Þjóðviljinn - 08.12.1974, Blaðsíða 15
Snnnudagur 8. desember 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 15
BÓKAHILLAN
LoCtur Guðinundsson: Þrautgóðir á raunastund, ti. bindi.
Rvík 1974. Örn og Örlygur.
Ritsafnið. Þrautgóðir á raunastund, sem Steinar J. Lúðvíksson
blaðamaður hefir skráð og samið, er þegar orðin gagnmerk heim-
ild um merkilegan þátt í baráttnsögu þjóðar vorrar á þessari öld.
Þar hefir verið rakin sjóslysasaga nokkurra áratuga, lýst hetjulcgri
baráttu, hörmulegum atburðum en einnig gleðilegunt sigrum. í
þessu bindi, sent Loftur Guðmundsson rithöfundur semur, er
brugðið á nýtt ráð og skýrt frá ævi og störfum þriggja manna.'sent
hæst ber í því að skipuleggja björgunarstarf og koma á fót al-
mennum slysavörnum. Þeir eru: Síra Oddur Gíslason, Sigurður
Sigurðsson skáld frá Arnarholti og Jón E. Bergsveinsson erind-
reki. Gerð er allrækileg grein fyrir ævi þeirra og störfunt, en
einkunt þó öllu því, er laut að slysavörnum. Síra Oddur er braut-
ryðjandinn, í aðra röndina ævintýramaður, en á hinn bóginn
raunsær athafnamaður, sem evfjir markið og ryður brautina, svo
að því verði náð, þótt honum auðnaðist ekki að leiða þjóðina
fram til sigurs. Enda skilningur og stuðningur annarra lítill.
Sigurður skáld braust í að stofna Björgunarféíag Vestmannaeyja,
og leysti þar af hendi mikið starf og merkilegt, sem ekki mun
sfður lifa en hin ágætu kvæði hans. í björgunarstarfinu samein-
aðist glöggskyggni og framsýni skáldsins við raunsæja athafnasemi.
LofturGuómundsson
Þrautgóðir
á raunastund
ÞEIR HOft) MERKlD
FCliti' bipdi bjbtgunar-..otj. sjóslysusqtjtj:
lan<ls,ór heltjýó mlnoíngu þritjyjp manrto.
*cm héfu nieikí islysayqrnti ó lofl, þeinti
tciu OdtU V. Oitlosörtqr,SigvrSörJSíyuiðs-
íouar fró' AnioihoUi Oy 'Jón»' t. Bcrq-
svcins'.onttr, órfndicko SVFI
Jón E. Bergsveinsson varð brautryðjandi á tveimur sviðum ís-
lenskrar útgerðar, hann Jærði fyrstur íslendinga meðferð síldar
og kom með því fótum undir síldveiðamar, og síðar verður hann
einn aðalstofnandi Slysavarnafélags íslands og erindreki um
mörg ár, og má fullyrða, að liann liafi mótað starf þess og stefnu
öðrum mönnum fremur. Þessir þrír menn voru liarla ólfkir að
gerð, uppeldi og ævistörfum, en eitt áttu þeir sameiginlegt, óbil-
andi áhuga, framsýni og fórnfýsi til að vinna allt, sem þeir máttu
fyrir hugsjón sína, sem þeim öllum var sameiginleg: að forða
slysum og bjarga, þar sem bjargað varð. Og ótalin eru mannslífin,
sem starf þeirra hefir bjargað, og mikil er þakkarskuld þjóðar-
innar við þá. Af þeim sökum er þetta þörf og góð bók, sem i
senn heldur uppi minningu^þeirra mætu manna og bendir fram
á við og eggjar til dáða. TTll er bókin hin læsilegasta, en helst
mætti finna að því, að hún sé of stutt.
Einar frá Hergilsey: Blærinn í laufi.
Rvfk 1974. Öm og Örlygur.
