Þjóðviljinn - 08.12.1974, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
khisului
Umsjón: Ingólfur Hannesson og Sverrir Sverrissoa
Lofsvert framtak
Klásúlur eru í dag helg-
aðar tveimur óþekktum
íslenskum hljómsveitum,
sem eru að geta út plötur
nú fyrir jólin. Þessar
hljómsveitir eiga það
sameiginlegt að meðlimir
þeirra eru nemendur i
M.R. og eru i fyrsta skipti
að þreifa fyrir sér á
hljómplötumarkaðinum.
Að öðru leyti eru þær
mjög ólíkar, bæði músik-
lega og að allri uppbygg-
ingu.
Melchoir samanstend-
ur af píanóleikara, selló-
leikara og tveimur gítar-
leikurum, og eru þeir að
gefa út litla tveggja laga
plötu. í Andrew eru tveir
menn, söngvari og gítar-
arleikari, og njóta þeir
aðstoðar valinna popp-
hljóðfæraleikara.
Framtak þessara ungu
manna er lofsvert, burt-
séð frá árangrinum, og
lífgar mikið upp á popp-
hljómlistarlífið í svart-
asta skammdeginu.
Andrew — Jiillus Agnarsson og Andri Clausen — eiga ekkert
skylt viö hinar frægu Andrew Sisters.
Óþekkt popphljómsveit
meö dágóöa rokkplötu
ÞEKKTIR AÐSTOÐARMENN Á FYRSTU BREIÐSKÍFU ANDREWS
NUna fyrir jólin kemur út
nokkuö athyglisverð breiöskifa
Woops meö algerlega óþekktu
nafni innan poppheimsins,
Andrew, sem samanstendur af
Júliusi Agnarssyni og Andra
Clausen, nemendum i Mennta-
skólanum i Reykjavík. Á plötunni
eru tiu lög, flest eftir Július, tvö
og hálft eftir Andra, og einnig
kemur textahöfundurinn Esten
nokkuð viö sögu.Suma hjáipar-
kokka plötunnar ættu lesendur
Klásúlna að þekkja, en þeir eru:
Asgeir óskarsson trommuleikari,
Ómar óskarsson bassaleikari
(báðir i Pelican), Egill Ólafsson
pianó-, harpsicordleikari og
undirsöngvari, Lóa og Anna
trompetleikarar, og þeir Estan og
Björgvin Gislason leika á moog.
Júlli spilar á sex og tólf strengja
gitara og moog, en Andri sér um
allan söng, auk þess sem hann
gripur I bassa og gitar.
Platan er tekin upp hjá
Incognito (dularfullt nafn þaö) og
pressuö hjá Soundtek Inc.
Klásúlur langaði til að for-
vitnast nánar um tilurö plötunnar
og hittu að máli þá Július, Andra
og Esten.
Kls: „Hvaö kom ykkur til aö nota
þetta furöulega nafn Andrew,
sem minnir óneitanlega á Andrew
Sisters, sem gerðu garöinn
frægan hér i eina tiö?”
Júlli: ,,Nú, Andri fór einu sinni
upp á Keflavikurflugvöll þegar
hann var litill. Þar sá hann
margar merkilegar byggingar,
en langbest leist honum þó á
Andrew’s Theatre, og þegar
Andri var orðinn stór og ætlaði að
fara að stofna hljómsveit þá kom
ekkert annað til greina en
Andrew.”
Kls: „Hvað kom ykkur skóla-
peyjunum til að gefa út breið-
skifu?”
Esten: „Þessir strákar voru með
margar góðar melódiur og þvi
ekki að slá til að gefa þær út, þó
að þeir séu i skóla? Skólaveran
þeirra gerir það einmitt að
verkum að þeir geta litið komið
fram opinberlega. Þetta er eins
og með málarann sem finnur sig
knúinn að tjá sig á léreft.”
Kls: „Hver eru bestu lög plöt-
unnar að ykkar mati?”
Júlli: „Himalaya og I love You
(Yes I Do)”
Andri: „Rockin N’Rollin og
Dawning.”
Þar sem platan sjálf er ekki enn
komin úr pressunnin var Klá-
súlum boðið að hlusta á segul-
bandsupptöku, en með þeim
fyrirvara að tóngæðin væru ekki
eins góð og á breiðskifunni.
Platan reyndist inr>ihalda að
mestu rokklög, en heildar
svipurinn er ekki alveg nógu
sannfærandi. Hljóðfæraleikur er
yfirleitt nokkuð góður, og þar er
Júlli primus motor undir sterkum
áhrifum frá Hendrix heitnum, og
er það ekki leiðum að likjast.
Andri er dágóður söngvari, en
hann geldur þess greinilega að
vanan upptökumeistara vantar.
Textar eru flestir auðskildir, en
ekki alveg nógu mikið i þá lagt.
