Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. janúar 1975 Mikiö er nú rætt um yfir- vofandi matvælakreppu í heiminum vegna þverr- andi auðlinda og ranglátr- ar skiptingar lifsgæða. Fróölegt getur veriö að kynnast sjónarmiðum sóvétmanna í þessum efn- um, en þeir hafa sem kunnugt er keypt mikið af korni frá Bandaríkjunum að undanförnu. Hér fer á eftir grein um sovéskan landbúnað eftir Gleb Spiridonov fréttaskýranda sovésku fréttastof unnar APN: Landbúnaður í Sovétríkjunum Almenninguri mörgum löndum fylgist af vaxandi kviöa meö þró- ún matvælakreppunnar. Birgöir korns og annarra landbúnaöar- vara halda áfram að minnka. Eru þær minni nú en þær hafa verið siöustu árin. Sumir bandariskir visinda- menn telja, að á næstu áratugum veröi matvælaskortur rikjandi á stand i heiminum, ekki aöeins i fátæku löndunum, heldur og i þeim riku. Þetta er þó mjög vafa- samt. Og það er ekki heldur hægt aö samþykkja álit Carrol Wilson hjá tæknistofnuninni i Massa- chusett, sem telur, að viö séum nú komin á mörk þess, að mögulegt sé að fæöa ibúa heimsins og að héðan af verði þaö nálega óger- legt. Sérfræöingar, sem eru bjart- sýnir varðandi lausn fæðuvanda- málsins, eru þess fullvissir, að sigrastmegi ámatvælakreppunni. Eru sovéskir sérfræðingar i þeirra hópi. Róttæka lausn fæðuvandamáls- ins má finna með þvi að skoða reynslu hins sósialiska samfé- lags. Þau 25 ár, sem Ráð gagn- kvæmrar efnahagsaðstoöar, CMEA, hefur starfaö, hefur heildarframleiðsla CMEA-land- anna 2,5 faldast. En aukningin ein segir ekki allt. Hin sósialisku CMEA-lönd hafa náð fram stöð- ugri aukningu landbúnaðar- framleiðslunnar á mann og bætt matarræði almennings verulega. Landbúnaðarframleiðsla CMEA-landanna byggist á stór- stigri vélvæðingu rikisbúa og samyrkjubúa og ýmsum tegund- um samvinnufyrirtækja ilandbún- aðinum, og hún þróast samkvæmt efnahagsáætlun fyrir landið i heild með virkum stuðningi rikis- ins. Skipar hún þýöingarmikinn sess i áætlunum rikjandi kommúnista- og verkamanna- flokka. Eins og kunnugt er hóf sóvésk- ur landbúnaður fyrst á sjötta ára- tugnum að auka verulega mat- vælaframleiðsluna. Stafaöi þaö af mörgum ástæöum, vanþróun efnahagslifsins, sem var arfur frá keisaratimanum, borgara- styrjöldinni og erlendri ihlutun, siðari heimsstyrjöldinni o.s.frv. Það jók á erfiðleikana, að land- búnaðarsvæðin i Sovétrikjunum eru dreifð vitt um hið viðlenda riki, þar sem loftslag er mjög breytilegt. Aðeins eitt prósent akurlendisins liggur á svæðum, þar sem árleg úrkoma er 700 mm eða meiri, samanborið við 60 prósent i Bandaríkjunum. Og 60 prósentaf sánu akurlendi liggja á belti, þar sem meðal árshitinn er innan við 5 gráður á Celsius, sam- anborið við toprósenti Bandarikj- unum. Eftir þvi sem efnahagsmáttur landsins óx, juku kommúnista- flokkurinn og sovéska rikið að- stoðina viö landbúnaðinn, gerðu ráðstafanir til að efla rikisbúin og samyrkjubúin efnahagslega og tæknilega og til að auka akur- lendi, og lögðu afarmikla áherslu á aukningu kornframleiðslunnar sem undirstöðu undir frekari þró- un landbúnaðarins i heild, m.a. aukningu kvikfjárræktar. 42 þúsund hektarar lands voru brotnir til ræktunar, en 27 prósent af kornframleiöslu landsins fást af þessu nýræktarlandi. Allt bar þetta góöan árangur: Kornframleiösla jókst ár frá ári, þótt það væri ekki nægilegt með tilliti til örrar þróunar efnahags- lifsins og vaxandi þarfa þjóðar- innar. A þessu hefur orðið róttæk breyting eftir 1965,er miðstjórn Kommúnistaflokksins hóf fram- kvæmd brýnna ráðstafana til að flýta fyrir þróun landbúnaðarins, sem ekki hefur verið hvikaö frá. Þrir meginþæattir einkenna landbúnaðarstefnu Kommúnista- flokksins. t fyrsta lagi hafa verið gerðar traustar áætlanir um aukningu landbúnaðarfram- leiðslunnar langt fram i timann, og verö á helstu korntegundum hækkað. Framkvæmd þessara ráðstafana krefst aukinna