Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 26. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Víetnamsöknuður Eins og menn vita af fréttum, hefur flest gengiö ógæfulega fyrir Saigonstjórninni í Suð- ur-Víetnam og hefur her hennar beðið tilfinnan- lega ósigra. Art Buch- wald líkar bersýnilega ekki hvernig brugðist er við þessum tíðindum heima hjá honum — og hann bregst við á sinn sérstæða hátt: Henry Simpkin, sem rekur fyrirtæki sem nefnist ,,Söknuður h.f.” hringdi i mig ádögunum ogsagði: Við erum að koma aftur með Vietnam- striðið. — Svona fljótt? spurði ég. — Alveg á réttum tima, sagði hann fullvissandi. Fólk sér eftir þeim góðu gömlu dög- um, þegar við vorum að berj- ast við kommúnistahættuna á hrisekrum Asiu. Við þurfum eitthvað sem gæti dreift huga okkar frá verðbólgu og sam- drættii atvinnulifi. Hvað er þá betra til hugarhægðar en að taka þátt I atburðum i Indó- kina? — Ég veit ekki, Simpkin, ertu viss um að bandariska þjóðin vilji, að hún sé minnt á Vietnam svona skömmu eftir að við losnuðum úr þvi striði? — Heyrðu mig nú, ekki er forsetinn að biðja um að fá okkur stráka til að fara aftur i striðið. Hann vill barasta að þingið veiti hundruð miljóna dollara til að hjálpa til að koma I veg fyrir að Vietkong taka völdin af frelsisunnandi stjórn Thieus forseta. — Heyri ég rétt? spurðiég. Hugsa sér að Ford forseti skuli spila lagið okkar. Mér finnst það hafi verið i gær, að við dönsuðum við sama lagið á vigsluballinu hjá Johnson for- seta. — En auðvitað verðum við að senda þangað ráðgjafa til að hjálpa suðurvietnömum. En hafðu ekki áhyggjur af þvi, forsetinn hefur engin áform um að skuldbinda bandariska stráka til að berjast i striði sex þúsund milur að heiman frá sér. — Simpkin, sagði ég, mér sýnist að þú hafir hitt naglann á höfuðið. Þetta er alveg eins og maður væri kominn aftur á gamla staðinn. — Manstu þegar við létum flotann kasta akkerum i Tonkinflóa og norðurvietnam- ar skutu tundurdufli að einum tundurspilla okkar? — Hvernig gæti ég gleymt þvi? — Jæja, hvar heldurðu að ég ætli að koma flotanum fyrir núna? Við strendur Indókina? — Þvi máttu trúa. Ef maður er að vasast i þessum saknaðarmálum, þá verður maður að vera ekta, annars litur fólk ekki við þvi timabili sem er á boðstólum. — Þú hefur sem sagt endur- skapað allt saman, allt niður i flotadeildir, sagði ég undrandi við vin minn. — Já, og ég hefi látið Penta- gon og Hvita húsið ljúga upp á nýtt. Ábáðum stöðum var sagt, að við sendum ekki flug- vélar yfir hvorki Kambodju né Vietnam. — Þetta minnir mig á upp- haf sjöunda áratugsins, sagði ég- — Gettu hvað ég rifja upp fleira? spurði hann — Þó ekki hann Bob Hope? — Gettu betur. Ég kom aftur með dóminó! — Ég var nú rétt búinn að gleyma dóminóinu, sagði ég æstur. — Það var vinsælasta spilið á meðan á vietnamstriðinu stóð. Maður stillti upp löndum og sagði, ef að eitt stykki fellur i hendur kommanna þá fellur það næsta og svo þarnæsta og koll af kolli þar til öll lönd eru fallin. — Gamla góða dóminó- kenningin, kumraði i mér. Ég á dóminókassa uppi á lofti, ég setti hann þar ásamt ljósinu minu, sem sást hinumegin við jarðgöngin. — Þetta gæti orðið mesta saknaðarupplifun sem landið hefur kynnst, sagði herra Simpkin og bætti við: — Við vonumst til að geta komið aftur með Hó Sji Min veginn lika. — Hjó Sji Min veginn! sagði ég um leið og ég tók upp gitar- inn minn og fór að stilla hann. — Og svardaga og frið með sæmd og allt heila klabbið, sem menn höfðu svo gaman af þá. Það gæti jafnvel svo farið að forsetinn bæði aftur um herskyldulög, og þá gætum við skipulagt mótmælagöngur i háskólunum. Það er ekki hægt að vekja saknaðartilfinningu eftir striðinu i Indókina án þess að hafa mótmælagöngur. — Þú hefur fyrir öllu séð, Simpkin. — Veistu ekki, sagði hann, að ef við berjumst ekki við þá i Víetnam þá fer svo, að við verðum að slást við þá á strönd Havæ? — Þvi gæti ég trúað, sagði ég. Gætirðu ekki raulað fyrstu linuna, og svo skal ég taka undir viðlagið. Peningaseðlar Swazilands: Með ellefu dætrum Swaziland heitir litið riki, sem að mestu er umlukið suðurafrisku landi. Ibúarnir eru aðeihs 450 þúsund. Þar hefur til þessa gilt suðurafriskur gjaldmiðill, en nú hefur Sobhuza annar, konugur landsins, látið prenta eigin seðla, og fer þar að ráði hins sænska ráðgj^afa sins i fjármálum, Gunn- ars Akermalm, sem áður var rikisbankastjóri i Stokkhólmi. A peningunum (einingin heitir lilangengi) má sjá ellefu dætur konungs berbrjósta. Þetta þykir þeim hvitu herrum i Suður-Afriku hið mesta klám og neita að taka þessa peninga gild i skiptum. Það hefur verið hinum hvitu stjórn- völdum þar nokkur þyrnir i aug- um, að hvitir þegnar þeirra hafa getað brugðið sér til Swazilands til að glingra við svartar stúlkur, en slikt er harðlega bannað i lög- um Apartheid rikisins. Og nú þykir þeim heldur betur langt gengið ef að hægt verður að „borga mellufarið með klámpen- ingum” eins og haft var eftir embættismanni i Pretoriu. konungs Ef Hitler heföi unniö stríöiö Sjónvarpið i Stuttgart er að byrja útsendingar á mjög sér- kennilegum dagskrárflokki. Hann byggir á þvi að sýna hvern- ig veruleikinn liti út ef að eitthvað allt annað hefði gerst en raun varð á. Ein útsending fjallar t.d. um það hvernig heimurinn liti út, ef að konur væru hið „sterka kyn” en ekki karlar. Onnur sýnir þau Rómeó og Júliu eftir 25 ára hjónaband. Og hin þriðja fjallar um efnið „Ef að Þýskaland hefði sigrað heimsstyrjöldina fyrir 30 árum”. Gagnkvæmt tryggingafélag ? Já, Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingafelag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.