Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. janúar 1975. (Jmsjún: Vilborg Harðardóttir Þegar Guðríður B. Helgadóttir, sem býr í Austurhlíð í Blöndudal, Bólstaðahlíðarhreppi, kom til Reykjavíkur nokkru fyrir jól til að sitja þing Alþýðubanda- lagsins, barst í tal ýmis- legt sem varðar lif og hagi sveitakvenna. Lauk samtali okkar á að hún féllst á að festa á blað eitthvað af hugleið- ingum sínum um þessi ef ni, sem hún hefur efnt i formi bréfs til jafn- réttissíðunna r og umsjónarmanns hennar. Guðriður hefur tekið mikinn þátt i félagsmálum sinnar sveitarog er ritari kven- félags hreppsins auk þess sem hún starfar í Alþýðubandalaginu. ORÐ í BELG „Enda hljóta karl- menn að vita betur hvernig konan á að vera" Ýmsir hafa hringt og vakiö athygli á vægast sagt furðu- legum ummælum snyrtisér- fræöings nokkurs í Vikunni og hér kemur bréf, þar sem rakin eru flest atriðin: „t siðasta tölublaði Vikunn- ar er birt viðtal við ungan mann, einn af fáum slikum Forsetinn fann einkunn kvennaársins í Eddu: „Kostum drepur kvenna karla ofríki” Forseti tslands Kristján Eld- járn er menntaður maður I forn- um fræðum einsog allir vita og lætur sér auk þess fátt mannlegt óviðkomandi. Þannig fréttum við, að hann hefði nýlega haft á orði i kunningjahóp, að tilvalin einkunnarorð fyrir kvennaárið væri að finna i Eddukvæðum, nánar tiltekið i Atlamálum hin- um grænlensku: Kostum drepur kvenna karia ofriki. t viðtali við jafnréttissiöu Þjóðviljans sagði Kristján Eld- járn, að sér fyndist þetta forn- lega Eddukvæði hitta þarna naglann laglega á höfuöið. En ekki mætti misskilja orðin. Kostir þýddu þarna ekki mann- kostir eða slikt, heldur úrkostir eða möguleikar og sögnin að drepa að drepa niður eða eitt- hvað álíka og væri meiningin þvi að sinni hyggju aö ofrfki karla þrengdi að úrkostum eða möguleikum kvenna. Spurningunni um hvort konur á timum Edduskálda og jafnvel tslendingasagnaritara mundu hafa búið viö meira jafnræði en nú til dags svaraði hann, að hvorir tveggja hefðu sýnilega haft gaman af kvenskörungum og metið þá, og sumar konur Is- lendingasagnanna væru skyldar Eddukonunum. Kannski væri þaö ekki tilviljun, að Guðrún ósvifursdóttir bæri sama nafn og Guðrún Gjúkadóttir Eddu- ljóðanna. Þessa gætti einnig i hinum svokölluðu „sönnu” ts- lendingasögum svo sem Sturl- ungu, þar sem kæmu fyrir kerl- ingar einsog Steinunn á Keldum og fleiri. Hann benti einnig á, að al- gengt heföi verið að menn væru kenndir við mæður sinar i forn- um ritum islenskum, svosem kappinn Flóki Vilgerðarson, og greinilega hafli verið borin mikil virðing fyrir húsmóður- inni, þessari miklu matrónu sem öllu stjórnaði heima við. Ekki væri t.a.m. smár hlutur Bergþóru á Bergþórshvoli inn- anum alla karlmennina þar, vit- manninn mikla Njál og hreysti- mennin syni hennar. —vh BRÉF ÚR SVEITINNI Milli jóla og nýárs 1974. Mér er meinilla við afsakanir. Gert er gert. En jólaannrikið fór illa með ádrátt minn um að senda þér linu, þvi skal reynt að bæta fyrir það og hripa eitthvaö af hugsanslitrum þessara daga á blaö. Það er reyndar af og frá, að ég geti sagt þér undan og ofan af sveitalifinu i heild. Það yröi annað „dalalif” með rjómakaffi á undan og eftir. Þvi