Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. janúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 ÁRAMÓTAÁVARP dr. Kristjáns Eldjárns, forseta íslands, 1. jan. 1975 Góðir áheyrendur, Nýársdagur er dagur birtu i huga margra. Það er jafnvel ein- hver bjartur hljómur I sjálfu orð- inu, nýársdagur. Og þó ber þenn- andag upp á þann tima árs þegar myrkur verða lengst. Skammdegi köllum vér islendingar hina dimmu árstið og veit ég ekki til að eins hugsað orð sé i granntungum vorum. t skammdeginu, þegar vetrarmyrkur og veðrahamur leggjast á eitt, hefur ærið oft i sögu þjóðar vorrar drégið skugga með þvi að hafa þá hvílt i mold þess i þrjár aldir: Sólin til fjalla fljótt fer að sjóndeildarhring, tekur að nálgast nótt, neyðin er allt um kring; dimmt er i heimi hér, hættur er vegurinn, ljósið þitt lýsi mér, lifandi Jesú minn. t þessu versi sér skáldið að visu til sólar. En margur er sá manna- bústaður á landi voru, i skuggum um til góös ætti það að vera að vér ræktum landið til matvælafram- leiðslu. 0^~hafiö kringum landið, með sinu auðuga lifriki, er ekkert annað en náttúrlegt framhald ræktunarlandsins, eins langt út og vér teljum rétt og eðlilegt að landinu fylgi. Þar má ekki frekar en á þurru landi taka meira en þaö sem náttúran megnar að end- urnýja. t samræmi við það lög- mál viljum vér haga gerðum vor- um, sjálfum oss til lifsbjargar, en einnig til þess að vera heimsins góðir borgarar, þess heims sem nú er mest vant græðandi og verndandi handa. Hitt er svo ann- að mál hvort vér stöndum nógu vel við það verndunar- og ræktun- arheit sem vér höfum þó unnið. Ef svo er ekki, verður það að breytast, það sér hver heilvita maöur. Þegar vér fáum óskorað vald yfir þeim lifsuppsprettum sem vér sækjumst nú eftir, verð- um vér að reynast þess megnugir að standa undir þeirri ábyrgð. Á þvi er enginn vafi að þetta er eitt stærsta, ef ekki allra stærsta, verkefnið sem nú blasir við is- lendingum. Og er þó sannast sagna að verk- efni skortir oss ekki. Hér er allt i Ræktun, verndun og jöfnun lífsgæða er það eina, til bjargar má verða fyrir birtu nýársdagsins. Það fá- um vér enn að reyna um þessi áramót. Þegar vér nú heilsum nýju ári rikir harmur i huga vor allra vegna þeirra sorgaratburða sem gerðust i Neskaupstað fyrir fáeinum dögum. Orð geta virst litil harmabót, en einlægur samhugur fellur þó aldrei úr gildi, og það ljós i myrkri þykist ég greina og mega nefna að raun- ir eins og þær sem nú hafa sótt eitt byggðarlag landsins heim hræra huga allra landsmanna til samúðar og fylkja þeim til hjálp- ar eftir þvi sem i mannlegu valdi stendur. Á þvilikum stundum kemur skýrast i ljós hve nákomn- ir menn i þessu fámenna samfé- lagi eru hver öðrum og hvernig allir treysta i rauninni hver öðr- um til góðs, þótt stundum mætti ætla annað. Marklaus eru þau brigsl sem stundum ganga manna i milli i opinberu lifi um illar hvatir og skort á umhyggju fyrir farsæld allra landsins barna. Og viðar á landinu hefur fólk á ýmsan veg fengið að kenna á þessum skammdegistima. Sjór- inn hefur tekið sinar mannfórnir eins og löngum áður; það er hið sama gamla harmsefni vor is- lendinga, hraustir menn hverfa i hafsins djúp fyrir þann hættulega atvinnuveg