Þjóðviljinn - 09.02.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. febrúar 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Haffræði tekur til
allra rannsókna á
hafinu, þeas.,
eðlisfræðilegum
eiginleikum
hafsins, hreyfingar
þess, efnanna í
sjónum.lífveranna,
hafbotnsins og
samskipta
sjávar og lofts.
Vekja þarf áhuga
almennings á því
að ganga vel um
við sjávarsíðuna,
og jafnframt á
fólkið í landinu
að gera þær
kröfur til
ráðamanna, að
strendur landsins
verði ekki
mengaðar og
gengið svo frá
verksmiðjum og
iðnaði við
sjávarsíðuna, að
ekki valdi skaða á
dýrum og gróðri
né spilli
ströndinni.
ingu hjá náttúrufræðikennurum i
landinu á hafinu og vandamáluin
þess.
— Hvernig verður háttað
kennslu i haffræöi viö Háskóla ís-
lands, sem ætlað er að hefjist
næsta haust?
— Það er nú ekki búið að ganga
frá námsskrá ennþá, en kennslan
mun væntanlega hefjast með
námskeiði i alinennri haffræði,
þar sem aðallega verður fjallað
uin landfræðileg einkenni, eðlis-
og efnafræði sjávar og hreyfingar
hafsins.
1 kjölfar þessa námskeiðs er
ætlað að komi annað I almennri
haffræði þar sem nemendum
verði kynntar aðrar hliðar á haf-
fræðinni, þ.e.a.s., sjávarbotninn,
setlög hans, lifið i hafinu og loks
nýting og verndun hafsins.
Ég býst við að kenna fyrra
námskeiöiö og hluta af þvi siðara,
en geri ráö fyrir þvi að fá til lið-
sinnis við mig ýmsa sérfræðinga
á öðruin sviðum hafrannsókna til
þess að kenna á siðara náinskeið-
inu.
Þessi tvö fyrstu námskeið eru
hugsuð sem æskileg grein fyrir
nemendur i náttúrufræöi viö
Háskóla íslands, og sem undir-
staða undir frekara haffræðinám,
en jafnframt geri ég mér vonir
um, að hægt verði að gefa
stúdentum i efnafræðiskor
Háskólans, sem lokiö hafa
þessum tveimur fyrstu nám-
skeiðum kost á að bæta við sig
sérstökum náinskeiðuin i haf-
efnafræði og ljúka fjögurra ára
BS prófi i efnafræði með hafefna-
fræði sem sérgrein.
Þá vonast ég til þess að fljót-
lega verði hægt aö bjóða nemend-
um i eðlisfræöi upp á hliðstætt
nám i hafeðlisfræði.
Ég tel þar að auki að fyrstu tvö
námskeiðin muni verða gagnleg
fyrir þá liffræðistúdenta, sem
hafa áhuga á sjávarvistfræði.
Það má þvi segja aö þessi
kennsla bjóði upp á þrenns konar
möguleika. I fyrsta lagi gefur hún
stúdentum i náttúrufræöum kost
á almennri haffræði sem val-
grein. 1 öðru lagi ætti hún að veita
þeim, sem ljúka sérnámskeiðum
nægilega undirstööu til að kenna
haffræði við menntaskóla lands-
ins.
Og I þriðja lagi mundu þeir
stúdentar, sem lokiö hefðu BS
prófi með sérgrein I hafefna- og
hafeölisfræði hafa nægilega
undirstöðu til þess að halda til
sérnáms erlendis i þessum grein-
um. Ég geri ráð fyrir, að þessir
siðast töldu myndu jafnan vera
mjög fáir, þvi þaö er ekki mark-
aður fyrir allt of marga sérfræð-
inga i þessum greinum, en hins
vegar tel ég að þaö sé mikil þörf á
kennurum meö menntun i haf-
fræði til kennslu viö framhalds-
skólana, auk þess sem einhver
þekking á haffræði er nauðsynleg
fyrir alla náttúrufræðikennara.
— Fær væntanleg haffræðideild
við Háskólann sérstaka rann-
sóknarstofu, eða munið þið fá að-
stöðu hér á Hafrannsóknarstofn-
uninni?
— Það væri aö sjálfsögðu ákaf-
lega kostnaðarsamt i svo litlu
landi sem fslandi ef ætti aö setja
upp sérstaka rannsóknarstofnun i
þessum fræðum við Háskólann,
a.m.k. fyrst uin sinn. Þess vegna
virðist skynsalegra að fara þá
leið, sem einmitt er ætlunin að
fara, aö Háskólinn hafi nána
samvinnu viö Hafrannsóknar-
stofnunina I sambandi við
kennslu og rannsóknir. Við gerum
ráð fyrir þvi fyrirkomulagi að ég
muni hafa rannsóknaraðstöðu hér
við Hafrannsóknarstofnunina og
þannig uppfylla rannsóknaskyldu
mina og að stofnunin láti jafn-
framt i té aðstöðu fyrir stúdenta,
bæði á rannsóknarstofum og
einnig að hún láti i té rannsóknar-
skip fyrir stuttar rannsóknarferð-
ir, og að þeir stúdentar, sem
veldu haffræði sem sérgrein ættu
kost á að komast með I rann-
sóknarleiðangra, enda yröi aö-
eins um fá neinendur að ræða
hverju sinni.
