Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 26. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Francoise sagan: Menn spyrja mig aðeins um viskí og peninga... Sagan: Mér finnst að þau Rómeé og Júlia slcppi. Nú er komin út ný bók sem heitir „Svör” og byggir á viötöl- um sem hafa veriö tekin viö hana sl. tuttugu ár. Hefur hún sjálf haft hönd i bagga meö þessari samantekt. Francoise Sagan heldur þvi fram, aö hún hafi aldrei verið það skrýmsli sem blöö geröu úr henni. Hún hafi haft ósköp venjuleg áhugamál ungrar stúlku, en blátt áfram haft fullan hug á að gera það sem henni sýndist, og þar eð hún haföi ráð á þvi, þá hafi hegðun hennar stuölaö aö þvi aö festa i sessi þá mynd sem blöðin bjuggu til af henni. Sagan segir, að henni hafi oft leiöst, aö þegar hún gaf út nýja bók, þá hafi hún vonað aö menn færu loks að tala um bók- menntalega kosti hennar og galla. En þess i stað heföu menn einkum rætt um bankareikning hennar og spurt um viski og bila. Þegar Francoise Sagan, sem þá var átján ára göm- ul, gaf út skáldsöguna „Bonjour tristesse" varð hún fræg og rík á auga- bragði. Bók þessi fór mjög víða, var reyndar þýdd á 85 tungumál. Síðan þá hefur þessi franski höfundur verið þjóðsaga og firna- góður blaðamatur. Hún hefur alltaf farið geyst bæði í f járhættuspili (sagt er að henni sé bannaður aðgangur að frönskum spilavítum)/ sportbíla- akstri (eitt sinn var hún nærri dauð), giftingamál- um og fleiri hlutum. Þetta allt h'efur mönnum þótt meira umtalsef ni en bækur hennar, sem hafa reyndar þótt afskaplega misjaf nar. Á móti I St. Gallen i Sviss þurfti bæjar- stjórnin um daginn að taka á- kvörðun um, hvort fjárfesta skyldi i nýrri brunaslöngu. Ekki voru allir á þvi, þ.á.m. bæjarfull- trúinn Jean Fiissli, sem sagði: — Ég er á mótirþvi að bruna- liðið er stofnun, sem eyðileggur með vatni það sem eldurinn hlifir. Hefði ég safnað sjoppum Hún segir m.a. „Ekki veit ég hvort fólki fannst það verra að ég græddi svona mikla peninga á bókum minum eða eða ég eyddi öllum peningunum jafnóðum. Mér finnst, að ef ég hefði safnað sjoppum til að græða á i ellinni, þá hefðu menn hneykslast minna. En ég vil ekki eiga peninga, spara saman fé. Ég ber enga virðingu fyrir peningunum, nema hvað það er staðreynd, að i okkar þjóðfélagi eru þeir tæki til varnar, til að öðlast visst frelsi.” Sagan segir blátt áfram frá þvi, hvernig högum hennar er nú háttað. „Þeir (ekki er sagt hverjir) tóku af mér tékkheftið, vegna þess að ég var vön að ausa út peningum á báðar hendur. Það er einhver sem borgar reikninga mina — fyrir bilinn, tryggingar, húsið. Þegar ég er illa stödd senda þeir mér þúsund franka i vasapeninga.” Sagan heldur áfram að skrifa, en hún játar, að sú iðja sé að þvi leyti mjög auðmýkjandi fyrir sig að „ég vildi gjarna vera viss um, aö það sem ég er að gera sé eða verði góð bók. En ég er alls ekki viss.” Engu að siður kveðst Francoise Sagan vera bjartsýn að eðlisfari. Þegar ég, segir hún, horfi á kvikmynd um Heilaga Jóhönnu eða Rómeó og Júliu, þá finnst mér alltaf, þótt heimskulegt sé, aö þau muni sleppa heil á húfi frá sinum vanda. (Byggt á IHT) SITT ÚR HVERRI ÁTTINNI EKKERT SVAR „Dagens Nyheter” segir frá þvi, að á opinberri skrifstofu i Stokkhólmi uppgötvaðist ný- lega, að ekkert svar hefði um tima komiö við bréfum frá stofnuninni. Skýringin: Nýlega ráðinn ritari hafði álitið rusla- lúguna vera póstkassa hússins. MEGRUNAR- AÐFERÐ 1 bæklingnum „Ráðleggingar fyrir nýgift hjón”, sem nýlega kom út i Haag er m.a. sagt frá eftirfarandi: „Hjón i Utrecht komu sér saman um það við giftinguna að fasta ævinlega einn dag ef þau rifust. Hjónin hafa haldið sér vel og eru bæði tággrönn”. Ekki nema von Þegar þritug parisardama, Jeanette Nicholl, var tekin fyrir þjófnað i vöruhúsi i siðasta mánuði og 474 vasaklútar og 181 servietta fundust við húsleit heima hjá henni, afsakaði hún sig: — Ég þjáist alltaf svo hræði- lega af kvefi um miðjan vetur- inn. Ást viö fyrsta hvell Tækifærin til að kynnast eru margvisleg. Holger Sund var rétt sestur i baðkeriö i nýju i- búðinni sinni i Kaupmannahöfn þegar gasofninn sprakk. Hann slapp ómeiddur. Og unga stúlk- an sem samtimis var að baða sig i ibúðinni við hliöina slapp lika með skrekkinn þótt stórt op myndaðistá múrvegginn á mUli þeirra. Þannig kynntust þau og nú ætla þau að giftast. VISNA- ÞÁTTUR S.dór.