svo er margt sinnið sem skinnið. Annars held ég, að viö sveita- konurnar séum á undan ykkur, sem hæst þurfið að hrópa þarna i skarkalanum, hvað snertir athöfn og útfærslu rauðsokkahreyf- ingarinnar, þvi viö megum aö heita má liðtækar i flest útiverk (karknannsverk) hvar sem er og hvenær sem er, enda ekki annars úrkosta, svo fámenn sem sveita- heimili gerast nú til dags. t stað almæltra tiðinda held ég að ég segi þér bara frá sjálfri mér, þaö angrar þá ekki aðra og útsýnið er hvort eð er alltaf kunnuglegast af eigin bæjarhól. Það er þá fyrst i hefð’bundnum stil að byrja á upprunanum. Ég á bæði föður og móður, sem er vist sérstök hamingja nú til dags, þvi flestir viröast aðeins eiga móður og ef hún bregst, þá engan að. En ég á sem sagt góða foreldra, svo það er ekki þeim aö kenna, eða viö þau að sakast, þó að min tilvist hér nái ekki til- ætluðum árangri. Við þurftum auövitað að damla fyrir okkar hlut, krakkarnir, og þótti sem haft hafa kjark til að fara inn á „hefðbundið svið kvenna” I þjóðfélaginu. En þótt þessi góði maður hafi i gegnum starf sitt átt þess kost að kynnast stööu kvenna virð- ist þaö ekki hafa aukið honum skilning á jafnréttismálum. Hann er hjartanlega sann- færðurum að konunni sé ætlað að vera augnayndi karl- mannsins einvörðungu, og sem snyrtisérfræðingur legg- ur hann áherslu á aö gera hana sem hæfasta fyrir slikt hlutverk, „enda hljóta karl- menn að vita betur (en kven- fólk) hvernig konan á að vera”, eins og pilturinn segir. Ummæli á öðrum stað í þessu viðtali sýna að þessi ungi maöur, Heiðar Jónsson heitir hann, er fyllilega dús viö það sjónarmið að konan sé hið „veikara” kyn og hlutverk karlmanna og þó einkum tiskufrömuða sé aö vernda hana hnjaski daglegs lifs og undirstrika þennan veikleika: „— Ef við litum á boðskap tiskuhúsanna, þá er linan grannt mitti, fölleit húð, mjúklega bylgjað hár, kjóla- „Tjóðruö við jötuna tjóðrar hún sveitakonuna við mjaltirnar kvelds og morgna, jól og virkan dag”, skrifar Guðriður, en einnig, að „margt kemst I var undir kúnum, sem annars þyrlaðist I eilifum hávaða og ys” og auðheyrö væntumþykjan þrátt fyrir allt. Vænt um kýrnar þótti lika greinilega þeim listamanni islenskum, sem mest hefur lýst vinnandi alþýðu i verkum sinum, Gunniaugi Scheving, einsog sést I sveitalifsmyndum hans td. þessari, sem hann nefndi „Á Ég var næstelst af niu. Auövitað er strákurinn alltaf árinu eldri eða vel það, og miklu sterkari. En svei mér ef honum pabba var ekki dillaö þegar ég sneri hann niður, og það skeði nokkuð oft, þvl þegar kraftana þraut hljóp kappið og viljinn undir bagga. Og svo var ég fljótari til og sneggri i snúningum. Það varö lika til þess að pabba þótti, að ég held, ekkert verra að hafa mig en strákana. Ekki svo að skilja, aö mömmu væri ekki lika þörf á hjálparhönd, með öll þessi börn utaná og innanl. Annir úti og inni, berandi vatniö inn og skólpið út I gamla torfbænum. Gerandi skóna á alla þessa hlaupandi fætur, staglandi, stoppandi og bætandi utaná alla þessa stritandi skrokka, daginn út og inn og fram á rauðanætur. En hún er nú orðin áttræð samt, komin til Reykjavlkur og yrkir enn af óbrenglaöri hugsun. Já, það var töggur i