Þjóðviljinn - 31.01.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.01.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 31. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Otg eir Lúthersson, Vatnsleysu, Fnjóskadal: Landhelgismál bænda Ellefu alda búsetu islendinga i landinu var á sl. sumri minnst með miklum hátiðahöldum. Þetta var jafnframt 11 alda afmæli bændastéttarinnar, sem ein stétta i landinu hefur háð lisbaráttuna hér ,,á mörkum hins byggilega heims” frá landnámstið, og sem öll nútimaþjóðin er sprottin af. Lifsbaráttan var löngum háð upp á líf og dauða: við eldgos og haf- isa, brimrót og hriðarbylji, vatns- föll og fjallvegi, eldsneytis- og fóðurskort, hungur og kulda og sjúkdóma að ógleymdri hinni er- lendu áþján um aldir. Ætla mætti að bændastéttin, sem með haröneskju og þraut- seigju skilaði þjóðinni fram á nú- tima „velferðarrikið”, nyti sér- stakrar virðingar þjóðfélagsins — en það er siöur en svo. Einmitt á þessu ári þjóðhátiöanna hefur menn við þvi? Ellegar það þvældist fyrir verkamönnum við hafnarvinnu, gatnagerð eða i verksmiðjum. Hvað segðu vinnu- veitendur við þvi? Þess eru nú orðin dæmi að kom- ið er með skotsærðar skepnur á sláturhús, og ekki vita bændur hvernig þær skepnur deyja, sem ekki fást heim af fjalli á haustin. Og ef einhver vafi er á um það, að bændur eigi að njóta friðhelgi með búfé sitt á heimalöndum og á afréttum, þá þarf háttvirt alþingi að taka málið til athugunar. Það er alvarlegt mál ef skot- glannar mega leika lausum hala i afréttum þann tima sem búfé er þar I sumarhögum svo ekki sé tal- að um slikt I heimalöndum. Þótt furðulegt sé mega bændur nú fylkja liði i landhelgisbaráttu, sem er þeim ekki siður mikilvæg, bréf til blaðsins verið veist að bændum úr herbúð- um gömlu „viðreisnarflokkanna” þ.e. af krötum og visisihaldinu i Reykjavik. Þaö er talað af fyrir- litningu um „svonefnda landeig- endur”. Það er talað um miljarða fjárhæðir sem neytendur gefi bændum, og velferö þjóðarinnar er sögð mundi verða meiri ef bú- vöruframleiðslunni yrði hrein- lega hætt, en kannski yrði þó eftirsjá að einhverju öðru sem tengt væri þessu bændabrölti. — Og það stendur ekki á grunn- hyggnum neytendum að gleypa blekkingarflugurnar, en blekkj- andinn glottir I kampinn — þetta er sko gott varðandi atkvæðin. Morgunblaðið hefur snuprað Visi fyrir hvatvisi sina og farið fallegum orðum um landbúnað- inn og bændur. Þetta eru málgögn „flokks allra stétta”, og það er gott að hafa tvær tungur, eða fleiri, og tala sitt með hverri — sem sé: gott varðandi atkvæðin. „Bændavin” segjast þeir vera, sem blekkingarnar um landbún- aðinn stunda og sannindi þess getum við séð af eftirfarandi til- lögum þeirra varðandi landbún- aðinn: Hætta fjárframlögum til niðurgreiðslna, útflutningsupp- bóta og jarðabóta. Leyfa frjáls- an innflutning á landbúnaðaraf- urðum. Gera landið með gögnum þess og gæðum að „þjóðareign” — þ.e. eign hins kapitaliska rikis. Þó meiga bændur eiga ábýlis- jarðir sinar ef þá langar til. En afréttirnar — þar sem miklu skiptir að búféð hafi friö og næði yfir súmartimann eiga að vera öllum frjálsar til dvalar með af- þreyingarhunda sina og skot- vopn, og hafa raunar allir, að manni skilst, alltaf haft þann rétt samkvæmt Grágás, elstu lögbók landsins — hverjir sem þá hafa átt, er þau lög voru sett, að nota þann rétt aörir en bændur illa búnir skotvopnum. Bújarðirnar og afréttirnar eru grundvöllurinn að búvörufram- leiðslunni og efnahag sveitafólks- ins við