Það er rétt að láta það koma
fram, aö ekki er talið æskilegt að
haffræðinám hefjist að neinu
marki fyrr en nemendur hafa öðl-
ast góða undirstöðuþekkingu i
viðkoinandi raunvisindagrein.
— Hvað telurðu brýnast hér
varðandi haffræöina?
— Frekari þekking á hafinu
umhverfis tsland er okkur hags-
munamál, m.a. frá sjónarmiði is-
lensks sjávarútvegs.
Enn sein komið er vitum við
allt of litið um þau ytri skilyrði
sem ráöa styrkleika árganga
fiskistofnanna og valda mismun-
andi hrygningar- og fæöugöng-
um. Ýtarlegar og vel skipulagðar
rannsóknir á hinum ýmsu þáttum
umhverfisins, bæði þeim liffræði-
legu og eins hinum, sem lúta að
eðli og ástandi sjávar, sýnist lik-
legasta leiðin til aö veita svör við
slikum spurningum. Þá tel ég
mikilvægt, eins og ég gat um i
upphafi, að auka þekkingu al-
mennings á hafinu, eðli þess og
nýtingarmöguleikum.
Það þarf að vekja áhuga al-
mennings á þvl að ganga vel um
við sjávarsiðuna og jafnframt á
fólkið i landinu að gera þær kröf-
ur til ráöamanna og stjórnvalda
að strendur landsins verði ekki
mengaðar, og gengið verði svo
frá öllum verksiniöjum og iönaði
við sjávarsiðuna, að ekki valdi
skaða á dýruin og gróðri, né spilli
ströndinni, sem ætti aö vera æski-
legur vettvangur fyrir unga sein
aldna.
Sjálfur veit ég fáa staði
skemmtilegri til gönguferða en
fjörur og strendur. En það er ekki
gaman að ganga uin þær ef þær
eru þaktar úrgangsefnum og ó-
þverra.
—úþ
Jón Hjartarson:
Ég ætla að giftast tannlækn-
inum, þegar ég verð stór, segir
litla stúlkan i auglýsingunni og
þykir I þeim orðum gæta býsna-
mikillar hagsýni hjá ekki eldra
barni. Er ekki álika gulltryggt
að giftast tannlækni og heilli
togaraútgerð? Draumaprins
hinnar fingerðu og forsjálu
dóttur sælgætissalans er hvorki
Iþróttahetja né sjómaður dáða-
drengur, heldur auðvita
þriflegur og þekkilegur tann-
læknir. Hann er henni sá spari-
gris, sem felur i sér allar
heimsins lystisemdir, imbýlis-
Það væri fróðlegt fyrir þing-
menn og aðra stjórnmálamenn
að fá vitneskju um það, hversu
mörg prósent atkvæöisbærra
manna I landinu eru með
falskar tennur og þá ekki siöur,
hvernig sú prósenta skiptist
eftir landshlutum. Dreifbýlið
hefur lengi veriö afskipt þessum
efnum. Þau eru æði mörg
þorpin, sem aldrei hafa komist i
snertingu við annars óyndisleg
tól tannlæknisins, nema þá
einstaka menn færu suður tl
þess arna, sem er auðvita bæði
dýrt og timafrekt.
hömuðust og hvernig dæmiö var
reiknað, þau höfðu aldrei svo
neinu næmi upp i tannviðgeröir.
— Þau höföu raunar vanist þvi
fyrir noröan að lita á tannlækn-
ingar eins og hvern annan lúxus
og forboðna lystisemd og það
varö þá aö vera hér fyrir sunnan
lika.
Þessi fjölskylda er ein
margra, sem farið hafa
gjörsamlega á mis við heil-
brigðisþjónustu tannlækna. Þau
hafa réttar sagt veriö svikin um
Heilsugæslumenn
eöa gullsalar
hús og allt það. Margur trúir þvi
að tannlæknar hafi sömu
náttúru og hænan góða I ævin-
týrinu, sem gulleggjunum
verpti.
■
Sómakærum tannlæknum
hlýtur að vera hin mesta raun
að þvl, hversu auðviröilegt mat
fólk virðist leggja á stétt þeirra.
