Þjóðviljinn - 21.12.1974, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 21.12.1974, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1974. Formannafundur Heimsfriðarráðsíns: Sameiginleg baráttuvika norrænna friðarnefnda inn i land. En þessi gönguferð i áttina að bátahöfninni gat bent til þess að sjálfsmorðsþankarnir hefðu vaknað að nýju. Jói hafði bersýnilega fengið sömu hug- mynd. Slyngur strákur hann Jói. En af hverju hafði hann ekki gert alvöru úr sjálfsmorðinu þá? Nú var hann aleinn og átti ekki á hættu að sér yrði bjargað. Sýslumaður fór enn einu sinni að hugsa um vin sinn gagnfræða- skólakennarann og athugasemdir hans. Heimspekingurinn Heraklit hefur skrifað að enginn stigi tvi- vegis niður i sama fljótið. Kenn- arinn sagði, að sennilega hefði Heraklit fengið sér bað i Sútar- ánni, þvi að sá sem hefur gert það einu sinni, gerir það aldrei aftur. Sennilega hafði Bottmer munað eftir þvi, hvernig það var að hoppa út i i fyrra skiptið og viljað breyta um aðferð. Um leið fékk sýslumaður hug- mynd sem varð til þess að hann settist skyndilega upp i stólnum. Snaran sem Bottmer hafði notað til að hengja sig i, var blettuð menju, ,,sem notuð er til að mála með báta” hafði lyfsalinn sagt. Menjublettirnir gáfu til kynna hvar Bottmer hefði fundið reipið. Hann hafði séð til hvers hægt var að nota það, stungið þvi á sig, hætt við að drekkja sér og snúið aftur heim á hótelið. Hann hafði trúlega bægt frá sér sjálfsmorðsþönkunum i lengstu lög. Hann hafði ákveðið að fara burt næsta morgun og beðið um að láta vekja sig. Hann hafði farið að hátta og opnað baukinn til að taka inn töflu en ekki látið verða af þvi. Loks — þegar hljótt var orðið I húsinu, siðla kvölds — hafði hann gefið allt upp á bátinn og náð i snöruna. Þetta kom allt saman og heim, hugsaði Ek sýslumaður fegin- samlega og saug smávindilinn með áfergju. Allar staðreyndir féllu inn i þetta. Meira að segja hinir óskiljanlegu rauðu blettir á reipinu höfðu næstum sjálfkrafa fallið á sinn stað. Það var aðeins eitt sem sýslu- maður var ekki nógu ánægður með. Timasetningin á andlátinu var ailt of óákveðin. Hann leit svo á að sjálfsmorðið hefði átt sér stað siöla kvölds, kannski nálægt miðnætti eða þar um bil, en Skröderström læknir hafði aðeins viljað segja að það hefði gerst einhvern tima kvöldsins. Það átti ekki vel við reglusemi sýslu- mannsins. Hann hafði fengið staðfest að útidyrunum á hótelinu hefði verið læst klukkan niu. Ef hann hefði aðeins getað fengið bréf upp á það, að dauðsfallið hefði átt sér stað eftir þann tima Klukkan var farin að ganga H. K. Rönblom: Að nefna snöru — sex. Smávegis ólga i maga sýslu- mannsins gaf til kynna að matar- timinn væri i nánd. En fyrst þurfti hann að skeggræða dálftið við lækninn, sem hafði lofað að lita inn strax og heimsóknartimanum væri lokið. Sennilega var það fótatak hanssem hann heyrði nú. Skröderström læknir gekk inn. Þegar hann kom inn i herbergi bar hann með sér blæ af fersku- lofti og góðu skapi, likt og veiði- maður sem kemur utanúr skógi og engi, ilmandi af pipureyk og barrnálum. Honum virtist aldrei liggja neitt á. Hann gekk inn til sjúklinga sinna og tyllti sér rétt eins og hann hefði ekkert annað að gera þann daginn. — Hér hefurðu það skriflegt, sagði hann og lagði pappirsörk á borðið hjá sýslumanni. Meira hef ég ekki til málanna að leggja. — Geturðu