Þjóðviljinn - 21.12.1974, Side 3

Þjóðviljinn - 21.12.1974, Side 3
Laugardagur 21. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Jörundur t.v. virftir hér fyrir sér elna mynd slha isamt Halidéri Péturssyni, sem getið hefur sér frægft fyrir teikningar sinar. Jörundur sýnir 50 Esjumyndir: „YEIT ALLTAF MINNA OG MINNA UM FJALLIД í gær opnaði Jörundur Pálsson arkitekt sýningu á 50 vatnslita- myndum, sem hann hefur málað á siðustu 20 árum. Sýningin stendur aðeins yfir i dag og á morgun og er opin frá klukkan 14- 20. Þetta er fyrsta . einkasýning Jörundar og i fyrsta sinn, sem myndir eftir hann sjást á sýningu hér á landi. Um helmingur mynd- anna er til sölu en aðrar eru i einkaeign. Jörundur hefur málað griðar- legan fjölda mynda af Esjunni. Hann segist staðráðinn i að mála fjallið i a.m.k. 10 ár i viðbót og nefndi sem annað dæmi um slika eljusemi heimsfrægan danskan málara, sem ekki fékkst við ann- að i rúm 30 ár en að mála undur- fagra hlöðu á dönsku bóndabýli. „Eftir þvi sem ég kynnist Esjunni betur fer þekking min hraðminnkandi”, sagði Jörundur, „en ást min á fjallinu hins vegar stöðugt vaxandi, hvernig sem á þvi stendur”. Náttúruhamfarir Framhald af bls. 1. þarna er, en það slapp ómeitt nema ein kona sem meiddist litil- lega. í flóðinu fór steypustöð Gylfa Gunnarssonar i rúst, svo og bif- reiðaverkstæði Eiriks Arnasonar, en þar voru nokkrir menn að vinnu. Tveir bilar a.m.k. lentu undir skriðunni og úti sjó. Maður, sem i öðrum bilnum var bjargaðist i land. Hinn billinn var mannlaus. Þá er jarðýtu saknað, en maður var við vinnu i henni. Einnig fór ibúðarhúsið Gamla Skuld, en það var mannlaust. Allir verkfærir menn i bænum, sem tök höfðu á, voru við upp- gröft i þeim húsum sem fólks var saknað úr. Ekki var vitað hversu margir voru á gangi á götum þeim, sem skriðan fór yfir. Klukkan rúmlega 8 i gærkveldi hafði þremur verið bjargað úr snjónum, og tveir þeirra voru fluttir á sjúkrahús og var þá a.m.k. 11 manns saknað. Ekki var bilfært úr miðbænum og inn i fjörðinn um miðjan dag i gær, en mikil snjókoma hafði þá veriö i Neskaupstað i um það bil sólarhring. Allir vegir, i lofti og á dáöi voru þá ófærir frá staðnum, en sjóleiðin var fær. Rafmagn var ibænum, nema þeim hluta hans, sem skriðurnar féllu á. trafoss hefur legið á Neskaup- stað i nokkra daga og beðið þess að verða lestaður, en ófærð hefur hamlað. Fór hann i gær til Eski- fjarðar, að sækja fólk til hjálpar- starfs og einn lækni, sem þar er til aðstoðar tveimur læknum sem fyrir eru á Neskaupstað. Einnig átti skipið að fara til Reyðar- fjarðar og sækja þangað 30 manna lið og hjálpartæki, ýtu og tvö ámoksturstæki. Þá ætluðu Egilsstaðabúar að reyna að koma til Reyðarfjarðar tveimur á- moksturstækjum, sem ætlunin var að koma til Neskaupstaðar, þrátt fyrir það að ekki hefur um áraraðir verið annars eins snjór á Egilsstöðum. Þá er og fengin heimild til þess að Laxfoss, sem i gærkveldi var á Fáskrúðsfirði kæmi til hjálpar og þá með fólk úr öðrum byggðum á Austfjörðum. Þá hefur og fengist loforð fyrir þvi, að landhelgis- gæslan láni varðskip til hjálpar- starfsins. Flugvél landhelgis- gæslunnar átti að fljúga austur i gær, en hafði ekki getað hafið sig á loft um klukkan 8 i gærkveldi. Atti hún að fljúga með hjálpar- tæki og varpa þeim niður yfir bæ- inn, þar sem ekki var hægt að lenda vegna ófærðar á flugvellin- um i Neskaupstað. t gærkveldi átti að flytja fólk úr efstu húsunum i bænum i öruggt skjól utar i firðinum. Jóhannes Stefánsson i Nes- kaupstað sagði okkur i gær, að ekki væri vitað