Þjóðviljinn - 09.02.1975, Page 7

Þjóðviljinn - 09.02.1975, Page 7
Sunnudagur 9. febrúar 1975 Þ.’rtOVILJINN — SÍÐA 7 KÓRINN heitir þctta skemmtilega keramikvcrk úkrainska lista mannsins Taras Lcvkiv. írar eignast nýjan dýrling Irar hafa öðrum þjóðum frem- ur sýnt kaþólsku kirkjunni trú- festu. Það hefur vist ekki þótt vonuin fyrr, að þeir eignuðust nýjan dýrling, en það hefur nú 3kki gerst i sjö hundruð ár. Dýrlingurinn nýi er hinn bless- aði Oliver Plunket. Hann var erkibiskup og var tekinn af lifi ár- ið 1681. Enskir dæmdu hann til dauða og drápu með grimmdar- legum hætti fyrir meinta aðild ,,að samsæri um að endurreisa Rómartrú”. Oliver var lýstur blessaður maður 1920 og siðan hafa margir unnið að þvi að gera úr honum fullkominn dýrling. Það sem réði úrslitum var kraftaverk sem Oli- ver er talinn hafa unnið er deyj- andi móðir itölsk varð alhress á skammri stundu á sjúkrahúsi einu i Napoli árið 1958 (Skv. Ire- land today). Enn ein indjána- þjóð er horfin Nýlega lést i Chile gömul kona sem Angela Lois hét. Hún var sið- asti Onaindjáninn sem andann dró: þjóðum jarðar hefur enn fækkað um eina. Onaindjánar voru fruinbyggjar Eldlands, hinnar hrjóstrugu eyju við suðurodda Suður-Ameriku. Þegar sæfarinn Magellan kom að eldlandi voru þeir um 2000 talsins. Þeir lifðu eingöngu á veiðum og bjuggu i skinntjöldum. Þeir voru hávaxið fólk og nýkomið af stein- aldarstigi. Ofsóknir hvitra manna, sjúk- dómar og önnur vandræði hafa fækkað Onaindjánum jafnt og þétt. Alllangt er siðan þeir voru útdauðir á þeim hluta Eldlands sem tilheyrir Argentinu. En Chilemegin voru þeir enn um 120 talsins fyrir aðeins þrjátiu árum. Og nú eru þeir allir dauðir. Ríkurogham- ingjusamur ítalski listmálarinn Giorgio de Chirico, sem þénað hefur miljónir á málverkum sínum, sem hanga á söfnum og í auð- kýfingahúsum um allan heim, hefur látið hafa það eftir sér að yndislegasti draumur sem sig hafi dreymt haf i verið, að hann blundaði á rúmdýnu stoppaðri með hundrað- köllum. — Það eru bara hræsnarar, sem halda þvi fram, að peningar geri mann ekki hainingjusaman, segir þessi gamli sérvitringur. Það er einmitt það sem maður verður. Litið bara á mig! 0 ÁRNI BJÖRNSSON: ÞJÓÐFRÆÐAGUTL AUskonar gömul húsráð eru til við hiksta. Hér er eitt: Að halda fyrir nefiðog drekka sem mest vatn á sem skemmstum tima. Hnerri og hixti Allir kannast við þá venju að segja „Guð hjálpi þér”, þegar einhver hnerrar. Það er nokkuð misjafnt eftir þjóðum, hvað sagt er við slika uppákomu. Til dæinis segja Danir „Prosit”, sem þýðir eiginlega: verði þér til gagns, og er viða notað við þau tækifæri, þegar við segjum „skál”. Þjóðverjar segja und- antekningarlitið „Gesundheit”, sem merkir heilbrigði. Sumar þjóðir segja vist ekki neitt. Það er sagt, að á einum hinna endalausu afvopnunarfunda kjarnorkuveldanna i Genf, þar sem menn eru feikilega orðvar- ir til að láta ekki hanka sig á hinu minnsta vixlspori, þá hafi bandariski sendiherrann eitt sinn hnerrað. Rússarnir litu hver á annan. Attu þeir að segja „Guð hjálpi þér”? Þeir báðu um fundarhlé til að ráða ráðum sin- um. Hvernig yrði það túlkað, ef þeir segðu „Guð hjálpi þér”, og hvernig, ef þeir segðu það ekki? Eftir margra klukkustunda þóf með dulinálsskeytasendinguin til Moskvu, komu þeir aftur i fundarsalinn og sovézki ambassadorinn sagði hátiðlega: „Guð hjálpi þér”. Þá urðu Bandarikjamennirnir klumsa. Þetta var svo óvænt framlag i viðræðurnar, að þeir báðu um að fundinum yrði frestað til næsta dags, svo að þeir gætu mótað afstöðu sina til þess, hversu fram skyldi haldið. Trú og tilgangur Okkar saga segir, að þessi siður sé fyrst kominn upp i Svartadauða. Hann gekk i héraði einu sem annarsstaðar hér á landi og strádrap allt fólk. Loksins kom hann á einn bæ, þar sem tvö systkin voru. Þau tóku eftir þvi, að þeir sem dóu á bænum fengu fyrst geysilega hnerra. Af þessu tóku þau uppá þvi að biðja Guð fyrir sér og hvort fyrir öðru, þegar þau fengu hnerrana. Og lifðu þau tvö eftir i öllu héraðinu. Af þessu skal jafnan biðja Guð fyrirsér, þegar maður hnerrar, iOg deyr þá enginn af hnerrum. önnur útgáfa af sögunni segir, að Svartidauði hafi auð- vitað fyrst komið upp i þeirri vondu Babylon, þannig að