Þjóðviljinn - 26.01.1975, Qupperneq 9
Sunnudagur 26. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Arnfrlöur Sigurgeirsdóttir, Katla ólafsdóttir og Jarmila Hermannsson viö gerlarannsóknir.
slikra efna er i islenskum fiskaf-
uröum?
— Vissir kaupendur gera kröfu
um, að útfluttum sjávarafuröum
fylgi alltaf vottorð um innihald af
kvikasilfri. Viö eigum mikinn
fjölda af efnagreiningum frá siö-
ustu þrem til fjórum árum. Yfir-
leitt hefur kvikasilfursinnihaldiö
verið mjög lágt, og langt fyrir
neðan þau skaöleysismörk, sem
sett hafa verið hjá ýmsum þjóð-
um. Skaöleysismarkiö hefur yfir-
leitt verið sett þannig, að ekki
megi vera meira en hálft til eitt
milligramm af kvikasilfri i kilói
af þvi sem etið er. Útflutt flök
héðan hafa verið með kvika-
silfursinnihaldi sem nemur 0,05
til 0,1 milligramm i kilói.
í lifur og íysi er að jafnaði
meira af kvikasilfursmagni
vegna þess að þessi efnasambönd
leysast upp i fitu. Þó nálgast
magnið ekki nein skaðleysismörk
i þvi lýsi, sem rannsakað hefur
verið hér.
Sjálfsmelting
— Þið vinnið að þvi vernefni á-
samt Raunvisindadeild Háskól-
ans, að kanna nýtingar- og
vinnslumöguleika úr slógi, og
ykkar þáttur framleiðsla i meira
eða minna mæli til þess að reyna
hvort framleiðslan borgar sig.
Hvað liður framleiðslutilraunun-
um?
— Þetta er rétt,og Geir Arnesen
hefur að mestu staðið fyrir okkar
hluta.
Nú er öllu slógi fleygt á togur-
unum. Hins vegar höfum við um
það nokkuð öruggar heimildir, að
sumir Vestur-Evróputogarar
hirðislógið, láti það „hydrólýser-
ast”, en hydrólýsa er það þegar
efnin sjálf meltast af þeim melt-
ingarsöfum sem eru i liffærunum
Slógið leysist þannig upp i súpu,
sem siðan má þurrka og gera að
mjög verðmætu dýrafóðri, t.d.
kálfafóðri, og sumir hafa stungið
upp á notkun þess til manneldis.
Fyrir slika sjálfsmeltingu
þyrfti að fjarlægja lifrina og
hrognin, þvi þau eru tiltölulega
verðmæt verslunarvara, og svo
svilin, en úr þeim höfum við rök-
studdan grun um, að hægt sé að
vinna mikil verðmæti sem betur
eru komin annars staðar en i
kálfafóðri.
Við höfum framleitt nokkur kiló
hér i okkar tilraunatækjum með
hydrólýsunni. Okkur skortir hins
vegar aðstöðu til þess að gera til-
raunir með meiriháttar fram-
leiðslu. Eins og fram kom i Þjóð-
viljanum fyrir stuttu urðum við
að hætta við tilraunir 1 Hvalstöð-
inni með slika framleiðslu vegna
yfirstandandi breytinga á verk-
smiðjunni þar. Nú höfum við
fengiö vilyrði fyrir þvi að fá að
nota þurrm jólkurverksmiðju
mjólkurbús Flóamanna, en hún
er ónotuð vissa mánuði vetrarins.
Eftir það verður væntanlega hægt
að segja nánar um hvort það
borgar sig að hefja stöðuga fram-
leiðslu.
Ef ekki tekst að aðskilja hor-
móna og ýmis lyf jaefni úr svilun-
um mætti setja þau með i sjálfs-
meltinguna. En i svilunum er
mikið af svokölluðum sterólum,
sem eru mjög verðmæt lyfjaefni.