Mönnum hættir til að lita á
tannlækna sem vafasama
bisnismenn, einatt er verið aö
væna þá um skattsvik og
fégræðgi, leynt og ljóst. Slikar
aðdróttanir er auðvita illgerlegt
aö kveða niður, sanna eða
afsanna. Þær eru eins og vind-
gnauö á glugga, og álika mikið
mark á þeim takandi.,
Tann viðgeröir hljóta
ævinlega að verða mjög dýrar.
Tæki og efni sem til þeirra hluta
þarf er hvort tveggja mjög dýrt.
Eins er sjálfsagt aö ætla tann-
læknum sæmilegt kaup. Þessi
heilsugæsla hefur hingað til ekki
verið hluti hinnar opinberu
heilbrigðisþjónustu, greiddri af
sjúkrasamlagi, heldur hafa
tannlæknar lotið lögmálum
viðskiptalifsins og einkafram-
taksins, þar sem fólk verður að
kaupa sina þjónustu fullu verði.
Það er vitaskuld ástæöan fyrir
þvi bisnisoröi, sem fer af tann-
læknastéttinni.
■
A þvi hefur ekki mér vitan-
lega verið gerð nein úttekt,
hversu einkaframtakinu hefur
tekist að rækja þenan þátt heil-
brigöisþjónustunnar, að
viðhalda tannheilsu lands-
manna. Mig grunar raunar aö
sú þjónusta sé gloppótt.
Fróðlegt væri til dæmis að
kanna, hvað þegnar
þjóðfélagsins fara helst á mis
við þessa þjónustu. Hvaða
stéttir veröa helst útundan? Þaö
er ansi hæt viö þvl að láglauna-
fólk hafi litil efni á að kosta
dýrar tannviögeröir, nema þá
með þvi aö leggja á sig
gegndarlausa yfirvinnu og
þrældóm. Tannlækningar eru
þannig sérréttindi efnafólks og
þeirra sem hafa meðallaun og
þar yfir. Þær eru nánast lúxus,
rétt eins og skemmtanalifiö,
utanreisur og tryllitæki. Varla
getur þó nokkur heilvita maður
leyft sér að meta tannviðhald
ónauðsynlegra annarri heil-
brigðisþjónustu.
Það er i alla staði furðulegt að
tennurnar skuli þannig
samkvæmt heilbrigöislög-
gjöfinni og fjárveitingum hins
opinbera vera gjörsamlega
afskiptar. Mönnum þætti liklega
súrt I broti að þurfa að púnga út
fjárfúlgum úr eigin vasa fyrir
öllum þeim kostnaði, sem fylgir
þvi til dæmis að græða maga-
sár, með tilheyrandi sérfræði-
þjónustu, myndatökum og
spitalameöhöndlun.
Við skulum taka til dæmis þau
sæmdarhjónin, Gvend og
Siggur. Þau eru að norðan. Þar
liföi fólk við sæmilega tann-
heilsu eins og fólk viðast hvar,
meðan étinn var harðfiskur og
tros og allt þar til sætabrauð
kom til sögunnar og gosið og
gotteriiö, sem fylgdi velmeg-
uninni. Þrálát tannpina varð
þar ekki læknuð með öðru móti
en þvi að láta héraðslækninn
rifa úr. Jaxlarnir voru flestir
farnir úr Siggu, þegar þau
Gvendur giftu sig. Meðan hún
gekk með fyrsta krakkann
hrundi efri garðurinn alveg.
Neðrigarðurinn fór i rúst á þeim
þriðja. (Þaö var blessunin hún
Fia). Þá var ekki um annað að
gera en fara suður og fá sér
„stell”.
■
Neðrigómurinn i Gvendi
bilaði á sjónum, (helvitis brauö-
átið og eiturbrasið). Þegar þau
hjónin fluttu suður á mölina
meö börnin (nú, það átti að
reyna að mennta þessi grey) þá
héngu að visu nokkrar geiflur i
efri gómnum á Gvendi, annars
tuggðu þau hjón bæði mest meö
postulininu. — Krakkarnir
höfðu vitaskuld aldrei til tann-
iæknis komið, enda svoddan
kallar ekki sést þar norður i
rassi nema þá fullir, i sumarfrii
að frilista sig, skoða náttúruna
og renna I árnar.
■
Þegar suður kom var eitthvað
ifarið að fást um tannhirsluna á
blessuðum börnunum. 011 voru
þau með meira og minna
skemmdar tennur og þó búiö aö
draga úr marga jaxla. 1 einn
jþurfti að smiða „brú” sem
samkvæmt gildandi dýrtið
kostar llklega 60 þúsund, annar
þurfti gull og silfur uppi sig hér
og hvar fyrir tugi þúsunda og
blessunin hún Fia, augasteinn
t'oreldra sinna, hafði þessar
ekkisens skögultennur, sem
þóttu óprýða hana svo mikiö hér
fyrir sunnan, þó þær þættu bara
sætar fyrir norðan. —
Tannréttingameistari sló
lauslega á það máli, hvað
kostaði að ,,,,,ná bitinu jöfnu”
og rétta á telpunni tanngarðana
og lagfæra svo hún yrði nú ekki
eins og afdalahross til
munnsins. — Það gat aldrei
kostað undir 250 þúsundum!