Albúmið er ágætlega unnið og
töluvert frúmlegra en við eigum
að venjast.
Þetta framtak þeirra i Andrew
er góðra gjalda vert, og vona Klá-
súlur aö ekki liði of langur timi
þangað til næsta plata litur
dagsins ljós.
ÖNNUR ÓÞEKKT
Melchior með tveggja laga plötu
Það hefur e.t.v. farið framhjá
einhverjum, að hér i bæ er til
hljómsveit er ber nafnið
„MELCHIOR”. Hana skipa fjórir
ungir námsmenn, allir I Mennta-
setrinu gamla i Reykjavik (einn
þó nýhættur). Klásúlur slógu á
þráðinn til Arnþórs Jónssonar,
eins meðlims bandsins, og inntu
hann upplýsinga um eitt og annað
i sambandi viö þá félaga. Kom
þar margt athyglisvert i ljós, og
fer úrdráttur um það helsta hér á
eftir.
Björgúlfur Egilsson var upp-
hafsmaður að stofnun Melchior.
Hann fékk I liö með sér þá Hilmar
Oddsson, Arnþór Jónsson og Karl
Roth. Þeir hófu æfingar sumarið
’73, og komu fyrst fram á svoköll-
uðum Fálm-kvöldum i Tónabæ.
Hljóðfæraskipan hljómsveitar-
innar var: Björgúlfur: kassagit-
ar, Arnþór: cello, Hilmar: pianó,
og Karl einnig með kassagitar.
Þá um veturinn, komu þeir af og
til fram i Tónabæ, og var ágæt-
lega tekið. Siöastliðið vor hvarf
Björgúlfur á braut til Danmerk-
ur, og i hans stað kom Hróðmar
Sigurbjörnsson. Allt sumarið
æfðu þeir af fullum krafti, og
seinni partinn kom Kolbeinn
Pálsson að máli við þá og bauð
þeim að halda hljómleika ásamt
Júdasi i Tónabæ. Hljómleikarnir
voru haldnir, en ekki tókst þeim
félögum vel upp i það skiptið. Nú i
vetur hafa þeir komið viöa fram
og verið vel tekið. Viröist vera að
glæðast áhugi hjá fólki fyrir þvi
að heyra i þessari sérstæöu
hljómsveit, sem hefur aðra hljóð-
færaskipan en við eigum að venj-
ast hjá islenskum hljómsveitum.
Þessa dagana er að koma út
tveggia laga plata með þeim, sem
á sér forvitilega forsögu. Var á-
kveðið einn daginn, að gefa út
plötu, daginn eftir mætt i stúdió
H.B. og platan tekin upp, siðan
send út til Þýskalands i pressun.
Er prufuplöturnar komu til lands-
ins, kom i ljós að litið heyröist
annað en suð og skruðningar.
Ekki þýddi að leggja árar i bát,
þótt illa færi, og þar sem faðir
eins af piltunum bar umhyggju
fyrir þeim, þá fóru
leikar svo, að mætt var i stúdió
H.B. á nýjan leik. Allt var endur-
tekiö, og ný upptaka send út i
pressun, og pabbinn borgaði allt
saman. Ekki lét árangurinn á sér
standa, útkoman var miklu betri,
og þeir ætla að gefa út 1000 eintök,
sem munu koma á markaðinn
innan skamms.
Klásúlum gafst ekki tækifæri til
að hlusta á plötuna, en hafa góða
menn fyrir þvi, að hún sé hin á-
gætasta. Lögin á plötunni eru: „A
song of long forgotten fame” eftir
Arnþór Jónsson, texti eftir Þor-
geir Jónsson, „The funny hanging
man” eftir Hilmar Oddsson. Þess
má að lokum geta, að Helga Möll-
er hefur oft á tiðum aöstoðað þá
félaga við sönginn.
klnsiílur ^
Það hefir tiðkast, hjá
menntaskólum landsins, til
skamms tlma, að láta nem-
endurna þreyta próf I desem-
bermánuði, þegar skammdeg-
iðersem svartast. Hvort verið
er að láta I það skina, að próf
nemenda séu einhver myrkra-
verk, sem best sé að fremja á
þessum tima, skal látið ósagt.
Þar sem umsjónarmenn Kls.
eru báðir nemendur I einum
slikuin skóia, verða þeir að
haida sig að námsbókunum,
þar til prófin eru yfirstaðin.
Lesendur blaðsins munu þvi
ckki heyra frá okkur aftur,
fyrr en 29. des.'SIðan verður
örstutt hlé (tvær vikur) meðan
þeir sömu skreppa með bekkj-
arfélögum til Túnis, svona rétt
til að ná prófþreytunni úr
skrokknum, en þá munu þeir
mæta til leiks á ný.
Meðlimir Melchior I kompanii við Pallas-Aþenu.