sem afkoma vor byggist á. t heilum byggðarlögum valda frost og snjóalög ómældum skaða og meira erfiði en margir þeir gera sér skýra grein fyrir sem við minnst vetrarrlki búa, orkuver landsins hrökkva ekki til svo að við sjálft liggur að i sum- um héruðum sé vá fyrir dyrum. Vér höfum á liðnu ári talað margt um sambúð lands og þjóð- ar, bæði fyrr og nú. Á siðustu mánuðum hefur landið sjálft kvatt sér hljóðs og látið oss skilja að enn skortir allmikið á að vér höfum i fullu tré við hin grimm- lyndari náttúruöfl þess. Eðli landsins fáum vér ekki breytt en vér getum kannað og verðum að kanna það til þrautar, svo að hægt sé að efla það besta sem i þvi býr, varasthið válega og hemja það ó- tamda og leggja við það beisli. Allt þetta höfum vér að visu gert aö nokkru, en betur má ef duga skal. 1 skammdeginu er mannshug- urinn berskjaldaðri en á öðrum timum. Um myrkurkviðann og ljósþrána hefur séra Hallgrimur Pétursson ort best, sá sem i sum- ar átti sinn hlut að hátið landsins fjalla, þar sem sólar nýtur ekki svo vikum eða mánuðum skiptir i svartasta skammdeginu. Einn slikur bær heitir I Firði eða Syðrafirði i Lóni austur. Þar bjó til skamms tima Eirikur bóndi, sá er svo kvað: Mikaels frá messudegi miðrar góu til I Syðrafirði sólin eigi sést það timabil. Lengi að þreyja i þessum skugga þykir mörgum hart, samt er á minum sálarglugga sæmilega bjart. Sá sem mérikenndiþessar visur sagði að bóndinn hefði ekki ort annað en þær tvær um dagana. En hann má una sinum hlut. Hann hefur unnið sinn sigur yfir myrkrinu og um leið brugðið upp með visum sinum áhrifamikilli mynd af þeirri þrautseigju og æöruleysi sem enst hefur þjóð vorri til lifs á margri dimmri tið. Nú er nýársdagur, eða áttidag- ur eins og fornmenn kölluðu þann dag, það er áttundi dagur jóla. En til þess voru jól haldin að fagna þvi að myrkrið lætur undan siga, þau voru hátið ljóssins i bók- staflegum skilningi, hátið fyrir endurkomu sólar og i vorum sið einnig fyrir komu sólarhöfundar, fæöingu frelsarans. I vorum huga er hann þó fyrst og fremst kenni- leiti við timans og lifsins veg. Margir verða venju fremur hlust- næmir á nýársdag, hann er Ihug- unardagur öðrum meiri, saknað- ardagur að nokkru, þvi að fallin er aö stöfum hurð sem enginn bif- ar, en um leið er horft um hálfa gátt til nýs áfanga, ef til vill með kviða fyrir þvi ókomna og ó- þekkta, en þó ekki sfður með eft- irvæntingu. Ef allt er með felldu á nýársdagur að vera dagur vonar, góðra rvonard agur. Liðið er árið 1974, þjóðhátiðar- árið, sem kallað er og mun verða kallað. Of snemmt mun vera að reyna nú þegar að gera sér grein fyrir þjóðlegum ávinningi af há- tiðahöldum ársins. Sumir telja hann minni en engan, lastaranum likar ei neitt, aðrir telja hann mikinn, en um allt þetta mun verða dæmt af meiri skilningi sið- ar. Talið er að meira en 150 þús- und manns hafi með einhverjum hætti tekið þátt i samkomum manna viða um land á liðnu sumri og svo virðist sem lang- flestum hafi verið þetta góðir og gleöilegir dagar. Vonir standa þvi til að þessi minningarhátið þjóð- arinnar muni lifa björt i huga manna og einnig að hún hafi orðið og verði raunverulegur aflvaki góðra hluta. Viða sást þess vottur að þjóðhá- tiðin