ákveðið timann nánar? — Þvi miður, sagði læknirinn og hagræddi sér i stólnum. Það get ég ekki. Ef þú vilt vita meira, verðurðu að sækja um krufningu. — Það er ástæðulaust. Dánar- orsökin er augljós. Ek sýslumaður las skýrslu læknisins. Þar stóðu hinar vana- legu upplýsingar um einkenni dauða og hrörnunar. — Rigor mortis alger, sagði sýslumaður. Og svo stendur að þú hafir brotið upp stirðnunina i vinstra olnbogalið. — Já, ég mátti til, svo að ég gæti — — Það var og. — Þú varst sjálfur viðstaddur. Þú hefðir getað sagt — — Ég var annað að gera. Enda var þér frjálst að brjóta upp lið- inn ef þér sýndist svo. Hvað hefði ég átt að hafa á móti þvi. Sýslumaður talaði eins og hann væri með hugann við annað. Allt i einu rétti hann höndina eftir sim- anum. — Er Strömberg yfirlögreglu- þjónn við? Þakk fyrir. Ström- berg? Þetta er Ek. Mér datt dálit- ið i hug. Þú varst viðstaddur þeg- ar hinn látni var fluttur burt af hótelinu. Mig minnir að þú hafir haft orð á þvi að dauðastirðnunin væri enn óbréytt. Já, einmitt. Já, ég skil. Knjáliðir, olnbogaliðir? Sannleikurinn er sá að læknirinn braut upp stirðnunina i öðrum olnbogaliðnum þegar hann rann- sakaði likið. Þann vinstri. Jæja, er það svo? Þakk fyrir, meira var það ekki. Hann lagði tólið á og sneri sér að lækninum. — Strömberg segir að þegar hann aðstoðaði við að flytja likið árdegis þá hafi báðir olnbogaliðir veriðalstirðir. Þú skilur hvað það táknar. — Já, sagði læknirinn dálitið hikandi. Liðurinn sem ég losaði um hefur náð að stirðna aftur. — Það er augljóst. Og i sam- bandi við timasetningu látsins! Eins og þú veist manna best þá tekur stirðnunin enda smám saman. Eftir sex eða sjö stundir — Vissulega, sagði læknirinn og úr svip hans mátti lesa að það væri að byrja að renna upp fyrir honum ljós. — Eftir sex eða sjö stundir er stirðnunin alger og heldur ekki áfram eftir það. Liður sem losað er um eftir það, stirðnar ekki aft- ur. Af þvi leiðir — Nú var læknirinn með á nótun- um. — Hann hefur þvi verið dáinn skemur en sjö tima þegar ég gerði rannsókn mina! En ekki miklu skemur, það tel ég vist. Mér virtist Rigor mortis alger. — Rétter það, sagði sýslumað- ur. Þegar þú rannsakaðir hinn látna hafði hann verið látinn i að minnsta kosti sex stundir og i mesta lagi sjö. Þetta gefur okkur mikilvægar upplýsingar — reikn- aðu til baka og þá sérðu það! Formannafundur Heimsfriðar- ráðsins (World Peace Council) fór fram i Prag dagana 6.—9. desember s.I. og var sóttur af 320 fulltrúum frá 125 löndum. Sótti María Þorsteinsdóttir, formaður islensku friðarnefndarinnar, fundinn af tslands hálfu. A fundinum var tekið upp það nýmæli að fulltrúar hvers svæðis eða álfu um sig tækju sig saman um mótun stefnu i friðarmálum, og starfaði fundurinn samkvæmt þvi i nefndum á svæðagrundvelli. Aðalmál fundarins voru þrjú: 1 fyrsta lagi öryggi og samstaða I Evrópu, i öðru lagi afvopnun og i þriðja lagi þróunarlöndin. Öflugt friöarstarf á italíu Heimsfriðarráðiö á nú aldar- fjórðungs afmæli og gert ráð fyrir margháttuðu starfi af þvi tilefni. Þannig munu friðarnefndir Norðurlandanna gangast fyrir sameiginlegri baráttuviku fyrir friði i Stokkhólmi i mai i vor. I sambandi við þá viku kemur stjórn Heimsfriöarráðsins til Stokkhólms. Dagskrá vikunnar verður fjölbreytt; verður þar á meðal annars fjallað um kjör verkalýðsins og þátttaka lista- manna verður mikil. A