30 útvarpssagan:
„Gangvirkið” eftir Ólaf
Jóh. Sigurðsson. Þorsteinn
Gunnarsson leikari les (17)
22.00 Fréttir
2215 Veðurfregnir .
Bókmenntaþáttur í umsjá
Þorleifs Haukssonar
22.45 Nútimalist Þorkell
Sigurbjörnsson jynnir.
23.30 Fréttir f stuttu máli.
Dagskrárlok.
0 sjónvarp
18.00 Björninn JógúBandarísk
teiknimynd. Svindlarinn
Þýðandi Guðrún Jörunds-
dóttir.
18.20 Gluggar, Bresk fræðslu-
myndasyrpa. Þýðandi og
þulur Jón O. Edwald.
' 18.45 Filahiröirinn. Bresk
framhaldsmynd. Aðalvitnið
Þýöandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
20.00 Fréttir og veöur,
20.30 Dagskrárkynning og
augiýsingar.
20.40 Landsbyggöin. Austur-
land. Sveitafélög i hinum
ýmsu kjördæmum úti á
landi hafa myndað lands-
hlutasamtök um málefni
sln, sem kunnugt er. Hvert
þessara sambanda mun
standa að einum umræðu-
þætti i Sjónvarpinu i vetur,
og verða tveir þeirra fluttir
fyrir jól. Austfirðingar riða
á vaðið. Umræðunum stýrir
Ingimundur Magnússon,
framkvæmdastjóri Sam-
bands sveitarfélaga i
Austurlandskjördæmi, en
aðrir þátttakendur eru Jó-
hann D. Jónsson, Egilsstöð-
um, Jóhannes Stefánsson,
Neskaupstað, Jón Erlingur
Guömundsson, Fáskrúðs-
firði, og Oddur Jónsson,
Fagurhólsmýri.
21.30 KannsKi Kem eg l vor,
Bandarisk sjónvarpskvik-
mynd. Leikstjóri Joseph
Sargent. Aðalhlutverk Sally
Field, Lane Bradbury,
Jackie Cooper og Eleanor
Parker. Þýðandi Jón. O.
Edwald. Myndin gerist nú á
timum I Bandar
Unglingsstúlka, Denise
Miller, strýkur aö heiman.
Henni er um megn að þola
tortryggni og afskiptasemi
foreldra sinna. Hún flækist
um landið með hippum og
eiturlyfjaneytendum og
Iendir I ýmsu, en snýr þó
aftur heim að nokkrum
mánuðum liðnum.
Foreldrar hennar taka
henni opnum örmum, en
henni verður brátt ljóst, að
nú á yngri systir hennar við
að striða, sama vandamál
og áður hafði hrakið hana
sjálfa að heiman.
22.40 Dagskrárlok.
Mitterand
Marchais
Frakkland:
Brestur í
samstöðu
vinstrisinna?
Reuter — Nokkurrar spennu
hefur þótt gæta aö undanförnu
milli kommúnista og sósialista i
Frakklandi og þykir ýmsum sem
brestir séu farnir aö koma á hiö
nána samband sem var á milli
þeirra i kosningabaráttunni I vet-
ur leiö.
Þá náði hinn sameiginlegi
frambjóðandi þeirra, Mitterand,
leiðtogi Sósialistaflokksins, nær
helmingi atkvæða, og hafi Gis-
card d’Estaing aðeins broti úr
prósenti betur en það nægði hon-
um samt til forsetatignar.
Likur þykja benda til að sósial-
istar hafi mjög eflst að fylgi, aö
einhverju leyti á kostnað
kommúnista sem afturhafa verið
forystuaflið til vinstri allt frá
styrjaldarárunum. En nú er
Sósialistaflokkurinn með miklu
vinstri sinnaðri stefnu en fyrr.
1 siðustu viku hélt Mitterand
ræðu I frönskum smábæ og ásak-
aði kommúnista fyrir að ráðast
að ósekju á flokk sinn. Kvaðst
hann ekki vilja vera hinn barði
vikapiltur kommúnista. Hins
vegar kvaðst hann bera til baka
allan orðróm um það að sam-
staða flokkanna tveggja um sina
sameiginlegu stefnuskrá væri að
bresta. Sósialistaflokkurinn stæði
heils hugar að þeirri stefnuskrá.
Atök um hrísgrjóna
uppskeru
SAIGON 19/11 — Búist er við vax-
andi átökum herja suður-viet-
nömsku þjóðfrelsisfylkingarinnar
og Saigonstjórnar i óshólmum
Mekong á næstunni, vegna þess
að hrisgrjónauppskeran fer i
hönd og er mikið hagsmunamál
fyrir báða aðila að hafa ráö yfir
henni. Talsmenn Saigon-stjórnar
segja að liðsmenn Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar hafi undanfarið
Auglýsing
varðandi skipshunda
Að gefnu tilefni og með skirskotun til laga
nr. 11/1928 og laga nr. 74/1962 skal athygli
vakin á þvi að bannað er að flytja hunda til
íslands.
Einnig er óheimilt að hafa hunda um borð
i silenskum skipum, sem sigla milli landa,
ef hundarnir hafa haft samgang við hunda
erlendis.
Skipshundar á erlendum skipum skulu
tjóðraðir tryggilega eða læstir inni, meðan
skipin liggja i islenskri höfn.
Skipstjórnarmenn bera ábyrgð á þvi að
ákvæðum þessum sé fylgt.
Landbúnaðarráðuneytið.
ráðist á allnokkrar stöövar
Saigon-stjórnar á þessum slóðum
ogfellt nokkra hermenn. Óliklegt
þykir þó að Þjóðfrelsisfylkingin
hafi meiriháttar sókn i hyggju,
þvi að slik sókn er likleg til þess
að verða Saigon-stjórn átylla til
að gripa til aukinna kúgunar-
ráðstafana gegn
andspyrnuhópum á yfirráðasvæði
sinu.
Reuter
Leiðtogi kommúnistaflokksins,
Marchais, staddur i heimsókn i
Lissabon, bar strax hönd fyrir
höfuð sér og kvað enga ástæðu
fyrir sósialista að ráðast svona að
kommúnistum. Það væru fárán-
legar getsakir að kommúnistar
ætluðu að móta sósialista i sinni
mynd. Einnig Marchais lagði
áherslu á nauðsyn þess að flokk-
arnir tveir stæðu saman um
stefnuskrána frá þvi i forseta-
kosningunum.