Þjóðviljinn - 31.01.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1975.
DJÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ititstjórar: Kjartan Ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Vilborg Ilarðardóttir
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skóiavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
ABYRGÐARLEYSI HVERRA?
Stjórnarblöðin hafa lagt á það mikla á-
herslu að undanförnu að Þjóðviljinn og Al-
þýðubandalagið séu einu aðilarnir i þjóð-
félaginu sem ekki sýni viðeigandi á-
byrgðartilfinningu. Það er jafnframt
undirstrikað i stjórnarblöðunum að Al-
þýðuflokkurinn og Samtök frjálslyndra
séu einstaklega ábyrg um þessar mundir
og skilji vandann afar vel. Þjóðviljanum
er það ánægjuefni að Alþýðubandalagið
skuli meta efnahagsástandið á annan hátt
en allir aðrir flokkar. Það staðfestir að Al-
þýðubandalagið eitt flokka tekur mið af
hagsmunum verkalýðsins i efnahagsmál-
um.
Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn hafa
sýnt þá ábyrgð að krefjast þess að kaup-
lækkunarstefnu rikisstjórnarinnar verði
þegar i stað aflétt. Þessi er krafa verka-
lýðshreyfingarinnar. Þjóðviljanum er
fullljóst og það er forustumönnum verka-
lýðshreyfingarinnar einnig, að óbreyttur
kaupmáttur launa frá þvi sem var fyrn
hluta siðasta árs verður ekki tryggður
nema með þvi að gera pólitiskar breyting-
ar. Það er áreiðanlega rétt, sem ihalds-
blöðin, Morgunblaðið, Timinn og Visir —
halda fram, að núverandi eyðslu- og só-
unarkerfi væri stefnt i voða ef kaupmátt-
urinn næði aftur þvi marki sem var á önd-
verðu árinu 1974. En farið hefði fé betra, ’
og Þjóðviljinn telur það þvert á móti á-
byrgðarleysi ekki sist miðað við núver-
andi efnahagsaðstæður að viðhalda þessu
kerfi óbreyttu áfram.
Nú ættu stjórnarvöld að sýna þá ábyrgð
að gera allar tiltækar ráðstafanir til þess
að skerða gróða milliliðanna og brask-
lýðsins i þjóðfélaginu. Nú ættu stjórnar-
völd að sýna þá ábyrgð að láta fara fram
nákvæma rannsókn á þvi hverjir það eru
sem hafa hirt miljarða mikillar veltu und-
anfarinna ára. Verkalýðssamtökin hafa
sýnt ábyrgðartilfinningu. Þaú vita að ó-
breyttur kaupmáttur næst aðeins með
pólitiskum breytingum og þau eru svo á-
byrg fyrir hönd launamanna að gera slik-
ar kröfur þrátt fyrir aðsteðjandi vanda-
mál. Hins vegar hefur hægristjórnin ekki
sýnt ábyrgðartilfinningu. Hún hefur ekki
hreyft litla fingri til þess að lækna efna-
hagsmeinið. Það er engu likara en
stjórnarblöðin beinlinis taki kreppunni
fagnandi sem góðum gesti og liklegum
liðsmanni i baráttunni gegn islensku
launafólki. Meðan hrópað er á ábyrgðar-
tilfinningu launafólks er innflutningur
gefinn algerlega frjáls á ýmsum vörum
sem unnt er að framleiða i landinu. Meðan
þúsundir bila biða óseldir á hafnarbakk-
anum er haldið áfram að kaupa bila er-
lendis fyrir lánsgjaldeyri. Meðan talað er
um að gjaldeyrisvarasjóðurinn sé tómur
er haldið áfram að sóa og bruðla með
gjaldeyrinn. Er það ábyrg afstaða að haga
sér þannig? Fjarri fer þvi.
En aðgerðarleysi stjórnarflokkanna i
gjaldeyrismálum á sér auðvitað pólitiskar
forsendur á sama hátt og kröfur verka-
lýðshreyfingarinnar. Sá er munurinn að i
siðarnefnda tilvikinu eru pólitisku for-
sendurnar reistar áhagsmunummeirihluta
islendinga, i hinu tilvikinu er um að ræða
hagsmuni örfárra skjólstæðinga stjórnar-
flokkanna. Ólafur Jóhannesson þorir ekki
að gera neitt til þess að hafa áhrif á gjald-
eyrismálin vegna þess að það gæti komið
illa við SíS-valdið og braskaraklikuna i
Framsókn. Og ekki hefur Geir Hallgrims-
son áhuga á þvi að skerða gróða vildar-
vina sinna og stuðningsmanna i Versl-
unarráði íslands. Ekki er þess að vænta að
fjármálaráðherrann hafi af ýmsum á-
stæðum, sem sumar eru vart nefnanlegar,
áhuga á þvi að herða að eftirliti með
skattsvikurum. Og þannig mætti lengi
telja.
En aðgerðarleysi og skilningsleysi
stjórnvalda getur að sjálfsögðu aldrei orð-
ið til þess að verkalýðssamtökin láti af
kröfugerð sinni. Forustumenn þeirra bera
ábyrgð á hagsmunum launamanna á ís-
landi, meirihluta þjóðarinnar og hags-
munir hins vinnandi fjölda skipta öllu, —
það væri ábyrgðarleysi að taka hagsmuni
skjólstæðingahóps hægristjórnarinnar þar
fram yfir, það væri heimska að gera sér
ekki ljóst að verkalýðshreyfingin er sterk-
asta aflið ef hún beitir sér af hörku og ein-
drægni. ^
KLIPPT...
Sjönvarpsáhugamenn um allt land eru hnlpnir þessa dagana. A
Austurlandi ná menn ekki mynd og þeir sem fá geislann I tækin sln
fá ekki að sjá besta skemmtiefnið.