fundi formanna friðarnefnd- anna i Evrópu var meðal annars skýrt svo frá af hálfu vestur- þýsku nefndarinnar að á vegum hennar hefði nýlega verið haldið þing 600 fulUrúa frá 30 samtök- um, og var vestur-þýska nefndin mjög ánægð með árangur þess þings. A Italiu er starf friðar- hreyfingarinnar sérstaklega mik- ið og fjölbreytt. Hreyfingin starf- ar þar i nefndum, sem skipta með sér málum, þannig til dæmis að ein nefndin fjallar um málefni Miðausturlanda, önnur um Chile o.s.frv. Þátttaka er mjög mikil, og komust itölsku fulltrúarnir svo að orði að i þeirra landi mætti svo heita að allt framfarasinnað og upplýst fólk væri i friðarhreyfing- unni. Þar er um að ræða fólk úr öllum mið- og vinstri flokkum landsins. Sem dæmi um starf itölsku frið- arhreyfingarinnar má nefna, að hún skipulagði fimmtán þúsund manns til starfs i þágu Þjóð- frelsishreyfingar Vietnams, og náði þátttakan i þvi starfi langt út fyrir raðið hreyfingarinnar sjálfrar. Italska friöarhreyfingin hefur mikið samstarf við þá bresku, og nýtur það samstarf fjárhagslegs stuðnings frá bresku verkalýðssamtökunum. um. Hálf mil|ón dollara handa flóttafólki frá Chile Finnska friðarhreyfingin er fjöldahreyfing með þátttöku allra stjórnmálaflokka landsins og flestra félagssamtaka. Eftir þing Heimsfriðarráðsins i Moskvu i fyrra héldu finnsku samtökin ráð- stefnu, þar sem öll mál þingsins voru tekin fyrir og rædd. 1 starfi sinu hefur finnska friðarhreyfing- in lagt sérstaka áherslu á að vinna að öryggi Evrópu, og sagði finnski fulltrúinn á formanna- fundinum að árangurinn af þvi starfi sýndi hverju væri hægt að koma i kring, ef menn legðust á eitt. Finnska hreyfingin safnaði hálfri miljón dollara til hjálpar flóttamönnum frá Chile. Finnarn- ir eru sérstaklega áfram um að náið samstarf um friðarmál tak- ist milli Norðurlandanna allra. Griski fulltrúinn á fundinum skýröi svo frá að á timum herfor- ingjastjórnarinnar hefði friðar- Marfa Þorstefasdéttlr hréyfingin verið bönnuð og ofsótt i Grikklandi, en núverandi stjórn væri henni hinsvegar vinsamleg. Griska friðarhreyfingin hélt þing i október með þátttöku margra erlendra fulltrúa, og var þar fyrst og fremst fjallað um mál Kýpur og Austurlanda nær. Fulltrúi frið- arnefndar Kýpur sagði, að i yfirstandandi þrengingum þar i íandi hefði mikilvægi friðarhreyf- ingarinnar komið glöggt i ljós, þvi að i innrásinni hefði kýpriska friðarhreyfingin verið eina aflið, sem ekki sundraðist, og hefði þvi getað hjálpað föngum frá báðum aðilum. Hreyfingin á Kýpur fékk lika öflugan stuðning frá Heims- friðarráðinu, og skipti sá stuðn- ingur miklu máli. Jólagjafir til heimsfriðarstarfs Fulltrúi Vestur-Berlinar sagði ennþá kveða mikið að áróðri bandarisku leyniþjónustunnar CIA þar i borg og varaði við hætt- unni af undirróðri CIA annars- staðar, til dæmis i Grikklandi og Portúgal, þar sem leyniþjónustan stæði i sambandi við andbylting- aröfl. Austur-þýski fulltrúinn skýrði frá athyglisverðu nýmæli i sambandi við jólagjafir, sem tek- ið hefði verið upp þar i landi. Þannig er mál með vexti, að austur-þýska friðarhreyfingin hefur opnað bankareikning, og geta menn lagt inn á hann fram- lög til stuðnings starfsemi hreyf- ingarinnar i stað hinna venju- bundnu jólagjafa. Sá, sem inn leggur, tileinkar framlagið þeim, sem hann hefði annars gefið jóla- gjöf, og hinn fær tilkynningu um það frá