Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 1
djoðviuinn Föstudagur 3. ianúar 1975 — 40. árg. 1. tbl. Samdráttur í sölu en ekki í innflutningi Risastórar pantanir af heimilistækjum, sérstaklega frystikistum, seldust ekki fyrir jólin. Hið sama má segja um hilana. Tekið hefur fyrir sölu þeirra i bili og eru nii mikil vandræði i vörugeymslum, þar sem ótollafgreidd heimiiistæki og bflar taka upp gifurlegt rými. Þjóðviljinn kannaði þetta mál og eru niðurstöðurnar birtar á siðu 3. Loðnu- verð ekki enn ákveðið Að sögn Sveins Finns- sonar hjá verðlagsráði sjávarútvegsins/ hefur enn ekki náðst samkomulag um verð á loðnu á komandi vertíð. Nefnd sú sem um loðnuverð fjallar hefur haldið nokkra fundi að undanförnu og hefur heldur miðað í áttina að sögn Sveins. Ekki vildi hann þó neinu spá um hvenær verðákvörðunar- innar væri að vænta. Ekki þarf, samkvæmt lögum, að vera búið að ákveða loðnu- verð fyrir áramót eins og annað fiskverð. —S.dór Fœddist í 10.000 feta hœð Á gamlársdag skeði það að 12 marka drengur, 49 sm. langur var i þenn- an heim bor- inn.Hjúkrunarkonurnar á Landspítalanum kalla drenginn sína á milli ein- faldlega ,,Loft“ enda ekki nema von því sá litli kom í heiminn i 10.000 feta hæð í farþega- flutningavél frá Vængj- um. Við höfðum samband við móðurina, Kristjönu Höskuldsdóttur, og spurðum hana um þessa sérstæðu flugferð henn- ar. ,,Sá litli hafði látið biða eftir sér nokkuð lengi”, sagði Kristjána, ” og þess vegna var ákveðið að flytja mig til Reykjavikur. Ég er búsett á Ólafsvik og þaðan er um 50 minútna flug. Með mér i flug- vélinni fór eiginmaðurinn og ljósmóðir og tóku þau á móti barninu i þvi að við flugum yfir Akranes.” — Og ykkur heilsast vel? — Já já, alveg prýðilega. Væntanlega hefur verið erfitt að taka á móti barninu við svo frumstæð skilyrði, en einhvern veginn gekk þetta ailt saman. Annars man ég nú litið eftir þessari flugferð, hvað þá að ég viti nákvæmlega staðar- ákvörðun á fæðingarstaðnum. Maður var svo sem ekkert að skima mikið út um gluggana! — Ætlarðu að skira barnið skv. uppástungum hjúkrunar- kvennanna? — Ég veit ekki, — pabbinn er eitthvað á móti þvi held ég. —gsp Heimilin eru full rafvædd Nú seljast aðeins ,nýjar uppfinn ingar’ Til að forvitnast um sölu á heimilistækjum á liðnu ári var haft samband við Gunnar Gunnarsson skrifstofustjóra hjá Heimilistækjum s/f. Hann sagði að sér virtist heimilin að mestu mettuð af rafmagnstækjum og á siðasta ári og þá einkum fyrir jólin hefði langmest selst af nýj- um tækjum, þ.e. minútugrilli sjálfvirkri kaffikönnu og öðru þess háttar. ,,Það eru svona tiskuvörur sem koma upp á hverju ári og ég get sagt þér t.d. að við seld- um fyrir jólin um 500 kaffivélar á 5 dögum.” — Hvað um „frystikistu- vandamálið”? — Ég held að það sé eðlileg af- leiðing þess, sem gerst hefur undanfarið. Um leið og einn fór að græða á innflutningi frysti- Framhald á 11. siðu. Yfir 10 miljónir í Norðfjarðar- söfnun Uiðlega 10 miljónir höfðu sið- degis i gær safnast vegna snjó- flóðanna á Neskaupstað. Heildartalan var i gær 10. 213.215 kr. cn forsvarsmenn snjó- flóðasöfnunarinnar vissu um vcrulegar fjárhæðir sem væntan- legar voru, einkum af Austur- landi, Akureyri og Húsavik. Margir hafa verið rausna- legir jafnvel gefið eina miljón króna, en i gær nefndi snjóflóða- söfnun nokkra aðila sem hafa bæst i þann hóp sem gefið hafa 100 þúsund krónur. Þeir eru: Bátarn- ir Gunnar og Snæfugl á Reyðar- firði, Rotary-klúbbur Kópavogs, Skiparadió h.f. i Reykjavik, Ve r kf r æð is t of a Sigurðar Thoroddsen i Reykjavik og Lýsi h.f. i Reykjavik. Norðfirðingafélagið tekur við framlcgum i snjóflóðasöfnun á giróreikning '90004 og Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn hafa númerin 90003 og 20003. —GG Neskaupstaður: Hópar gagnfræðaskóla- nema í Neskaupstað vinna nú að uppgreftri eftir snjó- flóðin. I gær var unnið við að grafa upp loðnumjölið i Fiskvinnslunni, og búist við að þvi verki lyki þá um kvöldið eöa í dag. Komið hefur til tals að gefa nemendum fri einhverja daga næstu viku, svo þeir geti hjálpað til við hreinsunina á flóða- svæðunum. Engir aðkomumenn munu nú vinna að björgunarstörfum i Skólaböm hjálpa til Matsmenn vœntanlegir að meta heildartjónið — Viðlagasjóður aðili að endurreisnarstefnu Neskaupstað, en von mun á járniðnaðarmönnum austur á næstunni til að huga að vélum fiskvinnslunnar. Togarinn Bjartur fór á veiðar i gærmorgun. Barði i gærkvöldi og Börkur fer væntanlega fljótlega. Skipin taka is á Eskifirði, en munu væntanlega landa afla i Neskaupstað, þar sem fiskurinn verður unninn i salt. Neskaupstaður hefur verið einangraður nú um margra daga skeið. Fjöldi manns biður eftir flugfari suður, en einhverjir hala þó komist með snjóbil yfir Odd- skarð og þannig til Egilsstaða. Björgunarstörf lágu niðri yfir áramótin meðan norðfirðingar hvildu sig ögn eftir ósköpin sem yfir þá gengu um hátiðina. Eins og fram hefur komið i fréttum, hefur Viðlagasjóði verið falið að vera sá aðili islenska rikisins, sem semur við yfirvöld i Neskaupstað um samstarf við endurreisnina og jafnframt hefur verið valin nefnd þriggja þing- manna Austurlands til að vera tengiliður milli Viðlagasjóðs og bæjary firvalda eystra. 1 nefndinni eru Lúðvik Jósepsson, Sverrir Hermannsson og Tómas Arnason. GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.