Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. janúar 1975. Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög Tökum lagið! Margir hafa saknað þessa þáttar síðan Katrín Guðjónsdóttir hætti með hann um áramót, en nú getum við glatt söngelska með að við höfum fengið annan stjórn- anda i hennar stað, Hjördlsi Bergsdóttur, sem ætlar að taka við og velja fyrir ykkur gitargrip við vinsæl sönglög. Hjördis er reyndar ekki gitarkennari sjálf, heldur nemandi I Myndlista- og handiðaskólanum, en syngur mikið og spilar á gitar I tómstundum sinum. Fyrsta lagið sem Hjördis velur grip við kunnið þið sjálfsagt öll og hafið kannski sum sungið með I mótmælaaðgerðum, „We shall overcome”. En llklegavita fæstir, að lagið sjálft er upphaflega gamall sálmur (eins og siðasta erindið minnir á), sem snúið var upp i mótmælasöng, fyrst af verkamönnum i Tennessee, en siðan af negrum i Montgomery, Alabama, i mótmælaaðgerðum undir forystu Martins Luther Kings og þá sló lagið i gegn og hefur siðan verið sungið af andófsfólki um allan heim. WE SHALL OVERCOME C F C We shall overcome, C F C We shall overcome, e F G7 a ' D7 G D7 G We shall overcome some day. G7 F G7 EmC7 Oh deep in my heart F G7 E A I do believe C7 F C G7 C FCG7 We shall overcome some day. We shall all be free, We shall all be free, We shall all be free some day. Oh deep in my heart I do believe We shall all be free some day. We will live in peace, We will live in peace, We will live in peace some day. Oh deep in my heart I do blieve We will live in peace some day. We’ll walk hand in hand We’ll walk hand in hand some day. Oh deep in my heart I do believe We’ll walk hand in hand some day. The Lord will see us through, The Lord will see us through, The Lord will see us through some day. Oh deep in my heart I do believe The Lord will see us through some day. F-hljómur. Sd 0 $ C-hljómur. el-hljómur G-hljómur. G^-hijómur. a-hljómur d) 0 (v D^-hljómur. s 0 © Af iþróttaviðburðum undan- farinna daga er sá tvimælalaust markverðastur, að Dúnkan McKenzie, hinn beinskeytti og sifellt ógnandi framherji, sem i upphafi leiktimabilsins var al- gjörlega sveltur af félögum sin- um og hefur naumast fengið klapp á bakið siðan hann kom yfir i raðir ensku meistaranna, skoraði mark i fyrri hálfleik (fréttastofum ber ekki saman um á hvaða minútu það var) á Stamfurðubrú i Lundúnum og gulltryggði þar með sigur meistaranna frá I fyrra. Áhorf- endur að leiknum voru þrjá- tiuogfimmþúsund, þrátt fyrir óhagstætt veður, suðvestan fimm vindstig og rigningu, að þvi er segir i einkaskeyti frá Reuter (BBC segir raunar að vindstigin, sem Dunkan skoraði gegn hafi verið sex) O Raunar hefur hver stórat- burðurinn rekið annan á iþróttasviðinu að undanförnu. Til að mynda misnotaði stór- skyttan ógurlega O’Neil skot- hörku sina i vitaspyrnu, einni minútu og fjórum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks i stórleik i Carlisle á dögunum, en það kom samt ekki að sök þvi að Frank Klerkur, bróðir hins fræga Alpns, var þá búinn að skora gullfallegt mark á 24. minútu og bæði stigin voru I höfn. íþróttafréttir handarbökin fyrir þaðiVilli Vitó var alveg sveltur i horninu og kom það mjög niður á sóknar- spilinu, en hann var aftur á móti eins og klettur i vörninni, sömu- leiðis Gummi grjótharði, en á þeim brotnuðu allar sóknarlot- ur andstæðir.ganna, auk þess sem það braut algjörlega niður allan sigurvilja liðsins. Enginn leikmaður handleggsbrotnaði i leiknum. O Seinasti leikur Islands var við Danina og áttu Islendingar samkvæmt guðs og manna lög- um að vinna þann leik. — Þá gripu Danir til sinna ráða og kærðu Islendinga fyrir að nota of marga leikmenn. Skutu Danir málinu til eigin dómstóla. Þannig skutu Danir okkar mönnum ref fyrir rass og kaf- skutu islenska liðið i ójöfnum leik, þar sem islenska liðið var langt frá sinu besta, enda urðu þeir að nota jafnmarga menn og Danirnir og bestu menn okkar voru auðvitað ekki með. 0 tslenska sláboltalandsliðið hélt siðan i keppnisferð til Noregs en lék þar aðeins einn leik og þar lék norski dómarinn, Hákon sleggja, raunar aðalhlut- verkið og sló alveg i gegn. Dóm- ar hans voru með slikum endemum að islenska liðið stóð agndofa og var auðvita dæmt til þess að tapa leiknum, þótt