Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1975, Blaðsíða 4
/ 4 SIPA — ÞJOÐVILJINN' Föstudagur 3. DJOÐVU/m inúar 1975 MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ölafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. LEIKUR SÉR MEÐ LJÓNI, LAMB í PARADÍS Svo var að heyra á þeim talsmönnum rikisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, sem létu i sér heyra nú um áramótin, að þeir hefðu ekki miklar áhyggjur af versnandi lifskjörum alþýðu manna, og ekki væri samviskan neitt að kvelja þá vegna þess kjararáns, sem rikisstjórnin hefur staðið fyrir. Það er t.d. að skilja á forsætisráð- herranum, bæði i áramótagrein hans i Morgunblaðinu og ávarpi til þjóðarinnar i útvarpi og sjónvarpi, að hann hafi varla nokkru sinni heyrt á það minnst, að tekju- skiptingin sé ekki alfullkomin i okkar þjóiðfélagi, að launastéttirnar og lágtekju- fólk sérstaklega fái ekki akkúrat það sem þeim ber af afrakstri þjóðarbúsins. Kenning Geirs Hallgrimssonar og félaga er sú, að þar sem þjóðartekjur á mann hafi minnkað um 1% á árinu 1974, þá megi verkalýðurinn þakka fyrir að hafa ekki fengið verri skell en orðið er, og tómt mál sé að tala um bætt kjör. Fleiri krónur i vasann undir slikum kringum- stæðum þýði það eitt, að hver einstök króna verði minna virði samkvæmt óhjá- kvæmilegu lögmáli, sem stjórnvöld hafi bara ekkert með að gera. í áramótagrein sinni i Morgunblaðinu kemst forsætisráðherrann svo að orði: „Þegar á það er litið, að tekjur þjóðar- innar minnka um 1-2% á þessu ári hefur hækkun kaups i krónutölu enga kaup- máttaraukningu i för með sér.” Svona einfalt er sem sagt lögmálið hans Geirs, og þá svo að skilja, að pólitikin, þ.e. stjórnarstefnan komi þessu máli nánast ekkert við, heldur fylgi kaupmáttur launa verkafólks sjálfkrafa þróun þjóðartekna, hækki til samræmis við hækkun þeirra og lækki á sama hátt, ef þjóðartekjur minnka. Slikt er vist ekki mál rikis- stjórnarinnar. Það er ekki Geir Hallgrimsson einn, sem nú hamrar á þessjum boðskap, held- ur er þetta rauði þráðurinn i öllum mál- flutningi talsmanna rikisstjórnarinnar um kjaramál um þessar mundir. Það er ástæða til að vara mjög alvar- lega við þessum áróðri þeir sem hann flytja og honum trúa ættu að gera tilraun til að svara þremur einföldum spurning- um. 1. Hvers vegna hækkaði kaupmáttur samningsbundins dagvinnutimakaups verkamanna aðeins um 15,3% öll viðreisnarárin 1959-1970, enda þótt þjóð- artekjur hækkuðu á sama tima um 43%? (Tölurnar eru frá Hagrannsókna- deild Framkvæmdastofnunar rikisins frá nóvember 1972 en hún heitir nú Þjóðhagsstofnun). 2. Hvers vegna hækkaði kaupmáttur timakaups verkamanna, iðnaðarmanna og verkakvenna um full 30% á þremur vinstri stjórnar árum 1971-1974, þótt þjóðartekjur hækkuðu aðeins um 16%? (Heimild: Fréttatilkynning frá hag- rannsóknadeild Vinnuveitendasam- bands íslands i desember 1974). 3. Hvers vegna hefur kaupmáttur launa verið skertur um kringum 20% almennt nú á siðari hluta liðins árs enda þótt þjóðartekjur árið 1974 séu taldar lækka frá fyrra ári um aðeins l-2%? (Heimild: Forseti Alþýðusambandsins segir i grein i Morgunblaðinu á gamlársdag, að kaupmáttur hafi almennt rýrnað frá 1.3. um 22-23%, en nokkru minna hjá þeim allra lægst launuðu). Geir Hallgrimsson og þeir, sem með honum ganga, þykjast nú ekkert um það vita, að pólitikin, það hverjir fara með rikisvaldið, hafi neitt með svörin við þess- um spurningum að gera. Þeirra kenning er sú, að hér fái verkafólk sjálfkrafa kjarabætur, ef þjóðartekjur hækka, en verði svo að bera byrðarnar þegar á bját- ar. Stétt með stétt skal það heita. En hver eru þá svör þeirra við þeim spurningum, sem hér voru bornar fram. Þau væri fróð- legt að heyra. Breytt tekju- og eigna- skipting innan þjóðfélagsins launafólki og þá sérstaklega láglaunafólki i hag en af- ætum þjóðfélagsins i óhag er að dómi H. Ben. og Co. og rikisstjórnar Islands, að- eins ljótur draumur, sem ekkert á skylt við þann rósrauða „veruleika”, sem Geir Hallgrimsson vill hampa framan i launa- fólk. Sú mynd, sem Geir Hallgrimsson vill bregða upp af islensku þjóðfélagi, er ekki stéttskipt, heldur eins konar paradis, þar sem lamb leikur sér með ljóni, og ljónið skiptir hverjum feng bróðurlega með lambinu i réttum hlutföllum. Og þvi þá ekki að láta þetta ágæta ljón ráða ferðinni? spyr forsætisráðherrann, og reynir að gera sig saklausan á svipinn. Það fer jú betur á þvi að allt sé friðsælt i paradis og enginn með neinn uppsteit, ekki satt? Góðu