Þjóðviljinn - 09.02.1975, Page 5
Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
Enginn
skal
hafa
vit
fyrir
mér!
I Tímanum á sunnudag-
inn var birt viðtal við Ólaf
Jóhannesson ráðherra og
f lokksf ormann. Ólafur
segir þar frá sínu tóm-
stundagamni og getur þess
meðal annars að hann hafi
gaman af bókum. Eftir-
lætisskáld hans eru
Matthias, Stephan G. og
Einar Ben. Svo bætir hann
því við, að hann hafi mæt-
ur á mörgum skáldum öðr-
um sem ,,höfða til manns
hvert með sínum hætti"
enda sé „enginn algildur
mælikvarði til á skáldskap
og listir". Allter þetta gott
og blessað — vissulega er
„mælikvarðinn" breytileg-
ur, til dæmis í tima — þarf
ekki annað en að minna á
þá alkunnu staðreynd að
bókmenntaverk eldast
mjög misjafnlega vel eða.
illa. En svo tekur Ólafur
sig til og hnykkir á:
„Ég dæmi um það fyrir
mig eftir mínum smekk —
og geri ekkert með það,
sem sjálfskipaðir „menn-
ingarvitar" segja".
Það er nefnilega það.
Ekki að marka
Staðhæfingar i þessa veru hafa
verið að dynja yfir okkur i stórum
stil á undanförnum mánuðum og
misserum. Oftast sjást þær á
prenti i Morgunblaðinu bæði í rit-
stjórnargreinum, i þvi órjúfan-
lega virki lágkúrunnar sem Vel-
vakandi er, i greinum borgar-
ráðsmanna um myndlist og i
greinum slatta af rithöfundum
sem telja að gagnrýnendur eða þá
aðrir rithöfundar hafi gert sam-
blástur gegn sér. Kjarni þessara
skrifa allra er sá, að eiginlega séu
öll skrif og umræða um listir ó-
merk (sérstaklega ef að gagnrýn-
endur eða listmenn eða aðrir
þátttakendur hafa lært sérstak-
lega til verka). Það sé ekki hægt
að leggja neitt mat á list og bók-
menntir svo vit sé i, þaðan af sið-
ur hægt að veita viðurkenningu
eða verðlaun fyrir afrek á þessum
sviðum. (Að visu fylgja öllu sam-
an fleðulæti utan i þá sem hlotið
hafa fræg erlend verðlaun, með
stórri fýlu út i þá sem veita slik
verðlaun og ekki hafa enn látið
„röðina koina að íslandi”, en það
er önnur saga). Og andi þessi
smýgur viða um fjölmiðla og
þjóðlif og hefur semsagt einnig
læst klónum i ólaf Jóhannesson.
Hvaða læti eru þetta?
Það fyrsta sem maður spyr
sjálfan sig að, þegar fyrir augu
ber yfirlýsingu sem ólafs er blátt
áfram: hvaða læti eru þetta?
Hver hefur stefnt i voða hinum
dýrmæta smekk Ólafs? Hver hef-
ur meinað honum að lesa það sem
honum best sýnist? Manni skilst á
yfirlýsingunni, að Ólafur sé ó-
sammála þeiin mönnum flestum
sem skrifa um bókmenntir i dag
(„menningarvitum”) og fær eng-
inn maður séð, hvað það gerir
honum til eða þeim. Hvi mega
þeir t.d. ekki fjalla um höfunda
sein þeim eru að likindum alveg
jafnmikils virði og Matthías
Jochumsson ólafi — án þess að
hann eða aðrir þurfi að senda
þeim fyrirlitningarglósur? Ég á
þá við klysjuna um að gagnrýn-
endur („menningarvitar”) séu
„sjálfskipaðir”. Við hvað er eig-
inlega átt? Þeir Halldór á Kirkju-
bóli eða Gunnar Stefánsson eru
ekki „menningarvitar” Tíinans
nema vegna þess að blaðið vill fá
þá til að skrifa um bækur. Ólafur
Jónsson er ekki „sjálfskipaður”
frekar en sýslumaðurinn i Aust-
ur-Skaftafellssýslu, Visir hefur að
sjálfsögðu ráðið hann til menn-
ingarmálaskrifa vegna þess að
blaðið trúir honum til að vekja á-
huga lesendahóps, sein blaðið
annars sinnir litið. Og svo mætti
lengi telja. Ef að nokkur stétt
manna er „sjálfskipuð” til verka
þá eru það reyndar rithöfundar,
eins og eðlilegt er og sjálfsagt:
Þeir koinast manna lengst i að
velja sér viðfangsefni sjálfir.