Um þetta ætlum við okkur að hafa
samvinnu við Háskólann.
Geislun á fiski
— Þið hafið gert tilraunir með
geislun á fiski með það fyrir aug-
um að koma honum ferskum á
markað. Hvernig gafst sú til-
raun?
— Sameinuðu þjóðirnar veittu
okkur styrk fyrir nokkrum árum
til þess að gera slíka tilraun. Til
hennar lánuðu þær okkur sérleg-
an geislara, og var tilraunin gerð
hér I samvinnu við ýmsa styrk-
þega S.þ.
Niðurstaða þessara tilrauna
varð sú, að vegna fjarlægðar okk-
ar aðalmarkaða, er þessi aöferð
ekki áhugaverð fyrir okkur.
Geislunin verkar bakteríudrep-
andi, og þvi lengist geymsluþol á
ferskfiski, sem geislaður hefur
verið, en sá timi, sem þannig
vinnst, dugir okkur ekki til að
koma fiskinum ferskum á mark-
að. Þessi aðferð er einnig óneit-
anlega dýr. Auk þess hefur geisl-
un þann ókost, að ekki er hægt aö
nota nema tiltölulega lágan
geislaskammt áður en aukabragð
kemur af fiskinum.
Kryddsöltuð loðna
— Nú er loðnuvertiðin hafin og
mikið magn berst á land á stutt-
um tíma. Hafið þið gert einhverj-
ar tilraunir með geymslu á
bræðsluloðnu aðrar en þær, sem
rotvarnarefni eru notuð við?
— Við höfum gert tilraunir bæði
með isun og sjókælingu. Isunin er
dýr geymsluaðferð. Það þarf
a.m.k. 15% is miðað við það
loðnumagn, sem þarf að verja.
Auk þess bráðnar ísinn og verður
að blóðvatni, sem þyrfti að eima
upp eftir á til þess að nýtingin i
verksmiðjunum væri fullkomin
og ekkert skolaðist burtu.
— Hvað með geymslu á loðnu,
sem ætluð er til manneldis?
— Þar kemur að sjálfsögðu ekki
til greina að nota rotvarnarefni,
sem notuð er við bræsðluloðnu. 1
þessu tilliti hefur Jóhann
Guðmundsson reynt sjókælingu
töluvert, en það hafa komið fram
gallar á slikri geymslu. Það má
hins vegar auka geymsluþol
manneldisloðnu verulega með
góðri isun.
— Hefur ekki verið reynt að
vinna loðnuna á annan veg en i
bræðslu og frystingu?
— Jú, það hefur verið reynt að
salta hana og þurrka eins og salt-
fisk, og eins að salta hana niður i
tunnur eins og gert er með sild-
inaj bæði venjuleg söltun og
kryddsöltun.
Að okkar dómi hafa þessar til-
Jónbjörn Fálsson vinnur að sérstöku verkefni varðandi hringorma-
vandamál.
Geir Arnesen stjórnar tilraunum með vinnslu verðmætra efna úr sjó.
raunir gengið ágætlega, og t.d. er
kryddsöltuð loðna ágætis matur.
En gallinn er sá, að mér vitanlega
hefur enginn sýnt áhuga á að
kaupa slika loðnu. Eins er það
með þá loðnu, sem við söltuðum
og þurrkuðum. Sölusamtök hafa
verið að bjóða þetta út um heim,
án árangurs. Annaö hvort er það
vegna þess að fiskurinn þykir of
dýr þannig framleiddur, eða bara
ekki áhugaverður.
Vilja hest sleikja mjölið
— Er eitthvað nýtt af fram-
leiðslu m a n n e 1 d is m j öl s
hérlendis?
— Það liggur ljóst fyrir, að nær
allar verksmiðjur, sem við
eigum, sildar- og loðnubræðslur,
eru ekki þannig úr garði gerðar,
að þær séu ætlaðar til framleiöslu
á mannamat.
