Þjóðviljinn - 31.01.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.01.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1975. Breiðhyltingur skrifar: Það bar til hér á dögunum, að ég þurfti að ná i pakka, sem ég átti f pósthúsinu á Neðra-Breið- holti. Ætlaði ég að nota tækifærið og greiða simareikning minn, og framvisaði ég þar ávisun frá rikisféhirði. Þá gerðist það, að afgreiðslu- stúlkan neitaði að taka við ávisuninni, og sagðist eiga það á hættu að verða rekin ef hún tæki viö ávisun! Nú vill svo til að ég veit að þetta er rangt hjá stúlkunni, að minnsta kosti fékk ég ávisuninni skipt i arínari póstafgreiðslu, og spurði afgreiðslufólkið þar hvort það væri ekki að gera rangt með þvi að taka ávisunina. Kvað það nei við. Hver ástæðan getur verið fyrir synjun stúlkunnar i Breiðholtinu önnur en óalmennilegheit veit ég ekki, nema rikissjóður hafi verið staðinn að ávisanafalsi. 1 Breiðholti hagar þannig til, að pósthúsið er aðeins opið á þeim tfma, sem venjulegt launafólk þarf að vera i vinnu. Ég þurfti þvi að fá fri úr vinnunni til þess að ná I pakkann, og aftur til þess að greiöa simareikninginn vegna óliðlegheita afgreiðslu- stúlkunnar. Það eru vinsamleg tilmæli min til póststjórans, að hann beiti ekki þeirri aöferð til að losa sig við óhæft starfsfólk að segja þvi að neita að taka við ávisunum frá hinu opinbera og verði það rekið ef það hendir. Ef fólk er óhæft til starfa er hreinlegast að visa þvi úr vinnu, eða fá þvi eitthvert annað starf, þar sem óliðlegheit þess bitna ekki á viðskipta- mönnum. Athugasemd frá Hjálmari W. Hannessyni 1 „Þjóðviljanum” i fyrradag (28.1) birtist pistill i dálki „Bæjarpóstsins”. Ber hann nafnið „Öviturlegt hjal mennta- manna” og er hann merktur „Eyrarkarl”. Ekki er undirritaður hér að elta ólar við skoðanir, sem greinilega eru öndverðar skoðunum, er hann aðhyllist. Þó er lágkúrulegt að finna ekki betri vettvang til skoðanaskipta en bréfahorn, sem birtir bréf undir dulnefni og þar sem aðstandendur neita að gefa upp nafn bréfritara, þótt um það sé beðið. Slikt dæmir sig sjálft. En nóg um það. Hjá hinu tel ég mig þó ekki geta komizt, að mótmæla harðlega þeim atvinnurógi, sem felst i pistlinum. Þar segir „Eyrarkarl”, eftir að „afgreiða” verkfræöinginn, m.a.: „Mér hefur skilist, að þessi maður kenni bæði mannkynssögu og félagsfræöi i MR. Hvernig er þeirri kennslu eiginlega háttað”?..Og ennfremur: „Það er undarleg félagsfræðikennsla, þar sem ekki er minnst á sóslalisma, eða þá firnagleyminn kennari, sem ekki rámar i þess lags þjóöarrekstur utan kennslu- stofu..”. Það er einkenni ofstækis- manna, einkum i stjórnmálum, að þeir telja gjörsamlega útilokað að skilja að hið minnsta, persónu- legar skoðanir annars vegar og atvinnu hins vegar. Rétt er, að það er sjálfsagt aldrei hægt al- gerlega og þá ekkert siður I sögu- og þjóöfélagsfræðikennslu en öðru. En á móti þvi má vega með ýmsu móti, m.a. greina frá sem flestum skoðunum, kenningum og stefnum, em uppi eru. „Eyrarkarli” til hugarhægðar get ég upplýst, að ekki er hægt að kenna um hinar ýmsu greinar félagsvlsindanna án þess að minnst sé á sósialisma. Það er hins vegar ekki likt þvi eina þjóð- félagsstefnan, sem rétt og skylt er að greina frá. Þaö er óneitanlega nýstárleg, en óvenju ihaldssöm, kenning, að kennarar megi ekki hafa per- sónulegar skoðanir, eins og aðrir starfsmenn, utan vinnustaðar. Rvik., 28.1. 1975 Hjálmar W. Hannesson Ómakleg ómakslaun IB segir svo frá. Það var hér á dögum, að ég fékk mér gólfteppi i verslun einni hér I bænum, og skyldi andvirði þess greitt eftir að búið væri að leggja það. Samið hafði verið um verð á teppinu og lagningar- kostnað. Þegar ég kom til þess að greiða teppiö brá svo við að kominn var kostnaðarliður á reikninginn, sem ég kannaðist ekki við að um hefði verið talað að þar yrði. Hljóðaði hann upp á 1500 krónur. Þegar ég spurðist fyrir um þetta i búðinni var mér sagt, að teppalagningarmennirnir hefðu sett þennan lið á reikninginn vegna þess ómaks, sem þeir hefðu orðiö fyrir við að flytja til húsgögn, svo þeir gætu lagt teppin. Nú voru ekki nema sjö eða átta hlutir, sem þurfti að færa til, allir léttir. Nokkra þeirra þurfti aö flytja inn i annað herbergi, en hinir voru aðeins færðir til á þvi svæði, sem teppið var lagt á. Manneskja var heimavið og hjálpaði