Þjóðviljinn - 08.12.1974, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Ódýrar, skemmtilegar og fróðlegar bækur
FAÐIR MINN
Faðir minn — Læknirinn
Bjarni Jensson — Skúli Árnason — Sigurður Magnússon —
Guðmundur Hannesson — Ólafur Finsen — Ólafur
Thorlacius — Ingólfur Gislason — Þóröur Sveinsson —
Matthías Einarsson — Ólafur ó. Lárusson — Guðmundur
Thoroddsen —Helgi Tómason — Haraldur Jónsson — Gísli
Pálsson — Lesið þessa skemmtiiegu læknabók. Þeir urðu
margir þjóðsagnapersónur þegar I lifenda Hfi, þessir
læknar.
raonWei i) l! R
B R ) N J Ó I. F S I) ÓTT I R
r«A MIOIUSEAMBAND!
GUORÚNAfi
SIGUftÐAftOÓTTUft
Ragnheiður Brynjólfsdóttir
II. bindi
Frá miðilssambandi Guðrúnar Sigurðar-
dóttur á Akureyri.
Bókin um Ragnheiöi Brynjólfsdóttur varð metsölubók sið-
asta árs þrátt fyrir óvenjulegt og ósmekklegt niö ákveðins
ritdómara. Slðara bindið er að allra dómi enn skemmti-
legra en hið fyrra og sala þess stefnir beint á tindinn. —
Hefur þú eignast slðara bindiö af Ragnheiði? Ef ekki, þá
frestaðu ekki að kaupa þessa óvenjulegu bók, hún gæti
hæglega, selst upp fyrir jólin.
Jakobína Sigurðardóttir:
Lifandi vatnið.........
Skáldsagan, sem mun verða talin skáldsaga ársins J974.
Gnæfandi tindur á skáldskaparferli höfundarins, bók,"sem
enginn unnandi Islenzks skáldskapar getur látið fram hjá
sér fara ólesna. — Svona er hægt að skrifa ef maður kann
til þess.
JAKOUÍNA
ilt.l Hll \i;l)Q 11IR
Elinborg Lárusdóttir:
Leit mín að framlífi
Fjölþættar frásagnir at dulrænni reynslu höfundarins,
sýnum hennar og dulheyrn. Hér segir einnig frá óvenju-
legri reynslu hennar á sérstæðum miöilsfundum, fágætri
trúarvissu og staöfastri sannfæringu um fagurt framlif
að jarðvist lokinni. Þetta cr fögur bók og einlæg frásögn
mikillar trúkonu.
UITMfN
AB
FMMlfll
HLÍNHORG
VAIjGHIR SIGUROSSON
'EP L...‘.........
Valgeir Sigurðsson:
Ef liðsinnt ég gæti
Fimmtán viðtöl við landskunna menn og aðra minna
þekkta. „Stundum leitaöi ég eftir æviatriðum manna og
lýsingu á horfinni tið.Sumir ræddu um tómstundavinnu
sina og hugðarefni, aðrir töluðu um vandamál og við-
fangsefni Hðandi stundar. Hér er jafnvel sagt frá vlsinda-
legri starfsemi”, segir höfundurinn f formála — Þessi bók
eykur víðsýni og skilning, hún er stórfróðleg og skemmti-
leg.
Ragnar Ásgeirsson:
Skrudda I - III
Nú er lokabindið af Skruddu komiö, fjölbreytt að efni og
skemmtilegt. Skrudda geymir sögur, sagnir og kveöskap
úr öllum sýslum Iandsins, skráðar á fögru máli, þvi Ragn-
ar var smekkmaöur á Islenzkt mál, sjófróður og skemmti-
legur sögumaður. 1 þessu bindi er bókarauki: bernsku-
minningar Ragnars vestan af Mýrum, sýnishorn af ljóða-
bréfum hans og lausavisum og ritgerð um Ragnar eftir
Guðmund Jósafatsson frá Brandsstöðum, auk Itarlegrar
nafnaskrár yfir öll bindin.
Clfar Þormóðsson:
Akæran. Sóknamefndin
gegn séra Páli
„Akæran getur minnt á Kristnihald undir Jökli: biskup f
Reykjavik, prestur I þorpi úti á landi. Frásagnaraðferðin
er hins vegar nær Gunnari og Kjartani Vésteins Lúðvlks-
sonar..” — Erlendur Jónsson I Morgunblaöinu. —
Þessi bók vekur umtal og kann jafnvel að hneyksla suma.
Eruð þér á bandi prestsins eða sóknarnefndarinnar?
Oscar Clausen:
Sögn og saga III
t þessu lokabindi þessa sagnaflokks segir m.a. frá hestum
höfundarins, en hann var mikill hestamaður og hestaunn-
andi og hafði samband við marga með sömu áhugamál.
Auk þess eru hér ýmsir aðrir fróðlegir og skemmtilegir
þættir víösvegar aö af landinu. — Bók hestamanna og
þeirra, sem þjóölegum fróðleik unna.