út- gjalda ríkisins og byggist á þvi, að rikið fái meira korn og rikis- og samyrkjubúin auknar tekjur, en sú hefur lika orðið raunin. t öðru lagi krefjast viðtækar framfarir i landbúnaði róttækra endurbóta á tækjabúnaði sam- yrkju- og rikisbúa og mikillar aukningar á framleiðslu nútima landbúnaðartækja. Var tekið tillit til þessara þarfa landbúnaðarins viö gerð fimm ára áætlunarinnar 1971—1975. A sama timabili hefur framleiösla tilbúins áburðar ver- ið aukin um 162 miljónir tonna. bar sem efnavæðing er eitt af frumskilyrðum tækniframfara hafa kommúnistaflokkurinn og sovéska rikisstjórnin gert ráð- stafanir til að auka framleiðslu tilbúins áburðar. Nýjum fyrir- tækjum i efnaiðnaði hefur verið komið á fót og samvinna CMEA- landanna á sviði framleiðslu til- búins áburðar aukin. Er aukning hennar nú tvöfalt meiri i sósialistarikjunum heldur en i 'löndum Efnahagsbandalagsins. Nvræktun lands er snar þáttur i sovéskri landbúnaðaráætlun. Hafa ber i huga, að 60 prósent kornræktarlands i Sovétrikjunum liggja á beltum, þar sem raki er ófullnægjandi og þurrkar herja árlega. Samkvæmt fimm ára áætluninni er framkvæmd viðtæk landrækt i Sovétrlkjunum. A sl. ári jókst ræktarland um 21 miljón hektara. í þriðja lagi er i landbúnaðar- áætlun Kommúnistaflokks Sovét- rikjanna lögðmikil áhersla á þýð- ingu landbúnaðarvisinda og há- þróaðrar reynslu. Hið viötæka kerfi rannsóknar-, fræðslu- og til- raunastofnana mun fá á að skipa miklum fjölda visindamanna. Sovéskir visindamenn á sviði jurtakynbóta hafa ræktað nýjar tegundir hveitis sem gefa af sér miklu meiri uppskeru á hvern hektara lands en áður og sama er að segja um fleiri korntegundir. Staðföst framkvæmd landbún- aðráætlunar Kommúnistaflokks Sovétrikjanna ber tilætlaðan árangur, tryggir vaxandi korn- framleiðslu og vöxt annarrar uppskeru og stuðlar að viðgangi allra greina sovésks landbúnað- ar. Eftirfarandi tölfræðilegar upplýsingar bera vitni um árang- ur áætlunarinnar, en þær sýna stöðuga aukningu kornfram- leiðslunnar. Arleg heildarframleiðsla korns i Sovétrikjunum varð að meðal- tali sem hér segir, taliö i miljón- um tonna, siðustu fimm ára áætl- unartimabil. 1951-1955 88.5 milj. tonn 1956-1960 121.5 milj. tonn 1961-1965 130.3 milj. tonn 1966-1970 167.6 milj tonn 1971-1973 190.6 milj. tonn Þessi tafla sýnir, aö kornfram- leiöslan i Sovétrikjunum hefur tvöfaldast á siðustu tveim ára- tugum. Þróun kornframleiðslunnar sem undirstöðugreinar skapar möguleika á aukinni kvikfjár- rækt. Undanfarið hefur sérhæfing og samþjöppun færst mjög i vöxt i þessari mikilsverðu grein land- búnaðarins. Niunda fimm ára áætlunin, 1971-1975, gerir ráð fyr- ir viðtækum ráðstöfunum, sem þegar hafa verið framkvæmdar, i þvi skyni að auka framleiðslu i kvikfjárrækt á iönaðargrundvelli. Vélvæddum kvikfjárræktardeild- um hefur veriö komið á fót viö samyrkjubúin og rikisbúin. Stór samvinnufyrirtæki rikis- og sam- yrkjubúa hafa verið reist i grennd við borgirnar til framieiðslu nautakjöts, mjólkur o.s.frv., svo og hænsnabú. Sovéskar langtima- áætlanir miða að þvi að hraða mjög þróun landbúnaðarins og tryggja vöxt landbúnaðarfram- leiðslunnar. Þar á meðal er 15 ára áætlun um alhliða þróun land- svæðis i hjarta Rússlands, sem þegar árið 1980 á að framleiða 31 miljón tonna af korni og um 1990 43 miljónir tonna. Er ráðgert að verja 35 þúsund miljónum rúblna til ræktunar þessa landsvæðis i Rússneska sambandslýðveldinu á timabili næstu fimm ára áætlunar. Sovéskir sérfræðingar telja, aö alþjóðleg samvinna á sviði land- búnaðar og matvælaframleiðslu geti stuðlað mjög að lausn fæðu- vandamálsins. Samningurinn sem gerður var milli Sovétrikj- anna og Bandarikjanna á sl. ári um samvinnu á sviði land- búnaðarrannsókna er mikilsvert skref i þróun alþjóðlegs sam- starfs. Þessi tvö lönd, er ráða yfir mikilli visinda- og tæknigetu, geta auðgað landbúnaðarvisind- in. önnur lönd munu njóta góös af þessari samvinnu. Guðjón Bj. Guðlaugsson: Kolbeinn templari Laugardaginn 14. desember skrifar Kolbeinn Bjarnason mjög furðulega grein i Þjóðvilj- ann. Ég þekki þann mann ekk- ert, en greininni fylgir mynd, sem e.t.v. er, eða á að vera mynd af höfundi, þar sem hann horfir á brennivinsflösku og hugsar: ,,Ó,min flaskan friða”. Ég efast um að forráðamönn- um Islenskra ungtemplara sé mikil þægð I slikum skrifum. 