Þjóðviljinn - 31.01.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 31. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Fundarsamþykkt Félags íslenskra myndlistarmanna:
Samstarfsforsendur brostnar
Vegna samþykktar borgarráös
Reykjavlkur þriöjudaginn 14.
janúar 1975 um Kjarvalsstaöi,
ályktar fundur Félags islenskra
myndiistarmanna haldinn I Nor-
ræna húsinu 1G. janúar 1975, eftir-
farandi:
Eins og ýmsum mun kunnugt
átti FIM frumkvæðið að byggingu
Kjarvalsstaða og lagði á sinum
tima fram fé til framkvæmda. I
upphafi var það ósk FIM að
sýningarhúsnæðið á Miklatúni
risi af grunni i samvinnu við riki
og borg. Rikisvaldið heltist þó
fljótlega úr lestinni og Reykjavik-
urborg tók málið i sínar hendur
m.a. til að reisa sérstakan sal
fyrir verk Jóhannesar Kjarvals. I
fyrstu var aðeins gert ráð fyrir
einum sýningarsal, sem taka átti
viö hlutverki Listamannaskálans
við Kirkjustræti.
Um það samdist þó að FIM
fengi meirihluta i sýningarráði
Kjarvalsstaða til þess m.a. að
tryggja lágmarks gæði listræn á
verkum þeim, er þar yrðu sýnd.
Auk þess var ráð fyrir þvi gert af
félagsins hálfu, að það fengi
starfsaðstöðu i húsinu, fyrir skrif-
stofu, fundi og undirbúning
sýninga. Þeirri ósk hefur enn ekki
veriðsinnt, þótt itrekað hafi veriö
alveg fram að þessu. Til saman-
burðar má geta þess að sams-
konar myndlistarhús og Kjar-
valsstaðir eru, Kunstnernes Hus i
Oslo, er algjörlega undir stjórn
myndlistarmanna þar i landi.
Ekki var þó loforðið um
meirihluta FIM i sýningarráði
Kjarvalsstaða að fullu haldið
þegar til kom. Sett var ákvæði um
áfrýjunarrétt i sýningarreglur,
sem i reynd gátu gert ákvaröanir
sýningarráðs að engu. Þrátt fyrir
þessa annmarka þótti FÍM rétt að
hefja samvinnu við Reykjavikur-
borg sem fer reyndar formlega
um hendur Bandalags isTenskra
listamanna, til þess að sjá
hvernig til tækist. Samvinna þessi
hefur að mestu gengið snuröu-
laust fram að þessu. Ekki er þvi
þó að leyna að stjórn borgarinnar
hefur verið svo til áhugalaus um
að gera Kjarvalsstaði að virkri
menningarmiðstöð. Fram að
þessu hefur sýningarráð verið að
mestu afgreiöslustofnun á
sýningarbeiðnum. öllum til-
lögum fulltrúa FIM i sýningar-
ráði um menningarlegt frum-
kvæði hússins hefur verið hafnaö
og peningaleysi verið boriö við.
Nú gerist það, að aðili einn
sækir um leyfi til að halda sýn-
ingu á Kjarvalsstöðum sem
meirihluti sýningarráðs hafnaði
eindregið, taldi verk hlutaðeig-
anda ekkert erindi þangað eiga
sakir skorts á listrænum gildum.
Vegna þess hve; meirihlutinn
reyndist mikill var útséð um að
áfrýjunarrétturinn dygði. Þá
gripur borgarráð Reykjavikur til
þess óyndisúrræðis I nafni valds
sins og eignarheimildar að leyfa
þessum aðila engu að siður að
sýna á Kjarvalsstöðum með þeim
smekklega hætti að taka niður
nýuppsetta sýningu á verkum Jó-
hannesar Kjarvals. Hér sýnist
Reykjavlkurborg gefa slæmt
stjórnsýslunarlegt fordæmi. Gæti
ekki menntamálaráðherra meö
lögkrókaslægð skipað safnráöi
Listasafns tslands að taka niður
verk Asgrims Jónssonar og Jóns
Stefánssonar af veggjum safnsins
og látið setja upp frlstundaiðju á
borð við þá sem nú skal leysa
verk Kjarvals af hólmi?
Gæti ekki og hugsast að háttvirt
borgarráð hafi alls ekki hugað að
þeim reglum, sem það sjálft
hefursett?! 5. gr. sýningarreglna
Kjarvalsstaða stendur m.a. eftir-
farandi: „Þegar um er að ræða
rekstur að þvl er tekur til list-
Framhald á 11. siðu.
