Þjóðviljinn - 08.12.1974, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. desember 1974.
SJÓNVARP ÚTVARP
„INNRÁSIN
FRÁ MARS”
Áhrifaríkasti dagskrárliður allra tíma
fluttur í þættinum „Á hljóðbergi”
Dagskrá útvarpsins þessa vik-
una er um sumt forvitnileg. A6
sjálfsögðu er þar fyrst aö nefna
Dags þátt Þorleifssonar. I dag,
Orson Welles - myndin var tekin
1938 þegar hann stjórnaöi „Inn
rásinni frá Mars”ávegum CBS
sunnudag, annast hann umsjón
þáttar um Kúbu. „Kúba, sykur-
eyjan f Karibahafi”, heitir
þátturinn sem Dagur stýrir á-
samt Ólafi Gislasyni, kennara, en
þeir Ólafur og tveir aðrir islend-
ingar dvöldu á Kúbu i sumar og
unnu þar I byggingarvinnu.
A mánudaginn talar Guörún
Halldórsdóttir, skólastjóri um
daginn og veginn, en síöan er
þáttur Páls Heiðars Jónssonar,
sem nefnist „Blöðin okkar”.
Fréttamenn útvarpsins stjórna
nú þætti sem fjallar um byggða-
mál, og hefur margt athyglisvert
borið á góma i þeim þætti.
Byggðamál eru á dagskrá á
mánudaginn klukkan 22.15.
A þriðjudaginn er óhætt að
benda á a.m.k. þrjá forvitnilega
útvarpsþætti. Sverrir Kristjáns-
son sagnfræðingur heldur áfram
með erindi sin, „Svipleiftur úr
sögu Tyrkjans”, Björn Þorsteins-
son, sagnfræðingur og kennari
(ekki prófessorinn) annast þátt-
inn „Að skoða og skilgreina”.
Þessi þáttur er ætlaður ungling-
um, og leitast Björn við að út-
skýra fyrir unglingum ýmsa hluti
og hugtök sem rætt er um i dag-
legu tali, en kemur á daginn, að
ekki eru allir málum þrautkunn-
ugir og ýmsir hlutir þurfa útskýr-
ingar við.
Magnús Tómasson, mynd-
listarmaður sér um myndlistar-
þátt á þriðjudaginn kemur og svo
er röðin komin að Hljóöberginu.
Að þessu sinni er Björn Th.
Björnsson með „helviti rosaleg-
an” þátt, eins og hann segir sjálf-
ur, en Þjóðviljinn mun á þriðju-
daginn fjalla um „Innrásina frá
mars”, útvarpsdagskrá sem
Björn Th. hefur komið höndum
yfir og flytur á þriðjudagskvöld-
ið. Þessi dagskrá er sennilega hin
áhrifarlkasta sem flutt hefur ver-
ið. Henni var útvarpað 30. okt.
1938 og afleiðingin var fullkomin
móðursýki og brjálæðing fjölda
manna.
Sjónvarp í
vikunni
Sjónvarpið er fremur sviplaust
næstu vikuna. Einna helst er aö
geta „Eins konar jass”, en það er
nýr þáttur þar sem innlendir
jasskarlar reyna aö finna sveifl-
una. Og nöfnin kannast allir jass-
menn við: Erlendur Svavarsson,
Rúnar Georgsson, Gunnar
Þórðarson og fleiri. Jassinn er á
miövikudaginn klukkan 22.30, en
á undan jassinum verður sýnd ný,
bandarisk sjónvarpsmy nd,
„Bréfin”.
Gamla, bandariska myndin
sem sjónvarpið sýnir á laugar-
daginnerfræg, „Liljur vallarins”
og hún er lika óvenjulega ung, var
gerð 1942. —GG
Aö misnota aöstööu sína
Fátt þykir ódrengilegra en ef
einhverjir menn komast I á-
kveðna valdaaöstöðu og misnota
hana sjálfum sér til framdráttar.
Skiptir þá litlu máli hvort það er
gert til aö þjóna áhugamálum
sinum og duttlungum eða I auög-
unarskyni, þótt það siöast talda
þyki kannski Ijótast I augum al-
mennings.