menn hafi verið að grafa i fornar rústir. Hafi þá sést sem svartar agnir um loftið sveima, og þvi væri hann kallaður Svartidauði. Hánn byrjaði þannig, að menn fengu ákaflegan hnerra, og i söinu svifum kom blóðgusan og andinn fór með. — Þá voru tveir bræður á ferð. Fékk annar geysilegan hnerra. Þá segir hinn: „Guð hjálpi þér bróðir minn.” Bróðurnum þeim er hnerraði batnaði. Þannig er sagt að sá fagri siður hafi upp komið að biðja Guð að hjálpa sér, nær menn hnerra. En hvaða Guð þeir hafa trúað á i Babylon um þetta leyti, má Guð vita. Enn önnur skýring á þessuin sið er reyndar sú, að skirður maður og fermdur geti i raun- inni með góðri breytni verið óhultur fyrirárásum Djöfulsins, þvi að Guð sé i hans önd. En þegar maður hnerri, þá skreppi öndin úr brjóstinu nokkur andartök, hann verði semsé andlaus. Og þá hafi Andskotinn tækifæri til að skjótast ofani brjóstið á manni Þvi riði á að vera fljótur að segja guð hjálpi mér (eða þér), svo að þessi ódæmi gerist ekki. Annars er ýmiskonar trú tengd hnerrum, og yfirleitt eru þeir heldur góðs viti: „Mér á þá eitthvað að bætast vikuna þá arna”, sögðu menn, ef þeir hnerruðu i rúmi sinu á sunnu- dagsmorgni. En aðrir segja, að menn þurfi að hnerra fastandi þrjá hnerra á sunnudagsmorgni svo að þeim gefist eitthvað þá viku. Betra er en ekki að hnerra á mánudagsmorgni, þvi svo sagði tröllkonan: „Betri er mánu- dagshnerri en móðurkoss,” og má ætla á það, þvi að einsog tröll eru trúlynd, eins eru þau sannorð. Og ef maður hnerrar i rúmi sinu á nýársdagsinorgun, þá lifir maður það ár. Ef maður hnerrar' i net sin, meðan hann riður þau eða bætir, þá verða netin fiskin. — Þegar maður hnerrar yfir mat sinuin, boðar það gestakomu. en sumir segja, að það sé komið undir aldri mannsins: Ef elsti maður hnerrar, meðan farið er með matföng, á einhver svangur að koma og borða af þeim mat. Það er kallað „að hnerra öðrum gest”, En hnerri yngsti maður, hnerrar hann meiri mat i húsið eða einsog þar segir: Elsti hnerrar mann fleiri,, miðlungur mann frá borði, yngsti hnerrar mat meiri. Grátur og hixti Ég kann þvi miður enga sögu um upprunahikstans.en kannski gæti einhver sent hana hingað. Hinsvegar kannast flestir við þá trú, að einhver ódámurinn sé að nefna mann og sá eltki góð- orður, þegar maður færhiksta. „Þar er maður á orði, sem maður er ekki að borði,” segir máltækið. Og þessari trú bregður fyrir i frásögn af ein- hverjum frægustu viðburðum Islandssögunnar, viðureign Jóns biskups Arasonar og Daða i Snóksdal. Þar segir svo: — Jón biskup Arason forboðaði Daða þennan vetur og bannfærði hann siðan, og sendi presta sina út og marga menn aðra, bæði vestur i Dali og viðar um Skálholtsbiskupsdæmi til að lesa yfir hönum, ef þeir mætti, og hans mönnum þau forboð og bannsbréf, og gjöra sem flestum kunnug. Arni prestur Arnórnsson i Hitardal var bræðrungur við Daða og var með þeim góð frændsemi og samheldi á móti fyrirtektum Jóns biskups. Árni var farinn i kynnisför um veturinn i Snóks- dal, og er hann og Daði sátu saman og mæltust við, kom að Daða hiksti harður, svo hann undraði og ætlaði að mundi slita önd af sér. Þá mælti Daði: „Nú er ég þar að orði, sem ég er þó ei að borði.” Árni prestur var haldinn margvis. Hann mælti: „Satt vil ég yður segja. Þér eruð nú á orði norður á Hólum, og er Jón biskup nú að bannsyngja yður.” Stundum virðist orðið hikst merkja öllu heldur ekki eða ekkasog, en þó er ekki að vita. hvað af þessu hefur þótt bera vitni um guðrækilega innlifun Lárenziusar biskups, þegar messugjörð hans er svo lýst: „Messuembætti sjálft fram- flutti herra Lárenzius með svo mikilli viðurkomningu hjartans og tára úthellingu. að löngum mátti meir heyrast til hans gráturog hiksti en orðagrein i lágasöngunum.” Annars þykir hiksti yfirleitt heldur hvimleiður, og munu til ýmis ráð við honum, sem ég bið fólk endilega að segja oss frá og senda. Einkum eru þó til fallegar bænir á móti hikáta, einsog þessi: Kristur i brjósti mér, burt fari hiksti, fyrri var ég i huga Guðs beldur en hiksti. Guð friði þess manns sál, sem dó af hiksta.Hvör sein i einu andartaki les þessa bæn niu sinnum, mun laus verða við allan hiksta.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.