Lúðrasveit
Hafnarfjarðar
25 ára
t dag (föstudaginn 31. jan.) er
Lúðrasveit Hafnarf jarðar 25 ára.
Fyrsti stjórnandi hennar var
Albert Klahn, um 12 ára skeiö,
eöa þar til hann féll frá. Þá tók
Jón Asgeirsson tónskáld viö
sveitinni og stjórnaöi henni I 3 ár,
uns Hans Ploter Fransson varö
stjórnandi hennar. Þessi 25 ár
hefur lúðrasveitin starfaö meö
miklum þrótti og veriö snar þátt-
ur I menningarllfi hafnfiröinga.
Einnig hefur hún gert víðreist og
ferðast um meginland Evrópu,
lcikiö i sjónvarp og útvarps-
stöövar erlendis. Þá má geta þess
til gamans, aö hún lék i beinni
útsendingu frá Loftleiöahótelinu I
útvarpsstöðina I Vlnarborg fyrir
nokkrum árum. t tilefni afmælis-
ins ætlar lúðrasveitin aö haida
hljómleika I Bæjarbiói I Hafnar-
firöi laugardaginn 1. febrúar kl. 3
e.h. Formaöur Lúörasveitar
Hafnarfjaröar er Einar Sigur-
jónsson.
Dvöl á fæðingarstofnunsé ókeypis
sem sjúkrahúsvist
fœðingarstyrkurinn sé greiddur konunni
Fæöingarstyrkur veröi greidd-
ur hverri konu og dvöl á
fæðingarstofnun veröi ókeypis
eins og sjúkrahússvist, en eins og
nú er, er hann tekinn upp i sjúkra-
hússvistina. Sé hann hugsaöur
sem þátttaka I aukakostnaði
vegna forfalla konunnar, veröi
upphæöin i raunhæfu samhengi
viö þann kostnaö, t.d. heimilis-
hjálp, fóstrun barna, kostnaö viö
hinn nýja einstakling o.s.frv.”
Þetta er ein af þeim kröfum
sem samþykktar voru á ráðstefnu
um kjör láglaunakvenna sem
verkalýðsfélögin Sókn, ASB, Iðja
og SFR héldu sl. sunnudag ásamt
Rauðsokkahreyfingunni. Tals-
verð óánægja er rikjandi meðal
kvenna vegna þess að fæðingar-
styrkurinn, sem upphaflega var
hugsaður sem stuðningur vegna
tilkomu nýs þjóðfélagsþegns, er
nú notaður til að greiða dvölina á
fæðingarstofnuninni og sú lega
þarmeð ekki metin til jafns við
hverja aðra sjúkrahússvist.
Siðan ályktaði ráðstefnan á-
fram um þessi og skyld mál:
2. „Barnsfarakostnaður, sem
faðir óskilgetins barns skal
greiða konunni, ef hún missir
vinnu vegna barnsburðarins,
skuli greiddur af Tryggingastofn-
un þar til meðlagsúrskurður ligg-
ur fyrir. Ef úrskurður ekki tekst
beri Tryggingastofnun kostnað-
inn. Upphæð sé raunhæf t.d.
a.m.k. hálf framfærsla einstak-
lings.
3. Meðlagsgreiðslur fáist
greiddar hjá Tryggingastofnun
rikisins að fengnum úrskurði allt
frá fæðingu barns ásamt barns-
fararkostnaði. Móðir fái greitt
meðlag meðan gen ið er frá úr-
skurði.
4. Barnalifeyrir ' egna barna,
sem ekki tekst að feðra, sé úr-
skurðaður, ef ekki tekst að feðra
barnið innan tveggja ára frá
fæðingu, enda hafi allt verið til
þess reynt. Barnalifeyrir sé
greiddur meðan reynt er að feðra
barnið.”
SJÓNVARP
Málsvari
meðalmennskunnar:
BÖNNUM!
Kennari einn i Reykjavik hef-
ur ruðst fram í fjölmiðlum sið-
ustu daga, gerst sjálfskipaður
málsvari meðalmennskunnar
og lágkúrunnar i islenskri póli-
tlk, rótað upp moldarmekki og
runnið siðan i kjölfar þeirra
kújóna sem I mogga skrifa og
kalla sig „húsmæður”.