1 greininni reynir Kolbeinn að sverja sig og tslenska ung- templara úr ætt við Góðtempl- araregluna. Veit ekki Kolbeinn það, að tslenskir ungtemplarar eru samtök stofnuö af Góð- templarareglunni, og að þeir hafa notið handleiðslu helstu manna Reglunnar, verið óska- barn hennar frá upphafi, og miklar vonir eru við þá bundn- ar, enda hafa margir úr þeim félagsskap gengiö i Góðtempl- araregluna og sumir þeirra gegna þar mikilsverðum embættum með sóma. Leyfi ég mér i þvi sambandi að nefna: Kristin Vilhjálmsson, þing- templar Þingstúku Reykjavik- ur, Svein H. Skúlason, kanslara Umdæmisstúkunnar númer eitt, Gunnar Þorláksson, sem er i stjórn Stórstúku Islands, auk annarra háttsettra ungtempl- ara innan Góðtemplarareglunn- ar. Það hefur aldrei heyrst neitt ónotaorð frá Góðtemplararegl- unni til Islenskra ungtemplara, enda ekki tilhlýöilegt né ástæða til. En það mega allir vita, aö stofnun Islenskra ungtemplara. svo og þátttaka Góðtemplara- reglunnar i ýmsum bindindis- hreyfingum öðrum hefur verið henni blóðtaka, sem félags- heildar, en á hinn bóginn leitt til sigra i bindindisáráttunni yfir heildina séð. Ef Góðtemplarareglan væri nú eins og áður, er hún náöi mestum árangri, eina bind- indisfélagið i laridinu, myndi hún vera áhrifameiri en starf- andi bindindisfélög eru öll til samans nú. „Sameinaðir stönd- um vér, en sundraðir föllum vér”. Islenskir ungtemplarar og Góðtemplarar eiga lika sama takmark, að útrýma áfenginu úr lifi manna. Þá má minna á ágæta samvinnu Góðtemplara- reglunnar og Islenskra ung- templara I Galtalækjarskógi frá fyrstu tið og einnig samstöðu um nýafstaðna útbreiðsluviku, er haldin var á öllum helstu stöðum i landinu. Hvað viðkemur samanburði á klæðnaði og framgöngu unga fólksins i Reglunni og félags- manna Islenskra ungtemplara er það að segja, aö það hefur ekki þótt ljóður á ráði ungra manna að ganga snyrtilega til fara eða stúlkna að klæðast fallegum kjólum og vera með snyrtilegt hár og eitthvað i þvi til skrauts, en einmitt þetta er eitt af þvi, sem Kolbeinn finnur góðtemplurum til foráttu, — það hvað unga fólkið i Reglunni gengur snyrtilega til fara. Hann telur fráleitt, að ungt fólk geti verið i stúkum, Getur hann imyndað sér, að aldrei hafi verið ungt fólk I Góðtemplara- reglunni, sem búin er að starfa i 90 ár hér á landi og opin er 7 ára börnum jafnt og öllu öldnu fólki skilyrðislaust? Sem betur fer er staðreyndin sú, að það er meira af ungu fólki innan Regl- unnar en gömlu, og okkur, sem vfgðumst Reglunni ung, hefur ekki þótt nein neyð þar að vera. Óskandi væri, að Islenskum ungtemplurum auðnaðist jafn langt lif og Góðtemplararegl- unni, og að þeir nái til sin jafn mörgu ungu fólki og Reglan hefur gert. Vilji Kolbeinn Bjarnason firra' sig þeirri smán, að skrifa aðra grein sem þessa af vanþekkingu um Islenska ungtemplara og Góðtemplararegluna, ræð . ég honum til, að koma á fund i stúkunni Framtiðinni til þess að kynna sér starfið þar. Býð ég honum hér með, sem og öðrum, er kynnast vilja starfi Góð- templarareglunnar á slikan fund. (Simi minn er 32930). Kolbeinn gæti um leið fengið að kynna þar starf tslenskra ungtemplara og hugsanagang sinn til heilla fyrir bindindis- starfið og þjóðfélagið i heild, — og til aö bæta upp það, sem á vantar, I starfi Góðtemplara- reglunnar. Guðjón Bj. Guölaugsson Efstasundi 30

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.