um snjóflóð á þessum stað fyrr. Um aldamótin féll þó snjóskriða nokkru innar, eða i Naustahvammi, og tók hún ibúðarhús með sér i sjó fram. Fórust þá fjórir menn. ---úþ Síðustu fréttir Framhald af bls. 1. Til stóö að flugvél Landhelgisgæslunnar flygi austur I gær tii að kasta niöur gasgrimum og öðrum hjálpargögnum, en hætt var viö það vegna hættu á þvi aö vélarhljóöiö hleypti af staö nýjum snjó- flóðum. Eins var þeim tilmælum beint til fréttamanna sjónvarpsins og annarra aö þeir flygju ekkiyfir staöinn af sömu ástæöum. Landhclgisgæsluvélin átti aö leggja af staö til Egilsstaöa snemma i morgun með hlustunartæki til aö nota viö leit þcirra sem enn er saknað. Von var á irafossi fyrir þrjú i nótt meö stórvirkar gröfur og mannafla til leilarinnar auk súrefnistækja, sem brýn þörf var á aö bærust sem fyrst til sjúkrahússins. á 42 FENGU VIÐ- BÓTARRITLAUN 42 rithöfundar fengu við- bótarritlaun vegna ritverka, útgefinna eða fluttra á árinu 1973. Menntamálaráðuneytið auglýsti nýlega eftir upplýs- ingum frá rithöfundum um verk þeirra á siöasta ári, og bárust upplýsingar frá 98 aðil- um. Nefnd sú, sem um upplýs- ingarnar fjallaði var skipuð tveimur fulltrúum frá Rithöf- undasambandi íslands, þeim Rannveigu G. Agústsdóttur, B.A. og Bergi Guðnasyni, lög- fræðingi. Einnig sat Þorleifur Hauksson, cand. mag. i nefnd- inni, tilnefndur af kennurum i islenskum bókmenntum við Háskólann og var hann for- maður nefndarinnar. A fjárlögum var gert ráð fyrir að 12 miljónir króna rynnu til greiðslu viðbótarrit- launa, en það fé er fengiö með þvi að rikið gefur eftir hluta af söluskatti sem innkemur vegna sölu eða flutnings rit- verka. Nú koma rúmlega 285 þúsund krónur i hlut hvers þeirra 42 rithöfunda sem nefndin úthlutar viðbótarrit- launum. Hér fer á eftir listi yf- ir höfundana: Ármann Kr. Einarsson Baldur óskarsson Birgir Sigurðsson Björn Th. Björnsson Björn Þ. Guðmundsson Björn Magnússon Björn Teitsson Einar Bragi Elinborg Lárusdóttir Guðbergur Bergsson Guðjón Sveinsson, Guðmundur G. Hagalin Gunnar Benediktsson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, blaðam. Gunnar M. Magnúss., Hannes Pétursson, Hrafn Gunnlaugsson Indriði G. Þorsteinsson Ingimar Erl. Sigurðsson Jóhann Hjálmarsson, Jón Gunnarsson Jón Óskar, Jónas Guðmundsson, Jökull Jakobsson, Kári Tryggvason, Kristján frá Djúpalæk, Lýður Björnsson, Magnús Þór Jónsson, Njörður P. Njarðvik, Oddur Björnsson, Ólafur H. Simonarson, Óskar Clausen, Sigurður Guðjónsson, Stefán Júliusson, Steinar J. Lúðviksson, Thor Vilhjálmsson, Vésteinn Lúðviksson, Yngvi Jóhannesson, Þóra Vigfúsdóttir v/ Kristins E. Andréssonar, Þorgeir Þorgeirsson, Þóroddur Guðmundsson. Leikfang vindaima — eftir Árna Larsson Út er komin ný bók „Leikfang vindanna”, eftir Arna Larsson og er þetta önnur bók hans. „Leikfang vindanna” er ljóða- flokkur og skiptist i þrjá hluta: „Um sólina, manninn og auðn- ina”, „Valdið” og „Mannaður heimur.” Árni Larsson, sem er þritugur reykvikingur, sendi fyrir tveimur árum frá sér bókina „Uppreisnin i grasinu”, en auk hennar hefur hann ritað greinar um menningarmál i blöð og timarit. Arni er einn af stofnendum SÚR- sambands ungra rithöfnda og fékk viðbótarritlaun fyrr á þessu ári. „Leikfang vindanna” er offset- fjölrituð hjá Letri s/f, útgefandi er höfundur. Visindasjóður Borgarspítalans: Styrkjum úthlutað A föstudaginn fengu 9 læknar fyrstu styrkina úr Visindasjóð Borgarspitalans i Reykjavfk. Heildarupphæft styrkjanna er 405 þúsund krónur sem skiptast I sjö rannsóknir. Visindasjóður spitalans er þannig