Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 26. janúar 1975. Morgunblaöiö og hiðmarxíska svínarí Þaö dynja yfir okkur jafnt og þétt ánægjuleg og hrikaleg tiöindi lir menningarlifi. Hilmar Jónsson bókavöröur sáldrar eitt mánu- dagskvöld yfir okkur úr þver- þokum sinnar hógværu kristilegu visku. Annan dag uppgötvar Vel- vakandi að rússar hafa gert lævlslegt samsæri viö útvarpsráð um aö troöa ofan I islendinga Grant skipstjóra ásamt börnum. Og svo tekur hinn ábyrgi meiri- hluti á alþingi á sig rögg og sýnir Indriða G. Þorsteinssyni eftir bestu getu þann sóma og heiður sem sænskmarxiskir bókmennta- besefar Noröurlandaráðs hafa hingaö til neitað honum um af alþekktri meinfýsi. Flest bendir nú til þess, að Matthias Johannes- sen sé næstur á dagskrá til þess sama heiðurs og launa, enda segir i siöasta Reykjavikurbréfi um listframa: „Orðstirs afla menn sér sjálfir”. í Danaveldi.... Þaö var reyndar þetta ágæta Reykjavikurbréf, sem við ætluðum að drepa á. Meiripartur þess er ivitnun i bréf til Styrkon- matta um margfaldan skepnu- skap slsíaldemókratismans á Norðurlöndum (Danmörku og Sviþjóð), sem höfundur Reykja- vikurbréfs siðan tekur undir með ýmsum hætti — virðist ekki mikið bera á milli þessara pennavina. Svartagallsraus þeirra er i stuttu máli á þessa leið: Illa lift er i Danmörku og Sviþjóð. Þar er fullt af klámi, marxiskum áróðri og vinstrivillu i rlkisfjölmiðlum, ógnarleg rikisforsjá. Þar er lit- laus grámygla, sem kæfir Imyndunaraflið og persónu- leikann. Manneskjan er ekki annað en andskotans númer og „meiri glæpur er ekki til i Sviþjóð, Danmörku og öðrum sósialdemókratiskum einræðis- rikjum” en að vera „ööruvisi” en aðrir. Rikið — einkum hiö sænska — hefur með skólakerfi sinu og fjölmiðlum breytt þegnum i rikis- dýrkendur, munur á réttu og röngu er horfinn o.s.frv. Styrkonmatti lýkur máli sinu á aö hvetja islendinga til að hugsa málið og vinna gegn þvi að „land þeirra verði að þvi einstaklings- lausa mergðarþjóðfélagi, sem lýst er meö svo eftirminnilegum hætti”. Sannleikskorn Það sannleikskorn er vitaskuld til I þessu rausi, að á Norðurlönd- um, sem annarsstaðar, hafa menn fulla ástæðu til að kvarta yfir þungri hönd skriffinnsku, vélvæðingu mannsins, að sjálf- stæður persónuleiki eigi i vök að verjast. Það sem er varhugavert við þetta tal, sem Morgunblaðið hefur lengi stundað, er, að þessi fyrirbæri eru reynt að negla upp við hverskyns „marxisma”, allt frá varfærnum sósialdemó- kratisma og allar götur þaðan til vinstri. Og gauragangurinn i málflutningnum er svo mikill að minnir á klausu sem þessa úr frægu riti: „Marxisk kenning hafnar forréttindum dáðar og styrks og setur i staðinn mergðina, fjöldann. Þannig afneitar hún gildi einstaklingsins og mannlegs persónuleika”. Þetta er reyndar úr Mein Kampf Hitlers. Skólakerfi Skoðum þetta aðeins nánar. t Reykjavikurbréfum nú og áður er mikið hamast gegn tveim höfuðbölvöldum sem taldir eru vera: kratisku skólakerfi og marxiskri vinstrivillu i fjöl- miölum. Hér er flestu við snúið. í fyrsta lagi lætur slikur áróður sér alveg sjást yfir það, að öll skólakerfi I öllum samfélögum hafa til þessa verið fallin til að ala börn og unglinga upp I undirgefni undir vissar hegöunarreglur og viðhorf sem þjóðfélagið telur sig byggja