Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. janúar 1975 Landsleikir við USA í kvennahand- knattleik í kvöld og á sunnudaginn íslenska kvennalandslið- ið í handkna+tleik leikur tvo landsleiki við það bandariska nú um helgina. Fyrri leikurinn er í Laug- ardalshöll í kvöld og hefst kl. 20.30, en hinn síðari verður á sunnudaginn, og fer hann f ram í iþróttahús- inu í Njarðvíkum og hefst kl. 14. tslenska liðið sem leikur i kvöld verður þannig skipað: Markverðir: Gyða Úlfarsdóttir, FH (4) Jónina Kristjánsdóttir KR (3) Aðrir leikmenn: Sigrún Guðmundsdóttir, Val (17) Ragnheiður Lárusdóttir, Val (3) Björg Jónsdóttir, Val, fyrirliði (4) Hansina Melsteð, KR (15) Hjálmfriður Jóhannesdóttir, KR (4) Leikurinn i kvöld er fyrsti landsleikur bandarisku stúlkn- anna, sem eru að hef ja undirbún- ing fyrir undankeppni ólympiu- leikanna sem fram fara i Montreol i Kanada 1976. bað ætti þvi að vera fremur auðvelt fyrir islenska liðið aö sigra i þessum leikjum. Leikurinn i kvöld er 5ti landsleikur islenska liðsins á þessu keppnistimabili, og eru ár og dagar siðan konurnar hafa fengið eins mörg verkefni til að glima við og nú. Erla Sverrisdóttir, Arm. (9) Guðrún Sigþórsdóttir, Arm. (8) Arnþrúður Karlsdóttir, Fram (12) Oddný Sigsteinsdóttir, Fram (7) Guðbjörg Jónsdóttir, ÍBK (1) Islenska liðið hefur æft mjög vel nú yfir hátiðarnar undir stjórn landsliðsþjálfarans Sigurbergs Sigsteinssonar og er þvi eins vel undirbúið fyrir þessa ieiki og frekast má vera. 1. deildarkeppnin hefst á ný á sunnudaginn 1. deildarkeppnin I handknattleik hefst á ný eftir jólahléið á sunnudaginn kemur. Þá fara fram tveir leikir i Laugardalshöll, Valur mætir Ármanni, og siðan mætast ÍR og Grótta. Fyrri leikurinn, milli Vals og Ármanns, verður án efa mikiil bar- áttuleikur. Valsmenn náðu sér uppúr öldudalnum rétt fyrir hléið, sigruðu Gróttu og siðan FH og voru þá I miklum ham. Ármenningar hafa hinsvegar komið mest á óvart allra liða i vetur, eru komriir með 6 stig úr 5 leikjum og eru og verða án efa með I toppbaráttunni ef þeir slaka ekki á frá þvi sem verið hefur. Þess vegna ætti þessi leikur að geta orðið jafn og skemmtilegur. Hinn leikurinn er enn þýðingarmeiri. Þar mætast botnliðin i 1. deild, ÍR og Grótta. Bæði hafa hlotið eitt stig til þessa, og næstum má fullyrða að það liðið sem tapar þessum leik fellur niður i vor. Björg Jónsdóttir fyrirliði Islenska kvennalandsliðsins sést hér skora mark i lelknnm við hoiiendinga fyrr I vetur. Landsliðið í körfu- knattleik farið utan Tekur þátt í 4ra landa keppni í Danmörku islenska landsliðið í körfu- knattleik hélt til Danmcrkur I morgun, þar sem það mun taka þátt i 4ra landa keppni sem fram fer þar um helgina. Löndin sem taka þátt i keppninni eru auk is- lands, Danmörk, V-Þýskaland og Lúxembúrg. Strax að 4ra landa keppninni lokinni heldur landsliðið til Nor- egs og leikur einn landsleik við norðmenn áður en það heldur heim. Liðið hefur æft á hverjum degi fyrir þessa keppni siðan fyrir jól og er þvi mjög vel undir keppnina búið. Telja má vist að v-þjóðverj- ar vinni mótið, en menn gera sér vonir um að islenska liðið nái öðru sæti. Lúxembúrgarar eru ekki sterkir, og þvi kemur slagur- inn um 2. sætið til að standa milli islendinga og dana, en gengið hef- ur á ýmsu i leikjum þeirra undan- farin ár og gæti það þvi orðið hinn skemmtilegasti leikur. þátttakenda á alþjóölegu vísindaráöstefnunni „Iþróttir í nútíma samfélagi” til vísindamanna, íþróttakennara, leiðbeinenda, íþróttalækna og forystumanna á sviöi líkamsmenningar og íþrótta Ávarp Þátttakendur á alþjóðlegu vísindaráðstefnunni „íþróttir i nútima samfélagi”, sem haldin var I Moskvu dagana 26.-30. nóv. 1974 og undir vernd Heimsráðsins fyrir likams- uppeldi og Iþróttir (CIEPS), benda á, að likamsmenning og Iþróttir séu meðal veigamestu félagslegra og menningar- legra þátta nú á tímum. Þeir beina þvi tii visindamanna, íþróttakennara, leiðbeinenda, iþróttalækna og forystumanna á sviði iþrótta, — að stuðla að vináttu, gagnkvæmum skilningi og samstarfi milli þjóða og verndun friðar I heiminum; — að vinna að þvi, að llkamsrækt og iþróttir sem verða stöðugt þýðingarmeiri þáttur I menningarlífi samfé- iagsins, standi fólki á öllum aldri til boða, hver sem at- vinna og félagsleg staða þess er; — að útbreiða Iþróttir vegna þýðingar þeirra fyrir heilsu manna, ekki sist á okk- ar tlmum þegar hreyfingar skortur og minni llkamlcg áreynsla er fylgifiskur vls- indalegra og tæknilegra fram- faraj — að bæta likamsuppeldi æskunnar I löndum ykkar og auka íþróttaiðkun almenn- ings, að efla iþróttakeppni með tilliti til þess að hún hefur uppeldislegt og visindalegt gildi, stuðlar að alhliða þroska og uppeldi iþróttamanna I anda siðgæðishugsjóna; — að allir fjölmiðlar stuðli að því að auka uppeldisleg áhrif iþrótta og gera öll Iþróttamanuvirki, þar sem iþróttakeppni fer fram, að sannkölluðum menningar- stöðvum; — að efla iþróttavisindi, en hlutverk þeirra er að kanna svið likamsræktar og Iþrótta i ljósi efnahagslegra fyrirbæra, vlsindalegrar þekkingar og fé- lagslegra breytinga. Þátttakcndur alþjóðlegu vlsindaráðstefnunnar „íþrótt- ir I nútima samfélagi” treysta þvi, að samfélagið I sinni framþróun leggi meiri áhcrslu á llkamsmenningu og iþrótta- samskipti milli þjóða I þágu gagnkvæms skilnings og vin- áttu milli manna og verndun friðar I heiminum. Bikarleikir í ensku knattspyrn- unni á morgun A morgun, laugardag, hefst enska bikarkeppnin I knattspyrnu fyrir alvöru, en þá koma 1. og 2. dcildarliðin innl keppnina. Eins og vanalega verður eflaust mikið um óvænt úrslit, og það er einmitt I bikarkeppni sem 3„ 4. og jafnvel utandeildaliðin láta Ijós sitt sklna. Má I þvi sambandi minna á að I deildarbikarnum er ekkert 1. deildarlið I undanúrslitum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.