Nokkrir valdamiklir menn hjá
hljóðvarpinu hafa notfært sér að-
stööu sína hjá stofnuninni til hins
itrasta og náð að sameina það
tvennt að koma þar áhugamálum
sinum á framfæri og fá vel greitt
fyrir. Hér á ég við þá Þorstein
Hannesson, fyrrum óperusöngv-
ara og Guðmund Jónsson, fram-
kvæmdastjóra hljóövarpsins og
óperusöngvara.
Þessir menn hafa um árabil
tekið blómann úr kvölddagskrá
laugardaganna og verið þar með
þætti sem nefndir hafa veriö
nöfnum eins og „Tónlistarrabb,
Þorsteinn Hannesson bregður
plötum á fóninn”, eða eitthvað i
þá áttina. Undanfarna laugar-
daga hafa þessir þættir verið kl.
21.15 á laugardagskvöldum, besta
tima kvöldsins fyrir alla fjöl-
skylduna.
Þaö er ekki bara að stjórnendur
þessara þátta sem hafa föst laun
hjá stofnuninni, hafi i auka-
greiðslur 5—7000 kr. fyrir þessa
þætti, heldur er þarna um óperu-
tónlist aö ræða, laugardagskvöld
eftir laugardagskvöld, sem afar
takmarkaöur hópur fólks hefur á-
huga á, en þeir Þorsteinn og
Guðmundur dá þessa tónlist ann-
arri tónlist meira, enda báöir
lærðir óperusöngvarar.
Þetta heitir að misnota aðstöðu
sina á freklegan hátt. Og þótt það
sé hætt núna sem betur fer, þá
voru þessir þættir oftast endur-
teknir fyrir hádegi næsta mánu-
dag á eftir og auðvitað bættist þar
með við greiðsluna fyrir þáttinn.
Þá hefur enn einn starfsmaður
hljóðvarpsins, einn úr músik-
mafiunni, sem svo er kölluð,
Gunnar Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri sinfóniuhljóm-
sveitarinnar, sem er rekin af
rikisútvarpinu, notað aðstöðu
sina um árabil til þess að leika
sina uppáhaldstónlist fyrir út-
varpshlustendur, þ.e.a.s. þá
sárafáu sem nenna að hlusta á
þann þátt, á mánudagskvöldum
og einnig þessi þáttur var um
langt skeið endurtekinn og er
kannski enn, síðar I næstu viku.
Ekki veit ég hvort þessir herra-
menn eru á svona lágu kaupi hjá
stofnuninni aö þeir veröi aö bæta
sér það upp meö þvi að misþyrma
eyrum hlustenda kerfisbundiö
eða hvort þeir taka sjálfa sig og
þá tónlist sem þeir dá svona al-
varlega, að þeim sé sama þótt
þeir hreki nokkur þúsund hlust-
endur frá hljóðvarpinu þann tima
sem þetta glymur, eöa hvort
skýringin er sú að þeir viðurkenni
ósigur hljóðvarpsins fyrir sjón-
varpinu og hugsi sem svo — það
hlustar enginn á þetta helvíti
hvort sem er. En hvað af þessu
sem er skýringin, þá er hér um ó-
geðfellda misnotkun á valdaað-
stööu að ræða sem efstu ráða-
menn stofnunarinnar ættu að
taka fyrir.
S.dór
n a
t
um helgina
/unnudðgw
18.00 Stundin okkar. Tóti bak-
ar, Róbert bangsi og félagar
hans lenda I ævintýrum,
Söngfuglarnir syngja og
Bjartur og Núi steikja hnet-
ur. Einnig veröur I Stund-
inni flutt saga, sem heitir
„Sykurhúsið”, og spurn-
ingaþáttur með þátttöku
barna úr Iþróttafélaginu
Gerplu og barnastúkunni
Æskunni. Loks sýnir Frlða
Kristinsdóttir, handavinnu-
kennari, hvernig hægt er að
búa til skrautlega kúlu.
Umsjónarmenn Sigriður
Margrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son. Stjórn upptöku Kristln
Pálsdóttir.
18.55 Skák. Stutt, bandarísk
mynd. Þýöandi Jón Thor
Haraldsson.
19.05 Vetrarakstur. Fræðslu-
og leiðbeiningamynd frá
Umferðarráði um akstur I
snjó og hálku. Þulur Arni
Gunnarsson.