Þeim hjónum taldist svo til að
það kostaöi naumast minna en
hálfa miljón að koma tannheilsu
fjölskyldunnar i smæmilegt
horf. Þau komu ekki með nein
auðæfi meö sér að norðan. Það
sem þaö var haföi varið i að
komast i húsaskjól hér syöra.
Gvendur vann á Dagsbrúanr-
taxta, eitthvað i kringum 40
þúsund á mánuði fyrir dag-
vinnuna. Sigga hafði alla tið þótt
liðtæk við saumaskap, vann nú
á saumastofu fyrir 38 þúsund á
mánuði. Með þvi að taka á sig
alla þá aukavinnu og yfirvinnu,
sem til féll höfðu þau i sig og á.
Hins vegar var alveg sama hvað
hana. Skólatannlækningar er
nýtilkomnar hér i Reykjavik og
eru auðvita spor i áttina, en ná
aðeins til barnaskólanna. — All-
flesta þjónustu tannlækna
verður enn sem fyrr að kaupa
fullu verði eins og lúxuxvöru.
■
Maður hefur alla tið haldið að
það væri fyrst og fremst Ihalds-
semi fjárveitingavaldsins, sem
stæði þessari vanræktu heil-
brigöisþjónustu fyrir þrifum.
Það myndi vitaskuld kalla á
stóraukin útgjöld til heilbrigöis-
mála, ef tannlækningar yrðu
felldar inn i almannatrygginga-
kerfið og greiddar af sjúkra-
samlagi eins og aðrar
lækningar. Ég hélt að tann-
læknar beröust fyrir þvi meö
oddi og eggju að þeirra grein
yrði metin til jafns við aörar
greinar heilbrigðisþjónustu.
■
Þeim mun furöulegri þykja
manni þvi viðbrögð tannlækna i
Reykjavik við þeim tilburðum
sem loks eru uppi til að leiðrétta
það misrétti, sem viðgengist
hefur i þessum efnum. Tann-
læknafélagið felldi semsé á
fundi um siöustu helgi tillögur
þess efnis að unglingar ófriskar
konur, ellilifeyrisþegar og
öryrkjar njóti stuðnings
sjúkrasamlags til tannviðgerða.
■
Þeir eru áreiðanlega margir i
þjóðfélaginu, sem vildu helst
ákveða sinn kauptaxta sjálfir.
Þeir eu lika margir, sem gjarna
vildu stunda rekstur, sem skatt-
yfirvöldum væri ógerlegt að
gera neina úttekt á. Þessa
aðstöðu hafa tannlæknar haft til
þessa. Það tjóar hinsvegar ekki
fyrir tannlæknastéttina að
þumbast á móti almennum
hagsbótum og sjálfsagðri leið-
réttingu á heilbrigðis-
þjónustunni. Telji tannlæknar
sig missa spón úr aski sinum við
það að sjúkrasamlagið annist
greiöslur til þeirra, þá fer mann
óneitanlega að gruna aö þeir
hafi eitthvað óhreint i poka-
horninu. Þar með fær skrafið
um skattsvikin og peninga-
plokkið byr undir báöa vængi.
■
Maður hefði haldið að tann-
læknar hristu af sér allan slikan
orðróm og glósur og stæðu nú
einhuga að framgangi þessara
miklu hagsbóta til handa sjúk-
lingum sinum (eða vilja þeir
fremur kalla þá viðskiptavini?)
-------i staö þess að auðmýkja
sig opinberlega og jafn
blygðunarlaust og þeir hafa nú
gert, samkvæmt niðurstöðum
þessa dæmasausa fundar. Eru
mennirnir að berjast gegn þvi
að allur almenningur fái notið
sérkunnáttu þeirra og þjónustu.
Hverju á maður að trúa? —
Hér hafa vonandi orðið einhver
klaufaleg mistök. Fólk biöur
hins vegar i ofvæni eftir þvi aö
stjórn tannlæknafélagsins gefi
einhverja skýringu á framkomu
sinni. Slik uppákoma hlýtur
eðlilega að verða til þess að
menn fara að velta fyrir sér
hvort tannlæknar vilji fremur
láta lita á sig sem starfsmenn
almennrar heilsugæslu ellegar
einskonar gullsala. Er sælgætis-
salinn bandamaður þeirra?