núverandi búrekstrar- skipulag, og þetta helgar sveita- fólkinu fyllsta yfirráðarétt á þvi landi sem það þarf aö nýta vegna lifsstarfs sins. Hugsum okkur að sumarleyfis- fólk færi að þyrpast á bátum út á fiskimiðin um sumartimann og iðka þar kappsiglingar og skot- veiðar innanum neta-og linulagn- irsjómanna, eða þar sem togskip væru aö störfum. Hvað segðu sjó- en landhelgisbarátta allrar þjóð- arinnar til sjávarins. Eins og fyrr getur er nú veist að bændastétt- inni á hinn lúalegasta hátt, og reynt að skapa hjá fólki alrangar hugmyndir um málefni landbún- aðarins og gildi hans fyrir þjóðlif- ið. Bara það eitt að islendingar, sem búa i þessu harðbýla landi við heimskautsbaug, eru nú i fremstu röð þjóða að efnalegr velferð, afsanna blekkingarkenn- ingar þessara manna með öllu Það á að fá fólk til að trúa þvi, að islendingar væru komnir langt fram úr öllum öðrum þjóðum heims i efnalegri velferð, ef land- búnaður hefði ekki verið stundað- ur i landinu á siöari árum. — Er það til marks um mikla vitsmuni að trúa sliku? 1 annan stað eru bændurnir og hreppsfélögin sifellt að missa meira og meira af búrekstrar landinu úr höndum sér, án þess a? fá að gert. Þetta gerist þó við ó likar aðstæður. í fyrsta lagi má nefna bændurna sem hrekjast undan stækkun þéttbýlisins og búa á verðmiklu landi, sem gjarnan leiðir til sölubrasks Þetta er lltill hópur bænda, er þeir hafa, eins og t.d. bændur i Mosfellssveit mótmælt jarðalaga frumvarpi þvi sem nú liggur fyrii alþingi. Þeir vilja eðlilega að verðlag jarðanna sé frjálst og markist af hinni vaxandi eftir- spurn. En hagsmunir litils hóps bænda geta ekki ráðið jarðalög um fyrir alla bændastéttina. heldur verður að taka sér tillit til þeirra. 1 öðru iagi eru það afskekktusti byggðirnar sem hafa verið að eyðast. Þar hefur litil eftirspurr verið um jarðir nema um lax veiöi, eða kannski önnur hlunn indi, hafi verið að ræða, og hafa fjársterkir menn úr þéttbýlinu komið til skjalanna og yfirboöið bændurna og hreppsfélögin. Hef- ur nú af hálfú Framkvæmda- stofnunar- og Landnáms rikisins verið snúist til varnar gegn eyð- ingu byggða, eins og i Inndjúpi á Vestfjörðum, og er viöar á döf- inni. Mun þá bændum á þeim skipulagssvæðum tryggður eigna- og umráðaréttur þess lands sem þarf til að bera tækni- vætt bú, og góða lifsafkomu fólks- ins. t þriðja lagi er svo þorri bændabyggðarinnar, sem haldisl Olgeir Lúthersson hefur við og sums staðar aukist. Einstakar jarðir hafa farið úr byggð og farið i eyði en aðrar hafa stækkað og fólki þar fjölgað. . Eyöijarðirnar vilja bændur með stækkandi bú og fjölskyldor eign- ast en tekst ekki alltaf og jarðirn- ar lenda i eigu þéttbýlisfólks, sem ekki nýtir þær til búskapar. Slik þróun er óþolandi i byggðum þar sem framtiðarbúskapur er aug- ljóslega tryggður, og þessa þró- un eiga hin nýju jarðalög að stöðva. Enda segir i fyrstu grein þeirra:„Tilgangur laga þessara er að tryggja að nýting lands utan skipulagðra þéttbýlissvæða sé eðlileg og hagkvæm frá þjóðhags- legu sjónarmiði og að eignarráð á landi og búseta á jörðum sé i samræmi við hagsmuni sveitar- félaga og þeirra, sem landbúnað stunda”. Það er vilji þorra bænda- stéttarinnar, að lög sem þjóni þessum tilgangi, verði sett á Al- þingi i vetur. Landhelgismál bænda er þann- ig tviþætt. Annarsvegar þarf að hrinda þeim blekkingum sem uppi hafa verið um landbúnaðinn, honum til tjóns og þeim sem við hann starfa, og á hinn bóginn þarf með löggjöf aö tryggja eignar- og umráðarétt bænda á