. .nt Iwsii »sí*o*áe»t.r». Mséltwí:
t<*x*í ■ko'imú*’
• • ‘ ntk-iKiiuHtM-
5(U8íSU
Sigvaldi Hjálmarsson:
Tunglskin í trjánum
Enginn Islendingur þekkir Indland og Indverja eins og
Sigvaldi, sem hefur ferðast um landið þvert og endilangt,
rölt um þorp og byggöir, rætt við krakka og karla, helga
menn og vitringa, hlýtt á skarkala stórborgarllfsins og
gefið sig þögninni á vald með hinum þöglu. Þetta er heill-
andi ferðabók, sem opnar sýn inn I töfrandi undraheim.
INGÓI.FUR JÖNSSON
frA prestsbakka
c" )j,ö<)|eqar
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka:
Þjóðlegar sagnir
Hér kveöur við nýjan tón I sagnasöfnun, margar sögurnar
eru sérstæðar og óvenjulegar og sumar meinfyndnar.
Höfundur hefur vlða leitað fanga, mcst þó meöal alþýðu-
fólks, en helztu sögumenn hans eru Steinunn Guðmunds-
dóttir á Stóru-Hvalsá I Hrútafirði, Ingibjörg Guðmunds-
dóttir á Efri-Brunná i Dalasýslu og Jón Guðlaugsson á
Vopnafirði
Peter Freuchen:
Æskuár mín á Grænlandi
Ný og vönduð þýðing Andrésar Kristjánssonar fyrrum rit-
stjóra. Þessar Grænlandsminningar Freuchens eru meðal
skemmtilegustu ferðaminninga, sem skráðar hafa verið.
Þeir, sem ekki hafa kynnst frásagnarsnilld hans og sér-
stæöri og djarfri kímnigáfu og eiga þessa bók ólesna, eru
öfundsveröir, þvlbókin er I einu orði sagt: óviðjafnanleg.
Jón Gíslason:
Úr farvegi aldanna II
Hér sagt frá fyrirhleöslunni miklu á Brúnastaöaflötum og
koma þar margir merkir og stórhuga menn við sögu, en
hæst ber nafn Glsla búfræðings Gíslasonar frá Bitru, sem
geröi áætlun um verkið og stjórnaöi þvl. Sagt er frá
byggingu Þjórsárbrúarinnar, gagnmerkum áfanga I sam-
göngumálum þjóðarinnar, þáttur er um loðnusilunginn I
Úlfsvatniog annar um kálfinn I Gegnishólum og eru þeir
báðir sérstæöir og furðulegir. Loks er frásögn af spadóms-
gáfu fugla og eggjasöfnun bræðranna Glsla og Hannesar á
Stóru-Reykjum.
!•« tisusoi ÚR
farvbgi
-A.LXDA.KnSTA.
Theresa Charles:
Ást og ættarbönd
Roberta var orðin liðlega tvltug þegar Maynie sagöi henni
söguna af ógnum Kelpiesloch og þvl, hvernig hún rændi
henni sem ungu barni og hratt barnavagni hennar út I
vatnið. Hún var aöhefna sln á gamla jarlinum og konunni,
sem hafði náð eiginmanni hennar frá henni. En yrði sögu
Robertu trúað, þegar hún kom sem væntanlegur erfingi,
eða gat hún átt von á að veröa næsta fórnarlamb vatnsins?
— Æsispennandi ástarsaga.
farsældar
RIKIÐOG
MANNGILDIS
STEFNAN
Kristján Friðriksson:
Farsældarríkið og
manngildisstefnan
KrisöánFriöriksson
Karl Kristjánsson fyrrum alþingismaður segir um bók-
ina: „Tillögur hans eru grundvallaðar á þeirri lifsskoðun,
að hver maður hafi skyldur að ynna eftir þvi, sem hann
hefur getu til frá skapara sinum, en eigi jafnframt heimt-
ingu á að njóta réttlætis, mildi og mannhelgi. Bókin er
höfundi til mikils sóma. Manndómlegt framlag mikils
lifsáhugamanns.” — Þetta er bók fyrir áhugamenn um
félagsmál og pólitlk. Þeir veröa e.t.v. ekki sammála
Kristjáni, en þeir verða að lesa bókina.
Barbara Cartland:
Týndir töfrar
0árrland
Jijndir
1 skóginum hjá sveitasetri sinu hittir Alton lávarður unga
konu. Hún er fögur og leyndardómsfull og neitar aö skýra
frá hver hún er. En þegar hún trúir honum fyrir þvi að hún
sé skyggn, biöur hann hana að lita inn I framtíðina fyrir
sig. Hún segir honum að kona muni leggja fyrir hann
snöru, að hann eigi að leita að persónu, sem hann finni
ekki og aö framundan sé myrkur og blóö, — mikið blóð.
— Saga full af leyndardómum og spennu.
tslendinga sögur
með nútima stafsetningu
Nú eru allar tslendinga sögur og þættir komnar út I 8
bindum á þvi máli, sem við ritum og tölum I dag. Er þetta
eina hcildarútgáfa sagnanna á nútlmamáli og geta þvf
allir tslendingar, jafnt ungir sem aldnir, notið sagnanna
til fulls.
....ritháttur skiptir I raun og veru máli — þaö fer ekki
hjá þvi að hinn gamli, samræmdi ritháttur var fráhrind-
andi að ýmsu leyti, ekki sizt ungu fólki”, segir Arni Berg-
mann i ritdómi.
f .M. f.N?. K A K í v)K N SÖC*.UH
Skuggsjó — Bókabúð Olivers Steins — Hafnarfirði