auð- vita færi það ekki fram hjá nein- um, sem viðstaddir voru leik- inn, að islenska liðið var betri aðilinn I leiknum, enda þótt það spilaði langt undir getu. Það er auðvita hart fyrir okkar menn að una slikum sleggjudómum . tslenska sláboltasambandið hefur nú kært þessa leiki alla til alþjóða sláboltasambandsins og farið fram á að dómarar þeir sem hlut eiga að máli verði dæmdir úr leik. Auk þess hefur islenska sláboltasambandið neitað að taka þátt i fleiri al- þjóðamótum fyrr en dómgæsla alþjóða sláboltans er komin i viðunandi horf. Það kann þvi að verða bið á þvi að tsland keppi i slábolta á alþjóðavettvangi en á þvi er hins vegar enginn vafi að okkar menn standa hvaða þjóð sem er fyllilega á sporði og þótt viðar væri leitað. O Þá urðu og þau merkilegu, gleðitiðindi i ensku knattspyrn- unni að Tommi Baldvin, sem Sameinaðir keyptu fyrir smánarlega upphæð 50 þús. sterlingspund (BBC — Reuter segir 100 þúsund pund) og vermt hefur varamannabekkinn síðan i haust, lék með og Steve Jakobs kom inn sem miðvörður eftir langa fjarveru og gerði marga laglega hluti með fótunum, en Alec Stjúpi notaði heldur betur hendurnar i markinu. Hann átti stórkostlegan leik barðist eins og tigrisdýr á milli stanganna og stökk eins og ljónsungi á bolt- ann þrátt fyrir slæmt skyggni. (Veður var milt en vott, skyggni átján fet!) 0 Einn leikur var háður I Evrópumeistarakeppninni i Laugardalshöllinni um helgina, þar bar það helst til tiðinda að einn af okkar mönnum mis- notaði frábæran stökkkraft sinn og stökk upp á nef sér. Hann liggur nú nefbrotinn á spitala. Þetta gerði auðvita út um leik- inn og tsland þar með slegið út i keppninni. Þetta var mikið áfall þar sem íslenska liðið var greinilega betri aðilinn i leikn- um eftir að liðið fór að beita sér, en það gerðu þeir auðvita ekki piltarnir fyrr en I fulla hnefana, en þá börðust þeir lika með hnú- um og hnefum og hefðu sannar- lega átt skilið að vinna. O tsland tók nýlega þátt i fjögurra landa keppni i slábolta, sem háð var i Danmörku. Keppni þessi var hin sögu- legasta. ísland átti alla mögu- leika á að vinna þessa keppni. Fyrirfram var almennt búist við þvi að okkar menn færu með sigur af hólmi. Þeir hefðu þess vegna geta sleppt þvi alveg að taka þátt i keppninni, þá væri enn þá álitið að við hefðum átt skilið að vinna, eins og við átt- úm raunar skiíið. O Eins og fram hefur komið i viðtölum við Einarð Bullukoll forseta sláboltasambandsins var framkoma Dana i þessu máli með endemum. En Danir sýndu okkar mönnum ekki meiri gestrisni en það að þeir heimtuðu að tslendingar hefðu jafnmarga leikmenn og hinir, sem er náttúrlega harla órétt- látt, þegar miðað er við fólks- fjölda. Auðvita á svo fámenn þjóð sem tslendingar að fá að hafa fleiri leikmenn en miljóna- þjóðir. Og strangt tekið er þaö eins og hverönnur ósvifni af Dönum að heimta að tsland leiki eftir ströngustu alþjóðareglum, slikt á auðvita ekki að koma til greina þegar frænd- og vina- þjóðir eigast við. O tslenska liðið lék fyrsta leik- inn nýkomið úr flugvélinni og mætti þvi örþreytt og ferðalúið til leiks. Strákarnir voru "þvi nokkuð seinir I gang, auk þess áttu þeir i höggi við lið á heims- mælikvarða, en Þjóðverjar eiga úrvalsmenn i slábolta og sjálf- sögðu eru þetta allt atvinnu- menn. En strákarnir spiluðu hvern annan upp og unnu sann- færandi sigur við erfiðar að- stæður. 0 Næst spiluðu ts- lendingar við Luxenborgara, sem eru eins og allir vita orðnir algjört stórveldi I slábolta. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi, enda þótt aldrei færi milli mála að tsland var betri aðilinn i leiknum, bæði i vörn og sókn. Það var sama hversu Lúxemborgararnir þéttu hjá sér vörnina, stórskyttum okkar tókst alltaf að finna smugu og læða boltanum inn, einkum var Bjössi iðinn við aö skora I fyrri hálfleik uns honum var kippt út af og var það óskiljanleg ráð- stöfun af hálfu þjálfarans. Aft- ur á móti fann baráttumaðurinn mikli og ógnvaldur allra mark- varða, Óli Klossi, sig aldrei i leiknum og fengu samherjarnir óspart að finna fyrir þvi. Til að mynda misnotaði hann hvað eft- ir annað hin frægu vinstrihand- arskot sin og nagaði sig mikið i Jón Hjartarson: Okkar menn spiluðu langt undir getu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.