Hópryðvarnir —
Auglýsingasálfræði er merki-
legt fag á timum neysluþjóðfé-
laga. „Þorn og þistlar” Alþýðu-
bandalagsblaðsins á Akureyri
hafa komið auga á auglýsingar,
sem sérstaklega eru til þess
fallnar að vekja eftirtekt og
heilabrot.
Hópriðvarnir, — eöa hvaö?
„Auglýsingar eru býsna oft
skemmtilegt efni aflestrar eða
áheyrnar og gætir þar ýmissa
grasa, grátlegra eöa broslegra
eftir atvikum.
Stundum eru auglýsingar
þannig orðaðar, aö þær valda
hinum grófasta misskilningi,
eða gefa tilefni til neyöarlegs
útúrsnúnings.
Undanfariö hefur útvarpið
keppst við að auglýsa hópryð-
varnir, — eða hópriðvarnir, og
er ekki gott að átta sig á, um
hvort er að ræða, þar sem ekki
er gerður greinarmunur á y og i
i framburði.
Sé um hið fyrra að ræða,
vaknar sú spurning, hvað sé
hópryð. Er hér á ferð einhver
afspyrnu vond tegund af ryði,
sem ásamt mölnum fræga úr
Bifliunni grandar vorum jarð-
nesku fjársjóðum á ótrúlega
skömmum tima?
Eða er þetta ryð, sem fellur á
einhvgrja sérstaka hópa eða
hópriðvarnir
vissar stéttir (sbr. kölkun i
kennarastétt?) Hvort heldur
sem er, mun ekki vanþörf á
vörnum, og munu neytendur
væntanlega gripa fegnir við.
Sé hinsvegar um hið siðara að
ræða, getur ekki hjá þvi farið,
aö ýmsar spurningar skjóti upp
kollinum. Ósjálfrátt verður
manni á aö tengja þetta á ein-
hvern hátt hestamennsku, hóp-
reið, eða einhverju þvi um liku.
Sé svo, munu hópriðvarnir
sennilega vera fólgnar i ein-
hvers konar varúðarráðstöfun-
um, sem gerðar eru, þegar
'nestamenn efna til hópreiðar, til
varnar þvi, að þeir riöi um koll
girðingar manna og snúru-
staura, eða traðki i sundur
blómabeð fyrir fólki.
Fleiri möguleikar á skilningi
þessa orðs eru sjálfsagt fyrir
hendi, en látum lesendur um að
brjóta heilann um það.
Ekki verður skilist svo við
kiaufalega orðaðar, — eða
snilldarlega orðaðar — auglýs-
ingar, að ekki sé minnst á aug-
lýsingu ársins, ef ekki aldarinn-
ar:
„Hefur þú eignast siðara
bindið af Ragnheiði?” Nóg um
það.”
15 sinnum
hlogu
meirihlutamenn
i útvarpsráði
að bannaða
þœttinum
Sagt hefur verið frá þvi að út-
varpsráð hafi bannað sýningu á
þætti Ómars Valdimarssonar
meö trúbadúrunum Megasi,
Böðvari Guðmundssyni og Erni
Bjarnasyni. í atkvæðagreiðslu
sem fram fór eftir að útvars-
ráðsmenn höfðu séð þáttinn,
lentu þeir þremenningar Njörð-
ur P. Njarðvlk, Ólafur Ragnar
Grimsson og Stefán Karlsson i
minnihluta.
Hinsvegar hefur ekki verið
greint frá eftirmálanum. Klippt
og skorið hefur heyrt á skot-
spónum að Ólafur Ragnar hafi
spurt meirihlutamenninga,
hvort þeir hefðu á sinum tima
viljað banna útgáfu Bréfs til
Láru. Sýndist honum rökrétt að
álykta svo, þvi meirihlutamenn
töídu guðlastað i þættinum, þeg-
ar Megas hélt fram kenningum
kirkjunnar um allsstaðarver-
andi guð, sem lika er i garð-
slöngunni.
Meirihlutamenn kváðu þetta
alls ekki sambærilegt þvi að i
Bréfi til Láru hefði veriö svo
mikill húmor.
Segir þá sagan, að Ólafur
Ragnar hafi bent meirihluta-
mönnum á, að þeir hefðu hlegið
fimmtán —15 sinnum, — meðan
á sýningu þáttarins stóð.
„Ég svona skráði þetta hjá
mér af rælni”.
Fátt varð um svör, enda hefur
mörgum sviðið undan þvi hvað
Ólafur Ragnar, fóstri Brekku-
Vilhjálms, er fljótur að hugsa.
Þaö fer ekki hjá þvi að afstaða
meirihlutamanna I útvarpsráði
minni á kvikmyndaeftirlitið,
sem að minnsta kosti hér áður
fyrr, sat eitt að þvi að skoða
klám og hryllingsmyndir, og
bannaði þær svo almennings-
sjónum eftir að eftirlitsmenn-
imir sjálfir höfðu skemmt sér
konunglega á einkasýningum.
Þegar þjóðin fær að vita, að
svo alvörugefnir menn eins og
þeir er útvarpsráð skipa, hafi
hlegiö 15 sinnum dátt að einum
sjónvarpsþætti, mun hún að
sjálfsögðu risa upp og heimta
hann á dagskrá. Slíkt dýrlegt
grin er sjaldséð á skjánum.
Það er svo kaldhæðni örlag-
anna að i þættinum upplýsti
Böðvar að hann hefði aldrei ver-
ið ritskoðaður, enda væru is-
lendingar þekktir fyrir viðsýni
og fordómaleysi.
EKH
... OG SKORIÐ