varð til þess að menn drógu af sér slenið og hrundu I fram- kvæmd góðum fyrirætlunum sem þeir höfðu lengi hugsað sér en ekki látið úr verða. En þess vil ég þó ekki siður minnast að þetta þjóðhátiðarsumar leiddi i ljós stórhug og metnað byggðarlaga viða um land. Menn gengu að þvi með eldmóði og gleði að halda sina hátið sjálfir eftir þvi sem heimamönnum þóknaðist og af eigin hvötum og framlagi. Ég held að þetta sé merki um von- gleði og vaxtarmegn, merki um góða afkomu og mannlif, merki um trú á framtið byggðarlag- anna, yfirlýsing um sjálfstraust. Enda væri það dapurleg hátið að rekja minningar fortiðar i héraði þar sem nútiðin væri i kaldakoli og framtiðin vonarsnauð. Og loks vil ég geta þess að mér viröist allur viðbúnaðurinn til að gera sér dagamun á þessu minn- ingarári greinilega hafa ýtt við mönnum til umhugsunar og um- ræðu um landið og þjóðina, um sögu hennar, atvinnulif og menn- ingu, um nútfð og framtið. Ef þetta er rétt skilið ætti það að vera öllum islendingum fagnað- arefni.hvortsem þeim hefur ann- ars likað þjóðhátiöarhaldið betur eða verr. Mætti það þá njóta þess sannmælis allra. Landnámsafmælið þokast nú inn I heim minninganna. Lifið heldur áfram með sínar kröfur á hverri liðandi stund og óráðin framtið fyrir stafni. Hvert er hlutverk vort og takmark á hinni nýju tólftu öld landsins byggðar? Svarið er hiö sama gamla: Aö vernda, efla og nýta með skyn- semd gæði lands og sjávar til þess aö heimkynni vort veröi góður og batnandi bústaður þjóð vorri. Að vinna að réttlæti og jöfnuöi i sam- félagi voru og hlúa að öllu sem til menningarauka horfir. Lengi mætti telja svo almenna sjálf- sagða hluti. En hversu takast mun er undir mörgu komið. Vér mælumst ekki einir viö, vér erum partur af mannkyninu og örlög vor eru samtengd örlögum þess. Svo mun margur mæla að um þessi áramót sé siöur en svo bjart um að litast i veröldinni. Viösjár með þjóðum, fáheyrð hryðjuverk unnin á saklausu fólki, hungurs- neyð meiri en orð fá lýst, vaxandi harka I samkeppninni um auð- lindir jarðar, litt viðráðanlegur efnahagsvandi margra rikja og I fylgd með honum forynjur fyrri tiðar, atvinnuleysi, kreppa. Eng- in furða þótt þeim sem eitthvað muna aftur I timann sortni fyrir augum. Margt er rætt um þessi mál öll, meðal annars á ýmsum ráöstefnum hinna Sameinuðu þjóða, en að baki vandanum og umræðunum má glöggt greina annars vegar stórstiga fjölgun mannkyns og hins vegar fyrirsjá- anleg þrot auðlinda. Atökin um hlunnindin á þessari einu jörö færast i aukana, eða stymping- arnar um matinn eins og þeir komast að orði sem minnst eru gefnir fyrir rósamál og tæpi- tungu. Meðan þingað er og ráöslagað fara rányrkja og arð- rán sinu fram með sivaxandi þunga, I heimi sem þó hver skyni borinn maður hlýtur að sjá að ræktun, verndun og jöfnun lifs- gæða er það eina sem til bjargar má veröa. Sú mynd sem við blasir er óneitanlega skuggaleg. En vér komumst ekki undan að hugleiða samtið vora og framtiö með hana sem bakgrunn. Sá vandi sem margir eiga nú við að glima hefur einnig sótt oss heim og krefst úr- lausnar, eins og stjórnmálamenn vorir munu gera grein fyrir. Og ætlunarverk vor i framtið ber einnig við mynd umheimsins. Þar á ég við verndun og