Að spyrða saman
Marga forklúðran aðra er að
finna i þessu tali. Til að mynda þá
áráttu að spyrða „menningar-
vita” saman i eina heild ónytj-
unga eða hermdarverkamanna
(til eru rithöfundar sem i raun
viðurkenna ekki nein bókaskrif
nema þau sem útgefendur láta
prenta aftan á kápur bókanna
þeim til upphefðar). Auðvitað
vita allir sem nenna, að „vitarn-
ir” eru að sjálfsögðu engu siður
misjafnlega til verka fallnir en
t.d. ljóðskáld eða mublusiniðir.
En auðvitað þýðir þetta ekki að ó-
mögulegt sé að ræða af viti um
gagnrýni, ljóð eða þá húsgögn. En
samanspyrðing menningarvita er
mjög dylgjublandin og afstrakt
og gerir það m.a. að verkum að
nöldrið gegn þeiin er nokkuð svo
marglittulegt, vont að festa hend-
ur á þvi.
Gat fótur við fæti
Krossferðin gegn þeim sem
dirfast á opinberuin vettvangi að
fjalla um verðleika og ávirðingar
listaverka og bóka er að þvi er
best verður séð gerö i nafni per-
sónulegs smekks hvers og eins.
Þessismekkur er bersýnilega svo
heilagur, að ekki má særa hann
með þvi að önnur viðhorf komi
fram (annar „smekkur” þá?) —
allra sist ef það er gert i trausti
einhverrar sérþekkingar eða sér-
hæfingar sem þykir sjálfsögð á
öllum öðrum sviðum i þjóðfélag-
inu. Rökrétt niðurstaða virðist sú,
að allir haldi kjafti um listir og
bókmenntir og haldi áfram að
tala um hið fjölbreytiléga veður-
far yfir tslandi eða þá efnahags-
málin, sein eru mikil mál.
Meinið er, að i þessu tali virðist
enginn hafa áhuga á að skoða
það, hvernig smekkur manna
verður til. Það er engu likara en
ráð sé fyrir þvi gert, að hann sé
meðfæddur, eða stökkvi sjálf-
skapaður út úr höfði manna eða
fæðist með öðrum hætti án ann-
arra tilverknaðar:
fótur við fæti
gat hins fróöa jötuns
sexhöfðaðan son
segir i Eddu. Það virðast fáir átta
sig á þvi, að menn eru alls ekki ó-
skrifað blað, opnir og fordóma-
lausir, þegar þeir standa and-
spænis bók eða málverki. A mót-
unarskeiði þeirra hafa þeir orðið
fyrir áhrifum af smekk foreldra,
eða margfróðs afa eða frænda eða
vinsæls kennara, þess að sumar
bækur voru fáanlegar en aðrar
ekki, tungumálakunnátta þeirra
hefur beint smekk þeirra i ákveð-
inn farveg og þannig mætti lengi
telja.
Af þessuin ástæðum er það
blátt áfram lögmál, aö „smekk-
ur” alls þorra manna er að jafn-
aði heldur ihaldssamur, þvi að
hann er mótaður af reynslu næstu
kynslóðar á undan, þvi sem þá
var skrifað og lesið og skoðað. Þvi
er það einnig nokkuð vist, að það
sein er nýstárlegt á hverjum
tima, öðruvisi, á ekki aðgang að
mjög mörgu fólki, vekur jafnvel
beina andúð þess. Þetta eru allt
eðlilegir hlutir sem engin ástæða
er til að æðrast út af. Það ætti að
sjálfsögðu aö vera eitt af hlut-
verkum „menningarvita” að
reyna að brúa þetta bil, útskýra
og halda uppi skoðanaskiptum
um það sem þeim finnst ágætast
af nýsköpun hvers tima, og þar
með stækka nokkuð þann hóp sem
gefur þessari nýsköpun gaum.
Krossferðin gegn menningarrýni
(„enginn skal hafa vit fyrir
mér!”) getur hinsvegar varla
haft önnur áhrif en þau, að skorn-
ir eru niður möguleikar á að þetta
takist, en andlegir samgönguerf-
iðleikar vaxa með þjóðinni.