á — og I þeim skilningi vinnur skólakerfi gegn einstaklingssér- kennum. Og þegar komið er aö þvi að fjalla um það, hvernig menn hafa reynt að hafa áhrif á þróun menntakerfis (sem ekkert þjóðfélag getur verið án), þá er þvi „gleymt” hvað hefur að jafnaði einkennt afstöðu hægri- manna til þessara mála. Með öðrum orðum: þaðan hefur einkum komið málsvörn fyrir sterkan aga, myndugleika kennarans og annaö þaö sem er til þess fallið að reka úr börnum persónuleg áhugamál. Hinsvegar hefur það brauk og braml, sem rýfur gamla bekkjaragann, gerir kennarann að samstarfsaðila nemenda en ekki herstjóra, fitjar upp á valfrelsi ofl. — allstaðar hefur þetta komið frá einhverskonar vinstrimönnum fyrst og fremst, krötum, hálf- kommum og alkommum. Fjölmiðla- samsærið Reykjavikurbréf er ekki eini vettvangurinn þar sem kvartað er yfir marxfskri villu i fjöl- miðlum. Þetta er t.d. algengur söngur i borgarapressunni i Sviþjóð. Ég man að ég spurði eitt sinn sænskan dagskrárstjóra um þetta mál og hann sagði sem svo: „Ég vildi gjarna fá sjónvarps- leikrit frá hægrimönnum — en gallinn er bara sá að þau koma ekki fram”. Þeir sem eru tiltölulega sáttir við óbreytt ástand i þjóðfélaginu, eins og hægrimenn eru margir — þeir eru að sjálfsögðu ekki liklegir til að láta mikið að sér kveða á prenti eða öðrum fjöl- miðlum. En gagnrýnir menn, rithöfundar og aðrir, eru vita- skuld liklegir bæði til að hafa sig i frammi og til að standa nálægt ýmsum vinstrihreyfingum sem hafa uppi ákveðnar kenningar um félagslegar breytingar — og á okkar dögum eru þær kenningar meira eða minna tengdar marxisma. Þetta virðast ýmsir hægrisinnaðir höfundar og blaða- menn eiga afar erfitt meö að skilja, og finnst að á bak við vinstristrauma I almennri umræðu sé gifurlega útsmogið marxistasamsæri. Dapurlegast er þó, þegar þeim finnst að þeir sjálfir njóti persónulega ekki þeirrar lýðhylli sem skyldi vegna samsæris hinna „sænskþenkjandi marxista”. Það er illt til þess að vita, en það hugarfar minnir grátlega á þau þýsku smáskáld og rithöfundapislir, sem voru vissir um það, löngu áður en Hitler komst til áhrifa og valda, að það sem helst stæði þeim fyrir þrifum væru alþjóðlega þenkjandi júðskir róttæklingar, sem þeir töldu hafa gert samsæri um að „einoka” menningar- umræðuna. Hugarfarsmynstrið er ósköp svipað. Hringavitleysa Aður en lengra er haldið skal bent á sérkennilega þverstæðu hjá Styrkonmatta og hinum danska pennavini hans. Annarsvegar er kvartað hástöfum yfir þvi að „hið norræna sósialiska einræði” þvingi alla til að vera eins og liti á þaö sem stórglæp að vera „ööruvisi”. I hinu orðinu er kvartað yfir þvi, að i rikisfjöl- miðlum fari mikið fyrir þeim sem fari með „vinstri öfgar”. Slikir menn hljóta samkvæmt öllum útreikningi einmitt að vera „ööruvisi” en fólk er flest, og nú á allt I einu að verja „hinn þögla meirihluta” borgaranna með skirskotun til kroppþunga hans — með þvi að stinga upp i hina sér- stæðu persónuleika „vinstri- öfganna”. Það er ekki öll vitleysan hálf, sagði Lási kokkur. Pilsfaldakapitalismi Það er Hka skrýtið hve mikið er tönnlast á skaösemi hinnar skandinavfsku forsjár rikisins. Fáir njóta þessarar forsjár i jafn rikum mæli og einmitt hand- hafar þess einkaframtaks, sem Morgunblaðið ber fyrir brjósti og