Þetta er önnur skáldsaga höfundar, sem er bóndi vestur á Barða-
strönd, en hefir það hjáverkastarf að tjá hugsanir sinar í skáld-
söguformi. Sagan gerist f litum firði, sem er að leggjast í eyði
fyrir tfmanna rás. Hún er því jöfnum höndum þjóðlífslýsing á
barátu fólksins og einkamálum söguhetjanna, þar sem mjög g:ctir
árekstra í tilfinningum og vfxlspora. Höfundur segir vcl frá og
bregður upp mörgum skyndimyndum af persónum og atvikum
án málalcnginga. I’ersónum, ólíkum að eðli og gerð, er teflt
saman og fcr honum það yfirlcitt liaglega úr hendi. Undiraldan
er átthagaástin og viðnámið gegn eyðingu byggðarinnar. Og
sagan endar þar sem söguhetjan stendur föstum fótum á jörð
sinni. Einar gjörþekkir það fólk, sem hann lýsir og umhverfi
þess. Það ásamt góðri frásagnargáfu er styrkur sögunnar.
Þetta er ritdómur úr HEIMA ER BEZT,
sem birtist hér sem auglýsing.
GÓÐ BÖK ER GÓÐ GJÖF
Örn og Örlygur, Vesturgötu 42, Sími: 25722
SITT
ÚR
HVERRI
ÁTTINNI
Hvað er verra?
„Airport” var metsölubók,
sem siBan var gerð eftir kvik-
mynd meB metaBsókn. Og nú á
aB fylgja þeim árangri eftir með
„Airport 1975” eftir sömu
stjörnuuppskrift. Stjörnurnar i
nýju myndinni eiga reyndar að
verBa ennþá fleiri, þ.á.m.
Myrna Loy, Gloria Swanson,
Karen Black og Charlton
Heston.
Gloria Swanson leikur fræga
konu, hlutverk, sem fyrst var
reyndar boBiB Gretu Garbo. En
Greta neitaði, enda fannst henni
handritiB ósannferBugt. Ekki
sist i atriBi á flugvellinum, þar
sem tvær nunnur fylgjast með
er blaBamenn og ljósmyndarar
umkringja þá frægu.
— Hún hlýtur að vera leik-
kona, segir önnur nunnan.
— EBa það sem verra er!
svarar hin.
Eins og nokkur skapaður hlut-
ur geti veriB verra en að vera
leikkona, sagði Greta.
Gott í kuldanum
Á hliBi nektarnýlendu nokk-
urrar I námunda viB Le Havre i
Frakklandi gat aB lesa eftirfar-
andi skilti:
t dag verBur svalt i veBri. Þvi
ráBleggjum viB félögum nýlend-
unnar að klæBast bikini eða
suhdskýlu.
Gleymdi frúnni
34 ára nýsjálendingur, John
Mackenzie, varB fyrir nokkru aB
viBurkenna fyrir rétti i Auck-
land, aB hann væri sekur um tvi-
kvæni, en baB jafnframt um
milda málsmeBferB.
Fyrir nokkru hafBi Mackenzie
gengist undir raflostlækningu á
geBsjúkrahúsi, sem varB til
þess, aB hann gleymdi fullkom-
lega tilveru fyrri konu sinnar.
Dómarinn lét sér nægja tvö ár
skilorBsbundiB.
Góður gestgjafi
Listin viB aB vera góBur gest-
gjafi er fólgin i þvi aB láta gest-
unum finnast þeir vera eins og
heima hjá sér, jafnvel þegar
maBur óskar þess helst af öllu,
aB þeir væru það.
Orson Welles
VISNA-
ÞÁTTUR
S^^T^T—S.dór.-.:, ■
FRELSARINN VAR
FYRIRMYND ...
Oft hefur veriB boriB lof á
skagfirðinga fyrir hagmælsku
og þeim hampaB að verBleikum.
En mér finnst sem nágrönnum
þeirra, húnvetningum, oftast
gert of lágt undir höföi vegna
þess aö þar i sýslu hafa margir
visnasnillingar búið. Einn af
þeim var Gisli Ólafsson frá
Eiriksstööum. Margar stökur
Gisla eru perlur sem aldrei
hætta að skina. Ég ætla nú að
birta nokkrar af stökum Gisla,
kannski ekki þær bestu en samt
allar góBar.
Bindindi
Lengi hafiö bátinn ber,
bili ekki neglan.
Góöu dæmin gefur hér
góötemplarareglan
Lýöurinn eltir lögin blind,
leynir eöli sjúku.
Frelsarinn var fyrirmynd,
en fór þó ekki i stúku.