yfirráð þeirra Hfslinda sem oss eru tiltækar og þó einkum viðleitni vora til aö fá viöurkennt vald yfir fiskimiðun- um kringum landiö. Sú barátta er einn þáttur i átökunum um auð- lindir jarðar. Engan dóm skal ég á það leggja hvort vér islendingar séum tillitssamari eða sann- gjarnari en aðrir menn þegar til slikra kasta kemur. Það vill svo til aö þetta mál sker ekki úr um það efni, einfaldlega af þvi að land vort er þannig af guði gert að vér eigum ekki neitt það, og höf- um enga möguleika til að ásælast neitt þaö sem náttúran sjálf end- urnýjar ekki ef hún er ekki beitt einhverju ofbeldi. Ekki er það frá neinum tekið þótt orka sistreym- andi fallvatna sé látin snúa nokkrum hjólum á leið sinni. Ekki þarf að brenna upp til agna nein dýrmæt jarðefni til aö kynda þann ókólni sem býr i iðrum landsins. Engum til miska en öll- sem vexti og kallað á starfskrafta hvaðanæva. Svo er fyrir að þakka að þrátt fyrir þær þrengingar sem nú eru viða i löndum og meðal annars hjá grannþjóðum vorum sumum, eru kreppa og atvinnu- leysi ekki komin yfir oss, afkoma fólks yfirleitt sæmileg, þó að hins sé ekki að dyljast að blikur eru á lofti i efnahagslifi þjóðarinnar og enginn veit hvað úr þeim kann að blása. A þeim vanda verður að sigrast, og allir sem þar fá nokkru um ráðið munu eflaust vera af fyllsta vilja gerðir til að afstýra þvl að verr fari, nú eins og ætið. Ég veit einnig aö vér höfum oft áöur áttTiokkuð þungan róður fyrir höndum og komist klakk- laust af. Með þessu er ég ekki að mæla með þvi kæruleysissjónar- miði að allt fari einhvern veginn. Ég er að minna á að ekki skyldi æðrast eða kviða of mjög þó að ögn skyggi i bili. Og andleg heilsubót er að festa sér i minni skammdegisvisur bóndans I Syðrafirði og halda sæmilegri birtu á sálarglugganum meðan vér þreyjum i skugganum af þeirri bliku sem allir mega sjá. Góöir áheyrendur. Vér minn- umst þess nú eins og jafnan áður að horfnir eru margir þeir sem i hópi vorum gengu til móts við nýtt ár i fyrra. Vér höfum kvatt vini vora marga og að þessu sinni venju fremur marga þjóðaröld- unga sem verið hafa merkisberar fyrir oss lengi og lagt dýrmætan skerf til islenskrar menningar- arfleiföar. Vér eigum einnig á bak að sjá mörgum löndum vor- um I blóma lifsins, mönnum sem vér höfðum vonað að ættu fyrir höndum langan og giftudrjúgan starfsdag með fámennri þjóð vorri, þar sem hver einstaklingur virðist skipa meira rúm en I mannhafinu. Heiður og þökk fylgi minningu allra þeirra sem lokið hafa samleið sinni með oss. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar, yður sem mál mitt heyrið og þeim fjölmörgu, i bæ og borg og á sjó úti, sem á þessum helgidegi ganga að skylduverkum sem ekki spyrja um almanaks- daga og vinna verður i allra vor þágu. Sérstaklega verður mér hugsað til þeirra sem einmana eru, eða veikir og ellimóðir dvelj- ast á sjúkrahúsum og dvalar- heimilum ýmiss konar. A þessum nýársdegi eins og aðra daga er sorg og gleði á ýmsa vegu skipt milli manna. Þess óska ég þó að þessi dagur megi verða lands- mönnum öllum með einhverjum hætti góðrarvonardagur, nú þeg- ar norðurhvelið sveigir hægt og hægt i sólarátt. Gleðilegt nýár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.