búrekstrar- landinu, jafnt heimalöndum sem afréttum. Hagsmuna þeirra bænda sem hrekjast frá jörðum sinum undan stækkun þéttbýlis- ins, verður að gæta með sérstök- um lagaákvæðum, þvi þeirra hagsmunir eru aðrir en hinna, sem framtiðarbúskap ætla að stunda. En við setningu nýrra jarða- og ábýlislaga verður að gæta þess, að þau þjóni örugglega tilgangi sinum. Það þarf t.d. að meta hvort eignarréttur landeiganda sé i öllum tilfellum meiri en sið- ferðislegur réttur bónda eða frumbýlings, sem skortir jarð- næði, og er það ekki spor afturá- bak, að bóndi þurfi að vera leigu- liði 110 ár áður en hann öðlast for- kaupsrétt að ábýlisjörðinni? Eiga ekki jarðalögin að tryggja að jörðin lendi ekki i braski þótt bóndinn fengi forkaupsrétt strax? Þótt ég hafi i þessari grein and- mælt blekkingum sem vissir póli- tikusar hafa uppi i þeim tilgangi að snapa flokkum sinum atkvæði meðal neytenda, þá er ekki þar með sagt að landbúnaðurinn sé hafinn yfir gagnrýni og málefni hans þróist á besta veg. En þar verður i engu bætt með blekking- arþvælu. Fróðlegt væri að fá upp- lýsingar um þær atvinnugreinar i landinu, sem reknar eru á hag- kvæmasta hátt fyrir þjóðarbúið. Þótt sá hluti þjóöarinnar, sem landbúnaðinn stunda, hafi á um- liðnu áratugum orðið æ minni hluti af þjóðarheildinni, þá er hann þó kjölfestan i þjóðlifinu. Lifræn störf fólksins við landbún- aðinn i tengslum við náttúru land- ins bliða og striða. hafa sterkust áhrif á mótun þjóðareðlisins og þjóðarvitundarinnar. Ekki er það vanþörf litilli þjóð sem vill lifa frjáls og sjálfstæð i landi sinu i nábýli við ágeng stórveldi. 9.1. 1975 Olgeir Lútersson. 1x2—lx2 22. leikvika — leikir 25. jan. 1975. Úrslitaröð: 112 — X01 — X 1 2 — 0 1 X 1. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 80.500.00 4149 9505 36365 38691 2. VINNINGUR: 8 réttir — kr. 4.100.00 1290 7441 12401 35590 36707 + 37254 38777 + 2123 7538 13196 35682 36724 + 37528 38778 + 3100 8048 13565 35684 36824 + 38154 38779 + 3528 10625 13566 36022 36865 38708 53531F 4844 10636 13788 36682+ 37254 + nafnlaus F 10 vikna Kærufrestur er til 17. feb. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrifiegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. yinningar fyrir 22. leikviku verða póstlagðar eftir 18. feb. Ilandhafar nafnlausra seðla verða að framvisa . tofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþrótta m iöstööin — REYKJAVIK V erkamannaf élagið Hlif Hafnarfirði Tillögur uppstillinganefndar og trúnaðar- ráðs v.m.f. Hlifar um stjórn og aðra trún- aðarmenn félagsins fyrir árið 1975 liggja frammi á skrifstofu Hlifar Strandgötu 11 frá og með 31. janúar 1975. öðrum tillög- um ber að skila til skrifstofu félagsins fyrir kl. 12 á hádegi sunnudaginn 2. febrú- ar og er þá skilafrestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlifar. Útför móður okkar GUÐRÍÐAR GUTTORMSDÓTTUR frá Stöð i Stöðvarfirði fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 1. febrúar kl. 10.30. Atvinna ■ Atvinna fP Hjúkrunarkona Hjúkrunarkona óskast á Geðdeild Borgar- spitalans að Arnarholti sem fyrst. Upplýsingar um stöðuna eru veittar á skrifstofu forstöðukonu Borgarspitalans. Reykjavik, 28.01. 75. BORGARSPÍTALINN F orstöðukona Barnavinafélagið Sumargjöf óskar að ráða forstöðukonu að Dagheimilinu Haga- borg við Fornhaga. Fóstrumenntun áskilin, laun samkvæmt kjarasamningum starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF FORNHAGA 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.