til við flutninginn. Trúlega hafa teppalagningar- mennirnir eytt i þetta 5-10 minútum. Teppalagning sjálf tók um það bil tvo tíma.' Viðskilnaður lagningarmann- anna var sá, að þeir báru ekki til baka þau húsgögn, sem þeir höfðu fariö með i annað herbergi. Þeir skildu eftir afskurði, jafnt úr teppinu sjálfu sem undirlaginu, og aö sjálfsögðu ryksuguðu þeir ekki eftir sig, né hreinsuðu á annan hátt. Mér þætti fróðlegt að komast að þvi við hvað þessir menn miöa taxta sinn, að þvi slepptu, að ég skil alls ekki hvernig teppa- lagningarmenn geta vænst þess að gólf þau, sem þeir ætla að fara að leggja á séu alauð þegar þeir koma I Ibúðir, sem setnar eru af fólki án þess að láta vita af komu sinni. Reyndar get ég heldur ekki skilið að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir þvl, þegar þeir ákváðu uppmælingataxtann fyrir teppa- lagnir, að þeir þyrftu oft á tiðum að færa eitt og annað úr stað með- an á lagningu stæði. En snúum okkur aftur að viðmiðuninni. Dagsbrúnartaxti hljóðar upp á 221 krónu á timann. Það hefði þvi verið ódýrara fyrir mig að fá verkamann til þess að vera með þeim og greiða honum kaup hálf- an daginn. Þá hefði ég þó fengið húsgögnin i lag færð aftur og til- tekt eftir veru lagningarmann- anna. Þá býst ég innig við að ódýrara hefði verið fyrir mig að fá tannlækna og aðstoðarstúlku til þess að vera heima þennan tima sem tilfærslan tók, en það að láta lagningarmennina færa húsgögn- in úr stað. Ef afköst lagningarmannanna eru þau að þeir leggi teppi á tvær ibúðir á dag, og taki 1500 krónur fyrir tilfærslu á húsgögnum og vinni 20 daga i mánuði hafa þeir þannig krækt sér i 60 þúsund krónur með þessum hætti, en það er sú upphæð sem bátasjómenn fá i tryggingu á mánuði. Ég mun að sjálfsögðu ekki greiða umræddar 1500 krónur, og vil nota tækifærið og benda fólki á, að láta slikt ekki viðgangast. Er ríkið ávís anafalsari? Sunnudagur 18.00 Stundin okkar. Sýndar verða teiknimyndir um Onnu litlu og Langlegg og um Robba eyra og Tobba tönn. Söngfuglarnir syngja og flutt verða lög úr leikrit- inu „Sannleiksfestinni”. Einnig er i Stundinni spurn- ingaþáttur, og loks verður sýnd tékknesk kvikmynd, byggð á þýsku ævintýri um tónlistarmann, sem varð kóngur. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Það eru komnir gestir. Trausti ölafsson, blaða- maður, tekur á móti þremur gestum i sjónvarpssal. Þeir eru Kjuregej Alexandra Argunova frá Síberiu, Adn- an Moubarak frá Sýrlandi, fær leyfi til aðsenda skip sin úr höfn. 1 sama mund kem- ur til óeirða, og verslun Róberts verður fyrir mikl- um skemmdum. Verkfalls- menn verða að lúta i' lægra haldi fyrir Daniel Fogarty, sem kemur á vettvang á- samt lögreglumönnum. James verður þess var, að kona hans hefur styrkt fjöl- skyldur sjómanna með mat- argjöfum. Hann verður reiður mjög og skipar henni að hætta matarsendingun- um, eða yfirgefa heimilið ella. Hún velur siðari kost- inn og heldur af stað með vistir til fjölskyldu Jessops. 21.35 iþróttir.M.a. myndir og fréttir frá viðburðum helg- arinnar. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.00 Kjarnorkuveldið Ind- land. Heimildamynd um fyrstu kjarnorkutilraunir indverja og álit almennings ilandinu á þeim. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. (Nordvision — Danska sjón- varpið). 22.30 Dagskrárlok. „Það eru komnir gestir”, einn hcimilisblaðinu Vikunni, og gestir af þeim þáttum sem staðið hafa I hans eru á sunnudaginn: útvarpsráði, kemst aftur á skjá- Kjuregej Alexandra Argunova inn á sunnudaginn með nýjum frá Jakutíu I Slberiu, Adnan stjórnanda. Sá heitir Trausti Moubarak frá Sýrlandi og Ólafsson, blaðamaður af Kenichi Takefusa frá Japan. 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. Bandarískur teikni- myndaflokkur, byggður að hluta á sögu eftir Jules Verne. 5. þáttur. Gerðu ekki mikið úr moldvörpuhaugi. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.00 Nýjasta tækni og vlsindi. , Brunavarnir I stórhýsum, Torfæruhjólastóll. Rúm til varnar legusárum. Plast- húðun tanna. Nýr kafara- búningur o.fl. Umsjónar- maður Sigurður H. Richter. 21.25 Gestir hjá Dick Cavett. Mynd úr flokki bandariskra viðtalsþátta, þar sem Dick Cavett tekur tali frægt lista- fólk og leikara. Gestur hans að þessu sinni er bandariska kvikmyndaleikkonan Bette Davis. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 22.25 Dagskrárlok. F östudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Lifandi veröld. Fræðslu- myndaflokkur frá BBC um samhengið i riki náttúrunn- ar. 3. þáttur. Lifið á fjöllun- um.Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.05 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Svala Thorlacius. 21.55 Villidýrin. Breskur sakamálamyndaflokkur. 6. þáttur og sögulok. Haka- krossinn. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok. og Kenichi' Takefusa frá Japan. 21.10 Frú Biksby og ioðkápan. Leikrit byggt á sögu eftir Roald Dahl. Leikstjóri Ro- bert Williams. Aðalhlutverk Wenche Foss, Pál Skjön- berg og Arne Lie. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 1 leiknum greinir frá konu nokkurri, sem langar að eignast loðkápu, og til þess aö fullnægja þeirri löngun, hættir hún sér út á hálan Is. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 21.40 Spekingar spjalla. Hringborðsumræður Nóbelsverðlaunahafa i raunvisindum árið 1974. Umræðunum stýrir Bengt Feldreich, en þátttakendur eru Paul Flory, verðlauna- hafi I efnafræði, Anthony Hewish, sem fékk verðlaun fyrir rannsóknir i stjörnu- fræði, og George Palade, Christian de Duve og Albert Claude, sem skiptu með sér verðlaununum i læknis- fræði. Þýðandi Jón O. Ed- wald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.30 Að kvöldi dags. Sigurður Bjarnason, prestur sjöunda dags aðventista, flytur hug- vekju. 22.40 Dagskrárlok. Mánudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Onedin skipafélagið. Bresk framhaldsmynd. 18. þáttur. Brottrekin kona. Þýðandi óskar Ingimars- son. Efni 17. þáttar: Sjó- menn i Liverpool gera verk- fall undir stjórn Jessops og stuðningsmanna hans. Eftir mikið þóf tekst James að komast að samkomulagi og Þriðjudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Or dagbók kennara. Itölsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Albino Bernardini. 2. þáttur. Þýð- andi Jón Gunnarsson. Efni 1. þáttar: Ungur kennari er ráðinn að barnaskóla i út- hverfi Rómaborgar. Bekk- urinn, sem hann á að upp- fræða, er að mestu skipaður drengjum frá fátækum heimilum, og flestir láta þeir sig skólanámið litlu varða. Kennarinn reynir að vinna trúnað þeirra og legg- ur á sig mikla vinnu, til að kynnast fjölskyldumálum og aðstæðum hvers og eins. 21.40 Söngvar I maí. Norska söngkonan Ase Kleveland syngur létt lög við undirleik hljómsveitar Franks Cox. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 22.05 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18.00 Björninn Jógi. Banda- rlsk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Leyndardómar dýra- rikisins. Bandariskur fræðslumyndaflokkur um eiginleika og lifnaðarhætti dýra. 2. þáttur. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.45 Fílahirðirinn. Bresk framhaldsmynd. Fllar gleyma engu. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Laugardagur 16.30 Iþróttir. Knattspyrnu- kennsla. Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 16.40 Enska knattspyrnan. 17.30 Aðrar Iþróttir. Meðal annars mynd frá Evrópu- meistaramóti i listhlaupi á skautum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 18.30 Llna Langsokkur.Sænsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. 6. þáttur. Þýðandi Kristln M'ántylá. (Aður á dagskrá haustið 1972). 19.15 Þingvikan. Þáttur . um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi. Breskur gamanmyndaflokkur. 2. þáttur. Hundur og maður. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.00 Ugla sat á kvisti. Get- raunaleikur með skemmti- atriðum. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.35 Ilornblower skipstjóri. (Captain Horatio Hornblow- er). Bresk-bandarlsk bló- mynd frá árinu 1950, byggð á sögum eftir C.S. Forester. Leikstjóri Raoul Walsh. Aðalhlutverk Gregory Peck, Virginia Mayo og Ro- bert Beatty. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Myndin gerist i byrjun 19. aldar. Englendingar eiga I striði við frakka og spánverja, sem um þessar mundir lúta veldi Napóleons mikla. Hornblower skipstjóri fer með leynd I leiðangur til Kyrrahafsins, þar sem hann hertekur spánskt skip, og slöan rekur hver atburður- inn annan. 23.25 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.