19.25 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
20.35 Heimsókn. Aning i Eyj-
um. Að þessu sinní heim-
sækja sjónvarpsmenn Vest-
mannaeyinga. Brugðið er
upp myndum af endurreisn-
arstarfinu I Heimaey og
rætt við vestmannaeyinga,
innfædda og aðflutta.
Umsjón Ómar Ragnarsson.
Kvikmyndastjórn Þrándur
Thoroddsen.
21.25 Heimsmynd I deiglu.
Finnskur fræðslumynda-
flokkur I sex þáttum um vls-
indamenn fyrri alda og
uppgötvanir þeirra. Fyrst
er greint frá hugmyndum
manna um umheiminn til
forna, en síðan koma til sög-
unnar vlsindamennirnir
Nikulás Kópernikus, Tycho
Brahe, Johann Kepler,
Galileo Galilei og Isaac
Newton, og er hverjum
þeirra helgaður einn þáttur
myndaflokksins. 1. þáttur.
Fornar hugmyndir um skip-
an veraldar. Þýðandi Jón
Gunnarsson. Þulur Jón
Hólm. (Nordvision —
Finnska sjónvarpið)
21.50 Sunnudagstónleikar.
Mynd um norska hljóm-
sveitarstjórann Olaf Kiel-
land. Fyrst er brugðið upp
mynd frá hljómsveitar-
æfingu, en siðan er rætt við
Kielland um llf hans og
starfsferil. Loks leikur svo
norska útvarpshljómsveitin
undir stjórn hans.
23.20 Að kvöldi dags. Sr.
Tómas Guömundsson I
Hveragerði flytur hugvekju.
23.30 Dagskrárlok.
mónu<l<>9uí
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
20.40 Onedin-skipafélagið.
Bresk framhaldsmynd. 10.
þáttur. Frægur farþegi.
Þýðandi óskar Ingimars-
son.
21.40 Iþróttir. Fréttir og
myndir frá
Iþróttaviðburðum helgar-
innar. Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
22.15 Hvað gera norðmenn?
Norsk heimildamynd um
áætlanir þær, sem þarlendir
menn hafa á prjónunum um
útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar. Þýðandi og þulur Jón
O. Edwald. (Nordvision —
Norska sjónvarpið)
22.50 Dagskrárlok,
um helglna
/unnudoguf
Sunnudagur
8. desember
8.00 Morgunandakt Séra
Sigurður Pálsson vlgslu-
biskup flytur ritningarorö
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög Ýmsir
listamenn flytja lög eftir
Hándel, Grieg, Zeller, Cho-
pin, og fleiri.
9.00 Fréttir. Crdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Italskar
kaprlsur eftir Rimský-
Korsakoff. Fllharmonlu-
sveitin Berlln leikur, Con-
stantin Silvestri stjórnar. b.
Sinfónía I e-moll op. 64 eftir
Tsjalkovský. Filharmoniu-
sveitin I Berlin leikur, Her-
bert von Karajan stórnar.
c. „Þýska messan” eftir
Schubert. Sinfóniuhljóm-
sveit Berllnar og kór Heið-
veigar-dómkirkjunnar
flytja, Karl Forster stjórn-
ar.
11.00 Messa I Frikirkjunni i
Reykjavlk. Prestur: Séra
Þorsteinn Björnsson,
Organleikari: Sigurður
Isólfsson.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 A ártið Hallgrlms
Péturssonar. Herra Sigur-
björn Einarsson biskup flyt-
ur lokaerindiö I erindaflokki
útvarpsins, og nefnist það:
Trúarskáldið.
14.00 öldin sem leið.Þættir úr
austfirsku mannlifi á
nltjándu öld með þjóðlaga-
ívafi. Kristján Ingólfsson
tók saman og flytur ásamt
Magnúsi Stefánssyni. Tón-
list er flutt af Þokkabót og
einnig af hljómböndum.
15.00 Öperan „Meistarasöng-
vararnir frá Nurnberg”
eftir Richard Wagner.Ann-
ar þáttur. Hljóðritun frá
tónlistarhátiöinni i
Bayreuth s.l. sumar. Stjórn-
andi: Silvo Varviso. — Þor-
steinn Hannesson kynnir.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir. A
bókamarkaðinum Andrés
Björnsson útvarpsstjóri sér
um þáttinn. Dóra Ingva-
dóttir kynnir.