. Hjálmar heitir maðurinn,
kennir félagsfræði og sögu og
skrifar m.a. svona i Timann:
„Þaö er sjálfsagt allt I lagi að
gera slikar yfirdrepsskaps-
myndir á velmegunartimum,
þ.e.a.s. þegar næg fjárráð sjón-
varpsins og þjóðarbúskapsins
eru fyrir hendi. En á fjár-
þröngstimum (sic!) eins og nú
eru hjá sjónvarpinu og sparnað-
ur boðaður I þjóðarrekstrinum
(!), jaðrar það við „geðveiki”,
að skattborgararnir þurfi að
standa undir kostnaði af gerð
svivirðinga um þá sjálfa. Fyrir
alla muni: SPÖRUM.”
Tilefni greinar sem þessi
Hjálmar tvöfalt vaff Hannesson
skrifaði i málgagn Framsókn-
arflokksins, en ofanrituð klausa
er niðurlag hennar, er örstutt
kvikmynd, „Lifsmark”, sem
tveir ungir menn gerðu á snær-
um sjónvarpsins.
Hjálmar æpir á bann. Hann
þolir ekki að sjónvarpið sýni
honum fólk, sem hugsanlega
hefur önnur viðhorf en hann
sjálfur.
Vissulega er það ihugunar-
efni, þegar morgunstjarna stórs
stjórnmálaflokks geysist fram
froðufellandi i anda Stalíns og
krefst ritskoðunar, treystir ekki
kjósendum sinum til að horfa,
treystir ekki almenningi, t.d.
nemendum sinum.til að vega og
meta, taka afstöðu með eða á
móti og mynda sjálfstæða skoð-
un.
Þvi miður er það svo, að slik
fljótfærnispólitik, þvilik frekju-
framkoma hefur einkennt
marga sjórnmálamenn okkar,
heldur þeim raunar endalaust á
bás fáfræðinnar, flokkshags-
munanna, þessa sérkennilega
ástands pólitikurinnar, sem
sprottið er fyrst og fremst af
þvi, að fáeinir þröngsýnir menn
vonast eftir einhverjum óskil-
greindum „frama” innan rikj-
andi kerfis.
Morgunstjörnur flokkanna
fara stundum flatt á þvi, að
biöla skrúðmálgir til kjósenda,
þykjast höfða til skynsemi
þeirra, en umhverfast siðan ef
einhverjir óbreyttir almúga-
menn taka upp á þvi að hugsa
sjálfstætt, hafa skoðanir og
jafnvel reyna að benda stjórn-
málamönnum á rétta braut.
Sjónvarp og útvarp eru afar-
mikilsverðar upplýsingastofn-
anir. Það riður á að þessum
fyrirtækjum sé stjórnað af við-
sýni, sanngirni og kunnáttu.
Þess vegna er það mjög alvar-
legt mál, þegar þessi almenn-
ingstæki lenda einhliða i hönd-
um fávisra flokkssprauta sem
telja sig geta haft vit fyrir f jöld-
anum. Það er erfitt að kingja
þeim sannleik, að einmitt þann-
ig hefur farið hér á landi.
I öllum valdastöðum rikisfjöl-
miðilsins sitja varðhundar með-
almennskunnar, smákröt á veg-
um „framans”, og það telst til
tiðinda, ef einhverum tekst að
smeygja sér framhjá gæslu-
mönnum hins fyrirskipaða
hugsunarháttar.
Núverandi útvarpsráð hefur
fengið á sig orð fyrir að vera
opnara fyrir ýmsum þeim
straumum sem jafnan fara um
þjóðfélagið án tillits til skoðana
eða hugsunarháttar hjálmara
þessa lands. Það er lika þess
vegna sem þessu útvarpsráði
skal sparkað,og nú verður vænt-
anlega betri starfsfriður fyrir
hjálmarana.
Hvernig á að spara?
Morgunstjarnan vill að sjón-
varpið spari sér eftirleiðis að
kosta myndir eins og þær sem
Þorsteinn og Ólafur Haukur
hafa gert.
Það er vitanlega þýðingar-
laust um að tala, en þó er sak-
laust að benda mönnum á, að
kvikmyndir eru útflutnings-
varningur. Sjónvarpsstöðvar i
Evrópu taka fegnar við, þegar
þeim býðst Islenskt sjónvarps-
efni. Meðal hinna mörgu sjón-
varpsstöðva tiðkast að hafa
vöruskiptaverslun. Ef viö get-
um boðið útlendingum efni i
skiptum fyrir þeirra andlegu af-
urðir, þá þarf ekki að tala um
kostnað af innlendri kvik-
myndagerð, heldur gróða.
Staðreyndin er sú, að væru
það einhverjir betri menn en
hjálmarar Islands sem stjórn-
uðu kvikmyndamálum á ts-
landi, þá hefði okkur fleygt
lengra fram á veg i gerð dag-
skrárefnis fyrir sjónvarp. —GG