til orðinn að 6. janjar 1964 lögðu hjónin Úlfar Þórðarson læknir og Unnur Jónsdóttir fram bankabók með innistæðu að upp- hæð tæpar 152 þúsund krónur sem stofnframlag i sjóðinn. Er mark- mið sjóðsins að hvetja til og styrkja visindastarfsemi i sam- bandi við Borgarspitalann. Er sjóðurinn helgaður minningu Þórðar Sveinssonar læknir og Þórðar úlafarssonar flugmanns. I skipulagsbréfi sjóösins segir að borgarsjóður skuli greiöa ár- lega i tiu ár 100 þúsund krónur og komi til jafnhátt framlag úr öðr- um áttum. Hefur þessum skil- yrðum ætiö verið fullnægt og nú eru eignir sjóðsins orðnar rúm- lega 4.5 miljónir. Heilbrigðisráð borgarinnar myndar stjórn sjóðsins en auk þess hefur Sverrir Þórðarson blaðamaður setið i stjórn hans frá upphafi fyrir hönd ættingja Þórð- ar úlfarssonar. í skipulagsbréfi sjóðsins er svo kveðið á að fyrsta úthlutun úr honum skuli fara fram 20. desem- ber 1974 en þá hefði Þórður Sveinsson fyllt öldina. Eftir það skyldi úthlutun fara fram til skiptis 20. desember og 14. júni. A föstudaginn voru svo fyrstu styrkirnir veittir eins og áður sagði. Sjö umsóknir bárust og var unnt að verða við þeim öllum. Styrkhafar eru þessir: 1. Stefán Jónsson, Guömundur Oddsson og óskar Þórðarson kr. 60 þúsund til rannsóknar á tiðni blóftsega með geislavirku fibriogeni. 2. Helgi Þórarinsson og Asmundur Brekkan kr. 40 þús- und til rannsóknar á nýrnaæxlum sem voru röntgengreind við Borgarspitalann árin 1966-73. 3. Einar Baldvinsson og Óskar Þórðarson kr. 50 þúsund til kliniskrar rannsóknar á krans- æðasjúkdómum (framhaldsrann- sókn). 4. Páll Eiriksson kr. 50 þúsund til rannsóknar á gildi hóp- lækninga við afleiðingum kran- sæðastiflu. 5. Gunnar Guðjónsson kr. 50 þúsund til rannsóknar á sjúklingum eftir skurðaðgerðir á slagæðum og til að hanna kennslumyndasafn þar að lút- andi. 6. Birgir Guðjónsson kr. 75 þúsund til rannsóknar á krabba- meini i maga. 7. Asmundur Brekkan kr. 80 þúsund til að rann- saka skráningakerfi, upplýsinga- kerfi og tölvunýtingu við röntgen- deild Borgarspitalans árin 1966- 73. —ÞH Keyptu Njálsbrennu Frá fyrri árum hefur Menningarsjóður gætt fjár, sem Alþingi veitti til þess að láta gera söguleg listaverk. Þegar Maria H. ólafsdóttir, listmálari, hélt málverka- sýningu i Norræna húsinu fyrr á þessu ári þótti málverk hennar „Njálsbrenna” falla undir þessa f járveitingu. Menntamálaráð festi kaup á verki Mariu og afhendir nú Rangæingum það til eignar. Þannig vill Menntamálaráð stuðla að þvi að listaverkið fái að koma fyrir almennings- sjónir i stað þess að tapast úr landi, en listakonan, Maria H. ólafsdóttir er búsett i Dan- mörku. Hafa opinberir sjóðir i Danmörku svo og ýmsir einkasjóðir þar fest kaup á verkum hennar. Þjóðlög með Eddukórnum Út er komin hjá Menningar- sjóði, hljómplata, með is- lenskum þjóðlögum. Þaö er Eddukórinn sem flytur þjóð- lög frá ýmsum timum, sum vel þekkt, önnur minna. Upp- taka fór fram i Danmörku. Eddukórinn var stofnaður árið 1970 og hefur sungið við ýmis tækifæri og komið m.a. fram i útvarpi og sjónvarpi. A plöt- unni eru t.d. lögin „Sofðu unga ástin min”, „Grýlukvæði”, og Krummi svaf i klettagjá”. Kórinn skipa Sigriður Sigurðardóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Guðrún As björnsdóttir, Sigrún Andrés- dóttir, Arnmundur S. Back man, Gunnar Guttormsson. Friðrik Guðni Þórleifsson og Sigurður Þórðarson. Benedikt frá Hofteigi áttræður Benedikt Gislason frá Hofteigi er áttræftur i dag. Hann tekur á móti gestum á Hótel Esju kl. 16-18.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.