17.40 tJtvarpssaga barnanna:
„Hjalti kemur heim” eftir
Stefán Jónsson GIsli Hall-
dórsson leikari les (19).
18.00 Stundarkorn með gitar-
leikaranum Louise Walker.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagákrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir,. Tilkynningar.
19.25 „Þekkirðu land?” Jónas
Jónasson stjórnar spurn-
ingaþætti um lönd og lýði.
Dómari: Ólafur Hansson
prófessor. Þátttakendur:
Dagur Þorleifsson og Þór-
arinn Ölafsson.
19.50 Islensk tónlist Hljóm-
sveit Rikisútvarpsins leik-
ur. Hans Antolitsch stjórn-
ar. a. „Jón Arason”, for-
leikur eftir Karl O. Runólfs-
son. b. Tilbrigði eftir Jón
Leifs um stef eftir Beet-
hoven. c. „tir myndabók
Jónasar Hallgrlmssonar”
eftir Pál Isólfsson.
23.30 Kúba, sykureyjan I
Karibahafi. Dagur Þor-
leifsson og Ólafur Gfslason
sjá um þáttinn og drepa á
meginatriði I sögu Kúbu
meö ívafi af þarlendri og
tómansk-ameriskri tónlist.
Lesari með þeim: Guðrún
Jónsdóttir.
21.35 Spurt og svaraðErlingur
Siguröarson leitar svara við
spurningum hlustenda.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög
Hulda Björnsdóttir velur
lögin.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Mánudagur
9. desember
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og
forustugr. landsmálabl.),
9.00 og 10.00. Morgunbænkl.
7.55: Séra Jón Einarsson I
Saurbæ flytur (a.v.d.v.)
Morgunleikfimi kl. 7.35 og
9.05: Valdimar örnólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson planóleikari
(a.v.d.v.). Morgunstund
barnanna kl. 9.15: Sigurður
Grétar Guðmundsson held-
ur áfram að lesa „Litla sögu
um litla kisu” eftir Loft
Guömundsson (5). Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Létt lög milli
liða.
Búnaðarþátturkl. 10.25: Ólaf-
ur E. Stefánsson ráðunautur
talar um nautakjötsfram-
leiöslu og neysluviðhorf.
Morgunpopp kl. 10.40. A
bókamarkaöinum kl. 11.00:
Lesið úr þýddum bókum.
Dóra Ingvadóttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Viö vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: Cr •
endurminningum Krúsjeffs.
Sveinn Kristinsson les þýð-
ingu slna (2).
15.00 Miðdegistónleikar: Wil-
helm Kempff leikur á píanó
Þrjú intermessó op. 117 eftir
Brahms. Dietrich Fischer-
Dieskau syngur söngva úr
lagaflokknum „Magelone
Georges Barboteu og Gene-
vieve Joy leika sónötu fyrir
horn og planó op. 17 eftir
Beethoven.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
17.10 Tónlistartlmi barnanna
Ólafur Þórðarson sér um
tlmann.
17.30 Að tafli Ingvar
Asmundsson flytur skák-
þátt.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.40 Mælt mál. Bjarni Ein-
arsson flytur þáttinn.
19.45 Um daginn og veginn
Guðrún Halldórsdóttir
skólastjóri talar.
20.05 Mánudagslögin.
20.25 Blöðin okkar Umsjón:
Páll Heiðar Jónsson.
20.35 Heilbrigðismál: Augn-
sjúkdómar IV. Ragnheiður
Guðmundsdóttir augnlækn-
ir talar um augnsjúkdóma
meðal barna.
20.50 A vettvangi dómsmál-
anna Björn Helgason hæsta-
réttarritari flytur þáttinn.
21.10 Sónata I a-moll eftir
Bach Philipp Hirschhorn
leikur á fiðlu. — Frá tón-
listarhátlðinni I Schwetzing-
en s.l. vor.
21.30 íltvarpssagan: „Ehren-
gard” eftir Karen Blixen.
Kristján Karlsson islensk-
aði, Helga Bachmann leik-
kona les (3).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Byggðamál
Fréttamenn útvarpsins sjá
um þáttinn.
22.45 Hljómplötusafnið i um-
sjá Gunnars Guðmundsson-
ar.
23.40 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.