Norðmenn hafa verið með til-
burði i þá áttað framleiða mjöl úr
glænýju og góöu hráefni i verk-
smiðjum, sem eru sérstaklega
útbúnar, tækin td. úr ryðfriju
stáli.
Mjölið frá þessum verk-
smiðjum mætti nota til
manneldis. En ég held að loðnu-
mjölið sé ekki heppilegt til þess
að gera úr þvi mannamat, þvi það
er feitt. I þeim löndum,. sem við
mundum þurfa að selja slikt mjöl,
hljóta að verða vissir geymslu-
örðugleikar vegna hitans og
þráans, sem i mjölinu myndast
við þannig aðstæður.
Ég held ekki að norðmenn hafi
selt mikið af manneldismjöli sinu
með hagnaði. Mér er kunnugt um
að hjálparsamtök i Noregi keyptu
slikt mjöl, sem framlag til
hungursneyðarsvæða td. i
Bangladesh. Mjölinu var dreift til
fólks á þessum svæðum, og gerðir
úr þvi grautar, sem reynt var að
fá fólk til að eta; eins blönduðu
þeir þvi i brauðhleifa. Erfiðlega
gekk að fá fólk til að neyta þessa,
og best reyndist að leyfa fólkinu
að sleikja mjölið upp i sig þurrt,
en gallinn við þá neysluaðferð er
sá, að þá fer gifurlega mikið af
mjölinu til spillis.
Varðandi vinnslu fiskmjöls til
manneldis á væntanlega eitt og
annað eftir að koma i ljós, sem
leitt gæti til hagkvæmrar fram-
leiðslu i framtiðinni. Ég get
hugsaö mér, að sú stefna að
framleiða gott fiskmjöl úr
mögrum úrgangsfiski á hrein-
legan hátt, sé vænlegust til
árangurs. Slikt mjöl mætti bæta
með einhverri sterkju, setja i það
bindiefni og framleiða siðan úr
þvi fiskibollur eða eitthvað þvi
um likt.
Fiskkraftur
— Þjóðviljinn skýrði frá þvi á
dögunum að Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins væri með tilraunir
i gangi með að framleiða fisk-
kraft úr loðnu með þvi að seyða
hana áður en hún er brædd. Rýrir
sllk vinnsla ekki næringar-
gildi mjölsins?
— Ekki verulega. Hins vegar
lækkar hún mjölnýtinguna, þeas.,
það fæst auðvitað minna mjöl úr
loðnu, sem búið er að vinna kraft
úr áður.
— Kæmi slik vinnsla þá til með
að borga sig?
— Við vitum það ekki ennþá,
einfaldlega vegna þess, að við
vitum ekki hvort hægt er að selja
slika framleiðslu, hvorki hve
mikið né heldur á hvaða verði. Ég
vil nefna það að spærlingur virð-
ist ágætis hráefni i fiskkraft lika
úr smáum fisktegundum.
Marningur
— Þiö hafið gert tilraunir með
framleiðslu marnings úr
kolmunna, þeas. holdi, sem marið
er af beinum i þar til gerðum
vélum. Hversu notadrjúg vinnsla
gæti þetta orðið?
— Það er þegar framleitt þó
nokkuð mikið af marningi
hérlendis úr beingörðum og
afskurði frá frystihúsum. Marn-
ingurinn likist nánast gróf-
hökkuðu fiskfarsi.
Kolmunni og reyndar spærl-
ingur hafa vakið áhuga manna
á undanförnum árum vegna
þess, að það virðist vera þó
nokkuð mikið magn af þessum
fisktegundum i Atlantshafi, og þá
ekki sist hér i kring um ísland.
Þetta eru það smáir fiskar, að
litlar likur eru fyrir þvi, að úr
þeim megi vinna flök eða vinna
þá á annan hefðbundinn hátt.
Hins vegar mætti vinna úr þeim
Framhald á 22. siðu.