telur sjálfsat uppsprettu persónu- þroska og ábyrgðar. Við lifum nefnilega i svokölluðu blönduðu hagkerfi sem eins mætti kalla pilsfaldakapitalisma. Það er fólgið i þvi,að atvinnurekstur sem ber sig er i einkaeign, en þjónustugreinar sem erfitt er að græöa á, eru i rikisrekstri. I gróðaárum fara kapitalistar með hagnaö sinn sem þeim best likar, en þegar ver gengur, er þess krafist að rikið þjóðnýti töpin af félagslegum ástæðum. Og það eru margir sem plata kerfið, sagði Jón Armann Héðinsson um kollega sina i útgerð i sjónvarps- þætti ekki alls fyrir löngu. Vélvæðing starfsins Sem fyrr segir er svarta gallsraus Morgunblaðsins tengt fullkomlega raunverulegum fyrirbærum: — firringu, skriffinsku, vélvæðingu, manneskjunnar. Eins og við má búast er þá reynt að finna ákveðna þægilega sökudólga i skólum, I fjölmiðlum, eða þá að varpa öllu á það ópersónulega og óskiljanlega ferliki sem menn kalla hiö opinbera. Hinsvegar er ekki minnst á þá þætti, sem i raun skipta mestu um þróun þeirra fyrirbæra sem áðan voru upp talin. Ef menn hafa I alvöru áhyggjur af þvi að allir séu að verða „grámyglulegir” eða „steyptir I sama mót” þá er rétt aö minna þá hina sömu á eftir- farandi: Véivæðing vinnunar og sunndurgreining 1 einföld hand- tök við færiband eða skrifborð hefur liklega svipt fleiri menn ánægju af starfi, verkgleði og „hellt sálinni” úr fleiri mönnum en nokkuð annað. A þetta minnast hægriblöð ekki eða litið — vegna þess aö þetta er gert i nafni hag- kvæmni, hagvaxtar og að sjálf- sögðu gróða. Og Styrkonmattar (eða Styrmattar nú orðið) mættu vel taka eftir þvi, að það eru ein- mitt „vinstriöfgamenn” sem gagnrýna þessa vélvæðingu mannsins harðast, og eru um leið sakaðir um það rómantiska óraunsæi að vera reiðubúnir til aö fórna hagvextinum ef að starf manna yröi persónulegra og líf- rænna fyrir bragðið. Hinn fjarstýrði neytandi Hinir leyndu sannfærendur, sem Vance Packard talar um, furstar neysluvöruiðnaðarins sem skipuleggja þann heilaþvott á almenningi sem kallast aug- lýsingar — þeir vinna róttækari ^örf en nokkur annar I þá veru, aö þurrka út persónulegan smekk. Fá alla til að trúa á að þurrka út persónulegan smekk. Fá alla til að trúa á að þeir séu ekki menn með mönnum geti ekki lifað blygðunarlaust án þess aðeiga „þaðsem allir hafa”. Um leið er fórnarlömbum hins Ismeygilega áróðurs fyrir neyslu- vörum haldið i stöðugri spennu, stöðugri óánægju, sem knýr þá upp á næsta neyslustig fyrir ofan. Þaö eru ekki verkalýðsfélög sem skapa „heimtufrekju” hjá al- menningi eins og það er kallað, heldur þarfirkaupsýslunnar fyrir að pranga sem mestu inn á sem flesta. Um þetta mun ekki fjallað I Reykjavikurbréfum, þvi hér er vikið að einni helstu driffjöður kapitalismans. 1 þriðja lagi mættu þeir sem fjasa út af skólum hafa það i huga, að ekkert hefur eins mikil áhrif á yngstu kynslóðina og skemmtanaiönaðurinn, sem er rekinn eins og hver annar bisness eins og menn vita. Um öll Vestur- lönd hlusta börn miklu skemur á kennara sina, góða eða vonda, en þau horfa á endalausan og óguð- lega einhæfan hasar og ofbeldi á filmum (I sjónvarpi og bió) meðan færibandaframleiðsla dægurvisna hvers tima seytlar inn um hlustirniar á stigvaxandi, uppdópandi magni. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.