henni, aldamóta- kynslóðinni. Við megum vist þakka fyrir, þessar yngri, að veröa ekki eftirbátar. En þetta uppeldi gerði það að verkum, að mér hefur alltaf verið alveg vita gjörómögulegt að finna fyrir þessari sjálfseyöingarundir- gefni og almættishugsjón konunnar gagnvart karl- manninum. Þeir hafa allir sem ég stöðli”. viðkunnanlegra „að láta ekki skutinn eftir liggja, ef knálega var róið frammi”. Og þaö ver ekki drepinn úr okkur kjarkurinn eöa mötuö úr okkur lystin. sidd rétt neðan viö hné, hæl- arnir háir og mjóir — svo kon- an þurfi stuöning karlmanns- ins! — rauðar varir og dökkt I kringum augun. Sem sagt á- kaflega finleg og kvenleg. Ég túlka þetta sem strið á hendur rauðsokkunum. Konur eru búnar að rauösokkast svo iengi að þær eru orönar leiðar á því. (leturbr. min).” Vandræöahreyfing rauð- sokkahreyfingin! Raunar berupphaf viðtalsins með sér aö Heiðari þessum er öldungis ókunnugt um rauð- sokkahreyfinguna nema af af- spurn, eins og reyndar er um marga þá, sem háværast for- dæma hana. ,,— Ef kona fer inn á hefð- bundið verksvið karla er hún talin klár. En ef karlmaður fer inn á hefðbundin verksvið kvenna er hann talinn skrýt- inn. Er ekki eitthvaö bogið við þetta? Væri ekki full ástæöa fyrir karlþjóðina aö stofna fé- lagsskap hliðstæöan rauö- sokkahreyfingunni og berjast fyrir þvi, að karlar fái að spreyta sig á heföbundnum kvennagreinum, án þess að fá almenningsálitiö upp á móti sér?” Þetta neyðaróp Heiðars er vissulega skiljanlegt. Það er litt skemmtilegt að fá á sig alls kyns leiðinlega stimpla fyrir það eitt að fara út I starf sem maður hefur áhuga á. En það væri ef til vill ráö aö rauö- sokkahreyfingin byöi Heiðari Jónssyni til viðræðu um jafn- réttismál, og laumaði þvl þá aö honum I leiðinni að rauð- sokkahreyfingin er jafnréttis- hreyfing en ekki kvenfélag. Þetta viðtal gefur raunar tilefni til vangaveltna um hvort kynningarstarfi rauö- sokka sé ekki eitthvað ábóta- vant. Hvort ekki séu margir fleiri en Heiðar Jónsson sem vita ekki annað um rauösokka en aö þar séu samansafnaðar trénaðar piparmeyjar, kyn- lausar greppitrýnur, lesbiur og öfgafullar kommakelling- ar, eins og andstæöingar hreyfingarinnar halda gjarn- an fram I öfgafullum andúðar- skrifum sinum. Ég legg eindregið til aö rauösokkahreyfingin gefi út kynningarbækling um eðli og "Starf hreyfingarinnar og sendi hann sem viðast. H.M.H. Es. —■ Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning skal upplýst að bak við þessa skammstöfun dylst karlkyns- vera. — Sami.” Hlunnindi starfs- fólks af karlkyni E. hringdi og skýrði frá hlunnindum sem starfsfólk á- kveðins tryggingafélags, sem hún þekkti vel til, nyti, en það eru ókeypis tryggingar, bíla- tryggingar og heimilistrygg- ingar. Sennilega hefðu fleiri tryggingafyrirtæki sama hátt á gagnvart starfsfólki sinu og væri I sjálfu sér ekkert við það að athuga ef eitt væri látiö yfir alla ganga. En svo er ekki, sagði hún. 1 þessu ákveðna fyrirtæki er nefnilega aðeins starfsfólki af karlkyni umbun- að á þennan hátt — konurnar mega borga slnar tryggingar sjálfar. Og þetta skulum viö láta nægja að sinni, en nokkur er- indi biða birtingar I belgnum. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.