bankanum. Verður varla annað sagt, en að þetta nýja form á jólagjöfum sé i fyllsta máta i anda þess boðskapar um kærleik með öllum mönnum og frið um gervalla jörð, sem tengdur hefur verið jólunum. Umræður urðu miklar á fundin- um um hin ýmsu mál og deilur um sum, og voru það einkum vietnömsku og japönsku fulltrú- arnir, sem gagnrýndu Heims- friðarráðið og töldu það vera far- ið af taka of deiga afstöðu gagn- vart heimsvaldastefnu Banda- rikjanna, en benda má á að viet- namska þjóðin býr enn við styrj- öld af völdum leppstjórnarinnar i Saigon, sem hjarir eingöngu á efnahagslegum stuðningi Banda- rikjanna. dþ. ÖKUKENNSLA Æfingatímar, ökuskóli og prófgögn. Kenni á Volgu 1973. Vilhjálmur Sigurjónsson, sími 40728 LAUGARDAGUR 21. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Veðrið og viðkl. 8.50: Borgþór H. Jónsson veður- fræðingur talar. Morgun- stund barnanna kl. 9.15: Benedikt Arnkelsson les þýðingu sina á sögum úr Bibliunni i endursögn Anne De Vries (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. óskalög sjúklingakl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 14.15 Aö hlusta á tónlist, VIII. Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. „Aleinn”, einleikur eftir Steingerði Guömundsdóttur leikkonu. Höfundurinn flytur. 16.40 Tiu á toppnum. örn Pet- ersen sér um dægurlaga- þátt. 17.30 Lesið úr nýjum barna- bókum.Gunnvör Braga Sig- urðardóttir sér um þáttinn. Sigrún Sigurðardóttir kynn- ir. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Tvö á tali. Valgeir Sig- urðsson talar við Ólöfu Rík- harösdóttur ritara Sjálfs- bjargar. 20.05 Létt tónlist frá hollenska útvarpinu. 20.20 A bókamarkaðinum. Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um lestur úr nýj- um bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. — Tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. 16.30 Jóga til heilsubótar. Bandarlskur myndaflokkur með leiðbeiningum i jóga- æfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 16.55 tþróttir. Knattspyrnu- kennsla, Breskur kennslu- myndaflokkur. Þýöandi og þulur Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan. 17.55 Aðrar iþróttir: Hand- knattleikur, mynd um þjálf- un sundfólks o.fl. Um- sjónarmaður Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veður, 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Læknir á lausum kili. Bresk gamanmynd. Læknir, lækna sjálfan þig Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.05 Gagn og gaman.Kvik- mynd, sem Þorsteinn Jóns- son og Ólafur Haukur Simonarson hafa gert fyrir Sjónvarpið. í myndinni er f jallað um stöðu listamanna og samband þeirra við al- menning. 21.35 Tökum lagið.Breskur söngvaþáttur, þar sem hljómsveitin „The Settlers” og fleiri flytja létta tónlist. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 22.05 Þegar spörvarnir falla. (The Fallen Sparrow) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1943. Aðalhlutverk John Garfield og Maureen O’Hara. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Myndin gerist i Bandarikjunum árið 1940. Maður, sem setið hefur i fangabúðum á Spáni, kemur heim. Hann fréttir að vinur hans, sem hafði hjálpað honum að sleppa úr fanga- vistinni, hafi framið sjálfs- morð. Þessu getur hann með engu móti trúað, og tekur að rannsaka málið. 23.35 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.