lömbin hljóta að sætta sig við það, þótt tuggan i jötunni þeirra rýrni nokkuð, og loka augunum fyrir þvi þótt ljónið stingi upp i sig einum og einum aukabita, til að skerpa i sér heilann þvi að þetta er þó alltaf þeirra paradis, lambanna. Ekki ber á öðru en Framsóknar- foringjarnir telji sig hafa öðlast sina para- disarheimt i þessu bræðralagi, og þá er bara eftir að vita hvort englasöngurinn nái að svæfa lýðinn, svo að allt sé fullkomnað. Kristján Pétursson, Skriðnafelli Barðaströnd: Talsverður hugur er í grásleppu- útgerðarmönnum Veturinn i fyrra var fremur haröur, frosthörkur og fánnkyngi töluvert. En vorið kom óvenju- lega snemma með gróðri og hlý- indum. Sauðburður gekk alls staðar vel, og gátu menn sleppt lambfé svo að segja um leið og það bar. Menn gátu þvi byrjað snemma á vorverkum sinum. Töluvert var um byggingar hjá bændum, einkum voru það hlöðu-, fjós- og fjárhúsbyggingar. Nokk- uð var einnig fengist við túna- ræktun. Sumarið var með eindæmum gott, og eiga menn yfirleitt góð hey. Grasspretta var þó ekki meiri en svona i meðallagi og var orsök þess sú, hvað seint menn fengu áburðinn. Það er Kaupfé- lagið á Patreksfirði, sem bændur hér fá áburö frá, og má segja, að hann hafi komið mánuði of seint, en þessi seinkun olli bændum ó- metanlegu tjóni. Haustið var fremur gott og fall- þungi dilka var að þessu sinni meiri en i fyrra. Fé var tekið á fulla gjöf nú um mánaðamótin, nóvember-desember. Hér i hreppnum eru 27 jarðir i byggð, auk þess búa svo 2 fjöl- skyldur i kennarabústaðnum. Dýralæknir kom i hreppinn i haust. Hann heitir Einar Otti og hefur aðsetur sitt i kennarabú- staðnum. Nýr barnaskóli er hér i byggingu. Yfirsmiður er Gestur Jónsson og býr hann einnig 1 kennarabústaðnum. Skólastjóri barnaskólans er Unnar Þór Böðvarsson, en skólinn hefur undanfarin ár verið til húsa i fé- lagsheimilinu að Birkimel. Heilsufar á mönnum og skepn- um hefur verið gott á árinu, sem nú er að ljúka. Barðstrendingar fengu eins og aðrir landsmenn, að kjósa sér sveitarstjóra á siðast liönu vori. Tveir listar komu fram við hreppsnefndarkosningar og fékk ihaldið þrjá menn en vinstri- sinnar tvo. Talsverður hugur er nú i grásleppuútgerðarmönnum, en veiðin var heldur treg á siðast liðnu vori. En það er nú reyndar ekkert nýtt, að útgerðarmenn eru alltaf að tapa. Þá kem ég að verslunarmálun- um. Þau eru mikið vandamál hér á Barðaströnd, þvi að þjónustan má heita engin. Sauðfjárafurðir sinar verða bændur að leggja inn hjá Kaupfélaginu á Patreksfiröi, en þeir sem ekki hafa aðstöðu til að sækja vörur sinar sjálfir til Patreksfjarðar, verða hreint og beint að vera án þeirra. Svo er reyndar ekki nema hluti af þvi, sem bændur þurfa að nota til bú- skapar sins fáanlegt hjá kaupfé- laginu, og verða menn þá að panta hlutina frá Reykjavik eða Akureyri eftir þvi sem verkast vill. Það er vissulega hörmulegt til þess að hugsa, hvernig barð- Fréttabréf frá Barðaströnd Þessi myndarmaður stendur vet- ur, sumar, vor og haust á Kleifa- heiði milli Barðastrandar og Pat- rcksfjarðar. strendingar láta i rauninni versl- unarstéttina á Patreksfirði fara með sig. Svo er það simaþjónustan hér á Barðaströnd, sem er nú heldur bágborin. Á sömu linu eru 26 býli auk barnaskólans. Menn eiga að geta haft aðgang að landsiman- um frá klukkan 9—11 og frá klukkan 3—5 siðdegis, en oft fer mikið af þessum tima i það að ná bara i stöðina. Segja má að á sumrin, þegar vegir eru vel færir geti það jafnvel verið fljótlegra aö aka hreinlega til Patreksfjarð- ar til að ná þar i mann, heldur en ætla að ná honum i sima. En bil- ferð til Patreksfjarðar kostar sitt, og má segja að það sé nokkuð dýrt samtal. En svona er þjónustan hér á Barðaströnd, eins og viða úti um landið, hörmuleg á mörgum svið- um. Skrifað i desember 1974. Kristján Pétursson Styrkir Norræni menningarmálasjóð- urinn hefur i tilefni af alþjóða kvennaárinu ákveðið að styrkja norræn verkefni kvenna og þar á meðal þau sem fjalla um jafn- réttisstöðu karla og kvenna. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að málefnin taki til a.m.k. þriggja Norðurlanda i senn. Skýringar, útgáfur, umræðufundir, nám- skeið o.þ.h. koma til greina við styrkveitingu. Umsóknir um styrki þurfa að berast sjóðnum fyrir 25. þessa mánaðar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má fá á skrif- stofu Kvenfélagasambands Is- lands og á skrifstofu Kvenrétt- indafélags Islands að Hallveigar- stöðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.