Björgunarstarf
Krossferðarmenn telja sig
stunduin vera fyrst og fremst að
bjarga rithöfundum og lista-
mönnum undan grimmum niður-
rifsmönnuin. Mér hefur alltaf
fundist þetta skrýtið: ef nokkuð
er, þá er islensk menningarrýni
alls ekki nógu kröfuhörð, marg-
visleg meðalmennska mætir hér
stórri mildi og miskúnnarsemi.
Ég hefi reyndar heyrt ágætt skáld
komast svo að orði, að það væri
brýnast að vernda rithöfunda fyr-
ir jákvæöri gagnrýni. En hitt er
miklu algengara að heyra það frá
mönnum sem starfa að listum, að
þeir vilja i raun og veru ekki önn-
ur skrif en alinenna kynningu
(fréttir og viðtöl o.fl. sem reyndar
er mikið af i islenskum fjölmiðl-
um) eða þá alinenna fagnaðar-
roinsu yfir þvi, að hér á Islandi
skuli yfir höfuð vera skrifað, leik-
ið á sviði og spilað á fiðlu.
Einn grautur
Það er vandséð hvaða ávinning
menn búast við af svoddan út-
vötnuðum englasöng. Þegar svo
nokkrir rithöfundar og listainenn
taka sjálfir beinan þátt i Mogga-
sibyljunni um að allt mat og
kröfugerð i listum sé út i hött og
verra en ekki, þá eru þeir fyrst og
siðast að stuðla að þvi að lækka
þroskastig islenskra lista. Demba
öllu i einn graut — alvarlegri og
marksækinni vinnu, tómstunda-
gamni (húrra fyrir þvi, en sér á
parti), afþreyingarbraski og þá
meinlokusmiðum, sein er mikil
iðja hér á landi. Þegar svo ofan á
þetta bætis lágkúrulegt nöldur
um það, að þessi hafi fengið pen-
inga en hinn ekki, þá gerist ekki
annað en það, að öll listræn við-
leitni, góð og vond, hrekst út i
skammarkrók i vitund almenn-
ings. Breiðist þá út sú afstaða
meðal hins fræga þögla meiri-
hluta að „þeir eiga bara að vinna
fyrir sér sjálfir þessi andskotans
skáld og listamenn”.
Satt að segja held ég að fátt hafi
skaðað jafn geigvænlega bæði
orðstir og beinlinis hagsmuna-
baráttu islenskra rithöfunda og
listamanna en sú ritstjórnarpóli-
tik Morgunblaðsins sem fram
kemur i þeim skrifum öllum sem
að ofan hefur verið lýst. Hundrað
menningarvitar gætu ekki valdið
nema broti af þeim usla, eins þótt
þeir væru illkvittnin holdi klæddir
eins og þeir eru langir til.
Krossferðin gegn menningar-
vitunuin hefur fyrst og fremst
verið háð i Morgunblaðinu eins og
fyrr var getið, og vildu margir
sjálfsagt útskýra hana með tilvis-
un til særðs metnaðar nokkurra
aðstandenda þess blaðs. Sú skýr-
ing nægir reyndar ekki. Hjá
ihaldinu hefur skapast viss praxis
i menningarináluin, þótt það
skuli svo ósagt látið, hvort þar er
um að ræða niðurstöðu af meðvit-
aðri stefnumótun eða heildarlinu i
happa- og glappaaðferö. Það eru
teknar á ýmsum vettvangi á-
kvarðanir um menningar- og
listapólitik — uin leið er það si-
endurtekið að „menningarvitar”
séu ómerkir með öllu og ekki fyrir
neinu trúandi. Flokkspólitikin er
þá látin koma i staöinn. Það er
hún sem sendir þá Magnús
Þórðarson og Ölaf B. Thors inn i
úthlutunarnefnd listamanna-
launa svokallaðra. Upphefð
Guðmundar Danielssonar og
Indriða G. Þorsteinssonar á al-
þingi nýverið er sömuleiðis
flokkspólitisk aðgerð (helminga-
skiptareglan). Kjarvalshúshnút-
urinn er enn eitt dæmi sem stefnir
i söinu átt. Sem og þau útvarpslög
sein eiga að mati Guðmundar H.
Garðarssonar að „vernda” is-
lendinga fyrir þeim skoðunum
sem hans flokkur hefur and-
styggö á.
Arni Bergmann.