== LAUSAVÍSUR Enn einu sinni verður þáttur- inn borinn uppi af visum sem lesendur hafa sent okkur. Við byrjum á brefi sem Hugi Hraunfjörð sendi okkur: Kvonfang. Eina nistis nift ég þekki nauða sviftri önd mig því gifta mun ég ekki meðan lyfti hönd. Þingsjá. Það má segja um þessa stjórn þar að teygist Hkur enn þá megi færa fórn fjöldinn eigi rikur. Ei til sólar sést vist meir Svartaskóla gaman meðan Óli og hann Geir una I bóli saman. Eins og höfðu hugsaö sér heimsins löðurmenni blessuö þjóðin bað um her bara gott hjá henni. Efla þarf vort orku magn ekki flýja vandann eins þó verði ekkert gagn að þvl fyrir landann. Jólavísa. Ýmsir hafa úr þvi bætt ef að fauk i skjólin hvað þeir mikið gátu grætt á guði fyrir jólin. Endir Til að yrkja enginn nú eyðir sinum tima, hún er orðin úrelt sú iþróttin að rima. Viðauki Ekki þarf að efa það ýmsir sviða kenni meöan stjórnum standa að stegluð auramenni. Hugi Hraunfjörð. Þá er hér bréf sem okkur barst fyrir skömmu: 1 siðasta þætti þínum birtir þú nokkrar visur eftir þann snjalla hagyrðing Harald frá Kambi. Heimildarmaður þinn hefir þó ruglast litilsháttar i riminu Ein visan, sem nafna minum er þarna eignuð, er ekki eftir hann og auk þess ekki alveg rétt með farin. Þessa visu kenndi mér Jón Pétursson Húnventingur, ein- hvern tima á striðsárunum og var hún þá nýort af honum sjálf- um: Hans er sundrað sálarflak, syndir I dánum vonum. Það þarf hundrað tonna tak til að bjarga honum. Ég trúi þvi, að ég hafi á réttu að standa, og lyfti minni kó- sakkahúfu til heiðurs báðum þessum snillingum stökunnar. Haraldur Björnsson. Þessi visa læddist inn um gluggann til okkar: A Norðurlandi sérhver sála söng i moll og dúr, i Vaölaheiðarvegamála- verkfærageymsluskúr. K.lsf. Hagyrðingar minna mig mjög á gamla tisku, furðu margir fela sig, fæstir þó af nisku. Steinunn. Steinunn benti á eftirfarandi visu eftir séra Helga i Hvera- gerði: Til að öðlast þjóðarþögn þegar þeir aöra véla, gefa sumir agnarögn af þvi sem þeir stela. Visan mun ort um góðgerða- starfsemi peningafólks. Þá koma vísur úr syrpunni góðu sem okkur var send og viö höfum birt vlsur úr i siöustu þáttum. Jón Arnason skáld á Viöimýri réði eitt sinn til sin unglingspilt sem Halldór hét. Grunaði hann konu sina um að eiga vingott við piltinn og orti: Oft á kveldin drýgir dans, dregur feld á Ijóra. Konan veldur meini manns, metur heldur Dóra. Hún svaraði: Vitin sjást að varnaöi, vinar brást mér trygglyndi. Þvi meö skástri skynsemi skipti ég ást i tvo hluti. Visur eftir Jón Arnason: Það er bágt að bjarga sér, bilar mátt i leynum. Svarta nátt aö sjónum ber, segir fátt af einum. Fyrir allt mitt ferðalag fæ ég Iitia borgun. Nú má ekki drekka I dag ef duga skal á morgun. Eftir Lúðvik Kemp: Þegar mér er lifið leitt, lifi á hæpnum vonum, þá veit guð ég þrái heitt þjóðnýting á konum. Lystisemda lifsins njótum — liöna tima er vert að muna. þó við stöku boðorð brjótum i bróðerni við samviskuna. Gunnhildur er góð og reykir Fil. Gaman væri að taka frúna i bil, halla sér i hennar mjúka fang, hætta að keyra, en sjálfur fara i gang Svo skal að lokum enn skora á menn að lyfta nú penna og senda okkur visur nýjar eða áð- uróbirtar, eða ef visnasafnarar vildu vera svo velviljaðir að senda okkur eitthvað úr safni sinu. Það er svo miklu meira virði að geta byggt þáttinn upp með visum sem berast manni á þennan hátt heldur en aö vera að leita i bókum eftir snjöllum visum, sem flestir visnavinir hafa áður lesið. Loks er svo nýr fyrripartur sem við biðjum hagyrðinga að botna: Upp er risin enn á ný ihaldskreppan grimma.... * Þvi miöur: Þetta virðist vinur minn vera oröinn kækur, að þeir láti leirinn sinn lika inn i bækur. Stökur: Orkuþrunginn er ég stóð úti’á pung að skaka, þá var unga auðarslóð oft var sungin staka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.