Vor
Lækir flæöa og fara i dans
fanna bræöist sporið.
Innri gæöi anda manns
endurfæöir voriö.
Synjað um styrk
frá alþingi 1934:
Litils viröi Ijóö mitt er
lifir hinna fremdin.
Enda fór hún framhjá mér
fjárveitinganefndin.
Skyrtan
Ytra virtist verjan fin
vera snyrtum dregin.
Er þá skyrtan innri þin
eins vel hirt og þvegin?
Geymt en
ekki gleymt
Yfir harma soliinn sjá
sé ég bjarma af vonum,
meöan varmann finn ég frá
fyrstu armlögonum.
Staka
Þrælkun óöum þyngir skap
þagnar ljóöa hreimur.
Andans gróöur dýrstan drap
djöfulóöur heimur.
Staka
Hryggst ég gat og fögnuö'
fylist
fundiö, giataö, brotiö,
áfram ratað, einnig villst,
elskaö, hataö, notiö.
Maurapúkinn
Einn aö vanti eyririnn.
ekki er von þér liki,
ef þú flytur auöinn þinn
inni himnariki.
Þoka
A vegamótum mæðunnar
margir hnjóta i sporum.
Eggjagrjót er allsstaöar
undir fótum vorum.
Á ferð og flugi
Hér um stund ég staöar nem
stari, spyr og svara.
Ég veit ekki hvaöan ég kem
né hvert ég er aö fara.
Leiftur glampa á bylgju
boga,
báran hampar mörgum knör.
Mánans lampi mildum loga
merlar kamp á græöis vör.
Ráðlegging.
(sléttubönd)
Háttinn detta láttu létt,
Ijóöin nettar settu,
þáttinn flétta reyndu rétt,
rimið gretta sléttu.
Staka
Lundin káta leikur sér,
ljóös af státar afli.
Tapist gátin, andinn er
óöar mát i tafii.
Sléttubönd.
Fljóöin bianda mættu mér
mjööinn andans, búna.
Ljóöin stranda, andinn er
eitthvað vandur núna.
Sprettinn Léttir þrifur
þrátt,
þýtur sléttar grundir.
Glettinn réttir bifur, brátt
brýtur kletta undir.
Stilling spilla villan vill,
Valla snilli hylla.
Gylling hyllir illan, ill
alla tryllir villa.
BOTNAR
Og þá er komið að botnunum
við fyrripartinn:
Ýmsum þykja atómljóöin
einskisviröi:
Axla verður þarna þjóöin
þunga byröi,
Einkum þeim sem ekki bruðla
eðalsteinum rims og stuöla.
V.L.
Þannig myndi ég einmitt yrkja
ef ég þyröi.
tslands skálda auðugs anda
óþörf byröi.
Ungra manna ódráttur
úr Óspaksfirði.
J.E.
Þvi botninn er suöur i
Borgarfiröi
J.A.
Aldrei neitt ég um þau hiröi,
andlát þeirra litils viröi
S.H.
Ósköp litiö ég heid þjóöin um
þau hiröi.
Leifur Guömundsson.
Um þau aöeins heimskir hiröi.
N.
Svo er mælt á Seyðisfiröi
N.
Samviskunnar sára byröi.
N.
Þetta skulum viö hafa fyrir
lokaorö hjá hinum snjalla hag-
yröingi, Gisla Olafssyni frá
Eiriksstöðum.
Hinn ágæti hagyrðingur úr
Kópavogi, Valdimar Lárusson,
hefur orðið viö bón okkar um að
fólk sendi nýjar eöa áöur óbirtar
visur. Hann sendi okkur bréf
sem i voru þessar prýöilegu vis-
ur.
Við sjó.
Ægir hvitum ölduföldum
úfnum skýtur vitt um sviö.
Upp aö þýtur kletti köldum,
kólgan brýtur ströndu viö.
Engum bjóöa þau ég þyröi
þó aö einhver um þau
spyrði.
N.
Listrænt form þau lemstri
og myröi
að læra og muna engin hirði.
Magnús J. Jóhannsson.
Svo vil ég að endingu leiðrétta
botn eftir V.L. frá siöasta þætti,
þar átti að standa:
Hans er vani aö hyggja flátt
og hygla eigin skinni.